Morgunblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978 „Annie Hall” hlaut flest helztu Óskarsverðlaunin Los Angeles 4. apríl. — AP. Reuter. KVIKMYND Woody Allens „Annie Hall“ hlaut Oskarsvcrð- laun í dag sem bezta kvikmynd ársins 1978. Þá hlaut Diane Keaton Óskarsverðlaun fyrir bezta leik konu í aðalhlutverki en hún fær þau fyrir leik sinn í „Annie Hall“. Richard Dreyfus fékk Óskarsverðlaun fyrir bezta leik í karlhlutverki fyrir hlut- verk sitt í „The goodby girl“, en Richard Burton mátti sjá á eftir verðlaununum í sjöunda sinn. Woody Allen hlaut sjálfur tvenn Oskarsverðlaun, fyrir beztu leik- stjórn á „Annie Hall“ og bezta frumsamda handritið („Annie Hall“). Síðari verðlaununum deildi hann með Marshall Brickman. Myndin „Annie Hall“ fjallar um unga sérvitra elskendur og er hún eins og fyrri myndir Allens sögð meinfyndin. Kvikmyndin „Star Wars“ hlut sjö Óskarsverð- laun fyrir ýmiss konar tæknileg atr- iði, en sú mynd var bezt sótt í Bandaríkjunum í fyrra. Jason Robards voru veitt verð- laun fyrir bezta leik karlleikara í aukahlutverki í myndinni „Julia". Þetta er annað árið í röð, sem Robards hlýtur þessi verðlaun, í fyrra hlaut hann þau fyrir leik sinn í „All the presidents men“. Óskarsverðlaunin fyrir bezta leik konu í aukahlutverki hlaut Vanessa Redgrave fyrir „Julia". Leikur Redgrave í myndinni konu í andspyrnuhreyfingu í Þýzka- landi, sem berst á móti nasistum. Gyðingar hafa mótmælt verð- launaveitingu Redgrave harðlega, vegna þess að hún hefur nýlega lokið við gerð heimildamyndar um Palestínumenn. Samtök gyðinga kröfðust þess að Redgrave yrði bannað að leika í fleiri kvikmynd- um af þeim sökum, en kvikmynda- framleiðendur hafa hins vegar lýst þvi yfir að þeir hyggist leyfa henni að leika áfram. Hafa Gyðingar nú hótað að því að koma í veg fyrir Vancssa Redgrave (t.v.) og Jane Fonda í hlutverkum sínum í „Julia“. Richard Dreyfuss er fékk Óskarsverðlaunin fyrir bezta leik í aðalhlutverki f ár. Woody Allen hlaut fern óskars- verðlaun í ár, þar á meðal verðlaun fyrir beztu kvikmynd- ina „Annie Hall“. sýningar á „Juliu“ i kvikmynda- húsum í Bandaríkjunum. A sama tíma og. Gyðingar mótmæltu verðlaunaveitingu Redgrave fögnuðu Palestínumenn henni innilega. Kom til nokkurra átaka á milli Gyðinga og Palestínumanna og særðust þrír en fimm voru handteknir. Þeir þrír er særðust voru allir klæddir nasista-búningum. Redgrave hélt ræðu er hún tók við verðlaunum sínum og sagði hún þar meðal annars að hún hyggðist halda áfram baráttu sinni gegn gyðingaofsóknum og fasisma. Þá sagði leikkonan einnig að ólæti Gyðinga við verðlaunaaf- hendinguna væru sjálfum þeim til skammar og aðeins málstað þeirra til tjóns. Vanessa Redgrave hefur þríveg- is áður verið tilnefnd til Óskars- verðlauna, en aldrei hlotið þau fyrr. Kvikmyndin „Star Wars“, sem útnefnt var til verðlauna sem Spinks og Ali berjast í hringnum í febrúar, er Ali tapaði heimsmeistaratitli sinum til Spinks. Spinks og Ali aftur [ hringinn í október New Orleans, 4. apríl. AP. TILKYNNT var í New Orleans í Nýttlyf gegn blóðtappa Chicago, 4. apríl. Reuter. LYFJAFYRIRTÆKI í Banda- ríkjunum tilkynnti í dag að það hefði uppgötvað nýtt lyf sem leysir upp blóðtappa í lungum. Árlega deyja 200.000 manns í Bandaríkjunum vegna blóð- tappa í lungum. Lyfið breytir efni i blóðinu í plasmín, sem er ensím sem brýtur niður eggjahvítuefni