Morgunblaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978
27
— I Síberíu?
Framhald af bls. 33.
nema einu sinni á ævinni í nánd
við hljóðnema.
Það þurfti Carisbergsjóðinn í
Kaupmannahöfn til að gefa út
þjóðlagasafn sr. Bjarna Þorsteins-
sonar á sínum tíma. Kannski
ættum við að leita á náðir
þessarar stofnunar á ný, því ekki
er útlit fyrir að íslenskir menn-
ingarvitar, auðmenn, eða stjórn-
völd hafi skilning á þessu máli,
frekar en um síðustu aldamót, er
sr. Bjarni leitaði tii þeirra og var
svnjað. Það væri Islendingum
mátulegt! Við drekkum jú léttan
Carlsberg hérna á Fróni. Viljið þið
Carlsbergmenn ekki bjarga tón-
arfi okkar uppá gamian kunnings-
skap?
— Hvers vegna
Framhald af bls. 19
geta tekið fyrir þá hættu.
Það væri hörmulegt að flytja til
landsins nýjan sjúkdóm í búfé. Við
höfum um áratuga skeið sopið
seyðið af ógætilegum ráðstöfunum
af því tagi samanber karakúlsjúk-
dómana í sauðfé: Votamæði,
Þurramæði, Visnu og Garnaveiki.
Við verðum að ganga út frá því,
að margir smitsjúkdómar séu enn
óþekktir og þar af leiðandi verður
illa við komið vörnum gegn þeim.
Þetta veldur hinni hörðu afstöðu
til hrossaflutninga úr landi og til
landsins.
Um sjúkdóma í fólki gegnir öðru
máli. í fyrsta lagi myndu frjáls-
ræðishetjurnar góðu illa þola
skerðingu á ferðafrelsi, þótt það
kynni stöku sinnum að vera
æskilegt, ef litið er eingöngu á
málin frá sóttvarnarsjónarmiði. I
öðru lagi er heilsugæsla fólks
yfirleitt margfalt öflugri en
heilsugæsla dýra og þar þarf lítt
að spara til þess að öryggið verði
sem fullkomnast, eins og sjálfsagt
er raunar. Stöðugt samband við
útlönd og snerting við smitvalda
er sífelld. Mótstaða fólks gegn
smitsjúkdómum er því meiri.
Þrátt fyrir þetta berast hingað
farsóttir iðulega svo sem kunnugt
er og stundum fer illa.
Með ósk um birtingu í blaði yðar
við tækifæri.
Virðingarfyllst.
Sigurður Sigurðarson
dýralæknir.
— Misvægið
Framhald af bls. 17.
Framsóknarmenn börðust ákaf-
lega gegn setningu þessara laga,
og þau voru með nokkrum hætti
sett til höfuðs þeim til þess að
gera mögulega viðreisnarstjórn-
ina sálugu. Þau voru sett til þess
að gefa ákveðnum stjórnmála-
flokkum tækifæri til þess að ná
saman um stjórn landsins, en
ekki af beinni lýðræðisást. Þetta
var hagkvæmnisþáttur.
Hins vegar hafa hrakspár
þær, sem framsóknarmenn
höfðu uppi við setningu 'þessara
laga 1959, sem betur fer ekki
allar ræst. Þeir spáðu t.d.
hraklega fyrir auknu flokks-
ræði, auknu miðstjórnarvaldi og
óhæfilegu flokkaveldi. Flokka-
skipting er lýðræðinu nauðsyn-
leg og flokkar eiga aö vera
samfélög frjálsra man.na, ekki
endilega að þeir seu ævinlega
sammála í öllum atriðum,
heldur að menn með svipaðar
lífsskoðanir þoki sér saman í
fylkingar. Þeir verða náttúrlega
að sýná af sér félagsþroska og
sveigjanleik, en þeir verða þó að
fá að hafa sín „prinsip". Kjós-
endur verða að geta treyst því,
að þm. láti ekki teyma sig til
hluta sem þeir vita að honum
eru ákaflega ógeðfelldir og þm.
verða þá náttúrlega að láta
AUGI.YSINGASIMINN ER:
^22480
J JWorounblabib
kjósendur vita hvaða hlutir í
þeim eru ákaflega ógeðfelldir og
hver þeirra „prinsip" eru.
