Morgunblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978 Gunnar G. Schram prófessor: Hafréttarráðstefnan Þann 28. marz s.l. hófst sjöundi fundur HafréttarráÖ- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf. Er ráðgert að hann standi í átta vikur eða til 19. maí. Hér á eftir verður í stuttu máli gerð grein fyrir stöðunni í nokkrum þeim helztu málum, sem til umræðu eru á ráðstefn- unni, og rætt um horfur á að henni takist að ljúka ætlunar- verki sínu á þessum fundi, sem nú er nýhafinn. Oft heyrist því fleygt að ráðstefnan sé afar svifasein í störfum sínum og hefði átt að vera búin að komast að sam- komulagi um hafréttarmál fyrir löngu síðan. Slík óþolinmæði er skiljanleg, ekki sízt vegna þess að mjög ör þróun hefur átt sér stað í hafréttarmálum fjöl- margra ríkja á síðustu misser- um, Er þar fyrst og fremst átt við yfirlýsingar um 50 ríkja um 200 mílna auðlindalögsögu. Hefði vitaskuld verið æskilegt að fyrir hefðu legið ljósar og skýrar reglur um rétt ríkja til hafsvæða undan ströndum þeirra, en því hefur ekki verið að heilsa svo sem kunnugt er. Þar hafa ríki svo sem Island og Suður-Ameríkuríkin orðið að ryðja veginn af eigin rammleik og hefur þá sporganga annarra orðið öllu léttari. Má því segja að frumkvæði einstakra ríkja hafi þegar mótað réttarregluna um 200 mílna auðlindalögsögu að mestu leyti. Á það er þó að líta í þessu efni að verkefni hafréttarráðstefn- unnar er nánast tröllaukið að vöxtum. Henni var með sam- þykkt allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna árið 1970 falið að endurskoða allan rétt hafsins og setja ný lög um svæði, sem þekur meir en tvö þriðju hluta af yfirborði jarðar. I því fólst ekki aðeins það að endurskoða gildandi rétt, heldur einnig að frumsmíða lög varðandi hafs- botninn, en um það víðlenda svæði eru nánast ekki til neinar réttarreglur í dag. Margir töldu að ráðstefnan færðist hér of mikið í fang. Skynsamlegra hefði verið að fjalla aðeins um hluta hafréttarmálanna að þessu sinni. Afleiðing þessarar ákvörðun- ar um heildarendurskoðun er sú, að á dagskrá ráðstefnunnar eru á annað hundrað málaþættir, sem ræða verður til hlítar og samþykkja nýja lögskipan um. Hér er að auki ekki um nein smámál að ræða, heldur atriði svo sem aðgang að víðlendum fiskimiðum og að olíu- og málmauðæfum hafsbotnsins, er hafa gífurlega fjárhagslega þýð- ingu fyrir ríki veraldar. Öll ríki vilja tryggja sæti sitt við þetta gnægtarborð hafsins á sem beztan hátt og eru hin ófúsustu til þess að falla frá nokkurri kröfu eða hagsmunum, sem fært geta þeim fjárhagslegan ávinn- ing. Hafa verður hér einnig í huga að um 150 þjóðir sitja við samningaborðið á ráðstefnunni og gefur það auga leið að samningar svo margra ríkja eru tafsamir. Er það ekki sízt vegna þess að í upphafi ráðstefnunnar, á fundi í New York 1973, var ákveðið að þess skyldi freistað að komast að samkomulagi um hinn nýja hafrétt án þess að úr ágreiningsmálum yrði leyst með atkvæðagreiðslu. Atkvæði yrðu aðeins greidd, þegar samninga- leiðin hefði verið reynd til þrautar. Slík vinnubrögð tryggja vitanlega vel rétt minni- hlutans og jafnframt það, að efni og innihald hins nýja hafréttar verði að skapi mikils meirihluta þjóða heims, en þau auðvelda á hinn bóginn ekki skjóta