Morgunblaðið - 31.03.1978, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978
Um 500 hafa sótt um
leyfi til grásleppuveiða
(iRÁSLEPPUVEIÐI er nú hafin
nctrúanlands «k austan. bann 1.
aprfl hefst veiði við Uúnaflóa og
Noróvesturland «k þann 17. apríl
er heimilt að hefja Krásleppuveiði
við Suður «k Suðvesturland.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið aflaði sér hjá
Jóni B. Jónassyni deildarstjóra í
sjávarútvegsráðuneytinu, þá hafa
500 umsóknir borist til sjávarút-
vegsráðuneytisins um grásleppu-
veiðar á þessu ári. A síðasta ári,
en þá þurfti í fyrsta sinn að sækja
— Raforkuverð
hækkað...
Framhald af bls. 32.
það væri þó ekki komið í endan-
lega hiifn.
Frá umræðunum á Alþingi er
nánar skýrt á þingsíðu Morgum
blaðsins í dag, á bls. 12 og 13. I
umræðunum kom fram að ein af
meginástæðum fyrir erfiðleikum
Rafmagnsveitna ríkisins er að sá
þáttur í raforkusölu fyrirtækisins,
sem er sala rafmagns til húsahit-
unar, er óeðlilega hár. Um helm-
ingur þeirrar raforku, sem fyrir-
tækið selur, fer til húshitunar, en
af heildartekjum þess nemur það
fé, sem kemur inn fyrir raforku-
sölu til húshitunar, aðeins 25%.
Ennfremur hefur stefna fyrrver-
andi ríkisstjórnar, sem miðaði að
því að auka húshitun með raforku,
valdið því að dreifikerfi hefur
orðið of lítið langt fyrir tímann,
þar sem burðargeta þess stenzt
ekki slíkar kröfur.
Þá kemur og fram, að uppbygg-
ing Rafmagnsveitna ríkisins er
með þeim hætti að unnt er að
skipta fyrirtækinu í hluta, sem er
arðbær og annan sem er félagslegs
eðlis. Ríkisstjórnir hafa aldrei í
raun gert slíkt upp við sig, og til
félagslegra þarfa þurfi að koma
fjárframlög. Sú félagslega þjón-
usta sem Rarik þarf að láta í té er
baggi á fyrirtækinu — það hefur
alltaf goldið þessa. í athugun mun
nú að gera úttekt á þessum
tveimur þáttum Rarik, svo að unnt
sé að gera sér Ijósa þessa tvískipt-
ingu fyrirtækisins.
— Björguðust
naumlega...
Framhald af bls. 32.
náði strax taki á línunni sem við
höfðum skotið í land, og var því
fljótur að komast upp í fjöru með
hjálp heimamanna, en ég var hins
vegar dálítið lengur að átta mig á
því að línan var þarna. Þegar ég
náði henni hins vegar, var ég
fljótur að komast upp. Agúst var
hins vegar síðastur okkar upp,
enda hafði hann flækzt í línunni,
svo að honum gekk langverst að
komast í gegnum brimgarðinn og
var orðinn nokkuð þjakaður þegar
upp var komið. Gizkum við á að við
höfum verið í sjónum 5 til 15
niínútur en annars áttar maður
sig alls ekki á tímanum undir
svona kringum stæðum."
Baldur sagði að þeir varðskips-
menn væru vanir volki og hann
kvaðst áður hafa komizt í hann
krappann við svipaðar aðstæður.
„Uins vegar höfum við hvergi
fengið eins góða aðhlynningu og
viðurgjörning og hérna," sagði
Baldur enda voru þeir þremenn-
ingar þá nýkomnir úr góðu gufu-
baði til að taka úr þeim hrollinn.
um leyfi til þessara veiða um leið
og ýmis önnur takmörk voru sett
fyrir veiðunum, var sótt um
veiðileyfi fyrir 720 báta, en 150
notfærðu sér leyfið.
Loðnuskipin
hætta veiðum
LOÐNUSKIPIN eru nú sum hver
hætt veiðum. þar sem engin loðna
hefur fundizt cftir páska við
suðurströndina. Eftir páska
héldu um og yfir 40 skip til
loðnuveiða á ný og hafa þau leitað
loðnu frá Reykjanesi allt austur
fyrir Hornafjorð. án þess að hafa
orðið viir.