Ég vil fullyrða, að flokksræði,
miðstjórnarvald hefur ekki
aukist hjá framsóknarmönnum
við þessa kjördæmaskipan.
Flokkaskipting er náttúrlega
nauðsynleg kjölfesta fyrir full-
trúalýðræði, og ef við skoðum
stjórnmálasögu fyrstu tveggja
áratuga aldarinnar, þá var
geysilega mikið los á stjórn-
málastarfseminni. Það er sár-
grætilegt að sjá hvernig góðar
hreyfingar koðnuðu niður vegna
þess að menn hlupu sundur og
saman sitt á hvað eftir kring-
umstæðum sem virtust ekki
vera svo veigamiklar að þær
gerðu þetta nauðsynlegt. En
e.t.v. var það að nokkru leyti
vegna þess að kosningarnar
voru um persónur þá fremur en
stefnur, í mörgum tilvikum. Og
persónukjör, eingöngu persónu-
kjör býður upp á miklu
harðvítugra návígi. Réttur
minni hluta í einmenningskjör-
dæmi er ekki tryggður eins vel
og í kjördæmi þar sem fleiri
flokkar fá fulltrúa kjörna, og af
því leiðir að stjórnmálabaráttan
verður ekki eins hörð, af því að
menn vita að enginn einn getur
alveg sett andstæðinga sína hjá.
Ég er alinn upp við það að
vera minnihlutamaður í ein-
menningskjördæmi, og þess
vegna eru mér ljósir gallar þess.
Ég lít svo á að hagsmunum
kjördæmis geti verið betur
borgið og sé í flestum tilfellum
betur borgið þegar menn úr
fleiri en einum flokki geta unnið
saman að málefnum kjördæmis-
ins, og þannig má segja, að
ávinningur hafi verið að kjör-
dæmabreytingunni 1959.
Frv. Jóns Skaftasonar, hv.
þm., er viðleitni til þess að gefa
kjósendum beinan íhlutunar-
rétt. Þessi leið er að minni
hyggju nokkuð gölluð. Hún gerir
ráð fyrir, að frambjóðendum sé
raðað í stafrófsröð. Það yrðu
vafalaust einhverjir, sem tækju
þá menn, sem hendi væru næst,
og byrjuðu efst á listanum. Þá
getum við hugsað okkur þann
möguleika, að Alþingi fylltist af
Albertum og Ellertum og
Eyjólfum og við hinir kæmum
ekki til greina. Ég held, að það
yrðu vafalaust mjög margir sem
ekki notuðu rétt sinn til þess að
raða á listann og létu sér nægja
það að kjósa flokkinn sinn, en
kjósandinn vissi raunar ekki
nákvæmlega að hverju hann
væri að ganga. Hann væri e.t.v.
að kaupa köttinn í sekknum, þó
að hann hefði ákveðna skoðun á
því, hverjir ættu að fara með
umboð flokksins. Kjósandinn
væri kannski að kjósa menn,
sem hann óskaði alls ekki eftir
að kjósa. Kjósandinn verður að
fá að vita það á kjördegi, hverjir
koma til með að fara með það
umboð sem hann er að reyna að
fela frambjóðanda flokks. Það
gætu orðið allt aðrir menn en
þeir, sem hann merkti við, sem
yrðu ofan á, og e.t.v. menn með
blæmun á lífsviðhorfi eða
starfsaðferðum. Þess vegna
verður að ganga frá því, að
röðunin fari fram áður en í
kjörklefann kemur, með próf-
kjörum, forkosningu eða á
annan lýðræðislegan hátt.
Ég vil endilega að kjósendum
sé ljóst á kjördegi hvort þeir eru
að kjósa mig eða einhvern
annan. Ég vil líka að þeir viti
hvað ég vil og hvað ég vil ekki.
