Morgunblaðið - 15.04.1978, Page 26

Morgunblaðið - 15.04.1978, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978 EINAR Örn Björnsson í Mýnesi er 65 ára í dag. Kunningi Einars sem hafði samband við Morgunblaðið kvaðst hafa haft samband við hann í gær og bað Einar fyrir kveðjur til allra og sagðist vera við beztu heilsu og reiknaði með að sjá kunningjana fyrr en seinna. — Israelar Framhald af bls. 1. yrði gerð að eftirlitssveitarmönn- um myndu þeir vitanlega svara í sömu mynt. í þorpinu Taib höfðu Palestínuskæruliðar meðal annars stöðvar fyrir eldflaugar sem þeir skutu að þorpum hægrimanna syðst í Líbanon. Aðstoðarforsætisráðherra ísra- els, Yigael Yadin, sagði í dag að Israelar væru ekki ánægðir með hvernig gæzlusveitirnar stæðu að málunum á ýmsum stöðum og virtist gæta meðal þeirra víta- verðrar linkindar. — Sundrung innan félagsins Framhald af bls. 48 fundin lausn á málinu í næstu framtíð þá muni koma til verulegs grundroða og erfiðleika í stjórnun og rekstri flugsins. í öðru lagí: Annað stéttarfélag flugmanna, Félag íslenzkra atvinnu- flugmanna, hefur lýst yfir stuðningi við þessa stefnu stjórnarinnar, en hitt, Félag Loftleiðaflugmanna, hefur lýst yfir andstöðu sinni við hana. í priðja lagi: Stjórn Flugleiöa gerir sér fulla grein fyrir því, aö hér er um viðkvæmt vandamál að ræða, sem ekki verður leyst nema til komi margþættar málamiðlunarleiðir, sem eðlilegt er, að hlutlausir, erlendir aðilar, stéttarbræður flugmanna, stuðli að að fundnar verði. Stjórn félagsins er einnig Ijóst að félagiö, þ.e. Flugleiðir, verði að koma til móts við eðlilegar óskir flugmanna um takmarkanir á hugsanlegum nei- kvæðum áhrifum sem einstakir flugmenn, eða hópar flugmanna, kunna að telja sig verða fyrir viö framkvæmd þessa máls, án þess þó aö á þessu stigi málsins sé hægt aö gera sér fyllilega grein fyrir í hverju slíkar takmarkanir yrðu fólgnar. í fjórða og síöasta lagi: Stjórn Flugleiða vill stuöla aö sem beztri samvinnu við alla flugmenn félagsins, eins og annað starfsfólk þess, og vill sýna það í verki við lausn þessa vandamáls, en hún þarfnast skilnings og hjálpar flugmanna sjálfra til þess að vel geti til tekist." ★ Aukin þáttur fragtflutninga Sigurður Helgason forstjóri ræddi aöailega um rekstrarafkomu fyrir- tækisins og drap m.a. á jákvæö og neikvæð atriði er hann taldi vera í rekstri félagsins á síðasta ári. Af jákvæðum atriðum nefndi Siguröur sérstaklega, að fyrirtækið hefði veriö rekið með hagnaði þriöja áriö í röð, að áframhaldandi aukning hefði orðið á heildarflutningum félagsins á árinu, að tveir nýir viðkomustaöir félgsins hefðu bætzt við á árinu, Gautaborg og París, og að aukin áherzla heföi verið lögð á fragtflutn- inga, er skilað hefði árangri. Af neikvæðum atriðum í rekstrin- um nefndi Sigurður verri afkomu rekstrarins en tvö undanfarin ár, harövítugri samkeppni á N-Atlants- hafsleiöinni en nokkru sinni fyrr, endurteknar truflanir á starfsemi fyrirtækisins vegna verkfalla innan- lands, er valdiö heföi öllum aöilum tjóni og loks aö sameiningu eldri félaganna væri ekki lokiö og það skapaöi vandræði og óróa. Sigurður gat sérstaklega um fragt- flutninga félgsins og sagöi aö á undanförnum misserum hefði félagið lagt áherzlu á aö auka og bæta þjónustu sína á þessu sviði og kom fram að flutt hefðu verið 10.803 tonn af fragt með flugvélum félagsins, sem væri 12,7% aukning en aukning hefði þó orðið mest á N-Atlantshafsleiðinni eða 37%. Siguröur