Morgunblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978
Hjalti Einarsson:
Fiskiðnaður situr
ekki við sama borð
og annar iðnaður
FISKVINNSLUFYRIRTÆKI
hafa kvartað undan því að
sölujíjald eða söluskattur í tolli af
vélum til fiskvinnslu sé 22% og
njóti fiskiðnaðurinn þar ekki
sömu fríðinda og annar iðnaður,
þ.e.a.s. svokallaður samkeppnis-
iðnaður. sem nýtur verndar
vegna EFTA-samninga íslands
við Fríverzlunarbandalag
Evrópu.
Hjalti Einarsson, fram-
Fyrstu út-
hlutunar-
tillögur
til umræöu
SAMBAND fiskvinnslustöðvanna
hefur í fréttatilkynningu minnt á
500 milljón króna lánsfé, sem
fiskvinnslunni var heitið í sam-
bandi við fiskverðsákvörðun 1.
október og samkvæmt upplýsing-
um Matthíasar Bjarnasonar
sjávarútvegsráðherra afgreiddi
ríkisstjórnin þetta mál til Byggða-
sjóðs fyrir áramót.
Sverrir Hermannsson fram-
kvæmdastjóri framkvæmda-
stofnunarinnar kvað rammatillög-
ur um úthlutun þessa fjár hafa
komið inn á fund stjórnar Fram-
kvæmdastofnunarinnar í gær. Þær
væru trúnaðarmál og því gæti
hann ekki skýrt frá þeim í
einstökum atriðum. Því væri verið
að vinna að þessu máli hjá
stofnuninni.
kvæmdazstjóri hjá SH, kvað hér
vera um miklar upphæðir að ræða.
Kosti t.d. vél 10 milljónir króna
þarf fiskvinnslufyrirtæki að
greiða 2,2 milljónir króna til
tíkisins á meðan fyrirtæki í
svokölluðum samkeppnisiðnaði
þurfa ekki að greiða neitt. Hjalti
kvað þetta mál oft hafa verið rætt
Framhald á bls. 18
Sigurvegarar
á Skákþinginu
SVO sem fram hefur komið í
fréttum fór Skákþing íslands
fram um páskana og var teflt
í Reykjavík.
Skýrt hefur verið frá úrslit-
um í landsliðs- og áskorenda-
flokkum. í öðrum flokkum urðu
úrslit þau að í meiraraflokki
varð Jóhannes Gíslason TR
hlutskarpastur með 7 vinninga
en Þórarinn Stefánsson TR,
Magnús Gunnarsson SS og
Ingimar Halldórsson TK, hlaut
6'/z vinning. í opnum flokki
sigraði Egill Þorsteinsson TR,
hlaut IVi vinning, en 'Valdimar
Gíslason SH og Már Björgvins-
son SM voru næstir með 7
vinninga. I drengja- og telpna-
flokki urðu Ágúst Karlsson SH
og Þröstur Þórsson TR efstir og
jafnir með 8 vinninga og verða
þeir að heyja einvígi um
titilinn.
Þátttakendur í Islandsþing-
inu voru 154 þar af 76 frá
Taflfélagi Reykjavíkur. Keppni
í kvennaflokki hefst um helg-
UMSÓKNARFRESTUR um stöðu
vararannsóknarlögreglustjóra og
tvær stöður deildarstjóra við
Rannsóknarlögreglu ríkisins
rann út í fyrradag og bárus alls
8 umsóknir samkvæmt upplýsing-
um Baldurs Möller ráðuneytis-
stjóra.
Um stöðu vararannsóknarlög-
reglustjóra sóttu tveir: Halldór Þ.
Jónsson fulltrúi Sauðárkróki og
Þórir Oddsson settur deildarstjóri
við Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Um töður tveggja deildarstjóra
sóttu sex:
Arnar Guðmundsson fulltrúi við
Fíkniefnadómstólinn, Björn
Baldursson lögfræðingur, Reykja-
vík, Erla Jónsdóttir settur deildar-
stjóri við Rannsóknarlögreglu
ríkisins, Ingibjörg Benediktsdóttir
fulltrúi við sakadóm Reykjavíkur,
Lúðvík Kaaber fulltrúi við borgar-
fógetaembættið í Reykjavík og
Þórður Þórðarson rannsóknarlög-
reglumaður í Reykjavík.
