Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978 25 í Flatey. k sem hann hefur málað af dóttur sinni. Ljósmynd Mbl. RAX. Greinargerð frá rannsóknarlögreglustjóra um Landsbankamálið: Deildarstjórinn dró að sér 51,4 milljónir og gerði tilraun til að draga að sér 6 millj. til viðbótar HALLVARÐUR Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins hefur sent frá sér greinargerð um fjár- dráttinn, sem komst upp um hjá Hauki Heiðari, fyrrverandi forstöðu- manni ábyrgðadeildar Landsbanka islands, seint á árinu 1977. í greinargerðinni er lýst ítarlega á hvern hátt Haukur Heiðar tókst að draga að sér fé, en pað er viðurkennt af hans hálfu að hann hafi á árunum 1970—‘77 dregið að sér samtals krónur 51.450.603,00 í 25 tilvikum. Þá kemur ennfremur fram að hann hafi játað að hafa gert tilraun til að draga aö sér rúmar 6 milljónir króna skömmu áður en upp komst um fjárdráttinn. Greinargerð rannsóknarlögreglu- stjóra fer í heild hér á eftir: Svo sem áður hefir fram komið var það hinn 22. des. s.l., að bankastjórn Landsbanka íslands sneri sér til rannsóknarlögreglustjóra ríkisins með beiðni um að þá þegar yrði hafin rannsókn á misferli, sem fram hefði komið, að einn starfsmanna bank- ans, Haukur Heiðar, deildarstjóri ábyrgðadeildar bankans, hefði gerzt sekur um. Var hann sakaður um að hafa á árunum 1973—1977 dregið sér fé í sambandi við viðskipti bankans og fyrirtækisins Einar Ás- mundsson Imp/Exp hér í borg. Aödragandi málsins var sá, aö umrætt fyrirtæki hafði óskaö eftir sundurliöun á kostnaðarreikningi hjá ábyrgðadeildinni, og hafði þá komið í Ijós, aö ósamræmi var milli fylgiskjals í bókhaldi bankans og tilsvarandi fylgiskjals í bókhaldi fyrirtækisins. Þegar endurskoðunar- deild bankans kannaði af þessu tilefni hvað misræmi þessu ylli, varð Ijóst, að Haukur Heiðar myndi hafa útbúið tvenns konar færsluskjöl, önnur sem viðskiptamaðurinn fékk og hin, sem gengu til bókhalds bankans. Hófst þá sérstök athugun af hálfu endurskoðunardeildar Landsbankans á málinu. Rannsóknarlögregla ríkisins tók málið til rannsóknar síðla kvölds 22. des. s.l. Var kærði Haukur Heiðar þá þegar handtekinn og að kröfu rannsóknarlögreglunnar var hann úrskurðaður í gæzluvarðhald í þágu rannsóknar þessa máls 23. des. s.l. Sat hann í gæzluvarðhaldi til 15. f.m., er honum var sleppt, en gert að sæta takmörkun á ferðafrelsi sínu. Viður- kenndi kærQi þegar í fyrstu yfir- heyrslum að hafa undanfarin ár dregið sér fé í sambandi við viðskipti Landsbanka íslands og fyrirtækisins Einar Ásmundsson Imp/Exp. Kvaðst hann hvorki geta játað eða neitað, að hér væri um a.m.k. 35 millj. króna að ræða. Fé þessu hefði hann varið til eigin þarfa, aöallega í sambandi við sumarbústað, viðhald á íbúðarhúsi, til ferðalaga o.s.frv. Væri ekkert af fé þessu eftir og kvaöst hann þá ekkert hafa lagt inn í banka, hvorki hér né annars staðar. Unnið hefir verið síðan að rannsókn málsins með skýrslutökum og gagnaöflun. Hefir rannsóknin reynst umfangsmikil, en er nú vel á veg komin. Endurskoðun- ardeild Landsbanka íslands vann að samantekt gagna og greinargeröa af hálfu bankans að fyrirlagi og undir umsjá rannsóknarlögreglu ríkisins og í samvinnu við endurskoðendur þess fyrirtækis, sem mál þetta snertir mest, þ.e. Einar Ásmundsson Imp/Exp., en kærði notaði ábyrgðar- reikninga þess fyrirtækis við fjártökur sínar. Við rannsókn málsins hefir komið í Ijós og viðurkennt af hálfu kærða að hann hefir á árunum 1970—1977 dregið sér samtals kr. 51.450.603.00 í 25 tilvikum. Þá hefir kærði játað að hafa gert tilraun til að drgga sér kr. 6.074.360,- rétt áður en hann varð uppvís aö þessum fjártökum. Er uþplýst hvernig staðið var að þessum fjártökum af hálfu kærða. Haukur Heiðar hafði ekki á sínu starfssviði aðgang að neinum sjóði (kassa). Til