Þá kem ég að þeirri hlið, sem
snýr að frambjóðendunum sjálf-
um. Frambjóðendurnir þurfa að
vera samtaka félögum sínum, en
ekki standa í innbyrðis deilum,
eins og óhjákvæmilega yrði ef
hver þyrfti að vera að ota sínum
tota og togast á um fylgi við
flokksbræður sína. Flokks-
bræðurnir verða nefnilega að
vera búnir að gera það upp sín
í milli, áður en kemur til
höfuðorrustunnar, hvar staða
þeirra eigi að vera í fylkingunni.
Mikið hefur verið rætt um
rétt almennings, hvað hann
væri allt of lítill til þess að ráða
framboðunum, ef ekki væri um
prófkjör að ræða. En hann er
náttúrlega alltaf fyrir hendi
með þátttöku í flokksstarfinu,
það er alveg tvímælalaust. Og
betra flokksstarf með almennari
þátttöku, væri líka lýðræðinu,
að minni hyggju, mjög til
framdráttar. Ég vil þá fara
nokkrum orðum um mismun-
andi vægi atkv., sem mjög hefur
verið haft á orði.
Þetta mismunandi vægi, sem
menn eru að tala um, er nú ekki,
eins og margoft hefur komið
fram í þessum umr. eins hroða-
lega mismunandi og þeir vilja
vera láta, sem harðast berjast
fyrir því að breyta ríkjandi
skipulagi. Það liggur ljóst fyrir,
að 40% þingmanna, 24 þm. af
þeim sem sitja í Sþ. 1977, voru
á framboðslistum í Reykjavík og
Reykjaneskjördæmi. Það er ekki
nákvæmlega jafnþungt, sem
hvert atkv. vegur. En það er
ekki nóg með það að þeir séu 24,
sem eru kosnir hér. Búsettir í
Reykjavík og Reykjaneskjör-
dæmi eru líklega 41 þm., hafa
hér sitt heimili og eru hér allt
árið, eða hér um bil allt árið.
Sumir þeirra eru hér að nokkru
leyti út úr neyð, vegna þess að
þeir hafa tekið að sér störf hér
í höfuðborginni sem ekki er
hægt að gegna með því að vera
fjarvistum frá höfuðborgar-
svæðinu. En þeir eru sem sagt
a.m.k. 41 sem eiga hér heimili og
eru hér nákunnugir málefnum
og dagsins önn. Mér finnst
liggja ljóst fyrir að þessir 41 þm.
af 60, sem eiga hér sæti, munu
ekki láta það líðast að dreif-
býlisþm. séu með einhvern
óskaplegan yfirgang eða fari illa
með Reyknesinga eða Reykvík-
inga.
Sú hugmynd hefur komið
fram að rétt væri að flytja alla
uppbótarþm. í þessi fjölmennu
kjördæmi hér á suðvesturhorn-
inu. En ég verð að leyfa mér,
eftir að ég er búinn að sjá,
hvernig framboðslistar flokka
hafa skipast, að skýra frá þeirri
skoðun minni, að ég held að
Alþingi yrði ekkert betur skipað
þó að búið yrði sérstaklega til
pláss handa þessum mönnum,
nokkrum þeirra, hér á Alþ. með
því að láta þá koma í stað þeirra
uppbótarþm., sem eru utan af
landsbyggðinni. Ég get ekki
fundið að þm. landsbyggðarinn-
ar séu of margir. Ég er alveg
viss um, að við utanbæjarþing-
menn höfum meira að gera en
t.d. þm. Reykjavíkur og Reykja-
ness við þingstörf, og á ég þ. á
m. við sjálfsagðan og eðlilegan
erindrekstur fyrir kjördæmi
okkar. Borgarstjórinn í Reykja-
vík getur farið sjálfur og rekið
erindi borgarinnar í Stjórnar-
ráðinu og fylgst með gangi mála
þar eða í öðrum opinberum
stofnunum, og þetta tekur hann
ekki nema klukkutíma. En
bæjarstjórinn á Siglufirði þarf
að leggja á sig langa för, og oft
þó nokkuð erfiða og ákaflega
tímafreka, til þess að reka
svipuð erindi fyrir sitt byggðar-
lag og það er ósköp eðlilegt að
hann leiti til þm., sem eru hér
fyrir sunnan hvort sem er, til
þess að taka af sér ómakið, því
að við eigum þægilegt með að
reka erindi fyrir hann á stuttri
stundu, eins og borgarstjórinn í
Reykjavík mundi geta, en tæki
bæjarstjórann vikuna.