Ef miðað er við reynslu fyrri
ára. þá hefur loðnuveiðum oft
'lokið um mánaðamótin marz-
apríl. en einstaka sinnum hefur
veiðin verið nokkuð fram í apríl.
— Frumvarp um
verðlagsmál
Framhald af bls. 32.
Hæstiréttur skipi tvo menn í verð-
lagsráð og segir í frumvarpinu, að
þeir skulu vera „óháðir fyrirtækjum
og samtökum þeirra, sem lög þessi
ná til og hafa þekkingu á viðskipta-
og neytendamálum og kunnáttu í
lögfræði eða hagfræði. Verðlagsráð
getur fjallað um öll þau mál, sem
lögin eiga að taka til, en ákvöröunar-
vald í samkeppnismálum og varðandi
upplýsingar og viðskiptaaðferðir
gagnvart öðrum fyrirtækjum eöa
neytendum er í höndum samkeppnis-
nefndar, sem skipuð verður formanni
verðlagsráðs og þeim tveimur verð-
lagsráðsmönnum, sem Hæstlréttur
skipar. Verðlagsstofnun annast dag-
leg störf verðlagsráðs og veitir
verðlagsstjóri stofnuninni forstöðu,
en hann eða staðgengill hans skulu
sitja fundi verölagsráös án atkvæðis-
réttar. Við verðlagsstofnunina skal
starfa sérstök neytendamáladeild.
í lagafrumvarpinu segir, að verð-
lagsstofnun geti krafizt allra upplýs-
inga, sem nauðsynlegar eru vegna
starfseminnar, kvatt menn á sinn
fund til skýrslugjafar og einnig á hún
aö hafa rétt til að kanna reikninga og
bókhald og til að framkvæma
athuganir á starfsstað. Verðlags-
stofnun á að geta krafizt skýrslna frá
öðrum stjórnvöldum, sem ekki eru
háð venjulegri þagnarskyldu gagn-
vart verðlagsstofnuninni.
Við lausn efnahafsmála yrði ríkis-
stjórninni heimilt að beita verðstöðv-
un, en verður að leita álits verðlags-
ráðs þar um og getur svo falið
verðlagsstofnuninni eftirlit með
ákvörðunum sínum.
Þá segir í frumvarpinu, að verð-
lagsstofnun skuli í því skyni „að örva
verðskyn neytenda, efla verðsam-
keppni og til að tryggja sanngjarna
verðlagsþróun, rannsaka verð og
álagningarhætti á einstökum vörum
cg vöruflokkum og birta greinargerð-
ir og fréttatilkynningar þar um“.
í frumvarpinu er sérstakur kafli um
óréttmæta viðskiptahætti og
neytendavernd, þar serri ýmsar
reglur eru settar fram um viðskipta-
aðferðir gagnvart öðrum fyrirtækjum
og neytendum.
í frumvarpinu segir, að „hafi
fyrirtæki hagnazt af aðgerðum, sem
brjóta í bága við ákvaröanir verð-
lagsráðs, samkeppnisnefndar eða
verðlagsstofnunar, geti verðlagsráð
ákveðið, að hagnaður umfram þann
sem til var ætlazt, komi til frádráttar
við ákvörðun verðs eða álagningar
síðar“.
Brot gegn lögunum skuli varða
sektum og miklar sakir eða ítrekuð
brot varðhaldi eða fangelsi allt að 4
árum. Heimilt er að beita sektum
jafnframt refsivist. Svipta má söku-
naut rétti til að stunda starfsemi, sem
opinbert leyfi eða löggildingu þarf til,
um tiltekinn tíma, allt að 5 árum eða
ævilangt. Þá er upptaka eigna
samkvæmt almennum hegningarlög-
um heimil.
[ frumvarpinu segir, að lögin skuli
öðlast gildi 6 mánuðum eftir staðfest-
ingu og bráðabirgðaákvæði er um,
að þær samþykktir um hámarks-
álagningu, hámarksverð og aöra
framkvæmd verðlagseftirlits, sem í
gildu eru, þegar lögin taki gildi, skuli
halda gildi sínu áfram, „þar til
verðlagsráð 'hefur tekið afstöðu til
þeirra".
