Morgunblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRIL 1978
5
DRESS
,'AGARN œ SMÁVÖRClt
Alþjóðlegur baráttu-
dagur gegn atvinnuleysi
/
ASI gengst ekki fyrir neinum aðgerðum
ALbÝÐUSAMBAND Evrópu hef-
ur ákveðið að 5. aprfl verði
alþjóðlegur baráttudagur gegn
atvinnuleysi um alla Vest-
ur-Evrópu. Aðild að ASE eiga öll
alþýðusambönd í álfunni og er
fjöldi félaga innan vébanda
þeirra á milli 30 og 40 milljóna
manna. Alþýðusamband (slands
var eitt stofnsambanda ASE árið
1972. Landssambönd launafólks í
löndum VesturEvrópu munu mið-
vikudaginn 5. aprfl efna til
ýmissa mótmælaaðgerða gegn
atvinnuleysi og hafa uppi vígorð
um stöðuga atvinnu.
Alþýðusamband íslands mun
ekki gangast fyrir neinum aðgerð-
um þennan dag, enda ekkert
atvinnuleysi á íslandi. I flestum
Evrópulöndum hafa menn undir-
búið fundahöld og málið verður
kynnt í fjölmiðlum með því að
alþýðusambönd viðkomandi landa
halda blaðamannafundi. Munu
forystumenn launþegasamtaka
halda ræður víða á fundum á
fjölmennum vinnustöðvum og
sums staðar verða viðræður við
stjórnvöld um atvinnuleysisvand-
ann.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið hefur, mun aðeins
eitt land hafa ákveðið að efnt verði
til allsherjarverkfalls í þrjár
klukkustundir vegna atvinnuleys-
isins. Er það í Grikklandi og
stendur alþýðusambandið þar í
landi fyrir verkfallinu. Annars
staðar hafa menn lýst sig nei-
kvæða gagnvart allsherjarverk-
falli. I Italíu kom það m.a. til
greina í tvær klukkustundir, en
alþýðusambandið hafnaði þeim
aðgerðum.
Austiirstra'ti H
Vöruflutningar
Flugleiða:
Engin afgreiðsla
á Heathrow - flutn-
ingar í gegnum
Glasgow á meðan
FLUGLEIÐIR leita nú að aðila til
að annast vöruflutninga félagsins
á Heathrow-flugvelli við London,
en samningur Flugleiða og hol-
lenzka flugfélagsins KLM, sem
annaðist vöruafgreiðslu fyrir
Flugleiðir, rann út nú um mánaða-
mótin. Líkur voru á að samningur-
inn yrði framlengdur, en þegar til
kom, taldi KLM sé ekki fært að
annast þessa þjónustu fyrir Flug-
leiðir áfram.
Á meðan enginn aðili á flugvell-
inum annast þessi mál fyrir
Flugleiðir, beinir skrifstofa félags-
ins í London öllum vöruflutning-
um félagsins í gegnum Glasgow.
Kísiliðjan h.f.:
Nýjar þrær
boðnar út
KÍSILIÐJAN hf. við Mývatn
hefur auglýst eftir tilboðum í
gerð nýrra hráefnisþróa fyrir-
tækisins, en þrær þess sem fyrir
eru skemmdust mikið í síðustu
umbrotum á Mývatnseldasvæðinu
í vetur. Frestur til þess að skila
tilboðum í þennan fyrsta áfanga
verksins, sem er jarðvinna. er til
18. aprfl og er hér um fram-
kvæmd að ræða, sem í heild
skiptir einhverjum hrundruðum
milljóna króna..
Þorsteinn Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar h.f.,
sagði í viðtali við Morgunblaðið, að
hinum nýju þróm hefði verið
valinn staður 1,2 til 1,4 km frá
verksmiðjunni, á stað, þar sem
jarðfræðingar telja litla hættu á
hraunflóði eða sprunguvirkni.
Hann kvað óhentugra að flytja
þrærnar svona langt frá Verk-
smiðjunni, en annað væri ekki
talið fært vegna fegninnar
reynslu. Útboðslýsing miðast við
að rekstur Kísiliðjunnar komist í
eðlilegt horf síðari hluta árs, en nú
gætir talsverðra erfiðleika við
vinnslu vegna malar og sands, sem
blandazt hefur hráefninu í gömlu
þrónum vegna jarðrasksins.
Sá hluti verksins, sem nú er
verið að bjóða út, er jarðvinna.
Síðar verða lagðar pípur að
verksmiðjinni, sem hráefninu
verður dælt um. Er það um
helmingur verksins að leggja
pípurnar. Lögð er áherzla á að
unnt verði að fara að dæla hráefni
í þróna 1. júlí og miðað er við að
verkið klárist á þessu sumri.
