Morgunblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978
3
Loönan:
131 þúsund lestum minna á land en í
fyrra á svæðinu frá Eyjum til Akraness
LJÓST er að loðnuverksmiðjur
á svæðinu frá Vestmannaeyjum
til Akraness og ennfremur
fyrstihús á þessu svæði hafa
orðið fyrir miklu áfalli á
nýliðinni loðnuvertíð, þar sem
aðeins komu 99.655 lestir af
bræðsluloðnu á land á þessu
svæði í vetur á móti 231.438
lestum á s.l. ári og er munurinn
131.783 lestir. Þá kom lítið sem
ckkert af loðnu til frystihúsa á
þessu svæði á nýliðinni vertíð,
en hins vegar voru fryst 1660
tonn af hrognum. Á loðnuver-
tíðinni í fyrravetur voru hins
vegar fryst 5632,2 lestir af
hrognum og loðnu.
Morgunblaðið aflaði sér
upplýsinga í gær um hve mikið
hefði borizt af loðnu á hina
einstöku staði frá Vestmanna-
eyjum til Akranes á nýliðinni
vertíð og vertíðinni veturinn
1977. Til Vestmannaeyja komu
í vetur 58.054 lestir (90.521
árið 1977), til Þorlákshafnar
bárust 11.633 lestir (19.304), til
Grindavíkur bárust 7079 lestir
(18.853), til Sandgerðis bárust
nú aðeins 1306 lestir (12.934),
til Keflavíkur 8.211 (19.246),
til Hafnárfjarðar 3454 lestir
(14.534), til Reykjavíkur 5863
lestir (39.709) og til Akraness
4065 lestir (23.555).
Skipaður
yfirlög-
regluþjónn
DÓMSMÁLARÁÐIIERRA hefur
skipað Guðmund Hermannsson
yfirlögregluþjón við lögregluna í
Reykjavík frá 1. apríl sl. að telja
og mun hann veita forstöðu nýrri
rannsóknardeild við embætti
lögreglustjóra.
Guðmundur er 52 ára gamall og
fæddur á ísafirði. Hann hóf störf
Guðmundur Ilermannsson yfirlög-
regluþjónn.
við lögregluna í Reykjavík 20.
október 1953 og hefur gengt þar
störfum síðan. Hann varð
aðstoðarvarðstjóri árið 1953, yfir-
maður slysarannsóknadeildar
1959, varðstjóri 1963 og aðstoðar-
yfirlögregluþjónn árið 1966 en
þeirri stöðu hefur hann gegnt
fram til þessa.
Kona Guðmundar er Herborg A.
Júníusdóttir og eiga þau fjóra
syni.
Sementsverksmiðjan:
Siö sóttu um
framkvæmda-
stjórastöðu
RUNNIN er út umsóknarfrestur
um stöðu viðskiptalegs fram-
kvæmdastjóra Sementsverk-
smiðju ríkisins á Akranesi. Sam-
kvæmt upplýsingum Ásgeirs
Péturssonar stjórnarformanns
vcrksmiðjunnar sóttu eftirtaldir
menn um stöðuna.
Björgvin Sæmundsson verk-
fræðingur, Skólbraut 20 Kópavogi,
Gylfi Þórðarson viðskiptafræðing-
ur, Reynimel 92 Reykjavík,
Haraldur Gíslason viðskiptafræð-
ingur, Melbraut 3 Garði,
Haraldur Líndal hagfræðingur,
Framnesvegi 16 Keflavík,
Pétur Pétursson framkvæmda-
stjóri, Skaftahlíð 3 Reykjavík,
Tómas H. Sveinsson viðskipta-
fræðingur, Fögrubrekku 18 Kópa-
vogi,
Þorsteinn Ólafsson viðskiptafræð-
ingur, Kísiliðjunni Mývatni.
Stjórn Sementsverksmiðjunnar
hefur umsóknirnar til athugunar
en það er stjórnin, sem veitir
stöðuna.
G
Bang &Olufsen
Lita-
sjonvorp
ALLAR STÆRÐIR
Lægra
verð —
Betri
þjónusta
V^BÚÐIN
Skipholti 19 R.
S. 29800 (5 línur)
Tilvalið fyrir:
/
þorp, kaupstaði,
starfshópa og jafnvel
byggðarlög.