Morgunblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978
17
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson
Þorbjöm Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, simi 22480.
Askriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 90 kr. eintakið.
Atvinnuleysi
í Evrópu
— En ekki hér
I* dag 5. apríl, efna verkalýössamtök í Vestur-Evrópu til margvíslegra
aðgerða til þess að mótmaela atvinnuleysi. Kröfur verða settar fram á
hendur ríkisstjórnum V-Evrópulanda og samtökum atvinnurekenda um
fulla atvinnu. Sendinefndir frá verkalýðsfélögunum leggja þessar kröfur
fram hjá Efnahagsbandalagi Evrópu, Fríverzlunarbandalagi og Evrópuráði.
Til stuðnings kröfugerð verkalýðssamtakanna verður efnt til mótmælaað-
gerða af ýmsu tagi, fjöldafunda, stuttra verkfalla, blaðamannafunda og svo
framvegis.
Astæðan fyrir þessum aðgerðum verkalýðssamtaka í Vestur-Evrópu er sú,
að í þessum löndum eru nú um 7 milljónir manna atvinnulausar, ekki sízt
ungt fólk. Verkalýðssamtökin i V-Evrópu sjá fram á vaxandi atvinnuleysi
á þessu ári, ef ríkisstjórnir þessara landa grípa ekki til ráðstafana til þess
að efla atvinnulífið og auka atvinnu.
Eftirtektarvert er, að í flestum V-Evrópulöndum sitja ríkisstjórnir að
völdum, sem ómögulegt er að telja fjandsamlegar verkalýðsfélögunum. í
Bretlandi, Þýzkalandi og Danmörku sitja jafnaðarmannastjórnir að völdum
og á Italíu, þar sem atvinnuleysi meðal ungs fólks er geigvænlegt, hafa áhrif
kommúnistaflokksins aukizt mjög. Eins og allir vita, er t.d. Verkamanna-
flokkurinn í Bretlandi vinstri sinnaður og ætla mætti, að hann væri mjög
viðkvæmur fyrir atvinnuleysi. Hvað veldur því þá, að þær jafnaðarmanna-
stjórnir sem með völdin fara í flestum þeim Evrópulöndum, þar sem
atvinnuleysi er nú mest, hafa ekki gripið til aðgerða til að draga úr því og
kalla þar með yfir sig mótmælaaðgerðir verkalýðssamtakanna?
Ástæðan er einföld. Jafnaðarmannastjórnir þessara landa hafa litið svo
á, að það væri meira hagsmunamál fyrir launþega og láglaunafólk í
V-Evrópulöndum að halda verðbólgunni í skefjum en að tryggja fulla
atvinnu, m.a. vegna þess, að atvinnuleysisstyrkir eru nú tiltölulega háir.
Jafnaðarmannastjórnin í V-Þýzkalandi hefur t.d. staðið fast gegn írekuðum
tilmælum og tilraunum áhrifamikilla vinaþjóða V-Þýzkalands, eins og
Bandaríkjamanna og Breta, um að hleypa auknum krafti í v-þýzkt
efnahagslíf, af ótta við að slíkt mundi hafa í för með sér aukna verðbólgu.
Reynsla Þjóðverja af verðbólgu fyrr á árum veldur því, að almenningur þar
í landi telur ekkert mikilvægara en að standa gegn verðbólgu og af tvennu
illu vill almenningur þar í landi fremur sætta sig við atvinnuleysi en
verðbólgu.
Hér á Islandi rikir ekkert atvinnuleysi. Þegar núverandi ríkisstjórn tók
við völdum hafði hún það að meginmarkmiði að tryggja fulla atvinnu.
Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn gerðu sér glögga grein fyrir því, að þeir
gætu með nógu harkalegum samdráttaraðgerðum náð miklum árangri í
viðureign við vferðbólguna. Þeim var jafnframt Ijóst, að ef þeir gripu til
ráðstafana, sem mundu á tiltölulega skömmum tíma ráða niðurlögum
verðbólgunnar, eins og tekizt hefur í öðrum V-Evrópuríkjum, mundu þeir
um leið kalla yfir launþega mikið atvinnuleysi. Af tvennu illu valdi núverandi
ríkisstjórn þann kostinn að una meiri verðbólgu en ella til þess að tryggja
fulla atvinnu. Þeirri stefnu hefur ríkisstjórnin haldið út þetta kjörtímabil.
