Morgunblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 32
\l <;IASIN<;.\SIMI\N KK:
22480
JWorjjunblníiiíi
JHorjjimblfltiií)
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978
Loftleiðaflugmenn frá vinnu vegna skerðingar vísitölubóta:
Skyndiverkfall raskar
flugi þúsunda farþega
„6% af vísitöluupp-
bótum vangreitt,”
segja Loftleiðaflug-
menn „Greiðum laun
samkvæmt lögum,”
segja Flugleiðamenn
FÉLAG LoftleiöafluKmanna
lagði niður vinnu fyrirvara-
laust í Kær eftir að hafa
borið upp kvörtun til full-
trúa Flugleiða varðandi vísi-
töluskerðingu á launa-
greiðslur flugmanna um
síðustu mánaðamót, en Flug-
leiðir greiddu laun til allra
starfsmanna sinna sam-
kvæmt lögum um efnahags-
ráðstafanir. Flugmenn Loft-
leiða töldu sig eiga að njóta
fullra vísitölubóta sam-
kvæmt launasamningi, en
fulltrúar Flugleiða kváðu
alla starfsmenn sína hljóta
að eiga að sitja við sama
borð í þessum efnum sam-
kvæmt langslögum.
Flugmenn höfðu samband við
fulltrúa Flugleiða um þetta mál
um miðjan dag í gær, en tveimur
klukkustundum síðar áttu tvær
vélar flugfélagsins á leið frá
Evrópu að millilenda í Keflavík
með alls 500 farþega á leið til
Bandaríkjanna. Um kl. 19 slitnaði
upp úr viðræðum flugmanna og
Flugleiða og urðu farþegarnir 500
því strandaglópar í Keflavík. Hófu
Flugleiðamenn þegar í stað að
gera ráðstafanir til þess að koma
farþegum sínum í gistihús í
Reykjavík og kanna möguleika á
leiguflugvélum til að flytja far-
þega félagsins á endastöðvum
beggja vegna hafsins, en alls er um
að ræða um 1000 farþega á dag.
Morgunblaðinu barst í gær-
kvöldi fréttatilkynning frá Félagi
Loftleiðaflugmanna. Þá hafði
blaðið samband við Örn Ó. John-
son forstjóra Flugleiða og innti
frétta af stöðunni í málinu, en ekki
tókst að ná sambandi við Skúla
Guðjónsson formann Félags Loft-
Framhald á bls. 19
500 íarþegar urðu strandaglópar næturlangt vegna skyndiverkfalls flugmanna Loftleiða, og varð
að flytja þá alia á hótel í Reykjavík. Farþegar tóku töfinni með jafnaðargeði. Sjá frásögn bls 16
Lóan
er komin
IiorKareyrum. 4. apríl
LÖAN er komin. Bóndinn á
Rauðuskriðum í Fljótshlíð, sem
er nýbýli rétt hjá Stóra-
Dímon, sá 7 til 8 lóur í
túnfætinum hjá sér í morgun.
Mun þetta óvenjusnemmt að
vart verður við þennan vor-
boða.
Hér er vor í lofti, logn og súld
og haldi svo áfram sem horfir
verður ekki langt þar til gras
fer að grænka. — Markús.
Vestfirðingar ekki með
í boðun útflutningsbanns
ÖLL STÆRSTU aðildarfélög Verkamannasambands íslands
utan Vestfjarða hafa nú þegar aflað sér heimildar til
boðunar útflutningsbanns, sem taka á gildi sem fyrst eða
eftir lögboðinn 7 daga frest, en þó eigi síðar en 15. apríl.
Útflutningsbannið verður ótímasett, þ.e.a.s. gildir, þar til
annað verður ákveðið. Nokkur félög eiga enrt eftir að afla
sér heimildar, flest gera það með samþykkt stjórnar og
trúnaðarmannaráðs, en nokkur með félagsfundum.
Samkvæmt upplýsingum Karvels Pálmasonar standa
Vestfirðingar ekki að boðun útflutningsbannsins með
öðrum félögum á landinu.
Útskipun á sjávarafurðum og
öðrum iðnvarningi til útflutnings
er að því er Morgunblaðið fregnaði
í gær aðeins um 20% þeirrar vinnu
sem unnin er við Reykjavíkurhöfn.
Uppskipun er um 80% af starfi
hafnarverkamannanna. Víða úti á
landi er útskipun sjávarafurða
saman eftir því sem hafnarskilyrði
í nágrenninu hafa batnað. Útskip-
un hefur því dreifzt talsvert um
landið. Hafnarverkamenn í
Reykjavík eru langflestir að sjálf-
sögðu og þar hafa menn starfið
yfirleitt að aðalatvinnu.