Viðskiptaráðherra fól í marz 1976
þeim Björgvin Guðmundssyni, skrif-
stofustjóra í viðskiptaráðuneytinu,
Georg Ólafssyni, verölagsstjóra, og
Gylfa Knudsen, fulltrúa í viðskipta-
ráðuneytinu, að semja frumvarp til
laga um verðlagsmál í samræmi við
ákvæði stjórnarsáttmálans, segir í
athugasemdum með frumvarpinu.
Þar segir, að ráðherra hafi þegar
tekið fram, að í frumvarpinu skyldu
verða ákvæði um eftirlit með ein-
okunarfyrirtækjum og fyrirtækjasam-
tökum og síðar hafi ráðherra óskað
eftir því að í frumvarpinu yrði kafli um
óréttmæta viðskiptahætti og neyt-
endavernd. Drög að frumvarpinu
voru send eftirfarandi aðilum til
umsagnar:
Verzlunarráði íslands, Félagi ís-
lenzkra stórkaupmanna, Kaup-
mannasamtökum íslands, Félagi ís-
lenzkra iðnrekenda, Vinnuveitenda-
sambandi íslands, Sambandi ís-
lenzkra samvinnufélaga, Alþýðusam-
bandi íslands, Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja, Bandalagi
háskólamanna, Kvenfélagasambandi
íslands og Neytendasamtökunum.
Var fyrst gefinn mánaðarfrestur til
umsagnar og síðan annar mánuður
en aðeins tvö síðasttöldu samtökin
skiluðu álitum í tæka tíð. Segir í
athugasemdum með frumvarpinu, að
aðrar umsagnir hafi borizt „löngu
eftir aö tilskilinn frestur rann út“.
Umsagnirnar fylgja með frumvarpinu.
í athugasemdunum segir, að sam-
kvæmt ósk viðskiptaráðherra hafi
verið gerðar nokkrar breytingar á
frumvarpsdrögunum, sú mesta til að
kveða mun sterkar á um það en áður,
að verðlagning skuli frjáls, ef sam-
keppni er nægileg.
—Slitnar upp úr?
Framhald af bls. 32.
baggi á atvinnuvegunum. Þá
hefur einnig veriö rætt um að
fara þess á leit við ríkisstjórn
að vextir yrðu lækkaðir til þess
að létta á atvinnuvegunum.
Hefur misjafnlega verið í það
tekið. Helzti möguleikinn er að
ná samstöðu um launaskatts-
málið, að því er Mbl. fregnaði
í gær.
I gær var haldinn mið-
stjórnarfundur Alþýðusam-
bandsins. Fundurinn var venju-
legur, en þó mun 10-manna
nefnd ASI hafa gert grein fyrir
málunum þar, svo og full-
trúarnir úr undirnefndinni,
sem skýrðu viðræðurnar við
vinnuveitendur. Ráðgerður er
síðan 10-manna nefndarfundur
í dag klukkan 14.
— Rhódesía
Framhald af bls. 1.
Rhódesíu. Þá féllu í bardögunum
átta hermenn Rhódesíustjórnar.
Oáreiðanlegar fréttir herma að
skæruliðarnir hafi farið yfir
landamæri Rhódesíu í Burmadaln-
um, um 300 kílómetra frá borginni
Umtali. Meðferðis höfðu skærulið-
arnir bæklinga þar sem sagði að
blökkumenn myndu aldrei viður-
kenna hina.nýju stjórnarskrá sem
forsætisráðherra Rhódesíu, Ian
Smith, og blökkumannaleiðtogarn-
ir þrír, Abel Muzorewa, biskup,
Ndabaningi Sithole og Jeremiah
Chirau, sömdu. Samkvæmt þeirri
stjórnarskrá eiga blökkumenn að
fá aðild að stjórn Rhódesíu 31.
desember í ár, en tveir útlægir
blökkumannaleiðtogar hafa af-
neitað stjórnarskránni og sagt að
þeir muni halda, skæruhernaði
sínum áfram.
í dag átti Muzorewa, Sithole,
Chirau og Smith með sér sinn
þriðja fund um hvernig ráðherra-
embætti eiga að skiptast á milli
hvítra manna og blökkumanna, en
enginn árangur náðist á þeim
fundi. Annar fundur hefur verið
boðaður á þriðjudag.