Það er þess vegna mótsagnakennt í meira lagi, þegar stjórnarandstöðu-
flokkarnir, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið, sem báðir telja sig
byggja á sósíalískum grundvelli í stefnumálum sínum, veitast að
ríkisstjórninni vegna þess, að hún hafi ekki náð nægilegum árangri í
viðureign við verðbólguna. Með þvi eru þeir væntanlega að segja, að
ríkisstjórnin hefði átt að grípa til svipaðra ráðstafana og jafnaðarmanna-
stjórnir í ýmsum V-Evrópulöndum, sem náð hafa mjög verulegum árangri
í baráttu við verðbólguna, en hafa gert það á kostnað atvinnu fólksins. Það
er hægt að ræða það, hvort sú afstaða ríkisstjórnarinnar hefur verið rétt
að láta fulla atvinnu sitja í fyrirrúmi fyrir árangri í viðureign gegn
verðbólgu, en áreiðanlega munu flestir Islendingar vera fylgjandi þeirri
stefnu, sem ríkisstjórnin hefur markað, að tryggja fremur fulla atvinnu en
skjótan árangur í verðbólgubaráttunni.
Við verðum hins vegar að horfast í augu við þá staðreynd, að ef
óðaverðbólga stendur árum saman hlýtur hún að lokum að leiða til
atvinnuleysis. Markmið ríkisstjórnarinnar hefur verið að halda uppi nægri
atvinnu, en mjaka verðbólgunni smátt og smátt niður. Þessi stefna bar
verulegan árangur fram á mitt sl. ár og hún hefði haldið áfram að bera
árangur, ef verkalýðssamtökin hefðu borið gæfu til að eiga heiðarlegt
samstarf við ríkisstjórnina um þessa stefnu. Þess í stað knúðu
verkalýðssamtökin fram óraunhæfar kauphækkanir, sem hafa leitt til nýrrar
verðbólguöldu. Eftir sem áður hlýtur niðurstaðan samt að verða sú, í okkar
íitla og fámenna þjóðfélagi, að við verðum að leitast við að halda fullri
atvinnu um leið og við reynum að mjaka verðbólgunni niður á við.
Almenningur í okkar landi mundi aldrei sætta sig við það, sem fólk unir
við í V-Þýzkalandi, að verðbólgunni sé haldið niðri með þvi að halda uppi
umtalsverðu atvinnuleysi. En það er lærdómsríkt, að á sama tíma og
verkalýðsfélög í V-Evrópu, sem hafa milli 30 og 40 milljónir manna innan
sinna vébanda, efna til sérstakra mótmælaaðgerða einn dag til þess að
mótmæla atvinnuleysi 7 milljóna manna, er engin ástæða til slíkra aðgerða
hér vegna þess að hér er ekki við neitt atvinnuleysi að stríða. Kannski er
það eitt mesta afrek, sem núverandi ríkisstjórn hefur unnið, að koma í veg
fyrir atvinnuleysi í kjölfar þess kreppuástands sem skapaðist í efnahags-
og atvinnumálum vestrænna iðnríkja á árunum 1973 og 1974.
500 umburðarlyndir stranda-
glópar á Keflavíkurflugvelli
Töskurnar voru skyldar eftir.
W.A. Nicol og eiginkona — alls ekki uppvæg yfir töfinni.
flugvélin á leið vestur um haf kl.
16.45 í gærdag en hin síðari kl.
17.50 og eins og fyrr segir vissi
afgreiðslufólkið og farþegarnir
ekki hvað var í vændum fyrr en
farþegarnir voru að búast til að
ganga aftur um borð í vélarnar.
Hins vegar var að því stefnt að
farþegarnir þyrftu ekki að
tefjast nema þessa einu nótt, því
að verið var að vinna að því að
fá leiguflugvélar til að flytja þá
héðan vestur um haf í dag.
Það helzta sem virtist vefjast
fyrir farþegunum sjálfum hvað
þessa óvæntu töf áhrærði, var
það hvort þeir þyrftu að vera að
burðast með allan farangurinn
til Reykjavíkur eða hvort þeir
mættu skilja hann eftir. Flestir
tóku óþægindunum með jafnað-
argeði, eins og áður segir og
sumir af hreinni kátínu.
Einn farþeganna var William
A. Nicol, ferðaskrifstofufulltrúi
frá Ohio, á ferð yfir hafið ásamt
eiginkonu sinni, og blaðamaður
forvitnaðist um afstöðu hans.
„Nei, hér ríkir engin reiði,“
svaraði Nicol. „Við vitum að
svona getur gerzt hvar sem er í
heiminum og þetta er alls ekki
Loftleiðum að kenna. Félagið
getur ekkert við þessu gert.
Loftleiðir minnka ekkert í áliti
hjá mér, mér er hlýtt til þess
félags eins og landsins hér, sem
ég hef gist áður og eiginlega er
það bara kærkomið að fá svona
eins dags viðbót við fríið. Nei, ég
verð ekki var við að það gæti
neinnar reiði meðal samferða-
manna minna.“
Dálítið óánægðara fórnar-
lamb þessara verkfallsaðgerða
flugmanna var Þorsteinn Jóns-
son, flugstjóri hjá Cargolux.