að koma fjárdrættinum í kring hefir hann ýmist falsað skjöl eða skotið skjölum undan og þá útbúið ný skjöl í staðinn, en annars efnis en þau, sem undan var skotið. í tilvikum þeim, sem að framan er getið, hefir framkvæmdin á því byggst, að eftir að innborgunar- og útborgunarskjöl höfðu farið um hendur gjaldkera fékk Haukur Heiðar þau aftur til baka og þar með tækifæri til að breyta þeim áður en hann afhenti þau viðkomandi Framhald á bls. 26 • 700 5,1% áætlunarflugi á leiðum International Air Bahama 82,231 farþegi og hafði farþegafjöldi aukist um 5.4% frá árinu áður. Sætanýting var góð, eða 76.5% en var 74.3% árið áður. Leiguflug Flugvélar Flugleiða fóru mörg leiguflug árið 1977 og voru samtals fluttir 62,799 farþegar. Þar af næst- um helmingur eða tæplega 31 þús. farþegar fluttir í pílagrímaflugi milli Alsír í Oran, Kanó í Nígeríu og Jeddah í Saudi Arabíu. Þá voru farnar margar leiguflugferðir fyrir íslenskar ferðaskrifstofur með ís- lendinga til sólarlanda og ennfremur fyrir ferðaskrifstofur í Þýzkalandi, Austurríki og Sviss með erlenda ferðamenn til íslands. Þá voru flogin mörg leiguflug fyrir erlenda aðila milli Luxemborgar og Miami og Florida og ennfremur milli Sviss og Bahama og Austurríkis og Bahama. Einnig voru farin leiguflug frá París til Bmeemebmmay og Dehli á Indlandi. Vöruflutningar íslensk og erlend fyrirtæki hafa í vaxandi mæli notfært sér flutninga í lofti og á árinu 1977 fluttu Flugleiðir samtals 10,803 tonn af vörum í millilanda- og innanlandsflugi. Aukn- ing varð 12.9% miðað viö árið áður. Meginþungi vöruflutninganna er til Islands. Þó hefur útflutningur á iðnaðarvörum og ferskum fiski vaxið að undanförnu og sem dæmi má nefna að ferskfiskútflutningur í lofti nam 12.6% af vöruflutningum til og frá landinu á s.l. ári. Árið 1977 var hafið beint vöruflutningaflug til og frá Kaupmannahöfn. Ennfremur voru vörur fluttar á pöllum allt áriö milli Kaupmannahafnar og íslands og London og Islands. Að öðru leyti eru vörur fluttar í lestum flugvélanna. Til þess að þjóna viðskiptavinum á sviði vöruflutninga hafa Flugleiðir byggt upp aðstöðu undanfarin ár. Að Bíldshöfða í Reykjavík er afgreiðsla, en afgreiösla Farmsöludeildar að Suðurlandsbraut 2. Á Reykjavíkur- flugvelli er stór vörugeymsla og afgreiðsla fyrir innanlandsflug. i þessum deildum störfuöu í árslok 75 manns. Ennfremur eru fraktdeildir starfandi í Keflavík, New York og Luxemborg auk vörumóttöku á öllum viðkomustöðum félagsins. Farmsölu- deildir eru í Reykjavík, Luxemborg. New York og Chicago. Flugfloti Ekki hefur orðið breyting á flug- flota félagsins frá því þriðja DC-8-63 Fækkun á N-Atlants- hafsleiðinni CF flugvélin var keypt í október 1976. Er sú flugvél nú leigð International Air Bahama Ltd. til Bahamaflugsins. Sumarið 1977 voru tvær DC-8-63 CF leigðar til viðbótar til að anna sumarfluginu. Það er einni DC-8-63 þotu meira en verið hefur undanfarin ár. Boeing 727 þoturnar hafa auk áætlunarflugs á Evrópuleiðum verið notaðar til leiguflugs með erlenda ferðamenn til islands, einkum vor og haust. Einnig hafa þær annast að mestu sólarflug með íslendinga. DC-8-63 þoturnar voru notaðar reglulega til Evrópuflugs háannatím- anna sumarið 1976 og 1977 en einnig í sólarflug síöastliöiö ár. Tvær þessara véla voru nýttar til pílagríma- flugs á síöastliðnu hausti. Um sama leyti tók fétagið DC-8-33 þotu á leigu til áætlunarflugs. Starfslið Starfsmenn Flugleiða hf., Loftleiða hf. og Flugfélags Islands hf. voru 29 fleiri í árslok 1977 en í ársbyrjun. Þar af fjölgaði 20 á íslandi en níu erlendis. Fjölgun starfsmanna er í tengslum við flugreksturinn, mest vegna aukins pílagrímaflugs í lok ársins 1977. Hinsvegar hefur starfs- mönnum fækkað í fjármála- og stjórnunarsviði. í árslok voru starf- andi hjá félögunum 