Morgunblaðið - 15.04.1978, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978
Framtíóin:
l Toniivísl
Draumurinn
um húsið
Grænleitt grjót
Á fyrsta degi aprílmánaðar er
það til siðs, að gera einhver þau
strákapör er i annan tíma eru
forboðin. Sumir gabba náungann,
aðrir gera sjálfa sig að fíflum. Þar
eð undirritaður er mesta gæða-
blóð, en engu að síður prakkari að
eðlisfari, lét hann það gott heita í
ár að draga dár að sjálfum sér:
Minnugur þeirrar þjóðtrúar, er
segir að grjót, grænleitt, og með
mörgum augum, sé þess megnugt
að hvísla í eyra óorðna hluti,
lagðist títtnefndur (undirritaður)
til svefns aðfaranótt fyrsta apríl
með grjót fyrir kodda. Bíum bíum
bamba.
Er ekki að orðlengja það, að
grjótið reyndist málgefið í meira
lagi, lét móðan mása fram í bítið
morguninn eftir. Þar féllu mörg
orð og þung, og svo full af stórhug
og eldlegum hugsjónum, að engum
eru lík — og ekki álitlegt að festa
á þau nokkurn trúnað. Enda segir
máltækið: Mikill draumur er
fyrir iitlu.
En bíðum við: Þar sem Jón
Árnason, sá mæti þjóðfræðari,
álítur álfa, sæbúa, uppvakninga,
draummenn og draumkonur veru-
leikann uppmálaðan, svo ekki sé
talað um draumsýnir og forspár,
er ekki annað sæmandi en að ljá
grjótinu, og furðum þess, eyra.
Úr alfaraleið
Grjótið talaði nútímamál, og
tæpitungulaust, þrátt fyrir háan
aldur; bar hag tónmennta fyrir
brjósti:
„Góðir íslendingar. Við erlenda
tónlistarháskóla er hljómplötu-
safnið fyrir löngu orðið mikil-
vægasta kennslutækið. Á skammri
stund getur tónlistarnemi hlýtt á
heimsfræga flytjendur glíma við
sömu verkefni og hann er að vinna
að sjálfur; borið saman söngmáta,
hraðaval, bbgastrok, auk allra
þeirra ótöldu þátta, er tónlist-
ar-túlkun varða. Hljómplötusafn
er einskonar alheims-tónleika-
salur, hvort heldur það er starf-
rækt úti á hjara veraldar, eða í
heimsborg."
Grjótið hélt áfram: „í Blooming-
ton, litlu sveitaþorpi þar sem
stærsti tónlistarháskóli Banda-
ríkjanna hefur aðsetur, er hljóm-
plötusafn sem hefur að geyma um
49 þúsund hljómplötur. Nemendur
háskólans hafa því eins greiðan
aðgang að tónbókmenntum
heimsins í þorpi þessu, og væru
þeir við nám í New York eða
Vínarborg.
I Reykjavík, sem eins og
Blommington er úr alfaraleið, er
hins vegar ekkert slíkt safn að
finna, sem opið er almenningi.
Tónlistarskólar ykkar eiga að vísu
einstaka hljómplötur, en þær eru
nær eingöngu ætlaðar kennurum
til brúks, ekki nemendum, og því
síður almenningi. Auðvitað er
þetta mjög bagalegt, og ekki
hlaupið að því að lagfæra, því
hljómplötur eru víst dýrar i
innkaupum. Lauslega áætlað
myndi það kosta ykkur um 250
milljónir króna að setja á stofn í
Reykjavík hljómplötusafn á borð
við safnið í Bloomington. í þessum
útreikningi er ekki tekið tillit til
byggingar sérstaks húss, og tækja-
búnaðar, er hljómplötusafni fylgir.
Um 500 milljónir krona er því
raunsærri tala.“ sagði grjótið og
bætti því við að það væri svo illa
að sér í verðbólgufræðum, að
sennilega væru þessar tölur
eitthvað brenglaðar.
