Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 77. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna kynnir Julius Nyereré hér sendinefnd Bandaríkjanna í viðræðum hans og Owens utanríkisráðherra Breta við leiðtoga aðila Rhódesíudeilunnar. Á hægri hönd Vance situr Andrew Yong sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. ísraelar fara frá S-Líbanon Kyrrt áfram í Beirut í gær Bcirut. Kairó. Metulla. 11. aprl. Al*. Reuter. í KVÖLD, föstudag virtist allt vera með kyrrum kjörum í Beirut eftir mjög alvarlega bardaga þar síðustu daga en í þeim munu hafa látizt að minnsta kosti 50 manns og slasaðir eru hátt á þriðja hundrað. Þá var útlit fyrir það í kvöld að ísraelar væru að byrja að færa sig frá nokkrum stöðvum í Suð- ur-Líbanon sem þeir hafa haft á valdi sínu og láta eftirlitssveitir Sameinuðu þjóðanna taka þar við. Heldur sýndust þó þeir flutningar ganga hægt fyrir sig, að minnsta kosti fram eftir degi. Frá Kairó bárust þær fréttir síðdegis að friðarviðræður Israela og Egypta væru algerlega í sjálf- heldu og því aðeins gæti komið til Tillögur norsku stjórnarinnar um aðgerðir í efnahagsmálum: Rauntekjur standa í stað eða minnka næstu 4 ár Ósló. 11. aprfl. AP. Reuter. í TILLÖGUM norsku stjórnar- innar um aðgerðir í efnahagsmál- um sem birtar voru í dag kemur fram að Norðmenn, verða að herða mjög sultarólina á næstu mánuðum. Samkvæmt tillögunum geta einungis barnafjölskyldur, eftir- launafólk og fólk í lægstu launa- flokkunum búist við lítilsháttar aukningu á rauntekjum sínum næstu fjögur árin, að því er Odvar Nordli skýrði frá. beir sem Eþíópíustjórn hót- ar Sómalíu öllu illu Nairohi. 11. apr. Reuter. EbíÓPÍUSTJÓRN varaði í dag við því að hún myndi hefna þess grimmilega cf Sómah'ustuðning- ur við skærulið^ í Ogadeneyði- mörkinni héldi áfram með þeim tilheyrandi ögrunum sem fylgdu. Viðvörunin var birt í Nairobi í Kenya og gerði það sendiherra Eþíópíu þar í landi. Samtímis því að viðvörun þessi var birt komu fréttir frá sómalískum skærulið- um þar sem þeir fullyrtu að þeir hefðu fellt mesta fjölda kúb- anskra hcrmanna — bandamenn Eþíópíumanna — í Ogadenbar- dögunum. Aftur á móti var yfirlýsing sendiherrans Mengiste Desta ber- sýnilega stefnt til ráðamanna í Sómalíu, svo og til Arabaleiðtoga og til Vesturlanda sem hann sagði að styddu Sómalíu gegn Eþíópíu- mönnum. standa utan við þessa þjóðfélags- hópa mega búast við að raun- tekjur þeirra standi í stað eöa minnki jafnvel. I tillögum stjórnarinnar er gert ráð fyrir því að opinber útgjold, sem ráðgerð voru í fjögurra ára efnahagsáætlun frá því í fyrra, verði skorin mjög niður. Líkur eru taldar á að það muni einkum koma niður á útgjöldum til hermála, samgöngumála og til áætlana um umhverfisvernd. Þá eru miklar líkur á að frestað verði fjármagns- frekum breytingum á almanna- tryggingakerfinu, sem m.a. gerðu ráð fyrir að launamissir í veikind- um verkafólks yrði greiddur að fullu. Framhald á bls. 26 greina að hefja máls -á þeim á nýjan leik, þegar Israelar væru farnir með allt sitt hafurtask frá Suður-Líbanon og „hefðu breytt afstöðu sinni" eins og það var orðað. I brottflutningi Israela í dag var ljóst að ísraelskar hersveitir í grennd við Metula höfðu ákveðið að eftirláta gæzlusveitunum ýmis svæði þar í kring. Náði svæðið sem ísraelar hurfu af í dag, föstudag, yfir um fimm kílómetra frá Litani fljóti og í átt til ísraels. Taka norskir og íranskir gæzlusveitar- menn við þar sem Israelarnir