FRÁ REYKJAVÍKURHÖFN.
— Ljósm.: Friöþjófur.
Kaupmannasamtökin:
Gagnrýnin á verð-
lagsmálafrumvarp
Rannsóknarlögregla ríkisins:
Átta umsóknir
um tvær stöður
SAMTÖK verzlunarinnar munu
að öllum Iikindum láta fara frá
sér eina sameiginlega álitsgerð
varðandi frumvarpið um verð-
lagseftirlit er nú liggur fyrir
Alþingi, að því er Gunnar Snorra-
son, formaður Kaupmannasam-
taka íslands, skýrði Morgunblað-
inu frá í gær.
Gunnar sagði, að efni frum-
varpsins hefði að vísu verið tekið
fyrir á fundi stjórnar Kaup-
mannasamtakanna í gær, en ekki
hlotið endanlega afgreiðslu þar af
framangreindum ástæðum. Gunn-
ar sagði þó, að smásölukaupmenn
hefðu ýmislegt við frumvarpið að
athuga, flestar greinar laganna
væru mjög loðnar og verðlagsráðið
virtist eiga að geta túlkað þær að
geðþótta. Þó sagði Gunnar, að
honum þætti fengur í frumvarp-
inu, að í því fælist viss viðurkenn-
ing á þörfinni á að endurskipu-
leggja núverandi skipan verðlags-
mála og greinar frumvarpsins um
sjálft Verðlagsráðið eða nefndina
væri tvímælalaust til bóta hvað
snerti það atriði hverjir skulu eiga
sæti í því.
Hins vegar sagði Gunnar, að
frumvarpið bæri það með sér að
lítið tillit hefði verið tekið til álits
samtaka verzlunarinnar, sem þau
settu fram þegar verið var að
vinna að gerð fumvarpsins, en hins
vegar væri um slíkt hagsmunamál
fyrir verzlunina að ræða að
afstaða verzlunarsamtakanna til
frumvarpsins yrði að vera vel
ígrunduð og rökstudd til að þau
mættu hafa einhver áhrif á
endanlega gerð laganna. Því
kvaðst Gunnar gera fastlega ráð
fyrir að samtökin myndu koma
fram sem ein heild og skila
sameiginlegu áliti.
HEILDARFRAMLEIÐSLA hrað-
frystra sjávarafurða frystihúsa
innan vébanda Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna og sjávar-
afurðardeildar Samhandsins var
VIII selja fisk á Banda-
nkjamarkað
Hefur betri verðtilboð en
SH og SÍS hafa se\t á
ÓTTAR Yngvason, lögmaður hefur sótt um leyfi til þess að flytja til Bandarikjanna og selja frystan
fisk og liggur umsókn hans í viðskiptaráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk frá
ráðuneytinu í gær er beiðnin til meðferðar í ráðuneytinu en hefur ekki hlotið fullnaðarafgreiðslu. óttar
sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hér væri um tilraunaútflutning að ræða, en honum biðist talsvert
hærra verð en Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Samband íslenzkra samvinnufélaga hefði selt frystan
fisk á til Bandarikjanna.
Óttar sagði að útflutningur
þessi væri það mikið á tilrauna-
stigi enn að ekki væri hægt að
taka fullkomið mark á þeim
verðtilboðum, sem honum hefðu
borizt sem fullkomnu markaðs-
verði. „Það er hægt að gera þetta
í smáum stíl með beinum sölum og
því eru þessi. verðtilboð nokkuð
góð, en varla ef selja ætti helming
framleiðslu Islendinga eða eitt-
hvað í þá átt,“ sagði Óttar.
Flakaverðið, sem Óttari býðst er
123 sent fyrir hvert pund, en
síðustu tölur sölusamtaka fisk-
iðnaðarins hafa verið á 114 til 115
sent eða þar um bil. Blokkaverð,
sem Óttari býðst er 109 sent, en
sölusamtökin hafa selt á 105 sent.
