Morgunblaðið - 31.03.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 31. MARZ 1978
29
Tfí ^
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10 — 11
FRÁ MANUDEGI
‘TftoUMinPK'UKt't) ir
athnga með undirtektir undir
þennan ákveðna þátt, sem drepið
var á hér.
Nóg er um það í bili og á eftir
verður nokkuð fjallað um ferða-
málin, en þau virðast vera að
komast nokkuð mikið á dagskrá
um þessar mundir. Er það ekki
óeðlilegt þar sem tími sumarleyfa
hefst senn og fólk er sjálfsagt
farið að huga að sínum
sumarferðum.
• Gjaldeyris-
reglurnar
„Sennilega stendur fátt meira
fyrir þrifum íslenzkra ferðamanna
Þessír hringdu
• Hver er
maðurinn?
Ingimar Benediktsson>
— Að kvöldi föstudagsins
langa var sýnt í sjónvarpinu
leikritið Maðurinn sem sveik
Barrabas eftir Jakob Jónsson frá
Hrauni. I dagskrárkynningu í
blaði nokkru var talað um að
höfundur leikritsins væri dr.
Jakob Jónsson. Hefur þetta valdið
nokkrum ruglingi þar sem ég veit
t.d. ekki að til sé doktor frá
Hrauni, en kannaði ég þó málið.
Kom í ljós í Guðfræðingatali að
hér er um einn og sama manninn
að ræða, en ekki er mér þó ljóst
hvaðan dr. Jakob kennir sig við
Hraun eða hvaða Hraun er um að
ræða. Eins og ég sagði áðan þá olli
þetta nokkrum ruglingi meðal
fólks og jafnvel deilum hver væri
höfundur fyrrnefnds leikrits, en
þar sem ég varð vitni að þessum
deilum gat ég skorið úr um vegna
þess að ég hafði aðgang að
Guðfræðingatalinu. Það mun þó
ekki vera til á hverjum bæ og
finnst mér að ekki ætti að gera
fólki svo erfitt fyrir, heldur hefði
átt að skýra það betur út að þetta
væri einn og sami maðurinn.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
í 12. umferð hins geysisterka
skákmóts í Bugojno í Júgóslavíu,
sem nú er nýlokið, kom þessi staða
upp í skák þeirra Anatoly Kar-
povs, heimsmeistara, sem hafði
hvítt og átti leik, og Vlastimils
Hort.
í útlöndum en gjaldeyrisskortur.
Hver hefur ekki fundið fyrir því að
vera í ferð erlendis 2—3 vikur og
þurfa sífellt að hugsa um það
hversu mikinn gjaldeyri hann eigi
eftir og hvernig eigi að verja
honum.
An efa er það hugsun og ósk
flestra ferðamanna að rýmkaðar
verði allar gjaldeyrisreglur og
menn megi hafa örlítið meira með
sér en nú er. Hverju breytti það
t.d. þótt leyfilegur skammtur yrði
hækkaður um þó ekki væri nema
20—40 þúsund krónur íslenzkar?
Ætli gjaldeyrissjóður okkar færi
alveg yfir um? Mér finnst að þeir,
sem hyggja á ferðalög til útlanda
á næstu vikum, eigi að huga að
þessum málum og reyna að herja
á þá sem þeim ráða til að fá þeim
eitthvað breytt.
Ferðamaður."
Þá hefur borizt pistill frá manni
nokkrum er vill að keyptur verði
til landsins:
• Nýr Gullfoss
Segir hann í bréfi sínu að ekki
vanti að íslendingum séu gerð
ýmis tilboð um sumarferðir og
aðrar ferðir, en eitt vanti mjög
tilfinnanlega og það sé nýtt
farþegaskip er komið gæti í stað
hins gamla Gullfoss. Sé það
ömurlegt til þess að vita að
íslendingar skuli ekki eiga og reka
slíkt skip og honum finnist að
Eimskipafélagið ætti að hefja
athuganir á slíkum skipakaupum.