ákvarðanatöku. Þegar á öll þessi atriði er litið eru fimm ár ekki ýkja langur tími til svo flókinnar lagasetn- ingar sem hér er um að ræða. Er það því ekki óráðlegt að eyða nokkrum tíma enn til þessa verks í þeirri von að víðtækt samkomulag náist um nýjan hafréttarsáttmála. Hvað hefur áunnizt? Síðasti fundur hafréttarráð- stefnunnar var haldinn s.l. sumar í New York. I stuttu máli má segja að þar hafði árangur náðst í eftirtöldum efnum: ítarlegri skilgreining á því hvaða réttindi ríki eiga í 200 mílna auðlindalögsögunni. Skýrari reglur um varnir gegn mengun hafsins í landhelginni og skýrari ákvæði um frelsi til vísindalegra rannsókna (haf- rannsókna) innan auðlindalög- sögunnar. Endurbætur á lagaákvæðum, sem fjalla um lausn deilumála, er rísa kunna milli ríkja á sviði hafréttarins. Mótun sameiginlegrar afstöðu varðandi ýmis atriði nýtingar auðlinda hins alþjóðlega hafs- botnssvæðis og stjórnun þess. Til grundvallar umræðunum um síðasttalda atriðið lá skýrsla vinnuhóps, sem starfað hafði undir forystu hafréttarmálaráð- herra Noregs, Jens Evensen. Átti Hans G. Andersen sendi- herra m.a. sæti í þeim hópi. Starf hópsins reyndist mjög gagnlegt, en fjarri fór því hinsvegar að almennt sam- komulag næðist um tillögur hans og má segja að einna mestur ágreiningur ríki á ráð- stefnunni um nýtingu auðlinda hins alþjóðlega hafsbotns- svæðis. Verður nú vikið að nokkrum helztu deilumálunum, sem uppi eru á þeim fundi ráðstefnunnar, sem nú er að hefjast í Genf. Fjallað er um þau í fjórum nefndum, bæði á formlegum fundum, en ekki síður á bak við tjöldin í mörgum vinnuhópum. Nýting auðlinda hafsbotns- svæðisins Djúpstæður ágreiningur ríkir milli hinna þróuðu þjóða ver- aldar (iðnríkjanna) og þróunar- landanna um það fyrirkomulag, sem gilda skuli um nýtingu auðlinda hins alþjóðlega hafs- botnssvæðis. Þar er átt við það svæði, sem liggur utan 200 mílna auðlindalögsögunnar. Er þar víða að finna mjög verð- mætar auðlindir, olíu, jarðgas og málma, svo sem kopar, nikkel og kóbalt. Samkomulag hefur náðst um að ný alþjóðastofnun, Hafs- botnsstofnun S.Þ., skuli fara með stjórnun á svæðinu. En þróunarlöndin vilja flest að hin fyrirhugaða hafsbotnsstofnun fari þar með öll yfirráð varðandi olíu, gas og námavinnslu og að arðurinn af vinnslunni renni að mestu til stofnunarinnar sjálfr- ar og til þróunarlandanna. Iðnríkin hafa mörg hver verið mjög treg til þess að leggja öll völd í hendur slíkri alþjóða- stofnun, sem ljóst er að þau munu hafa minnihlutavöld í. Þeirra tillögur hafa verið þess efnis, að hafsbotnssvæðið verði opnað til vinnslu fyrir einkafyr- irtæki og ríkisfyrirtæki, auk hinnar alþjóðlegu hafsbotns- stofnunar. Ýmsar málamiðlun- arleiðir hafa verið ræddar í þaula í þessum efnum, m.a. á hvern hátt arður af vinnslunni skuli renna til stofnunarinnar, vald hennar til leyfisveitinga einkafyrirtækja til vinnslunnar og á hvern hátt unnt væri að heimila báðum þessum aðilum aðgang að auðlindunum ákveðið tímabil (20—25 ár) og taka síðan málið allt upp til endur- skoðunar. Þá vilja þróunarlönd- in að hluti auðlindasvæðanna verði tekinn frá til vinnslu síðar, svo framboð hráefna af hafs- botni, sérstaklega málma, valdi ekki markaðshruni á þeirra eigin hráefnisútflutningi næstu árin. Kjarni málsins