Morgunblaðið - 31.03.1978, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978
■ SÍMAR
ÍO 28810
car rental 24460
bilaleigan
GEYSIR
BORGARTUNI 24
LOFTLEIDIR
C 2 11 90 2 11 38
Hjartans þakkir til allra sem
glöddu mig með heimsóknum,
kveðjum, blómum og góðum
gjöfum á 80 ára afmæli mínu 5.
marz s.l. og gerðu mér daginn
ógleymanlegann.
Guð blessi ykkur öll.
Jónína Jónsdótir,
Álfheimum 16, Reykjavík.
Tunna af grá-
sleppuhrogn-
um ekki seld
undir 71.400
GRÁSLEPPUVEIÐI er nú fyrir
nokkru hafin, en það sem af er,
hefur veiðin verið lítil, sökum
vonzkuveðurs úti fyrir Norð-
urlandi, og samkvæmt því sem
Morgunblaðinu var tjáð í gær,
reikna menn með að veiðin þar
verði minni en í fyrra. Lágmarks-
söluverð grásleppuhrogna hefur
nú verið ákveðið og er það 280
dollarar tunnan eða 71.400 krónur.
í fyrra var lágmarksverð fyrir
hrognatunnu ákveðið 260 dollarar
eða 66.300 krónur og seldist
nokkurt magn af hrognum á
hærra verði en því og fór allt í 290
dollara tunnan.
Morgunblaðinu var tjáð í gær,
að eftirspurn eftir grásleppu-
hrognum væri svipuð og í fyrra, en
menn væru ekki farnir að selja
neitt af hrognum enn, menn vildu
bíða og sjá hvernig veiðin gengi.
Giscard ræðir
við þingleiðtoga
París, 29. marz. Reuter.
GISCARD D'Estaing P>akklands-
forseti átti í dag fundi með
leiðtogum stjórnar og stjórnar-
andstöðu í Frakklandi. Var haft
eftir talsmanni forsetans að hann
hygðist reyna að vinna að sann-
gjarnri samhúð meirihluta og
minnihluta á þingi. sem þó
stefndi ekki samheldni meirihlut-
ans í hættu. Giseard er sagður
vera hlynntur því að veita vinstri-
mönnum formennsku i' nokkrum
áhrifamiklum þingnefndum og
ganga með því til móts við þann
na“r helming kjósenda sem
greiddi þeim atkvæði sitt.
Oskemmtilegur
afmælisdagur
UNGUR piltur varð fyrir bif-
reið á Stekkjarbakka við
Grænastekk laust eftir klukk-
an 15 í fyrradag. Hann var
fluttur á slysadeild Borgar-
spítalans og reyndist vera
ökkiabrotinn og með áverka
í andliti og víðar á líkaman-
um. Pilturinn varð 21 árs í
gær og hefur þetta því ver-
ið heldur óskemmtilegur af-
mælisdagur. Þess má geta að
eftir slysið missti bílstjórinn
stjórn á bifreiðinni svo að hún
valt en engin meiðsli urðu á
þeim, sem í bílnum voru.
Utvarp Reykjavlk
FÖSTUDKGUR
31. marz
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15
og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05.
Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og
forustugr. dagbl.). 9.00 og
10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund harnanna kl.
9.15. Þórunn Hjartardóttir
endar lestur „Blómanna í
Bláf jöllum" sögu eftir Jennu
og Ilreiðar Stefánsson (4).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög milli
atr.
Ég man það enn kl. 10.25.
Skeggi Áshjarnarson sér um
þáttinn.
Morguntónleikar kl. 11.00.
Gcrvase de Peyer og Sin-
fóníuhljómsveit Lundúna
leika Klarínettukonsert op.
3 eftir Alun Hoddinott.
David Atherton stj./ Fíl-
harmoniusveitin í Bcrh'n
leikur Sinfóni'u nr. 7 í d-moll
op. 70 eftir Antonín Dvorák.
Rafael Kubelik stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
SIÐDEGIÐ
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
Við vinnuna. Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan. „Reynt
að gleyrna** eftir Alene Cor
liss
Axel Thorsteinson les þýð-
ingu sfna (12).
15.00 Miðdegistónleikar
Lamoureux hljómsveitin í
París leikur „Á sléttum
Mið-Asíu“, sinfóni'skt Ijóð
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 S\ipmiklir s\anir (L)
Þáttur úr dýramvnda;
flokknum „Survival”. í
þjóðgarði nokkrum í Eng-
landi er stórt álftaver.
Nýlega var fundin aðferð til
að greina fuglana í sundur.
og nú þekkjast meira en
þúsund einstaklingar með
nafni.
Þýðandi og þiilur Gylfi
Pálsson.
eftir Alexander Borodín.
Igor Markevitch stjórnar.
Rússneska ríkishljómsveitin
leikur Strengjaserenöðu í
C-dúr op. 48 eftir Tsjaí-
kovský. Jevgení Svetlanoff
stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.30 Útvarpssaga barnanna.
„Dóra“ eftir Ragnheiði Jóns-
dóttur
Ragnarsson.
22.00 Metropolis
Þýsk híómjnd frá árinu
1926 eftir l ritz I.ang.
Aðalhlutverk Birgitte llelm
og Gustav Frölirh.
