Morgunblaðið - 15.04.1978, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978
5
Sumardagskrá
••
GALLERÍ Suðurgata 7 er um
þessar mundir að ganga frá
sumardagskrá sinni og eru ráð-
gerðar a.m.k. 9 sýningar fram til
hausts þar sem bæði innlendir og
erlendir listamenn koma við sögu.
Þriðjudaginn 18. apríl verður
sýning er stendur aðeins í einn
dag, en þá mun Magnús Pálsson
opna sýningu á galleríi í tösku.
Ingiberg Magnússon opnar einka-
sýningu á grafíkmyndum og
teikningum og lýkur henni 7. maí.
Dagana 13,—28. maí sýnir Gylfi
Gíslason verk sín og hinn 3. júní
munu hinir 17 aðstandendur
gallerísins opna afmælissýningu
en ))að hefur þá starfað í rúmt ár.
A fundi með fréttamönnum
nýlega kynntu forráðamenn
Gallerís Suðurgötu 7 dagskrána og
sögðu þeir að m.a. hefði verið lögð
á það áherzla að fá hingað erlenda
listamenn og yrði einnig svo í
sumar. Myndi Brian Buzak opna
sýningu á teikningum sínum hinn
24. júní, en hann kemur frá New
York. 15.—30. júlí verður lista-
maður af þýzkum ættum, Peter
Schmidt, með sýningu á vatnslita-
myndum, en sýningin kemur frá
París og hefur einnig verið sýnd í
London. Hefur Peter Schmidt
starfað með tónlistarmanninum
Brian Eno og gert m.a. fyrir hann
plötuumslag. Hinn 5. ágúst opnar
sýning á Brunch-safninu, en sú
sýning er sett upp af George
Brecht og Stephan Kukowski.
George Brecht er Bandaríkja-
maður búsettur í Þýzkalandi og er
hann einn af upphafsmönnum
svonefndrar Fluxushreyfingar og
bjó til listformið atburð, en Brecht
hefur einnig starfað sem upp-
finningamaður. Kukowski hefur
starfað í Bretlandi. Brunch-safnið
er samsafn verka eftir ímyndaðan
sérvitring og er það nokkurs konar
skopstæling á vísindum og dýrkun
á mennta- og listamönnum sögðu
aðstandendur Gallerísins.
Gabor Atalai mun 26. ágúst
opna sýningu á umhverfisverki
sem aðstandendur gallerísins
vinna upp fyrir hann, en Atalai er
Ungverji og á þess ekki kost að
fara úr heimalandi sínu. Hafa
útgáfur af þessu verki verið settar
upp í Póllandi og Hollandi. Bjarni
Þórarinsson opnar í september-
mánuði sýningu, en hann er einn
af aðstandendum Gallerís Suður-
götu 7. Fleiri sýningar eru ráð-
gerðar og jafnframt þessum
sýningum verður bókasýning í allt
sumar á handunnum bókum eftir
myndlistarmenn.
í ráði er að færa nokkuð út
kvíarnar og eru m.a. fyrirhugaðir
tónleikar með sópransaxófón-
leikaranum Evan Parker og Derek
Baidley sem leikur á gítar og
ráðgerð eru einnig tónlistarkvöld
með íslenzkum hljómlistarmönn-
um. Þá mun Galleríið fá úrval
tilraunakvikmynda. Um þessar
mundir er unnið að þriðja hefti
tímaritsins Svart á hvítu og
verður efni þess helgað íslending-
um sem starfa að nýlist erlendis.
Aðstandendur Gallerís Suðurgötu 7 kynntu sumardagskrá gallerísins.
0
■
■ Jl 1
höllinni
aó Bíldshöfða
Sunnukórinn
syngur vid
messu í
Dómkirkjunni
N.k. sunnudag 16. apríl fær
Dómkirkjusöfnuðurinn ágæta
heimsókn. Sunnukórinn á ísafirði
syngur hér í Reykjavík um þessa
helgi á 40 ára afmælismóti Lands-
sanibands blandaðra kóra, Söng-
leikum ‘78, og þar sem söngfólk
Sunnukórsins er flest einnig í
kirkjukórnum á ísafirði, hefur
orðið að ráði, að frumkvæði
sóknarprestsins á ísafirði, sr.
Jakobs Ágústs Hjálmarssonar, að
hann flytji messu í Dómkirkjunni
kl. 2 á sunnudaginn ásamt Sunnu-
kórnum og söngstjóra hans, sem
jafnframt er organisti ísafjarðar-
kirkju. Sungnir verða hátíða-
söngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Dómkirkjusöfnuðurinn fagnar
þessari heimsókn, og ég veit, að
margir munu vilja sækja þessa
messu, ekki síst þeir mörgu
Reykvíkingar, sem eiga rætur
sínar á ísafirði og víðar þar vestra.
Að sjálfsögðu verður einnig
messað í Dómkirkjunni kl. 11 f.h.
eins og venja er. Þá messar sr.
Hjalti Guðmundsson. Einsöngv-
arakórinn (Ljóðakórinn) syngur og
Gústaf Jóhannesson annast orgel-
leik.
Þriðja guðsþjónustan á vegum
Dómkirkjunnar þennan sunnudag
verður á Landakotsspítala kl. 10
f.h.
þetta er sýning sem allir veröa aó sjá
BILAHAFPDRÆTTI
vinningur MAZDA 323
GESTUR DAGSINS hlýtur sólarlandaferö
með Samvinnuferóum
SERSTAKAR afsláttarferóir og gisting á vegum Flugleióa
Dags. Frá kl. Til kl.
14-4 19°° 2200
15-4 14°o 2200
16-4 14oo 22°°
17-4 15°c 2200
18-4 15°° 22°°
19-4 15oo 22°°
20-4 14oo 22°°
21-4 1500 22°°
22-4 14.oo 2200
23-4 140° 2200
■ ■
Þórir Stephensen.