Morgunblaðið - 15.04.1978, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 15.04.1978, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1978 Enn eykst spennan í 1. deild eftir jafntefli Víkings og ÍR ÆSISPENNANDI leik Víkings og ÍR í 1. deild karia í gærkvöldi lauk með jafntefli 23.23. í lok leiksins var Víkingum dæmt vítakast og fékk Arni Indriðason það erfiða verkefni að fram- kvæma vítakastið eftir að leik- tíma lauk. Jens Einarsson mark- vörður ÍR-inga gerði sér lítið fyrir og varði skot Árna og tryggði Iiði sínu annað stigið í leiknum. Var gleði ÍR-inga mikil að leiknum loknum. engu líkara en þeir hefðu orðið íslandsmeist- arar, og var Jens markvörður tekinn og tolleraður. Úrslit leiksins þýða það að forysta Víkings í 1. deildinni er nú aðeins 1 stig á Haukana og eiga bæði þessi lið eftir einn leik. Valur hefur tapað jafn mörgum stigum og Haukarnir, en eiga tveimur ieikjum ólokið. Er því mikil spenna á toppi 1. deildar- innar. Fari svo að Haukar vinni KR og Valur vinni Fram þarf Víkingur að vinna Val á miðviku- daginn í næstu viku til að hljóta meistaratitil. Verði jafntefli í þeim leik þarf að fara fram aukaieikur á milli Vfkings og Hauka, en vinni Valsmenn þarf aukaleik milli þeirra og Hauka. Sannarlega spennandi endir á íslandsmótinu f handknattleik. Það var greinilegt þegar í upphafi ieiks Víkings að um hörkuleik yrði að ræða. Bæði lið léku af miklum krafti bæði í sókn og vörn og varnarmenn IR-inga börðu hver annan áfram með látum. Varnarleikurinn hvarf þó í skuggann fyrir góðum sóknarleik og eftir að staðan hafði verið jöfn 5:5 um miðjan hálfleikinn léku Víkingar mjög sterkt það sem eftir var hálfleiksins og leiddu 13:9 í leikhléi. Þorbergur Aðelsteinsson var sérlega atkvæðamikill í Vík- ingsliðinu í fyrri hálfleiknum og gerði hvorki meira né minna 8 af 13 mörkum liðsins í fyrri hlutan- um. Víkingar höfðu áfram 2—4 mörk yfir fram undir miðjan seinni hálfleikinn, en þá bættu IR-ingar við sig. Komu framar í vörninni og trufluðu Víkingana og í sókninni iéku þeir stíft upp á markið og virtust svæfa Víkingana á tíma- bili. IR-ingum tókst að kjafna 21:21 þegar átta mínútur lifðu af leiktímanum og það sem eftir var leiksins skiptust liðin á um að skora, en Víkingar ávallt á undan. Er 2 mínútur voru eftir varði Kristján vítakast frá Brynjólfi, Víkingar sneru vörn í sókn og Páll breytti stöðunni í 23:22. IR-ingar byrjuðu á miðju og Knattspyrna um helgina UM IIELGINA fara fram tveir leikir í Reykjavíkurmótinu. á laugardaginn leika Fram og Fylkir og á sunnudaginn leika Víkingur og Valur. Einn leikur fer fram í meistarakeppni KSÍ. IA leikur við ÍBV á Akranesi. bá leika í Keflavík í litlu bikar- keppninni ÍBK og FII. Allir leikirnir hefjast klukkan 14. Leikur Víkings og Vals á sunnu- daginn ætti að geta orðið skemmtilegur. því þarna eigast við tvö sterk lið. Valur tapaði óvænt fyrir Þrótti á fimmtudag. 