Ég vil líka tala um persónu-
lega fyrirgreiðslu við kjósendur,
sem sumir angurgapar hafa
verið að tala illa um og talið
mjög forkastanlega. ÉG tel
hana hins vegar sjálfsagða og
tek ekkert nærri mér að gera
fólki greiða, ef ég á þess kost.
Öll þau erindi, sem ég hef verið
beðinn um að reka fyrir fólk
persónulega, hafa verið rétt-
mæt, sjálfsögð og heiðarleg.
Stjórnkerfi okkar vinnur stund-
um óþarflega hægt og erindi
stöðvast óratíma vegna þess að
e.t.v. eru á þeim einhverjir
formgallar. Þessu er oft auðvelt
að kippa i lag ef fylgst er með
hvað er að gerast eða hvað tefur.
Og þm. er ekkert of góður til
þess að gera þetta ef hann getur.
Ég hef rekið erindi fyrir flokks-
bræður mína eða skoðanabræð-
ur, en ég hef ekkert síður rekið
erindi fyrir andstæðinga mína í
pólitík þegar þeir hafa beðið
mig þess, og ég vísa algerlega á
bug öllu kjaftæði um einhverja
ósæmilega fyrirgreiðslupólitík
sem einstöku menn hafa verið
að slá um sig með og sagt að
væri alveg forkastanleg.
Vægi atkvæða hefur raskast á
undanförnum árum og er stöð-
ugt að raskast. Fólkið hefur
streymt á suðvesturhorn lands-
ins, það kemur hingað vegna
þess að það heldur að hér sé
betra að búa, og að sumu leyti
er hér þægilegra að búa. Þjón-
usta er fljótvirkari og ódýrari
hér, og það er auðvelt, að nefna
dæmi þess að ekki er jafn réttur
dreifbýlisfólksins og þess fólks
sem býr hér á suðvesturhorninu.
Alþ. á að tryggja þegnunum sem
jöfnust lífskjör í landinu, og
þessari skyldu virðist þá Alþ.
ekki hafa gegnt. Það hefur ekki
sinnt því hlutverki nægilega að
jafna aðstöðu fólksinsi landinu,
jafnvel þó að þetta margumtal-
aða vægi sé stærðfræðilega
meira á atkv. manna fyrir
norðan eða vestan heldur en hér
á Reykjanesi. Þm. dreifbýlisins
hafa ekki staðið sig nægilega
vel.
Þó að vafalaust sé heppilegt
að gera einhverjar breytingar á
kosningalöggjöf og þau mál
þurfi að vera í nokkurri endur-
skoðun öðru hverju, þá legg ég
áherslu á það, að að mínu mati
eru þm. dreifbýlisins ekki of
margir og réttur þess síst of
freklega tryggður innan Alþing-
is. Þess vegna styð ég ekkert af
þeim frumvörpum, sem hafa
komið fram á Alþingi í vetur og
varða breytingar á kosningalög-
gjöfinni.
Brynja
i rtýjum
búningi
Byggingavöruverslunin Brynja var stofnuð árið 1919, svo nú er
sextugsaldurinn innan seilingar.
Fyrstu árin var verslunin til húsa að Laugavegi 24, (þar sem nú er
Fálkinn) en 1928 flutti verslunin yfir götuna í húsið Laugavegi 29.
Þar höfum við verið í 50 ár og þar ætlum við að vera áfram.
Þess vegna höfum við nú breytt versluninni - fært hana í
nýjan búning.
Nú bjóðum við sjálfsafgreiðslufyrirkomulag í stórum björtum og
litríkum sal - þar sem vöruúrval er meira en nokkru sinni fyrr.
Verið velkomin í breytta byggingavöruverslun.
Laugavegi 29.
Sími 24320 og 24321