í Lusaka var frá því skýrt í dag
að ókunnir menn hefðu gert
skotárás í síðustu viku á skæru-
liðaforingjann Alfred „Nikita“
Mangena sem hefði særzt í árás-
ipni. Hann er talinn eiga sæti í
æðstu stjórn ZAPU, skæruliða-
hreyfingar Joshua Nkomos.
— Sadat
Framhald af bls. 1.
inn heyrist ekki og bendi til þess
að skotið sé á mörk langt í burtu.
„Við vörpum um 200 — 300
sprengjum á dag til að koma í veg
fyrir að Israelsmenn komi upp
nýjum stöðvum í nágrenni brúar-
innar. Þeir hafa gert endurteknar
tilraunir til að ná brúnni en við
höfum jafnan hrakið þá í burtu,“
sagði Abu Fatal.
Ekki er ljóst hvort skæruliða-
hópurinn, sem Fatal er í forsvari
fyrir, starfar sjálfstætt og óháð
Arafat, sem skipaði sínum mönn-
um að virða skilyrði ísraelsmanna
fyrir brottför frá Líbanon.
Bandaríska útvarpsstöðin ABC
hafði í kvöld eftir heimildum
nánum Sadat forseta, að forsetinn
hefði orðið mjög reiður er hann
uppgötvaði að Weizman kom ekki
með neinar tillögur til Kairó, sem
leitt gætu til nýrra friðarvið-
ræðna.
„Forsetinn telur sig hafa verið
snuðaðan og er mjög reiður,“ hafði
stöðin eftir heimildum sínum.
— Carter í
Brasilíu
Framhald af bls. 1.
Bandaríkin ættu alls ekki að nota
efnahagsstyrk sinn til að beita
Brasilíustjórn þvingunum vegna
ásakana um misferli á sviði
mannréttindamála. „Misferli á
sviði mannréttinda er alþjóðlegt
vandamál og við Bandaríkjamenn
verðum einnig að líta í eigin barm
í þeim efnum,“ sagði Carter.
— Fjárhags-
vandræði
Framhald af bls. 13.
kvaðst Pálmi miklu fremur vera þá, að
fjárhagsvandamál fyrirtækisins voru
búin aö vera lengi hjá ríkisstjórninni án
þess að nokkuð væri gert til þess að
leysa þau. Þær ráðstafanir, sem nú
hefðu verið gerðar, hefðu leyst
vandann að nokkru leyti — eftir stæöi
það sem koma hefði átt inn fyrir
verðjöfnunargjaldiö samkvæmt tillög-
um þremenninganna, 235 milljónir
króna. Kvaðst Pálmi vænta þess að á
næstu dögum lægi fyrir lausn á þessu
vandamáli.
Þá benti Pálmi á aö meðalverö frá
Rarik á raforku hefði fyrir skömmu
verið 11.47 krónur á hverja kílówatt-
stund, en hjá Rafmagnsveitu Reykja-
víkur 12.92 krónur. Síðan hefði verðið
verið hækkað um 20%. Því væri
meðalverð raforku frá Rarik hærra í
dag en frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur
Og eftir 1. maí, er húshitunartaxtar
hefðu hækkað um 25% kvaöst hann
ætla aö raforkuverð til húshitunar yrði
um 85 til 86% hærra hjá Rarik.
— Afmæli Þórður
Framhald af bls. 9.
söngs var ókeypis unnio. Hér var
vandað til söngs. Þórður Krist-
leifsson hefði aldrei talið, hvorki
börnum né unglingum, trú um það,
að hægt væri að koma með söng
né lestur fram fyrir almenning
eftir snögga æfingu. Mikil æfing,
dýpsta alvara, fullkomin vand-
virkni, hæsta mark, er alltaf mark
Þórðar Kristleifssonar. Þetta veit
ég, aö allir hljóta að kannast við,
sém þekkja Þórð.
Þess vildi ég óska hverjum
Islendingi ungum, að hann ætti
eldmóð og einbeitni, líkt og Þórður
Kristleifsson, til þess að ná hæsta
miði í hverju góðu alúðar verki,
sem vinna skal.