En svo sagði grjótið og yggldi
sig: „En svo einkennilega vill til,
að á sama tíma og tónlistarskólar
ykkar svelta heilu hungri, í
hljómplötulegu tilliti, er til staðar
í höfuðborg íslands hljómplötu-
safn sem er jafnstórt hljómplötu-
safni stærsta tónlistarháskóla
Bandarfkjanna. Og það sem
meira er um vert, þetta reykvíska
hljómpltítusafn hefur einnig að
geyma sér-íslenskar hljóðritanir
sem hvergi er annars staðar að
finna f heiminum. Hér um ræðir
hljómplötusafn Útvarpsins við
Skúlagötu, en forstöðumaður þess
er Þorsteinn Hannesson tónlistar-
stjóri. Starfsmenn þessarar merku
stofnunar segja, að lauslega áætl-
að sé hljómplötueign safnsins um
30 til 50 þúsund eintök. Enginn
veit með vissu hver heildartalan
muni vera, þar eð hluti safnsins er
að sögn óskráður — og kannski sá
hluti er merkilegastur er, þ.e.
gamlar íslenzkar hljóðritanir. Dr.
Páll ísólfsson sagði á sínum tíma,
að Ríkisútvarpið ætti eitt stærsta
hljómplötusafn við Evrópska út-
varpsstöð. Þetta var, og er, senni-
lega rétt.“
Tónlistarmiðstöð
íslands
Nú setti grjótið sig í spámanns-
legar stellingar og sagði: „Nú
vaknar rökrétt spurning í fram-
haldi af þessu. Er ekki hugsanlegt,
að þetta geysilega vandaða og dýra
safn ykkar gæti komið að meiri
notum, jafnvel þjónað öllum tón-
listarstofnunum borgarinnar og
almenningi? Gæti safn þetta ekki
orðið uppistaðan í tónbóka- og 1
hljómplötusafni íslands?
I fyrstu má þetta virðast frá-
leitt, þar eð rekstur útvarps
annars vegar, og tónlistarskóla og
bók- og hljómplötusafna hins
vegar, er svo ólíkur. En við nánari
athugun, og sérstaklega með tilliti
til aðstæðna í dag, er þetta ekki
óhugsandi: Svo sérkennilega vill
til, að fjórar tónlistarstofnanir, ef
ekki fleiri eru í alvarlegu
húsnæðishraki, og því með
byggingaráform á prjónunum.
Þessar stofnanir eru UTVARPIÐ,
en menn gera sér vonir um nýtt
Útvarpshús innan sex til átta ára’
TÓNLISTARSKÓLINN I
REYKJAVÍK, sem fyrir löngu
hefur vaxið uppúr húsnæði sínu
við Skipholt, og áformar byggingu
nýs skólahúss innan tíðar;
TÓNMENNTASKÓLI REYKJA-
VÍKUR, er hyggst ráðast í bygg-
ingarframkvæmdir í samvinnu við
Tónlistarskólann (og er það vel);
og loks SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
ÍSLANDS, sem enn á engan
sæmandi tónleikasal, hljóðfæra-
geymslu eða skrifstofur.
eftir GUÐMUND
EMILSSON
Allar þessar stofnanir, og raun-
ar fleiri, t.d. Tónskóli Sigursveins,
og Söngskólinn, eiga svo ótalmargt
sameiginlegt, að undrun sætir að
þær, í allri sinni fátækt, skuli ekki
hafa rætt opinberlega um það að
byggja sameiginlegt hús yfir þær
allar.
Allar þurfa þær að eignast
tónbóka- og hljómplötusöfn, allar
þurfa þær að eignast tónleikasali,
og það fleiri en einn, allar þurfa
þær að hafa greiðan aðgang að
hljóðritunartækjum, allar hafa
þær sömu mennina í þjónustu
sinni, allar kref jast þær aðbúnað-
ar er kostar milljónir króna, ef
ekki milljarða, allar þjóna þær
tónlistinni frá morgni til kvölds.
Sömu mennirnir, sem kenna við
tónlistarskólana, leika í Sinfóníu-
hljómsveit íslands, sem aftur
hefur verið, og verður væntanlega,
stærsta rósin í barmi Útvarpsins.
Sumir ykkar starfa m.a.s. við
þessar stofnanir allar, sem
kennarar, hljóðfæraleikarar eða
söngvarar, og stjórnendur tónlist-
arþátta í Útvarpi. Sem stendur
eruð þið tónlistarmenn á enda-
lausu hringsóli um götur Reykja-
víkur: Ofan úr Skipholti, eða
neðanaf Lindargötu, og útí
Háskólabíó; og þaðan niðrá Skúla-
götu. Burt séð frá bensínsparnaði
... hlýtur það að vera ykkur ljóst,
hve mikill, ef ekki stórkostlegur,
fengur það yrði íslenzku tónlistar-
lífi, að flytja þessar stofnanir á
einn blett; gera úr þeim einskonar
Tónlistarmiðstöð íslands. Þær
gætu að sjálfsögðu eftir sem áður,
starfað sjálfstætt að sínum
málurn."