1,644. Þar af erlendis 484 en 1,160 á íslandi. Þar að auki voru starfsmenn Air Bahama 67 og er það óbreytt tala frá fyrra ári. Starfsfólk á Hótel Esju var 70 í árslok og hafði fjölgaö um einn á árinu. Starfsmenn feröaskrfstofunnar Úr- vals voru 12. Hótel Loftleiöir, Hótel Esja, Bílaleiga Loftleiða Á þessum tveim hótelum eru samtals 351 gistiherbergi, þar af 217 á Hótel Loftleiðum og 134 á Hótel Esju. Salarkynni fyrir veitingastarf- semi, fundi og ráðstefnur eru á báöum hótelunum og rúma samtals 2,400 í sæti. Herbergjanýting varð á Hótel Loftleiðum 63.1% og Hótel Esju 70.6%. íslenskum gestum fjölgar stöðugt á báðum hótelunum. Röskun varð á starfsemi hótelanna oftar en einu sinni vegna verkfalla eöa yfirvofandi verkfalla. Bílaleiga Loft- leiða haföi 102 bíla til leigu sumarið 1977 og voru þeir níu fleiri en sumarið áöur. Nýting bílanna varö 72.3%. Fjárfestingar Á árinu 1977 var lokið við viðbótar- byggingu skrifstofuhúss félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Ennfremur voru gerðar miklar endurbætur á eldri skrifstofuálmu. Þessar framkvæmdir höfðu í för með sér hagræðingu og möguleika á endurskpulagningu ýmissa deilda félagsins. Á árinu keyptu Flugleiðir af flugmálayfirvöld- um flugskýli númer fjögur á Reykja- víkurflugvelli. Áður hafði félagið haft þetta flugskýli á leigu. Allmiklar endurbætur voru gerðar á skýlinu og hefur það bætt mjög aðstöðu til viðgerða og viðhalds. A Reykjavíkur- flugvelli var ennfremur endurbyggt eldra húsnæði og innréttað sem mötuneyti fyrir starfsfólk innanlands- flugs og viðhaldsdeildina t Reykja- víkurflugvelli. Aðrar fjárfestingar voru minni háttar, einkum fólgnar í lagfæringum og endurbótum á hús- næði og endurnýjun á tækjakosti, þar á meðal flugafgreiöslutækjum bæöi innanlands og erlendis. Þá var haldið áfram aö tengja söluskrifstof- ur við Gabríel farskrárkerfið sem hefur gefið mjög góða raun. Eldsneyti og laun Fram kom á fundinum að Flugleiðir keyptu eldsneyti fyrir rúmiega 4.2 milljaröa króna og laun greidd á árinu námu 3,451 milljónum króna. Þá var á aðalfundinum gefið yfirlit um dótturfyrirtæki og hlutdeildar- fyrirtæki Flugleiða. Dótturfyrirtækin eru International Air Bahama, Hekla Holdings Ltd., Hótel Esja og erfða- skrifstofan Urval. Talsverð aukning varð á starfsemi International Air Bahama á árinu 1977. Velta fyrirtækisins nam 15,5 milljónum Bandaríkjadala og hafði aukist um 9.3% á árinu. Nokkurt tap varö á rekstri félagsins. Félagiö leigir DC-8-63 flugvél af Flugleiðum og er hún jafnframt að nokkru notuð á Norður-Atlantshafsleiðinni. Hekla Holdings Ltd. er í eigu Flugleiöa og er skráö í Bahama. Enginn rekstur er nú á vegum þessa fyrirtækis og starfsmenn engir. Velta Hótel Esju hf. á árinu varð 510 milljónir króna og hafði aukist um 60% frá árinu áður. Tap varð á rekstri 1977 þrátt fyrir batnandi afkomu. Allt frá því að Flugleiðir hf. keyptu þetta fyrirtæki á árinu 1974 hefur verið unnið að framkvæmdum og endurbótum við hótelið. Ný veitingabúð, Skálafell, var opnuð á níundu hæð á s.l. ári. Þá er gert ráð fyrir söluskrifstofu í austurhluta hússins í ár. Áfram er unniö að frumathugun á uppbyggingu austur- hluta hótelsins en þar yrðu rúm fyrir 135—170 hótelherbergi auk veit- ingaaðstöðu. Flugleiðir urðu á árinu 1977 meirihlutaeigendur ferðaskrifstof- unnar Úrval og eiga nú 80% hlutafjár. Auk almenns ferðaskrifstofureksturs annast Úrval afgreiðslu færeysku btlaferjunnar Smyrils og móttöku skemmtiferðaskipa. Nettó velta fyrir- tækisins árið 1977 var 248 milljónir. Smávægilegt tap varð á árinu. Starfsmenn í árslok voru 12. Hlutdeildarfyrirtæki Þá var gefið yfirlit um hlutdeildar- fyrirtæki Flugleiða en þau eru Cargoiux Airlines International í Framhaid á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.