Þó að sjónarsviptir hafi orðið að
mörgum ágætum kennara, sem fór
frá Laugarvatni, ýmist í fullu
starfi ellegar að starfs lokum, þá
hygg ég ekki ofmælt, að jafn
áberandi viðbrigði hafi ég aldrei
séð við brottför eins kennara. —
Aður fór þar söngur um sali. Eftir
brottför hans voru salir söngsins
hljóðir. Enn voru þar söngraddir
áfram, „en bundin var tungan og
þagði“. Fagri söngurinn æsku-
raddanna hvarf með honum. Þótt
nemendur æfðu stundum sjálfir
söng, var það að vonum allt svipur
hjá sjón þess liðna tíma.
Enginn æfði framar skólakór til
kirkjusöngs. Mikill söngstjóri og
organisti er stór þáttur hverrar
guðsþjónustu. Þann þátt vantar nú
við skóla Laugarvatns.
Nú sendum við Mosfellshjón
elskulegu heimili Þórðar Krist-
leifssonar og frú Guðrúnar
Eyþórsdóttur innilegt þakklæti
fyrir samstarf liðins tíma og fyrir
dýrmæt kynni.
Með blessunaróskum.
Rósa B. Blöndals.
— ÍS varð
bikarmeistari
Framhald af bls. 31.
ÍS og 15 á Val. ÍS tók 22 vítaskot og
hitti úr 11, en Valur fékk 15 vítaskot
og hitti úr 11.
Leikinn dæmdu Erlendur Eysteins-
son og Þráinn Skúlason og dæmdu
þeir mjög vel lengst af, en undir lokin
misstu þeir nokkuð tökin á leiknum.
ÁG.
— Aukatónleikar
Framhald af bls. 2
skáldið og stjórnandinn Joseph
Horovits, en hann stjornar hér
tveimur verkum eftir sjálfan sig,
m.a. hinum fræga Jazz-konserti
fyrir píanó og hljómsveit, en
einleikari í þessu verki verður
Rhondda Gillespie frá Ástralíu.
Hún er mjög frægur píanisti og
hefur haldið tónleika víða um
heim.
Að lokum skal nefna enska
tónskáldið Paul Patterson, en
hann stjórnar einu verki eftir
sjálfan sig er hann nefnir Rebecca.
Að öðru leyti er efnisskráin mjög
létt og mun hljómsveitin bregða á
leik í orðsins fyllstu merkingu.
Auk ofangreindra munu nokkrir
íslenzkir einsöngvarar taka þátt í
þessu spaugi.
— Sovézkir
Framhald af bls. 16
Þeir hafa viku til að áfrýja
dómnum. Vinunrog vandamönn-
um var meinað að hlýða á
réttarhöldin, sem fóru fram í
borginni Vasikon, rétt við Kiev.
Þá hermdu fréttir að réttar-
höldum yfir þriðja andófs-
manninum, Pyotr Vins, hefði
verið frestað til sjötta apríl.
Vins var handtekinn 21. febrúar
síðastliðinn, er hann neitaði að
hlýða skipunum stjórnvalda og
verða sér úti um vinnu. Hann er
sonur baptistaleiðtogans
Georgy Vins, sem nú er í
fangelsi. ■
Marinovich og Matusevich
voru handteknir í apríl í fyrra,
eftir að húsrannsókn hafði verið
gerð hjá níu félögum í Helsinki-
nefndinni. I júlí var leiðtogi
andófsmannanna, Mykola
Rudenko, dæmdur í sjö ára
þrælkunarvinnu og annar and-
ófsmaður, Oleksa Tikhy, var
dæmdur til 10 ára þrælkunar-
vinnu.
Andófsmenn í Sovétríkjunum
hafa stutt vel við bakið á
Marinovich og Matusevich í
baráttu þeirra við stjórnvöid, og
nú hefur einn af ættingjum
Marinovichs, Maria Mencinsky,
sem býr í Ástralíu, beðið Ástra-
líustjórn að skerast í leikinn.
— Stak-
steinar
Framhald af bls.7.
hlutskipti sitt. Fáir ís-
lenzkir kjósendur efast
um „vilja" þess ti) að
sitja enn einu sinni, ef
sætt væri, að stjórnar
og Natóaðild! Enginn
myndi samt treysta því
fyrir mótun utanrikis-
eða öryggisstefnu þjóð-
arinnar. Að baki ails
hringlandaháttarins
býr enn sá komma-
kjarni. sem ferð réð hjá
forverum. Sósíalista-
flokki og Kommúnista-
flokki. Það er mergur-
inn málsins.