er sá, að samkvæmt núgildandi lögum er vinnsla á hafsbotnssvæðinu öll- um ríkjum opin og náist ekki samkomulag um nýjar réttar- reglur á þessu sviði er ljóst að helztu iðnaðarríkin munu hefja hafsbotnsvinnslu þegar í stað — án tillits til hagsmuna þróunar- landanna. Á þingi Bandaríkj- anna bíður nú frumvarp þessa efnis, þar sem stórfyrirtækjum er heimiluð slík vinnsla á botnsvæðum heimshafanna. Er talið mjög sennilegt að það verði samþykkt, ef árangur næst ekki á ráðstefnunni á þessu ári. Með því yrði auðlindakapphlaupið hafið og þar mun hver þjóð taka til sín þann skerf af verðmætum botnsins, sem hún hefur afl til — án tillits til hagsmuna þróunarlandanna. Að sínu leyti yrði það kapphlaup ekki ósvipað kapphlaupi iðnríkjanna um ný- lendur á síðustu öld, enda eftir óhemju verðmætum að sælast. Það er fyrsta nefnd ráðstefn- unnar, sem um ofangreind atriði fjallar, og er það sú nefnd, sem verða mun vettvangur einna mestu átakanna á þessum ný- byrjaða fundi ráðstefnunnar. Fiskveiðiréttindi í auðlindalögsögunni Önnur nefnd ráðstefnunnar fjallar um auðlindalögsöguna, landgrunnið og úthafið. Þar eru einnig ýmis mikilvæg mál óleyst og torleiði framundan. Tvö eru þar helztu deilumálin. Hið fyrra varðar réttindi erlendra ríkja til fiskveiða í 200 mílna auðlinda- lögsögu strandríkisins. Hið síð- ara er afmörkun landgrunnsins. Tvö hundruð mílna auðlinda- lögsagan nýtur nú almenns fylgis á ráðstefnunni sem kunh- ugt er, enda hafa um fimm tugir ríkja þegar lýst yfir slíkri lögsögu undan ströndum sínum. En kálið er ekki sopið, þótt í ausuna sé komið. Enn er það óútkljáð hver vera skuli réttindi erlendra ríkja til fiskveiða í auðlindalögsögunni. Landlukt ríki og þróunarlönd, sem byggja efnahagsafkomu sína á fiskveið- um í auðlindalögsögu nágranna- ríkja, gera kröfu til þess að fá að veiða á sanngirnisgrundvelli í lögsögu nágrannaríkja sinna. Svo sem samningsuppkastið hljóðar nú, sem fyrir ráðstefn- unni liggur, er slíkum kröfum veitt viðurkenning. Andvíg þess- um sjónarmiðum eru þó mörg fiskveiðiríki, svo sem gefur að skilja, enda myndi það þýða t.d. í framkvæmd, að Austurríki, Svissland og Tekkóslóvakía fengju aðgang að miðunum í Norðursjó og hluta Norður-Atl- antshafs sem lúta strandríkjum þar. Landluktu ríkin og önnur ríki, sem afskipt eru af land- fræðilegum ástæðum um fiski- mið sækja mál þetta af miklu harðfylgi og hefur það valdið langvinnum deilum á fyrri fundum ráðstefnunnar. Flokk þennan fylla um 50 þjóðir og hér hefur það þýðingu að sá hópur getur komið í veg fyrir sam- þykkt tillagna, sem hann er andvígur, þar sem aukinn meiri- hluta, %, þarf í lokaatkvæða- greiðslum á ráðstefnunni. Auk þessa er almennt ákvæði að finna í 62. gr. uppkastsins að hafréttarsáttmálanum, þar sem ákveðið er, að ef strandríkið hefur ekki sjálft bolmagn til að veiða allan þann afla, sem taka má í auðlindalögsögu þess, skuli það heimila öðrum þjóðum þar veiðar. Hér er með öðrum orðum ekki gert ráð fyrir að strandrík- ið fari eitt með ráðstöfunarrétt yfir fiskistofnunum í lögsögu sinni. Sem að líkum lætur er þetta ákvæði mörgum fiskveiði- þjóðum þyrnir í augum, jafnvel þótt strandríkið hafi heimild til þess að ákveða heildaraflamagn sitt upp á eigin spýtur. Óttast ýmis ríki að hér sé erlendum