Morgunblaðið - 31.03.1978, Síða 5
Stakk lög-
regluna af
tvívegis og
var svipt-
ur ökuleyfi
Hafnarfjarðarlögreglan átti
í fyrrakvöld í höggi við öku-
fant á amerískum bfl, sem ók
um bæinn á ofsaferð og braut
allar mögulegar umferðar-
reglur. Fór hraðinn mest í 150
km á Reykjanesbrautinni en
innanbæjar ók hann oft á um
100 km hraða. Eltingaleikur-
inn stóð í tæpan hálftíma en
þá brá lögreglan á það ráð að
hætta eftirförinni vegna siysa-
hættu enda hafði hún þá borið
kennsl á bflinn og ökumann-
inn. Átti að sækja hann heim
við fyrstu hentugleika.
I gærmorgun greip lögreglan
svo í tómt þegar hún ætlaði að
sækja kauða því hann var
farinn til Grindavíkur og kom-
inn í róður. Hins vegar tók
lögreglan bílinn í sína vörzlu.
Ökumaðurinn, sem er 18 ára
piltur, var í gær sviptur öku-
leyfi að honum fjarstöddum því
auk þessa glannaaksturs hafði
hann verið staðinn að því að
aka undir áhrifum áfengis.
Fimm hljóta
fálkaorðuna
FORSETI íslands hefir í dag
sæmt eftirtalda íslenska ríkis-
borgara heiðursmerki hinnar
fslensku fáikaorðui
Eirík Brvnjólfsson, forstöðu-
mann Kristneshælis, riddara-
krossi, fyrir störf í þágu Kristnes-
hælis; Gunnar Friðriksson, forseta
Slysavarnafélags Islands,
stórriddarakrossi, fyrir störf að
slysavarnarmálum; Frú Jónu Er-
lendsdóttur, fyrrverandi formann
Hvítabandsins, riddarakrossi, fyr-
ir líknar- og félagsmálastörf; Karl
Guðmundsson frá Valshamri,
fyrrverandi bónda, riddarakrossi,
fyrir félagsmálastörf; dr. Sturlu
Friðriksson, erfðafræðing, ridd-
arakrossi, fyrir vísinda- og félags-
málastörf.
Athugasemd
frá rafmagns-
veitustjóra
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
athugasemd frá Kristjáni Jónssyni,
rafmagnsveitustjóra, vegna fréttar
Mbl. um að hann hafi verið að pví
kominn aö segja af sér.
„Vegna fréttar í Morgunblaðinu í
gær vil ég taka fram eftirfarandi:
Ummæli þau sem eftir mér eru
höfð varðandi Vesturlínu má skilja á
þann veg, að ég sé mótfallinn
lagningu hennar.
Þvert á móti er tenging samtengi-
svæðis Mjólkárvirkjunar og Dala-
veitu við landskerfið að minu mati
mjög nauðsynleg framkvæmd, sem
Rafmagnsveitur ríkisins gerðu til-
lögu um til fjárlaga 1978.
Fjölmenni á
Snæfellsjökli
UM PÁSKANA efndi Útivist til
ferðar á Snæfellsnes og tóku bátt
í henní 77 manns. Gist var í
félagsheimilinu að Lýsuhóli og á
páskadag gengu síðan 40 manns af
hópnum á Snæfellsjökul.
í frétt frá Útivist segir að veður
hafi verið hið bezta, sól og „sindr-
andi nýsnævi og þótti ferðalöngum,
sem þeir hefðu himin höndum tekiö
er upp kom." Segir einnig í fréttinni
að þetta hafi verið fjölmennasti
hópur sem gengið hafi á jökulinn.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978
5
NU
I LOFTI
Aldrei meira
sportfatnaöi
en einmitt
nú
úrval af
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
ÖSS KARNABJER
M
AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborói 28155