Sagan gerist í framtíðar-
borginni Metropolis. þar
sem einræðisherra ra‘ður
ríkjuni. Borgarbúar skipt-
ast í tvo hópa. fyrirfólkið.
sem býr við allar heimsins
lystisemdir. og vinnufóikið.
sem þralar neðan jarðar.
Erlendur Sveitisson flytur
formála.
Þýðandi Guðhrandtir Gfsla-
son.
Dagskrárlok
Sigrún Guðjónsdóttir les
sögulok (22).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
KVÖLDIÐ______________________
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Viðfangsefni þjóðfélags-
Ásdís Skúladóttir þjóðfé-
lagsfræðingur flytur erindi
um rannsóknir á öldruðum í
fslenzku þjóðfélagi.
20.00 Sinfónfa nr. 2 í e-moll op.
27 eftir Sergej Rakhman-
inoff
Sinfónfuhljómsveitin í Fíla-
delfíu leikur. Hljómsveitar-
stjórii Eugene Ormandy.
20.50 Gestagluggi
Hulda Valtýsdóttir stjórnar
þætti um listir og menning-
armál.
21.40 Gítarkonsert í a-moll op.
72 eftir Salvador Bacarisse
Narciso Yepes og Sinfóníu-
hljómsveit spænska útvarps-
ins leikat Odón Alonso
stjórnar.
22.05 Kvöldsagani „Dagur er
upp kominn“ eftir Jón
Helgason
Sveinn Skorri Höskuldsson
les (4).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Gleðistund
Umsjónarmenni Guðni Ein-
arsson og Sam Daniel Glad.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
21.00 Kastljós (L)
Þáttur um innlend málefni. 23.30
FÖSTUDVGUR Umsjónarmaður Ómar
31. mars
Blómatínsla
Óla
í „Morgunstund barn-
anna“ í dag lýkur Þórunn
Hjartardóttir lestri sög-
unnar um „Blómin í Blá-
fjöllum" eftir Jennu og
Hreiðar Stefánsson.
Saga þessi kom út árið
1970 og aðspurður sagði
Hreiðar Stefánsson að hún
væri í raun lítið ævintýri.
Hún fjallaði um það þegar
pabbi, mamma og stóri
bróðir fóru í kaupstaðinn
en skildu Óla litla einan
eftir hjá ömmu sinni á
meðan. Óli litli veit aö
mamma hefur gaman af
blómum og ætlar að tína
handa henni nokkur blóm.
Þegar Óli litli er byrjaður
að tína finnst honum alltaf
sem blómin séu því fallegri
sem þau eru lengra í burtu,
og fer hann því lengra og
lengra. Að lokum lendir
hann inn í fjallinu, en
þaðan er ekki hægt að
komast út nema leggja
mikið á sig.
Hreiðar sagði að lokum
að einnig mætti líta á
söguna sem dæmisögu, það
sem er í fjarlægð sé alltaf
girnilegast.
LOKALESTUR „Blómanna í
Bláfjöllum" er í Morgunstund
barnanna" f dag klukkan 9.15.
Bókin er eftir hina vinsælu
harnahókahöfunda Jennu og
Ilreiðar Stefánsson, en teikn-
ingar í bókinni gerði Baltazar.
Gospel-tónlist
„Á gleði-
stundV*
SÍÐASTI dagskrárliður út-
varpsins í kvöld er þátturinn
„Á gleðistund“ í umsjá þeirra
Guðna Einarssonar og Sams
Daniels Glads.
í viðtali við Mbl. sagði Sam
Glad að í þættinum í kvöld yrðu
þrjú efni tekin fyrir. Fyrst er
bandaríkjamaðurinn Chuck
Girard kynntur, en hann var í
hljómsveitinni Lovesong sem
stofnuð var í byrjun sjötta
áratugarins. Upphaflega lék
hljómsveitin venjulega
pop-tónlist en breytti síðan um
stíl og tók að leika gospel-tón-
list. Má segja að meðlimir
Lovesongs hafi verið Jesú-hipp-
ar, þó með öllu ólíkir guðsbörn-
unum með Moses Efávid í
fararbroddi. Leikin eru í þætt-
inum nokkur lög hljómsveitar-
innar, en hljómsveitin lagði
upp laupana í kringum 1973.
Næst er tekið fyrir í „Á
gleðistund" innlent efni, og er
fyrst leikin lög af plötunni
„Unga kirkjan" sem út kom
fyrir nokkrum árum.
I þriðja lagi er vikið lítillega
að norskri tónlist.
Norsk-bandaríska söngkonan
Evi syngur nokkur lög, en Evi
þessi er nú búsett í Svíþjóð.
Tværs-kórinn á lokaorðið í
þættinum í kvöld, en sá kór er
einnig norskur.
Þetta er fjórði þáttur þeirra
félaga Guðna og Sam Glad og
er ætlunin að „Á gleðistund"
verði á hálfs mánaðar fresti út
vetrardagskrána.
„Svipmiklir svanir“ nefnist brezk dýramynd sem sýnd verbur i sjónvarpi klukkan 20.35
i kvöld. Myndin fjallar um nýlega aöferö sem fundin var upp til aÖ greina fuglana í
sundur, i þjóögaröi einum i Englandi.