kvaö engar endanlegar niðurstöður liggja fyrir varöandi þær athuganir sem fram heföu fariö á vegum félagsins um endurnýjun flugflotans — hvorki um endanlegt val á tengundum né um tímasetningu á kaupum og afhendingu. Varöandi breiðþotur væri þó Ijóst aö unnt væri aö fá vélar til afhendingar fyrri hluta árs 1980 en til þess að svo yröi þyrfti aö taka endanlegar ákvarðanir fyrir haustiö. Varðandi vélar fyrir Evrópu- flugiö væri enn hugsanlegt aö fá vél fyrir sumariö 1979. Við val vélanna þurfti m.a. aö taka tillit til aukinna fragtflutninga. Siguröur kvað nú einnig líða að því að huga þyrfti að endurskoöun á flugvélakosti innan- landsflugsins. Þá gat hann þess aö mörg erlend flugfélög hefðu innréttað flugvélar sínar á ný meö breiðþotu- svip og þaö gefist vel. Væri nú verið aö athuga kostnaö viö endurinnrétt- ingu á millilandaflugvélum félagsins og lægju niðurstöður fyrir í þessum mánuði. ★ 152 milljóna hagnaður af pflagrímaflugi Alfreð Elíasson forstjóri gerði á fundinum grein fyrir starfsemi Flug- leiöa á Keflavíkurflugvelli og kom fram hjá honum aö á síðasta ári sáu Flugleiðir um afgreiðslu á alls 3.259 farþegaflugvélum en Flugleiðavélar hefðu af þessum fjölda verið alls 65% eða 2.122. Þá hafi félagiö séð um afgreiöslu á 529.826 farþegum. Einnig vék Alfreð að pílagrímaflugi félagsins og kom fram hjá honum að félagið heföi alls flutt 30.994 farþega í 122 ferðum. Hagnaður af pílagríma- fluginu heföi oröiö um 152 milljónir króna eftir því sem næst yrði komist. Alls voru um 400 manns mættir a aðalfundinum í gær. Að loknum skýrslum forstjóranna urðu almennar umræður og tóku margir til máls. Var þar m.a. rætt um stööu félagsins og stefnu, svo og stöðu einstakra starfshópa innan þess. Stjórn Flug- leiða var öll endurkosin til næsta árs en hana skipa: Kristinn Olsen, Einar Árnason, Kristján Guölaugsson, Örn Ó. Johnsson, Alfreð Elíasson, Sigur- geir Jónsson, Svanbjörn Frímannsson, Bergur G. Gíslason, Halldór H. Jónsson, Sigurður Helga- son og Óttarr Möller. Varastjórn Flugleiða var einnig endurkjörin og skipa hana þeir Dagfinnur Stefáns- son, Grétar Br. Kristjánsson, Ólafur Ó. Johnson og Thor R. Thors. Lagabreyting, sem stjórn félagsins gerði tillögu um og fól í sér að felld skyldu úr lögum félagsins ákvæöi þess efnis að Flugleiðir gætu ekki annast rekstur flugvéla nema með samþykki 3/4 félagsstjórnar, var samþykkt með 81% greiddra atkvæða en til að hún næði fram að ganga þurfi hún samþykkt 80% fundarmanna. Atkvæðasmölun fyrir aöalfundinn í gær mun einkum hafa beinzt að því að fá þessa lagabreyt- ingu fellda til aö stjóm félagsins ætti óhægara um vik að koma fram áformum sínum um aö Flugleiöir tækju viö öllum rekstri flugvéla Flugfélags íslands og Loftleiða, og hafizt yrði handa um sameiningu starfsaldurslista flugmanna. Ákvörð- un stjórnar félagsinS í þessu máli hafði þó verið tekin einróma. — Vance og Owen Framhald af bls. I. foringja hófsamra svartra Rhó- desíumanna við Smith. Bandarísku embættismennirnir í Dar Es Salaam sögðust í dag áhyggjufullir um að Vance og Owen tækist ekki að sannfæra Ian Smith þegar þeir hittu hann og þrjá foringja hófsamra svartra Rhódesíumanna í Salisbury á mánudag. Er það skoðun banda- rísku sendinefndarinnar að takist ekki brátt friður með deiluaðilum þá muni leiðtogar Föðurlandsfylk- ingarinnar, Nkomo og Mugabe, leita til Kúbumanna og Sovétríkj- anna um hernaðaraðstoð. Ian Smith og leiðtogar hóf- samra, svartra