Guðmundur J. Guðrríundsson,
formaður Verkamannasambands
mjög tímabundin og verkamenn,
sem að því vinna, eru jafnan
bundnir við önnur störf, en hlaupa
úr þeim, þegar útskipunarþörfin
kallar. Því kemur þetta ekki eins
mikið við pyngju hins almenna
launþega. Útskipun í Reykjavíkur-
höfn hefur undanfarin ár dregizt
Scanhouse:
Með 13 mílljarða króna
verksamning í Nígeríu
Hefur tekið að sér byggingu
á 2448 íbúðum þar í landi
ÍSLENZK-nígeríska fyrirtækið
Scanhouse Ltd. undirritaði í
fyrradag samning við sjóherinn í
Nígeríu um byggingu 1150 íbúða
skammt frá höfuðborginni Lagos,
en áður en þessi samningur var
gerður hafði Scanhouse samið um
smiði á 1398 ibúðum þar í landi.
Eru framkvæmdir við þær þegar
hafnar, eins og áður hefur komið
fram í Morgunblaðinu, og hefur
Scanhouse gengið fram samning-
um um smíði á 2448 ibúðum þar
í landi fyrir stjórnvöld og einka-
fyrirtæki. Hljóða samningar
fyrirtækisins upp á um 13 mill-
jarða króna, að því er Morgun-
blaðinu var tjáð í gær.
Hafsteinn Baldvinsson hrl. og
einn af eigendum Scanhouse Ltd.
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að samningurinn, sem Scan-
house hefði nú gert við sjóherinn
í Nígeríu, væri svipaður og fyrri
byggingarsamningar fyrirtækisins
þar í landi. Kvaðst Hafsteinn eiga
von á að byrjað yrði á fram-
kvæmdum fyrir sjóherinn á tíma-
bilinu ágúst-október, en áður en
hægt yrði að hefja framkvæmdir
þyrfti að ljúka við að dæla upp
Framhald á bls. 18
í gæzlu
fyrir árás-
ar hneigð
SEXTÁN ára gamall piltur
var í gær úrskurðaður í
gæzluvarðhald til 10. maí og
einnig var honum gert að sæta
geð- og heilbrigðisrannsókn á
gæzluvarðhaldstímanum. Úr
skurðurinn er kveðinn upp að
ósk rannsóknarlögreglu ríkis-
ins vegna síendurtekinna
árása piltsins og félaga hans á
gangandi vegfarendur. Hafa
þeir félagar ráðizt að fólki,
barið það og jafnvel rænt.
Félagar piltsins eru allir
undir lögaldri.
Piltarnir sem verið hafa
saman 5 til 7 talsins eltu m.a.
mann einn frá Klúbbnum og
börðu hann og rændu á Hrísa-
teigi í síðustu viku. Síðan fóru
þeir niður í miðbæ og réðust
þar að ungum manni, sem var
að koma frá vinnu sinni. Einnig
skemmdu þeir bíla við Laufás-
veg.
I fyrrakvöld réðst pilturinn
Framhald á bls. 18
íslands, sagði í gær að í stjórn
Verkamannasambands íslands
hefði verið gerð einróma sam-
þykkt, sem tilkynnt yrði á blaða-
mannafundi árdegis í dag. Annað
kvaðst hann ekki vilja segja að svo
stöddu, en því meira á blaða-
mannafundinum í dag.
Ólafur Jónsson, forstjóri Vinnu-
veitendasambands íslands, sagði í
gær að enn væri ekki ákveðið hver
viðbrögð vinnuveitenda yrðu við
boðun útflutningsbanns. Fundur
var haldinn með vinnuveitendum í
gær, en þá höfðu ekki borizt nógu
ítarlegar upplýsingar, svo að unnt
hefði verið að taka afstöðu til
málsins. Annar fundur er með
vinnuveitendum í dag.
Karvel Pálmason, alþingismað-
ur og formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Bolungarvíkur,
kvaðst ekki vita til þess að annað
félag en Baldur á ísafirði væri
aðili að Verkamannasambandinu
og Karvel sagði að sér væri ekki
kunnugt að nokkurt félag á
Framhald á bls. 18
Hlaut
DAS-húsið
DREGIÐ var í 12. flokki Happ-
drættis Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna í gær. DAS-húsið að
verðmæti um 35 milljónir króna
kom upp á miða númer 48713.
Vinningshafi reyndist vera Lovísa
Halldórsdóttir, Bergstaðastræti
71, Reykjavík.