Bendir bréfritari jafnframt á að
sé félagið hrætt við taprekstur eða
hrætt við það að leggja fé í slík
kaup megi leita eftir almennu
hlutafjárútboði til kaupanna og
telur að slík hlutabréf, t.d. að
upphæð 10 þús. kr., myndu seljast
upp á viku. Að lokum segir
bréfritari, sem vill kalla sig Ó.Ó.,
að honum finnist hann vera
hálfbuxnalaus hafi hann ekki
Gullfoss!
25. Hxe6+! og Hort gafst upp, því
að eftir 25. ... Dxe6, 26. Dc7+ -
Dd7, 27. Bd6 er hann mát. Hann
yrði því að reyna 26. ... Kf8, en er
engu að síður mát eftir 27. Bd6+ —
He7, 28. Dd8+ - Kf7, 29. Dxg8.
Þeir Karpov og Spassky urðu
jafnir og efstir á mótinu, hlutu 10
vinninga af 15 mögulegum.
i
i'
' * tfcs
" 'í -rf *
. 'fcv ..„v. >■■; . • -'I* " " * ,
• ■ ■ ...........................' . -’Sfcí " —!- í'
... ■ !' !■■'.■ — '
"'"Íj' 1“" ■ - .. . ;. ..
I HljWUU^;
HÖGNI HREKKVlSI
■j. © lt78
< I MeNaagkt 8ynd., lac.
5AI<A
DÓMUR
U_
Má ekki reyna sættir áður en í harðbakkann
slær, drengir?
SlGeA V/öGA i
Guðný Sigurðardótt-
ir — Minningarorð
Favdd 22. ágúst 1915
Dáin 20. mars 1978.
Guðný var yngst sex barna
þeirra hjónanna Kristínar Jóns-
dóttur og Sigurðar Gíslasonar,
steinsmiðs, sem bjuggu hér í
Reykjavík. I Reykjavík ól Guðný
allan aldur sinn og hlaut menntun
sína í Kvennaskólanum í Reykja-
vík.
Tuttugu og eins árs gömul
giftist' Guðný eftirlifandi manni
sínum, Þórði Benediktssyni, fyrr-
verandi lögregluþjóni. Þau settu
fyrst saman bú að Óðinsgötu 23
hér í borg.
Gyðný og Þórður eignuðust tvo
syni, sem báðir eru lögfræðingar,
Benedikt, fulltrúa Avana- og
fíkniefnadómstólsins, og Sturlu,
fulltrúa lögreglustjórans í Reykja-
vík. Hann er kvæntur Ástu
Garðarsdóttur viðskiptafræðingi.
Börn þeirra eru Lilja og Kjartan.
Guðný stundaði ritstöf í frí-
stundum sínum og hafa sögur eftir
hana oft verið lesnar í Ríkisút-
varpið. Hún vann tvívegis til
verðlauna í smásagnakeppni og
hafa þrjár bækur hennar verið
gefnar út. T?—Dulin örlög, Töfra-
brosið og Það er bara svona.
Sögur hennar einkenndust af
næmum mannlegum skilningi,
hlýleik og glettni með alvarlegu
ívafi.
Heimili Guðnýjar bar alltaf
fagurt vitni smekkvísi hennar,
skyldurækni og umhyggju. Allt
viðmót hennar einkenndist af
hlýju og góðleik. Hún eignaðist
þess vegna aðdáun og virðingu
allra, sem af henni höfðu einhver
kynni.
Ef sú saga, sem mig langar nú
til að segja við þessi þáttaskil væri
einstæð í lífsferli Guðnýjar, þá
ætti hún e.t.v. hvergi að geymast
annars staðar en í þakklátum
hjörtum fjölskyldu minnar. En
vegna þess hve einkennandi mér
þykir hún fyrir lífsferil Guðnýjar,
þá leyfi ég mér nú að segja hana.