Rhódesíumanna, þeir Muzorewa, Sithole og Chirau, eru um þessar mundir að semja stofnskrá fyrir Rhódesíu og fyrir- huga kosningar, þar sem kosn- ingaréttur svartra og hvítra verður jafn. Þá lýsti bráðabirgða- stjórnin því yfir í dag að hætt yrði öllum aftökum á pólitískum föng- um, þar á meðal stuðningsmönn- um Föðurlandsfylkingarinnar sem nú á í stríði gegn stjórninni. — Heimta peninga Framhald af bls. 1. að því er danskar ferðaskrif- stofur skýrðu frá í dag. Hlmer Dahl Andersen, fram- kvæmdastjóri hjá Tjæreborg, vildi ekki gefa upp hve miklar fjárhæðir hriðjuverkasamtökin færu fram á, en Berlingske Tidende skýrir frá í dag að upphæðirnar nemi frá 90.000—180.000 Bandaríkjadöl- um. Hann sagði þó að ferða- málaráðuneyti Spánar hefði nýverið staðfest að slík bréf hefðu borist fjölda ferðaskrif- stofa í Evrópu. Spánska dagblaðið Ya skýrði frá því í dag að sömu hryðju- verkasamtök, MPAIG, sem berjast fyrir sjálfstæði eyjanna frá Spáni, hefðu sent hóteleig- endum á Kanaríeyjum sams- konar bréf og að ofan greinir. Samtökin krefja hótel- eigendurna um það sem þau kalla „byltingarskatt" og nem- ur hann frá 10—15 milljónum peseta. Hótað er sprengjuárás- um á hótelin ef skatturinn verður ekki greiddur. — Noregur Framhald af bls. 1. Helzti tilgangur efnahagstil- lagna norsku stjórnarinnar er að draga úr einkaneyzlu, að sögn fréttamanns AP. Þó mun það markmið að draga úr framleiðslu- kostnaði á norskum framleiðslu- vörum ráða miklu í tillögunum, þar sem norskar útflutningsvörur hafa á undanförnum árum farið halloka í samkeppni á alþjóða- mörkuðum. Þá er það einnig meiri háttar takmark efnahagstillagna stjórn- ar Nordlis að draga úr neikvæðum viðskiptajöfnuði Norðmanna, sem nú er meiri en nokkru sinni fyrr. Með tillögum sínum ætlar ríkis- stjórnin sér að koma í veg fyrir atvinnuleysi í Noregi, auka út- flutning og halda þeim lífskjörum sem náðst hafa. Þær sýna þó fram á að hagvöxtur í Noregi hefur runnið sitt skeið, að sögn frétta- manns AP. Fjárfesting Norðmanna í olíu- og gasleit í Norðursjó hefur meðal annars valdið því að Norðmenn skulda erlendis um 100 milljarða norskra króna, eða tæpa 4800 milljarða íslenzkra króna, um næstu áramót. Aætlað er að skuldin nemi um 150 milljörðum norskra króna áður en Norðmönn- um tekst að greiða hana niður, miðað við núverandi skuldbinding- ar. Þá hafa tekjur Norðmanna af olíuvinnslunni orðið um 25 millj- örðum króna minni en þeir reikn- uðu með fyrir ári og hefur það átt sinn þátt í því að Norðmenn eiga nú í þessum miklu efnahagsvand- ræðum, að sögn fréttamanns AP. — Stöðva ekki siglingar Framhald af bls. 48 aöstæðum ríkir milli sjómanna og landverkafólks, og Sjómannasam- band íslands lýsir fyllstu samstöðu sinni í þeirri baráttu sem nú er háð fyrir því að tryggja launafólki innan Verkamannasambandsins þau kjör, sem því ber samkvæmt þeim samn- ingum, sem gerðir voru á sl. surnri." Þá barst Mbl. í gær fréttatilkynning frá Verkamannasambandinu, þar sem fram kemur aö á fundi fullskip- aðrar framkvæmdastjórnar VMSÍ í fyrradag, þar sem mættir voru auk aðal- og varamanna stjórnarinnar allmargir formenn aðildarfélaga sam- bandsins, hafi verið einróma sam- þykkt að lýsa því yfir að sambandið væri reiöubúiö til aö taka upp viðræður við samtök atvinnurekenda um kröfur sambandsfélaganna varö- andi nýja samninga og kaus fundur- inn 8 manna viðræðunefnd vegna þessa. Samkvæmt upplýsingum Alþýöu- sambands íslands tekur í dag gildi útflutningsbann á Snæfellsnesi, nán- ar tiltekiö í Stykkishólmi, Grundar- firði, Ólafsvík og Hellissandi og á Austfjörðum — á Fáskrúðsfirði, Neskaupstað og Eskifiröi og loks í Hafnarfirði suövestanlands. Þá hefur útflutningsbann komið til í öllum helztu höfnum um land allt nema á Suðurnesjum, eins og áöur hefur komið fram, og á Vestfjörðum, en þar verður tekin ákvörðun um þátttöku í þessari aðgerð nú um helgina. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaöi sér í gær hjá útflutningsaöilum eru ekki merkjanleg nein áhrif útflutningsbannsins fyrst í stað og engar sendingar sem beinlínis hafa lokazt inni af þessum sökum. Aö sögn forráðamanna SH er helzt um að ræða að svo hafi verið með loönuhrogn er fara áttu til Japans. Skipi sem taka átti sendingu þangað, hefur verið seinkaö, en ef ekki hefði greiðst úr málinu eftir svo sem mánuö, kæmi til greina aö skipa út á Suðurnesjum. Cargoluxvél fór utan í gær meö vörur, en hún hafði veriðx hlaðin áöur en hin boðaða aðgerð kom til. Önnur ferð er fyrirhuguö í næstu viku og verður þá væntanlega flogið frá Keflavíkurflugvelli. — Lægsta tilboðið 714 milljónir Framhald af bls. 2 með að samningur um framan- greint verk yrði undirritaður í maí og yrði verkinu lokið í sumar. Um næstu útboð vegna Hrauneyjafoss- virkjunar sagði Eiríkur, að þau færu fram í haust og yrði þar um að ræða útboð vegna stíflu, stöðvarhúss og aðrennslisskurð og ættu framkvæmdir að geta hafizt á næsta vori. „Við höfum ekki leyfi ennþá nema fyrir tveimur vélum," sagði Eiríkur. „Samkvæmt áætlun á að ræsa fyrri vélina haustið 1981 og hina haustið 1982, en um þriðju vélina er allt óákveðið." Hver vél verður 70 megawött. Eiríkur sagði, að Landsvirkjun hefði annast smáforvinnu á virkj- unarsvæðinu, lagt rafmagn, lag- fært vegi og flutt þangað nokkra skála, en vegalengdin frá Sigöldu og niður að nýja virkjunarsvæðinu væri 5—7 kílómetrar. — Bandaríkja- flug Flugleiða Framhald af bls. 48 auglýst lægstu fargjöld yfir Atlants- hafið, og gera yrði ráð fyrir taprekstri á þessari flugleiö 1978. Staöan væri þannig breýtt og naumast væri við því aö búast að þessi markaöur yrði nokkru sinni hinn sami og fyrr. Með þessu væri þó ekki sagt að íslending- ar ættu ekki framtíö á þessum vettvangi, því að eins og fyrr yrði að sjá til hvort nýtt jafnvægi myndaðist ekki. Siguröur sagöi aö vegna hinnar miklu samkeppni á New York mark- aöinum heföi félagiö lagt aukna áherzlu á Chicago og þaö gefist vel, því að þar hefði orðið veruleg farþegaaukning í vetur og verulega auknar pantanir væru fyrir sumarið. Vegna þessa hefði verið ákveðiö að fljúga til Chicago alla daga vikunnar í stað fjögurra sl. sumar en til New York yrði farið einni ferð færra eöa 12 feröir alls í viku. —Farþegafjöld- inn 700 þúsund Framhald af bls. 25. Luxemborg sem vaxið hefur mjög að undanförnu og hefur nú gengið frá samning um kaup á Boeing 747 þotu til vöruflutninga. Félagiö nýtir nú fjórar DC-8-63 þotur og þrjár CL-44 flugvélar til flutninganna. Velta félagsins jókst verulega á árinu og nam 72 milljónum Bandaríkjadollara. Starfsmenn voru 424. Félagiö annast vöruflutninga á alþjóðlegum leiðum, einkum milli. fjarlægra Austurlanda og til og frá Afríku. Ferðaskrifstofan Kynnisferðir sem annast móttöku feröamanna og skipuleggur skoðun- arferöir þeirra. Flugfélag Norður- lands sem nú á og rekur fjórar flugvélar. Flugleiöir eiga 35% af hlutafé félagsins sem að öðru leyti er í eigu