ríkjum opnuð greiðfær leið inn í landhelgi þeirra — með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hvort sá ótti er á rökum rejstur eða ekki verður reynslan að leiða í ljós. Rétt er að minna á í þessu sambandi, að deilur um réttmæti ákvörðunar strandrík- is varðandi þann aflahlut, sem það sjálft telur nauðsynlegt að veiða í lögsögu sinni, verða ekki lagðar fyrir hinn væntanlega Hafréttardómstól. Annað deiluefni, sem enn er óútkljáð, varðar skiptingu land- grunnsins og þá auðlindalögsög- unnar milli ríkja. Þar hefur m.a. verið um það deilt hvort kletta- eyjar eða sker skuli eiga rétt til 200 mílna auðlindalögsögu, sbr. kröfu Breta um slíka lögsögu út frá drangnum Rockall. Réttur til auðlindalögsögu út frá óbyggðum eyjum varðar ís- lenzka hagsmuni að því er lýtur að mörkun línunnar milli Is- lands og Jan Mayen. Fram er tekið í 1. gr. reglugerðarinnar um 200 mílna fiskveiðilandhelgi íslands frá 1975, að reglugerð- inni skuli ekki framfylgt að svö stöddu utan miðlínu milli grunnlína Jan Mayen annars vegar og Islands hins vegar. Bíður það þar til niðurstaða fæst um það hvort eyjar, sem ekki hafa fasta byggð, svo sem Jan Mayen, skuli njóta fullrar auðlindalögsögu. Er hér um að tefla svæði, sem er 25.000 ferkílómetrar að stærð, og sem Islendingar geta hugsanlega gert fullt tilkall til og nýtt þá til veiða. Er svæði þetta jafn stórt og öll 3 mílna landhelgin við Island. Enn annað álitaefni er hér það, hvort ríki, sem eiga land- grunn, sem gengur lengra en 200 mílur út frá ströndinni, svo sem Ástralía og Kanada, geti krafizt yfírráða yfir því, og þá með hvaða skilyrðum. Mengun hafsins og frelsi til vísindarannsókna Mengun hafsins verður æ alvarlegra vandamál eftir því, sem fram líða stundir. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan sjó- slys undan Frakklandsströndum olli mestu olíumengun, sem sögur fara af. Brýn nauðsyn er því á að settar verði viðhlítandi alþjóðareglur um varnir gegn mengun hafsins, bæði frá landi og fljótandi förum. Um þetta eru allir sammála. Hinsvegar greinir ríki veru- lega á um það hver og hvernig eigi að framfylgja alþjóðaregl- um á þessum vettvangi og mengunarlöggjöf, sem hvert ríki setur í auðlindalögsögu sinni. Hin þróaðri útgerðarríki vilja flest hver fá heimaríki skipsins lögsöguna í hendur og vald til þess að beita sektum fyrir mengunarbrot. Ýmis önnur ríki, m.a. mörg þróunarlönd, vilja að strandríkinu sé heimilt að taka föst erlend skip, sem menga hafið undan ströndum þess og koma fram refsingum. Unnið er nú að því að sætta þessi andstæðu sjónarmið og finna millileið, sem ríki geti almennt sætt sig við. Vísindamenn í Evrópu og Bandaríkjunum hafa oftsinnis lýst yfir áhyggjum sínum vegna þeirra tillagna, sem fram hafa komið á hafréttarráðstefnunni um að afnema heimild til frjálsra vísindarannsókna innan 200 mílna auðlindalögsögunnar. Mörg þróunarlönd telja hags- munum sínum bezt borgið með því að strandríkið hafi óskorað vald til þess að banna öðrum ríkjum þar allar rannsóknir, ef því sýnist svo. Veldur þessari afstöðu m.a. ótti við það að hafrannsóknir erlendra ríkja undan ströndum þeirra séu aðeins yfirskyn söfnunar hern- aðarupplýsinga. Vestrænir hafrannsóknamenn Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.