Morgunblaðið - 05.04.1978, Qupperneq 15
JL
15
j Nafn: ______________________________________________________
Gata: ___________________________________________________
Staður:___________________________________ Sími:___________
Vinsamlega sendiö í póstkröfu
| .... stk. orlofstöflur á kr. 2.300 pr
| stk.
| □ Óska meiri upplýsinga um orlofstöflurnar.
| □ Óska upplýsinga um aörar geröir skipulagstaflna.
GISLIJ JOHNSEN HE
Vesturgata 45 Reykjavík
sími 27477
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978
Gréta Sigfúsdóttir:
Apropos sjónvarp
Mikiö dæmalaust fara fjölmiðl-
ar okkar að lögum, þ.e.a.s. lögum
um hlutleysi. Þá á ég við sjón-
varpsþáttinn Vöku sem fluttur var
i gær. Þarna komu fram fimm
harðlínukommar gegn einum
framsóknarmanni, sem reyndar
stóð sig betur gegn ofureflinu en
nokkurn hefði grunað. í fyrsta lagi
er það varhugavert að manni eins
og Aðalsteini Ingólfssyni skuli
trúað fyrir slíkum þætti, manni
sem er alþekktastur fyrir ein-
strengingslegan hugsunarhátt og
yfirborðsmennsku.
Kumpánum þessum varð tíðrætt
um pólitíska íhlutun í úthlutun
listamannalauna. Hvernig hefði
farið ef þeir sjálfir eða þeirra líkar
hefðu staðið að úthlutuninni? Atli
Heimir Sveinsson var seinheppinn
þegar hann færði. í tal alla þá
prentvinnu m.ö., sem skáldjöfr-
arnir Sigurður Breiðfjörð og Jónas
Hallgrímsson hefðu staðið undir.
Þá kom hljóð úr horni.
Halldór frá Kirkjubóli varpaði
fram þeirri spurningu hvort Jón-
asi Hallgrímssyni myndi nokkru
sinni hafa komið til hugar að veita
Sigurði Breiðfjörð listamanna-
laun. Þetta hitti í mark. Hverjum
myndi koma til hugar að Sigurður
A. Magnússon, ef í hans hlut
kæmi, úthlutaði öðrum lista-
mannalaun en þeim tíu pótentát-
um sem hann tilnefndi þess
verðuga (auk sjálfs sín)?
Hvernig færi ef úthlutunar-
nefnd listamannalauna saman-
stæði af mönnum á borð við þá
Aðalstein Ingólfsson og Sigurð A.
Magnússon? Og ekki nóg með það,
þess hafði verið gætt að þeir nýir
launþegar sem spurðir voru álits
væru á sama máli og spyrjendur,
að undanskildum Tryggva Emils-
syni sem var svo heiðarlegur að
það gæti eflt trú manna á annað
og betra líf.
Ég held það færi Sjónvarpinu
betur að íhuga hverjum er hleypt
að fjölmiðlinum og að fyllsta
hlutleysis sé gætt.
NB: Hafi mér orðið á að snerta
meiðyrðalöggjöfina með þessum
línum, treysti ég því að hinn
nýstofnaði „Málfrelsissjóður"
hlaupi undir bagga.
Skriíað 30.03. ‘78.
Gréta Sigfúsdóttir.
Heilsulindin Hverfisgötu 50 auglýsir.
Hvaö með línurnar fyrir sumarið?
í Heilsulindinni Hverfisgötu 50 er boöiö gufubaö,
nudd sem styrkir og hressir, Ijós, hvíldarbekkur.
Snyrtistofa á sama staö.
Karlmannatímar á laugard. kl. 9—2.
Heilsulindin Hverfisgötu 50,
sími 18866.
Brezhnev
til Vestur-
Þýzkalands
Bonn, 4. apríl. Reuter.
SKÝRT var frá því í Bonn í dag,
að Leonid Brezhnev væri væntan-
legur þangað í opinbera heim-
sókn snemma í maí. Brezhnev
mun eiga viðræður við Ilelmut
Schmit, kanslara Vestur-Þýzka-
lands, og hermdu fregnir að þær ’
viðræður mundu aðallega snúast
um efnahagsaðstoð við Sovétríkin
og afvopnunarmál.