starfsmanna félagsins. Hótel Húsavík hf. Þar hefur orðið stööug aukning á umsvifum og veltu en Flugleiðir eiga 16.7% af hlutafé fyrirtækisins. Hótel Aerogolf Sheraton í Luxemborg, en af því eiga Flugleiðir 23% af stofnfé hótelsins. Þá uröu Flugleiöir eignaraðili aö Flugfélagi Austurlands í sumar með 45% eignaraöild. Aðsetur félagsins er á Egilsstööum og stundar þaö flug til sex staða á Austurlandi. Félagið á tvær flugvélar. Auk framangreindra dótturfyrir- tækja eru félög sem mynduð hafa verið vegna lagaákvæöa í viðkom- andi löndum. Rekstrarkostnaður er vegna markaðs- og sölustarfsemi í löndunum og er borinn uppi af umboðslaunum þessara dótturfyrir- tækja en þau eru gjaldfærö í reikningum Flugleiöa hf. Þau eru Loftleidir lcelandic Airlines S.A. t Luxemborg, Loftleidir lcelandic Air- lines S.A.R.L. í París, lcelandic Airlines Inc. New York. — Fyrirtæki Flugleiða Framhald af bls. 2 uröu Flugleiöir um mitt síöasta ár eignaraðili aö Flugfélagi Austurlands. Á síðasta ári var gerður rekstrar- samningur við Sheratonhótelhringinn varðandi rekstur Hótels Aerogolf í Luxemborg, en FÍugleiöir eiga 23% stofnfjár hótelsins. Velta þess á síðasta ári jókst um 18,5%. — Deildarstjór- inn dró að sér Framhald af bls. 25. viöskiptamanni. Meö þessum hætti tókst honum að skapa misræmi milli þeirra fjárhæða, er viðskiptamaður- inn greiddi í þóknun og vexti o.fl. gjöld vegna erlendra ábyrgða- og innheimtuvíxla og þeirra upphæöa, sem til bankans runnu vegna þessara sömu viöskipta. Mismunur sem þannig skapaöist var síöan aö hluta til notaöur til greiöslu krafna á íslensk fyrirtæki, sem síðan endur- greiddu Hauki Heiðar þessar fjár- hæðir beint. Komið hefir í Ijós, að hann hefir sent fé til útlanda, og notað starfsaðstöðu sína í bankanum til þess. Fjártökur þessar hafa því staöið yfir í 7 ár án þess að upp kæmist. Vegna þessarar rannsóknar var stofnað til sérstakrar athugunar á ábyrgðarskjölum bankans. Náði þessi könnun til áranna 1975, 1976 og 1977, og voru gögn allmargra viðskiptamanna borin saman við skjöl bankans. Kom ekkert misræmi fram milli þessara skjala. Á síöara stigi málsins hefir rann- sóknin beinzt aö ráöstöfun kæröa á því fé, sem hann hefir játað að hafa dregiö sér. Hefur m.a. komið fram, að kæröi hefir komið verulegum fjármunum til geymslu í banka í Sviss. Kæröi hefir hins vegar neitaö frekari skýrslugjöf um hvenær eða með hverjum hætti fjármunir þessir hafi verið fluttir til Sviss. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur áfram að rannsókn þessa máls, sem er vel á veg komin sem fyrr segir, og mun aö rannsókn lokinni senda máliö ríkissaksóknara til ákvöröunar. — Málverkasýn- ing Vilhjálms Framhald af bls. 22. Sú stefna, sem hann hafi mótaö, hafi ekki enn náö alþjóðlegri útbreiöslu né flokkist enn undir ákveöna alþjóölega myndlistarstefnu. Hann telur að áhugi á myndlist hérlendis hafi færzt mjög í vöxt hin síöari ár, þótt enn séu myndir hans frábrugðnar íslenzkri myndlist, séu ýmsir íslenzkir myndlistarmenn farnir að beita Ijósi og skugga í svipuðum dýr. En alveg eins og þaö tók Salvador Dali, Max Ernst og fleiri tvo til þrjá áratugi að fá súrrealismann viöur- kenndan telur Vilhjálmur að sín liststefna verði ekki útbreidd né viðurkennd á alþjóðlegum vettvangi fyrr en aö álíka löngum tíma liönum. Sýning Vilhjálms opnar sem fyrr segir kl. 2 í dag, laugardag, og stendur til 23. apríl. — H.Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.