fara á braut. Þá munu hermenn frá Nepal einnig fara til liðs við norsku hermennina en á þessum slóðum hafa kristnir hægrimenn Líbana barizt við skæruliða Palestínumanna eins og sagt hefur verið frá. Frá Taiba í Líbanon bárust þær fréttir að um þær mundir sem Israelar hurfu frá áðurnefndum stöðum í Líbanon hafi ung líbönsk börn selt á svörtum markaði sígarettur þegar ísraelskir skrið- drekar héldu frá þorpum þeirra, sem munu alls átta talsins. Erskine, yfirmaður gæzlusveita Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, sagðist búast við að þetta gengi erfiðleikalítið fyrir sig, en ef hríð Framhald á bls. 26 Odvar Nordli Skæruliðaforingjar samþykkja friðartíllög- ur Vance og Owens Heimta peninga Kaupmannahöfn. 14. aprfl. AP. SAMTÖK hryðjuverkamanna á Kanaríeyjum, MPAIC, hafa sent bréí til evrópskra ferða- skrifstofa sem senda ferðafólk til Kanaríeyja og krefjast fjármagns af skrifstofunum gegn því að samtökin láti fcrðamennina afskiptalausa. Framhald á bls. 26 Dar Es Salaam. 11. aprfl. AP. Reuter. JOSHUA Nkomo og Robert Mugabe foringj- ar Svarta þjóðernissinnaðra skæruliða í Rhódesíu tjáðu Cyrus Vance og David Owen utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Bret- lands á fundi fjórmenninganna í höfuðborg Tanzaníu í dag, að þeir væru reiðubúnir að Bandarískur embættismaður í Dar Es Salaam tjáði fréttamönn- um að Nkomo og Mugabe hefðu á fundinum einungis verið andvígir hugmyndum yance og Owens um hvernig framkvæma skyldi áætl- unina með tilliti til jafns kosn- ingaréttar svartra og hvítra í Rhódesíu. Embættismaðurinn sagði að skæruliðaforingjarnir hefðu að öðru leyti verið samþykkir hug- myndum um hlutverk bresks landsstjóra og veru friðargæzlu- liðs Sameinuðu þjóðanna meðan verið væri að koma friðaráætlun- inni á. Nkomo og Mugabe voru í einu og öllu andvígir þessum hugmyndum á viðræðufundi sömu aðila á Möltu í janúar. semja um frið í Rhódesíu samkvæmt friðartillögum Bandaríkjanna og Bretlands. A sama tíma tóku níu svartir ráðherrar við embætti í bráðabirgðastjórn Rhódesíu og sögðust andvígir aðild Nkomos og Mugabes að stjórn landsins. Mugabe tjáði fréttamönnum í dag að hann væri reiðubúinn að sitja ráðstefnu allra deiluaðila og að hann gæti fyllilega sætt sig við frið í Rhódesíu eins og tillögur Vance og Owens gera ráð fyrir. Hann og Nkomo hafa hingað til afneitað bráðabirgðastjórninni sem komið var á með samkomulagi Framhald á bls. 26 Sjúku barni neitað um fararleyfi ( incinnati 11. aprfl AP. BANDARÍSKUR lækna- vísindamaður bauðst í dag til að sjá um sjö mánaða gamalt sovézkt varn sem er með sjaldgæfan meltingarsjúkdóm meðan það er á sjúkrahúsi í Cincinnati. Sovézk yfirvöld hafa fimm sinnum neitað foreldrum barnsins um leyfi til að fara með því til Banda- ríkjanna. en barnasjúkrahúsið í Cincinnati er eina sjúkrahús- ið þar sem hægt er að lækna barnið. Að sögn sjúkrahússyfirvalda hafa sovézk yfirvöld neitað foreldrum barnsins um leyfi til að fara til Bandaríkjanna á þeim forsendum. að móðir barnsins viti ríkisleyndarmál. Móðirin, Natalya Katz, vann á tilraunastofu fyrir nokkrum árum. Samband hefur verið haft við sovézka sendiherrann í Washington og hann beðinn að beita áhrifum sínum til að yfirvöld í Moskvu leyfi foreldr- unum að fara með barni sínu. Dæmi eru til þess að börn sem þjáðst hafa af meltingar- sjúkdómi þessum, hafi þurft að vera á sjúkrahúsi til sex ára aldurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.