Háskólasöín og
útvarpsstöðvar
Og enn malaði grjótið: „Ykkur
finnst ef til vill, að Útvarpið yrði
utangátta í slíkri samvinnu. En ef
það er haft í huga, að stór hluti
útvarpsefnis er tónlist, af ýmsum
toga, verður þetta deginum ljós-
ara, m.a.s. steinrunnum öldungi
eins og mér. Auk þess er það
viðtekin venja við erlenda háskóla,
er margir hverjir reka stórglæsi-
legar og menningarlegar útvarps-
stöðvar, að hljómplötusafn
viðkomandi háskóla þjóni jafnt
tónlistardeild, eða skóla, sem
Talandi grjót.
„Sama teiknið rist á hvern
spón.“
Höggspænirnir
SAGAN segir að Baldvin
Sigurðsson bónda í Garði í
Aðaldal hafi dreymt draum
þegar hann var ókvæntur
frammi f Bárðardal. Hann
þóttist koma vestan yfir Eyja-
fjörð og ganga á land á
Svalbarðsströnd. Þar sá hann
fjölda af höggspónum á vfð og
dreif um f jöruna. Eitt og sama
teiknið sá hann vera rist á
hvern spón, og þótti honum
þetta kynlegt.
— Tuttugu árum sfðar, þeg-
ar hann var kominn að Garði,
keypti hann norskt síldveiði-
hús vestan við Eyjafjörð, dró
það f sundur, flutti viðina yfir
á Svalbarðsströnd, og ók öllu
saman á sleðum austur yfir
heiði og sem leið liggur að
Garði. Þar byggði hann
timburhús úr viðnum og þótti
þetta vera f mikið ráðist á
þeim árum... Hugði hann
drauminn hafa verið fyrir
byggingu þessari.
útvarpsstöð, nemendum, og
almenningi. Margir íslendingar
hafa kynnst slíkum rekstri, t.d. í
Bandaríkjiyium, og nægir í þessu
sambandi að nefna háskólann í
Rochester, í New York, og háskól-
ann í Bloomington sem áður er
vikið að; svo ekki sé talað um
risa-háskólana í Chicago, Los
Angeles og víðar. Eina skilyrðið til
þess arna virðist vera
samstarfsvilji og lipurð, auk
útsjónarsemi og langtíma skipu-
lags.
Um kostnaðarhliöina er óþarft
að fjölyrða: Þar sem fé það, sem
nota á til þessara væntanlegu
byggingarframkvæmda hér á Is-
landi, er svo að segja allt sótt í
ríkiskassann, mætti með þe^sari
tilhögun spara skattgreiðendum
ómælda byrði; spara milljónir á
milljónir ofan.
Það er einnig ljóst, að Útvarpið
notar ekki nema lítið brot af
hljómplötusafninu daglega, enda
eins og áður segir um 30 til 50
þúsund hljómplötum til að dreifa.
Árekstrar þyrftu því ekki að verða
neinir, enda hefði Útvarpið for-
göngu í öllum tilfellum.
„Ekki ætla ég, steinrunninn og
hrumur, að fara nánar út í þessa
sálma hér og nú,“ sagði steinninn,
„enda eflaust allt of seint að ræða
tillögu mína, hvað þá framkvæma.
En úr því þetta er bara draumur,
má óhikað gefa hugmyndafluginu
lausan tauminn: Til viðbótar er
hægt að láta sér detta í hug, að í
Tónlistarmiðstöð íslands yrðu
fleiri .^tofnanir til húsa en nú
þégar eru taldar. Nefnum Tón-
menntakennarafélag íslands, Fé-
lag íslenskra hljóðfæraleikara,
Tónskáldafélagið, STEF, Kóra-
samtök — og fleiri og fleiri. Þessi
álitlegi söfnuður sem þið eigið af
tónlistarmönnum gæti m.a.s.
Framhald á bls. 31