B-listinn
á Húsavík
FRAMBOÐSLISTI Framsóknar
flokksins á Ilúsavík við bæjar
stjórnarkosningarnar í vor hefur
verið birtur. Listinn er skipaður
eftirfarandi mönnumi
1. Egill Olgeirsson, rafmagns-
tæknifræðingur, 2. Jónína
Hallgrímsdóttir, hússtjórnar-
kennari, 3. Aðalsteinn Jónasson,
húsasmiður, 4. Stefán Jón Bjarna-
son, verzlunarmaður, 5. Tryggvi
Finnsson, forstjóri, 6. Sigrún
Steinsdóttir, húsmóðir 7. Jón
Helgason, verkstjóri, 8. Ingimund-
ur Jónsson, yfirkennari, 9. Haukur
Haraldsson mjólkurfræðingur, 10.
Bergþóra Bjarnadóttir, húsmóðir,
11. Pálmi Karlsson, sjómaður, 12.
Þorsteinn Jónsson, aðalgjaldkeri,
13. Laufey Jónsdóttir, húsmóðir,
14. Kristján Benediktsson, bif-
reiðastjóri, 15. Árni Björn Þor-
valdsson bifreiðaeftirlitsmaður,
16. Sigurður Kr. Sigurðsson,
deildarstjóri, 17. Kári Pálsson,
verkamaður og 18. Haraldur
Gíslason, mjólkurbússtjóri.
Leikendur og leikstjóri leikritsins
„Seðlaskipti og ástir“.
Ljösm. Guðfinnur Bergsson.
Leikfélag Grindavíkur
frumsýnir leikritið
Seðlaskipti og ástir”
99
Grindavík. 4. apríl.
LEIKFÉLAG Grindavíkur
frumsýnir n.k. föstudag sjón-
leikinn „Seðlaskipti og ástir“
eftir Loft Guðmundsson í gamla
kvenfélagshúsinu í Grindavík.
Þetta er annað verkefni leik-
félagsins á þessu starfsári.
Leikendur eru 6. Þeir sem fara
með fjögur aðalhlutverkin eru
Sigmar Sævaldsson, Valgerður
Þorvaldsdóttir, Petrína
Baldursdóttir og Jón
Guðmundsson. Verkið er unnið
og uppfært í hópvinnu undir
stjórn formanns leikfélagsins
Guðveigar Sigurðardóttur.
Fyrstu almennu sýningar verða
n.k. laugardag og sunnudag í
Grindavík. í ráði er að fara til
nágrannabyggða og sýna leik
þennan þar. Á yfirstandandi
leikári hefur aðsókn verið mjög
góð hjá Leikfélagi Grindavíkur.
T.d. sáu yfir 800 manns síðasta
leikrit.
— Guðfinnur.
G-listinn í Reykjavík:
Deilur um Svavar
og Ásmund í 1. sæti
ALLMIKLAR sviptingar hafa nú
orðið í Alþýðubandalaginu vegna
uppstillingar á lista flokksins
fyrir alþingiskosningarnar í vor.
Snorri Jónsson. varaforseti ASÍ,
sem átti sæti í uppstillingar-
nefnd. hefur sagt af sér vegna
ágreinings um vinnubrögð eins
og komizt er að orði. Raunveru-
leg misklíð mun stafa af
ágreiningi um skipan fyrsta sætis
framboðslistans. Meirihluti
nefndarinnar mun mæla með
Svavari Gestssyni. ritstjóra Þjóð-
viljans^ en Snorri mun hafa
viljað Ásmund Stefánsson, hag-
fræðing ASÍ, í fyrsta sætið.
Um skipan annarra sæta fram-
boðslistans mun ákveðið að
Eðvarð Sigurðsson alþingismaður
Tapaði buddu
með peningum
UNG stúlka tapaði í fyrradag
svartri leðurbuddu með um 50
þúsund krónum í. Sennilegast
hefur hún tapað buddunni á
Laugavegi.
Unga stúlkan, sem er í skóla,
hafði nýlega fengið útborgað, þar
sem hún vinnur fyrir vasapening-
um. Skilvís finnandi vinsamlegast
skili buddunni og innihaldi hennar
til lögreglunnar, og heitir eigandi
fundarlaunum.
verði í öðru sæti, þá Svava
Jakobsdóttir alþingismaður í
þriðja sæti. Fjórða sætið mun ekki
ljóst, en þar hefur Olafur Ragnar
Grímsson sterklega komið til
greina.
Endanleg ákvörðun um skipan
listans mun verða tekin á félags-
fundi síðar, en eins og kunnugt er
hafnaði Magnús Kjartansson til-
boði uppstillingarnefndar um að
hann skipaði fyrsta sæti listans.
Snorri Jónsson er nú erlendis,
þar sem hann situr stjórnarfund
Alþýðusambands Norðurlanda,
NFS.
Tveir aðilar
hafa spurzt
fyrir um Hólm
TVEIR aðilar munu hafa
haft samband við umboðs-
mann Föroya Sjóvátrygging
og spurzt fyrir um kaup á
færeyska flutningaskiþinu
Hólmi, sem strandaði á
Ólafsfirði fyrir skömmu.
Tryggingafélagið hefur Iýst
skipið til sölu á strandstað.
I gær síðdegis átti að
afferma skipið, en það er með
100 lestir af salti. Ennframur
átti að dæla úr því 38 þúsund
lítrum af eldsneytisolíu.