Kynni mín af Guðnýju og
fjölskyldu hennar hófust þegar ég,
lítil stúlka, kom í heimsóknir til
afa mins og ömmu, Ásdísar og
Magnúsar Sígurðssonar, sem
bjuggu þá- með dóttur sinni,
Guðríði, og eiginmanni hennar,
Róbert A. Ottóssyni, að Hring-
braut 43, en sambýlisfólk þeirra á
fjórðu hæðinni var þá fjölskylda
Guðnýjar. Með þeim öllum tókst
innileg vinátta, en það olli því að
ég heyrði frá öndverðu aldrei
annað en mikið lof um þess góðu
fjölskyldu Guðnýjar og hef raunar
aldrei síðar heyrt.
En það eru þó ekki þessi fyrstu
og góðu kynni sem eru mér
minnisstæðust í dag heldur sú
innilega vinátta sem hófst með því
að það varð að samkomulagi í
nóvembermánuði 1964 að Guðný
gætti síðdegis nokkurra vikna
dóttur okkar hjónanna, Guðrúnar,
til þess að við gætum þá stundað
vinnu og nám. Síðar varð sú
breyting á að gæzlan var á heimili
Guðnýjar og eftir að Guðrún fór í
leikskóla sótti Guðný hana þang-
að, en þannig atvikaðist það, að
hjá „ömmu Guðnýju" varð annað
heimili telpunnar, áreiðanlega
engu síður hjartfólgið en það sem
við foreldrarnir bjuggum henni.
Það var ekki einungis hið mikla
ástfóstur Guðnýjar, sem Guðrún
naut frá öndverðu. Það var einnig
allt ástríki þeirrar góðu fjölskyldu,
sem Guðný átti svo mikinn þátt í
að móta með góðleik sínum, gáfum
og hjartahlýju, og ótaldar eru þær
stundir sem afi Doddi sat og
spilaði við Guðrúnu eða rabbaði.
Eftir að Guðrún var komin í skóla
og hætt að vera í pössun kom hún
jafnan í heimsóknir um helgar og
í frístundum og þar mótaðist
uppeldi hennar af vænleik og
hjartahlýju Guðnýjar. Með þeim
tókust miklar ástir. Það eru mikil
forréttindi barns á þeim tímum
sem við lifum á, að það skuli eiga
heimili og ástvini til að heim-
sækja, sem ávallt hafa tíma til að
hlusta og spjalla, eins og þeirra
Guðnýjar og Þórðar. Þegar Guð-
rún var í slæmu skapi var það
viðkvæði á heimili okkar:
„Hringdu í ömmu Guðnýju" eða
„Skrepptu í heimsókn vestur
eftir“. Það brást ekki að til baka
kom hún hress og í góðu skapi.
Guðný var í senn hið trausta
bjarg og skæra leiðarljós dóttur
minnar. Hún var fræðari hennar,
trúnaðarvinur og huggun í öllu
mótlæti. Þrátt fyrir þungbæran
sjúkdóm að undanförnu var Guðný
staðráðin í að koma til fermingar-
innar hennar Rósamundu sinnar,
en það var gælunafn hennar á
fósturdótturinni. En þá brá dauð-
inn sigðinni. Saga ömmu Guðnýjar
varð ekki lengri í þessu lífi. Hlýja
höndin hennar mun aldrei framar
strjúka lokka Rósamundu eða
annarra þeirra sem hún unni.
Og þó? Eins og við trúum því nú,
að hin góða Guðný sé einungis
farin til þess að halda áfram að
leiða aðra á bjartari brautir þá
vitum við það örugglega að hlýja
höndin hennar eigi lengi enn eftir
að verma endurminningunum alla
þá, sem hennar nutu, Guðrúnu
mína og alla aðra þá ástvini, sem
fengu þann mikla munað að fá að
kynnast þessari frábæru konu og
njóta ástríkis hennar.
Mig langar til þess að þakka af
alhug þann munað sem það hefur
verið okkur fjölskyldunni að
þekkja og elska Guðnýju. Það
veganesti sem barnið mitt hefur
fengið í uppeldinu frá þessari
einstöku, gáfuðu konu verð ég
eilíflega þakklát fyrir.
Kristín Sigurðardóttir.