„Auðvitað er ég hinn
óhressasti,“ sagði hann. „Ég var
að koma frá Luxemborg og
ætlaði til Chicago en þaðan átti
ég að fara til Honolulu til að
taka við Cargoluxvél. En svo
verð ég alveg óvænt fyrir
barðinu á kollegum mínum
hérna heima og er hundfúll að
stranda hér. Hvort ég sé ósáttur
við aðgerðir flugmannanna? Ég
veit ekki einu sinni um hvað
þetta snýst.“
Hann var töluverður orðsendingabunkinn sem Flugleiða-
fólk þurfti að koma áfram yfir hafið fyrir farþegana.
óhress strandaglópur, Þorsteinn Jónsson, flugstjóri hjá
Cargolux (t.h.), og Jón óskarsson, stöðvarstjóri Flugleiða
á Keflavíkurflugvelli.
EKKI var unnt að merkja
að skyndiverkfall flug-
manna Flugleiða í gær
vekti verulega reiði meðal
hinna 500 farþega af ýmsu
þjóðerni, sem urðu
strandaglópar í flughöfn-
inni á Keflavíkurflugvelli
af þessum sökum. I það
minnsta var ekki að heyra
að farþegar álösuðu Flug-
leiðum fyrir óþægindin,
enda þótt afgreiðslufólkið
væri á því að flugmennirn-
ir væru ekki í sérstöku
uppáhaldi þessa stundina.
Farþegarnir höfðu
margir hverjir komið við á
barnum til að stytta biðina
og voru greinilega létt-
lyndari á eftir. „Það er
mesta furða hvernig fólkið
tekur þessu,“ sagði einn
fiugafgreiðslumanna, „en
það er eins og flugfarþeg-
ar séu orðnir svo upptekn-
ir af flugránum að þeim
finnast allar aðrar uppá-
komur smámál.“
Þegar blaðamenn Mbl. komu í
flugstöðina, hafði skömmu áður
verið ákveðið að senda alla
farþegana úr báðum DC-8 þot-
unum, sem þarna biðu, á hótel
í Reykjavík og voru því eðlilega
miklar annir hjá starfsfólki
Flugleiða í flugstöðinni, því að
leiðbeina þurfti farþegum um
hótelrými og koma þeim í
áætlunarbílana. Alls þurfti 11
rútur til að flytja fólkið til
Reykjavíkur.
„Þetta kom algerlega fyrir-
varalaust og okkur í opna
skjöldu," sagði Jón Oskarsson,
stöðvarstjóri Flugleiða á Kefla-
víkurflugvelli, í samtali við Mbl.
„En við verðum samt ekki vör
Yfirleitt var heldur glatt yfir farþegum, og þeir kvörtuðu
ekki að ráði. (Ljósm. Mbl. Friðþjófur).
við neina reiði hjá farþegunum,
eða minnsta kosti bitnar hún
ekki á okkur, því að þetta fólk
veit að það er ekki við flugfélag-
ið eða okkur afgreiðslufólkið að
sakast.“
„Ég er þó ekki eins viss um að
þeir verði svona ljúfir við
flugmennina,“ skaut ein af-
greiðslustúlkan inn í, um leið og
hún blaðaði í gegnum stóran
bunka af orsendingum frá far-
þegum. „Já, þau eru auðvitað
margvísleg vandamálin sem
koma upp við kringumstæður
sem þessar," sagði Jón Óskars-
son og benti á bréfabunkann.
„Þau eru mörg skeytin og
símtölin héðan í dag, afpantanir
á hötelum og fleira í þeim dúr
sem við höfum þurft að sinna.
Að sögn Jóns lenti fyrri
Fyrsta foringjaráð Faxa, efsta röð f.v.i Sigurjón Kristinsson nú
blaðaútgefandi. Jón Valdimarsson járnsmiður. Þorsteinn Einarsson
íþróttafulltrúi, Jón Runólfsson vélsmiður, Einar Torfason tollvörður.
Miðröð f.v.i Gísli Guðlaugsson. tryggingafulltrúi, Magnús Sigurðsson
sjómaður, Leifur Eyjólfsson skólastjóri, Friðrik Haraldsson
bakarameistari. Neðsta röð Kári Kárason múrarameistari, Magnús
Kristinsson forstjóri og Kristinn Guðmundsson bæjarstjóri.
Skátafélagið Faxi 40 ára
SKÁTAFÉLAGIÐ Faxi í Vest-
mannaeyjum var 40 ára fyrir
stuttu. Var félagið stofnað hinn 22.
febr. 1938 og bar þannig til að
nokkrir drengir úr efstu bekkjum
barnaskólans höfðu lesið um
skátafélag og gengu á fund Jóns
Oddgeirs Jónssonar, sem þá var
fulltrúi Slysavarnafélags Islands,
og báðu hann liðsinnis við stofnun
félagsins.