blóðtappafruma. dag að stefnt væri að því að halda annað hnefaleikaeinvi'gi á milli Muhammed Alis og Leon Spinks þar í borg í október. Borgarfulltrúi einn sagði að haft yrði fullt samráð við alþjóðasam- band hnefaleikara, en líklegt væri að einvígið yrði haldið 2. eða 3. október. Alþjóðasambandið á laga- legan rétt á að halda einvígið. Báðir aðilar hafa látið i ljós von um að samkomulag um nýtt einvígi náist á morgun. Verði einvígið haldið í október gæti reynst erfitt að finna öllum er þangað koma náttstað. Gert er ráð fyrir að um 6.000 manns muni koma til New Orleans, en ekki eru til nægilega mörg hótelherbergi fyrir allan þann fjölda. Minni verðbólga, en meira atvinnuleysi Madríd, 4. apríl. Reuter. SPÁNSKA stjórnin tilkynnti í dag að tveggja ára áætlun hennar um að rétta við efnahag landsins við hefði borið verulegan árang- ur. Verðbólga hefði minnkað nokkuð. en hins vegar hefði atvinnuleysi aukist töluvert. Áætlunin tók gildi í október, og stóðu allir flokkar landsins að henni. I skýrslu sem stjórnin hefur látið frá sér fara um efnahagsbat- ann segir að gert sé ráð fyrir að vöruhækkanir verði aðeins átta til tíu prósent fyrstu sex mánuði þessa árs. Þá er í skýrslunni gert ráð fyrir að kaup hækki ekki meira en 22% á árinu. Vöruskiptajöfnuð- ur Spánar við útlönd ætti að batna um einn og hálfan milljarð banda- ríkjadala (um 408 milljarða króna) á árinu. Ekki er í skýrslunni sagt ná- kvæmlega til um aukningu at- vinnuleysis í landinu, en vitað er að frá 1. nóvember til 1. desember jókst það um 5% og voru þá 660.000 atvinnulausir. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að um ein milljón manna séu atvinnulaus. Skýrslan verður lögð fyrir spánska þingið á miðvikudag, og þá mun forsætisráðherrann, Adolfo Suarez, jafnframt skýra ýmsar breytingar á ráðherrastöð- um í stjórninni. Þetta gerðist 1976 — Auðkýfingurinn Howard Hughes andað- ist í flugvél á ieið frá Mexikó í sjúkrahús i Houston. 1955 — Winston Chur- chill lætur af starfi forsætisráðherra Breta og Anthony Eden tekur við. 1951 — Julius og Ethel Rosenberg dæmd til dauða fyrir kjarnorku- njósnir í þágu Rússa. 1946 — Rússar sam- þykkja að flytja á brott herlið frá Íran. 1939 - Öll þýzk börn á aldrinum 10—13 ára skylduð til að ganga í Hitlersæskuna. 1919 — Eamon De Valera kosinn forseti Sinn Fein Dail. 1906 — Vilhjálmur II leysir Holstein greifa frá störfum og hætta á styrjöid miili þjóðverja og Frakka út af Marokkó líður hjá. 1886 - Abdul Hamid II Tyrkjasoldán skipar Alexander Búlgaríu- fursta landstjóra í Aust- ur-Rúmelíu. 1881 — Pretoriu-samn- ingur Breta og Búa: sjálfstæði Transvaal viðurkennt. 1794 — Frönsku bylt- ingarsinnarnir G.J. Danton og Camille Desmoulins teknir af lífi. 1664 — Friðarsamning- urinn í Westminster bindur enda á fyrsta ensk-hollenzka stríðið. 1621 — Mayflower siglir frá Piymouth, Massa- chusetts, í fyrstu heim- ferðina til Englands. Afmæli í dag: Thomas Hobbes, enskur heim- spekingur (1588 — 1679) — Joseph Lister, brezk- ur skurðlæknir (1827 — 1912) — Algernon C. Swinburne, brezkt skáld (1837 - 1909) - Bette Davis, bandarísk leik- kona (1908 — ...) _ Gregory Peck, banda- rískur leikari (1916 — ...). Ilugleiðing dagsins: Aukinn ljómi fylgir auknum vanda. Cicero, rómverskur stjórn- skörungur og heimspek- ingur (106-43 f.Kr.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.