Var þetta verð Óttars miðað við
markaðsverð á sínum tíma, en
hann taldi að markaðurinn væri
kannski eitthvað veikari nú.
Óttar Yngvason selur fyrir
fiskimiðstöð Ágústar Sigurðssonar
í Stykkishólmi, en áður hefur hann
selt fyrir þær allan hörpudisk, sem
þær hafa framleitt á Bandaríkja-
markað. Er það sama fyrirtækið,
sem hefur áhuga á frysta fikinum
og vill kaupa framleiðslu verk-
smiðjanna. Er um mánuður síðan
Óttar sendi umsókn sína til
ráðuneytisins, en ýmsar tafir hafa
orðið að Óttars sögn á málinu bæði
frá hans hendi og ráðuneytisins.
Stefán Gunnlaugsson í við-
skiptaráðuneytinu kvað engar
ákvarðanir enn hafa verið teknar
um beiðni Óttars, þar sem málið
hefði ekki legið fyrir á því stigi að
þajLvæi’i hæft til ákvör/iunar.
Fyrstu 3 mánuðir ársins:
3200 tonna sam-
dráttur í framleiðslu
frystra sjávarafurða
25.495 lestlr fram til loka marz-
mánaðar. Um nokkurn samdrátt
er að ræða í frystingu sjávarafla
og stafar það af lítilli framleiðslu
frystra loðnuafurða á þessu ári.
Á sama tíma í fyrra var heildar-
framleiðsla frystihúsanna 28.746
lestir og er samdrátturinn það
sem af er þcssu ári 3.291 lest.
Benedikt Guðmundsson fulltrúi
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna tjáði Morgunblaðinu í gær,
að heildarframleiðsla frystihúsa
innan vébanda SH hefði numið
19.400 lestum frá áramótum fram
til 1. apríl sl. én á sama tíma í
fyrra hefði framleiðslan verið
22.500 lestir. Benedikt kvað sam-
dráttinn liggja fyrst og fremst í
minni frystingu loðnuafurða, sem
nú væru aðeins um 1900 lestir en
4100 lestir á sl. ári. Hins vegar
hefði einnig orðið nokkur sam-
Framhald á bls. 18
Fíkniefnamálið:
Gæzluvarð-
haldið renn-
ur út í dag
RANNSÓKN fíkniefnamálsins
mikla er nú að komast á lokastig.
Tveir menn sitja í gæzluvarðhaldi
vegna málsins og rennur varðhald
annars þeirra út í dag. Hann hefur
setið inni síðan 5. janúar s.l. eða
í 90 daga. Svo sem fram hefur
komið í fréttum er hér um að ræða
smygl á hassi í kílóavís í notuðum
sj ón varpstækj um.
Margeir og
Helgi standa
sig vel á Lone
Pine — mótinu
ÖNNUR umferð alþjóða skák-
mótsins í Lone Pine í Banda-
ríkjunum var tefld í gær og
urðu úrslit m.a. þau 'að
Margeir Pétursson vann
Ligterink frá Hollandi, Ilelgi
Ólaísson gerði jafntefli við
Bandarikjamanninn Benkö,
Ásgcir Þ. Árnason gerði jafn-
tefli við Bandaríkjamanninn
Morris en þeir Haukur Angan-
týsson og Jónas P. Erlingsson
töpuðu sínum skákum.
Margeir hafði svart gegn
Ligterink, sem er alþjóðlegur
meistari og vann hann í 28
leikjum. Skák Heiga og Benkö
var stutt, jafntefli samið eftir
fáa leiki en Benkö er stór-
meistari. Jónas tefldi við Bent
Larsen og hafði um tíma
möguleika á því að ná jafntefli
en svo fór um síðir að Jónas
tapaði. Haukur tefldi við Hol-
lendinginn Böhme og lék illi-
lega af sér og varð að gefa
skákina. Ásgeir kom degi of
seint til keppninnar en fékk
Framhald á bls. 18