Ekki hefur verið skýrt frá því
hversu lengi Brezhnev muni
dvelja í VesturÞýzkalandi né
heldur hvaða dag hann muni
koma.
Stjórnmálaskýrendur telja lík-
legt að Brezhnev muni biðja
stjórn Vestur-Þýzkalands að
hvetja þarlend fyrirtæki til að
hjálpa Sovétríkjunum að vinna
málma og önnur nytjaefni úr
jörðu í Síbcríu.
Vestur-þýzk fyrirtæki hafa
hingað til verið ófús til að aðstoða
Sovétríkin, vegna þess hvað verk-
efni þessi eru viðamikil og vegna
hins langa samningstíma, sem
Sovétríkin fara fram á.
Talið er að þeir Schmidt og
Brezhnev muni einnig ræða um
afvopnun og þá sérstaklega um
nifteindasprengjuna. Sovétríkin
hafa gagnrýnt Bandaríkin harð-
lega fyrir að ætla að hefja
framleiðslu á henni, en Bandaríkin
hafa enn ekki tekið lokaákvörðun
um framleiðslu hennar.
Samkvæmt heimildum frá
NATO hefur Carter, Bandaríkja-
forseti, ekki viljað gefa ákveðið
svar varðandi framleiðslu sprengj-
unnar, fyrr en hin NATO-ríkin
Framhald á bls. 18
Diane Keaton, bezta leikkona
ársins 1978.
bezta kvikmyndin, hlaut í sára-
bætur verðlaun fyrir ýmis tækni-
leg atriði og búninga. „Star Wars“
var mest sótta kvikmyndin í
Bandaríkjunum á liðnu ári og
virðist sem hún ætli að slá öll fyrri
aðsóknar- og tekjumet.
Listin fyrir Oskarsverðlauna-
hafa lítut annars þannig út.
Bezta kvikmynd — „Annie Hall“
bezti karlleikarann Richard
Dreyfuss — „The goodby girl“
bezti kvenleikarinn Diane Keaton
— „Annie Hall“
bezti karlleikarinn í aukahlutverki
Jason Roberts — „Julia"
bezti kvenleikarinn í aukahlut-
verki Vanessa Redgrave — „Julia"
bezta leikstjórn Woody Allen —
„Annie Hall“
besta frumsamda handrit Woody
Allen og Marshall Brickman —
„Annie Hall“
bezta kvikmyndahandrit Alvin
Sargent — „Julia"
Framhald á bls. 18
Vanessa Redgrave heldur á Oskarsverðlaunum sinum eftir að John
Travolta (t.v.) hafði afhent henni þau. Redgrave hlaut þau fyrir beztan
leik konu í aukahlutverki í myndinni „Juiía“, og olli verðlaunaveiting
hennar miklum úlfaþyt meðal Gyðinga.
Veður
víða um heim
Stig.
Amsterdam 10 skýjaö
Apena 16 skýjaö
Berlín 12 skýjaö
BrUssel 17 skýjaö
Chicago 11 rigning
Frankfrut 13 rigntng
Genf 16 sólskin
Helsinki 5 bjart
Jóh.borg. 21 sólskin
Kaupm.höfn. 6 sólskin
Lissabon 17 bjart
London 10 rigning
Los Angeles 20 rigning
Madrid 16 rigning
Malaga 17 bjart
Miami 23 bjart
Moskva 6 bjart
New York 5 rigning
Ósló 8 sólskin
Palma 15 skýjaö
París 11 skaýjaö
Róm 18 sólskin
Stokkhólmur 8 bjart
Tel Aviv 24 mistur
Tokýó 17 sólskin
Vancouver 16 skýjaö
Vín 15 skýjað
Orlofstöflur
EINFALT, ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT
FORM TIL AÐ SKIPULEGGJA, SAMRÆMA
OG HAFA EFTIRLIT MEÐ ORLOFI
STARFSMANNA.
Taflan gefur starfsfólkinu aukna möguleika á að ráða sjálft fríi
sínu án þess að þaö rekist á við hagsmuni annarra.
Taflan nær yfir tímabilið maí til apríl og eru allir íslensku
frídagarnir merktir sérstaklega.