Friðrik Jensson íþróttakennari
var kjörinn fyrsti formaður
félagssins en stofnendur voru alls
20. Hefur félagið starfað að
ýmsum málum meðal æsku Vest-
mannaeyja, eins og segir í grein í
skátablaðinu Foringjanum.
Skjaldhamrar frum-
sýndir á Húsavík
Húsavík, 1. apríl.
SKJALDHAMRAR. sjónleikur
Jónasar Arnasonar, var frum-
sýndur hjá Leikfélagi Húsavikur
í gærkvöldi, fyrir fullu húsi og
við mjög góðar undirtektir áhorf-
enda.
Leikstjóri er Sigurður Hall-
varðsson og er þetta tólfta verkið,
sem hann leikstýrir fyrir Leikfél-
ag Húsavíkur. Leikmynd Svein-
bjarnar Magnússonar er ágæt og
sömuleiðis lýsing Gríms Leifsson-
ar. Með veigamestu hlutverkin
fara Snædís Gunnlaugsdóttir, sem
leikur Katrínu Spanton leftenant,
og Benedikt Sigurðsson sem leikur
Kormák vitavörð. Ekki er að sjá að
þetta sé frumraun þeirra á fjölun-
um, því leikur þeirra er heilsteypt-
ur og mjög góður, þó sérstaklega
Snædísar. Maður gæti haldið að
hún hefðLlokið prófi í leiklist s.l.
vor en ekki lögfræðiprófi, eins og
hún gerði, því leikur hennar er
eðlilegur og laus við allan viðvan-
ingsbrag.
Aðrir leikarar eru: Jón Fr.
Benónýsson, Ólafur Straumland
Einar Njálsson, og María Axfjörð.
Allt er þetta fólk, sem hér hefur
áður sýnt list sína á leiksviði og
leysir hlutverk sín yfirleitt vel af
hendi.
Fréttaritari.
Frá fundi FÍB um vegamál:
Stórátak verði hafið
til uppbyggingar vega
FÉLAG ísl. bifreiðaeigenda
gekkst fyrir almennum borgara-
fundi um vegamál og skatt-
lagningu á bifreiðaeigendur og
fór fundurinn fram á Selfossi
nýlega. Framsögumenn voru
tveir, Jón Helgason alþingismað-
ur og Þór Hagalín sveitarstjóri.
Gestur fundarins var Snæbjörn
Jónasson vegamálastjóri.
I frétt frá FIB segir, að miklar
umræður hafi orðið á fundinum og
því mótmælt að ríkissjóður skuli á
þessu ári ætla að taka um 15
milljarða með sérstakri skattlagn-
ingu á bifreiðaeigendur, en veita
um 9 milljörðum af þeirri apphæð
til vegamála.
Á fundinum upplýsti Ólafur G.
Einarsson alþingismaður og
stjórnarformaður Olíumalar h.f.
að á næstu dögum muni koma
fram sameiginlegt tilboð frá 4
fyrirtækjum, Olíumöl h.f., Miðfelli
h.f., Véltækni h.f. og Grettistaki
h.f., til Vegagerðar ríkisins um að
leggja olíumalarslitlag á eftirtalda
vegi á þessu ári: Þrengslaveg og
Þorlákshafnarveg, 22,6 km; Suður-
landsveg, frá Þjórsárbrú að Hellu,
17,4 km, og vegarkafla í Hvalfirði
um 30 km. Verðið í þessu tilboði
er frá 8,7 milljónum til 11,8 m.kr.
á hvern kílómetra.
Fundurinn samþykkti nokkrar
ályktanir m.a. um að hafið yrði
stórátak til uppbyggingar vega
iandsins og bendir fundurinn á að
margsannað hafi verið að vart
finnist arðsamari opinber fjárfest-
ing en í vegakerfi landsins, m.a.'
vegna þeirra stórkostlegu gjald-
eyriseyðslu sem þjóðin sé neydd til
vegna varahlautakaupa og megi
rekja beint til slæms yfirborðs
vega. Skorar fundurinn á alþingi
og ríkisstjórn að hlutast nú þegar
til um að innflutningsgjald af
bifreiðum verði gert að mörkuðum
tekjustofni til vegasjóðs og verði
þær tekjur eingöngu notaðar til
lagningar á bundnu slitlagi. Bend-
ir fundurinn á að Vegagerðin
neyðist til að verja stórum hluta
takmarkaðs fjármagns síns í
bráðabirgðaframkvæmdir og
vegaviðhald sem ekki hefði þurft
að koma til væri bundið slitlag á
aðalvegum landsins. Þá lýsti
fundurinn stuðningi sínum við
framkomna þingsályktunartillögu
frá Ólafi G. Einarssyni og Jóni
Helgasyni um lagningu bundins
slitlags á þjóðvegi.