2—1. það var Páll Ólafsson sem skoraði fyrra mark Þróttar með glæsilegu skoti af 30 metra fa-ri. Atli Eðvaldsson jafnaði fyrir Val. en fyrrverandi leikmaður hjá Val. Úlfar Hróars- son. skoraði svo sigurmark Þrótt- ar rétt fyrir leikslok. Staðan í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. er nú þannigs VíkinKur 110 0 1.0 3 Valur 2 10 1 1.2 3 Þrúttur 2 110 3.2 3 KR 1 0 1 0 1.1 1 Fram 0 0 0 0 0.0 0 Fylkir 10 0 1 0.3 0 Armann 10 0 1 0.1 0 Á stóru myndinni hér að neðan sést Jens Einarsson verja vítakast frá Árna Indriðasyni og tryggja liði sínu þannig annað stigið í leiknum. Fögnuð- ur IR-inga var mikill eins og sést á litlu innfelldu myndinni, en félagar Jens tóku hann og „tolleruðu“ í lok leiksins. ■ ", Jens varði vítakast eft- irað leiktímanum lauk leikurinn líktist ekki lengur hand- knattleik. Bjarna Bessasyni tókst að skora og þegar Víkingar byrjuðu á miðju eftir að tíminn hafði verið stöðvaður og dómarar borið saman bækur sínar voru 6 sekúndur eftir. Björgvin fékk knöttinn út í hægra hornið og hugðist fara inn, en brotið var á honum. Vítakast var dæmt, hæp- inn dómur, en Jens varði frá Árna eins og sagði í upphafi. Mikil harka var í leiknum og hann engan veginn auðdæmdur og verkefni þeirra Jóns Friðsteins- sonar og Vals Benediktssonar því allt annað en auðvelt. I heildina dæmdu þeir leikinn undir meðal- lagi og högnuðust IR-ingar nokkuð á dómum þeirra. Sést það meðal annars á því að í leiknum fengu ÍR-ingar 8 vítaköst, en Víkingar 2. Hins vegar mega fylgismenn Víkings og jafnvel leikmenn liðs- ins) gæta sín á því að vera ekki sífellt að mótmæla dómurum eins og tíðkast hefur undanfarið. Dóm- gæzlan batnar ekki vitund við slíkt nema síður Sé. í fyrri hálfleik var það Þorberg- ur Aðalsteinsson, sem hélt Vík- ingsliðinu gangandi. í seinni hálfleiknum var hans vel gætt og á tímabili var hann eltur. Þá tók Páll Björgvinsson upp markið og átti stórleik í seinni hálfleiknum og skoraði þá 5 mörk. Árni Indriðason var klettur í Víkings- vörninni að venju og drjúgur í sókn, en brást illa bogalistin í lokin. Björgvin skoraði góð mörk, en útispilarnir hefðu mátt gefa oftar á hann. Af ÍR-ingum voru þeir Brynjólfur Markússon og Vil- hjálmur Sigurgeirsson beztir í sókninni, en í varnarleiknum voru þeir hver öðrum betri, Bjarni, Sigurður G. og Sigurður Svav- arsson. Sá síðarnefndi átti einnig góðan leik á línunni ásamt Ársæli, sem sýnir framfarir með hverjum leik. Ekki má gleyma Jens mark- verði sem öðrum fremur bjargaði öðru stiginu. Mörk ÍRi Brynjólfur Markússon 9 (lv), Vilhjálmur Sigurgeirsson 7 (3v), Bjarni Bessason 4, Ársæll Hafsteinsson 1, Sigurður Svavars-r son 1, Guðmundur Þórðarson 1. Mörk Víkingsi Þol-bergur Aðal- steinsson 8, Páll Björgvinsson 8, Björgvin Björgvinsson 4, Viggó Sigurðsson 2, Olafur Jónsson 1. Misheppnuð vítakösti Vilhjálmur Sigurgeirsson misnot- aði 3 vítaskot, 2 fóru framhjá marki og eitt varði Eggert. Krist- ján Sigmundsson varði vítakast frá Brynjólfi. Víkingar fengu tvö vítaskot og varði Jens þau bæði, frá Páli og Árna. Brottvísanir af leikvellii Engin. - áij. fbröttir • Mikilvægir leikir verða í hand- knattleik um helgina og einn ekki síður mikilvægur á mánu- dagskvöld. Á sunnudag kl. 19 leika Víkingar og Haukar í 1. deild kvenna en að þeim loknum leika Valur og Fram. Sker sá Ieikur út um hvor þessara liða nær FII að stigum hjá kvenfólk- inu. Verði jafntcfli í leiknum cru FH-stúlkurnar orðnar íslands- meistarar. Klukkan 21 leika síðan KR og Haukar í 1. deild karla og á mánudagskvöld kl. 21 leika Fram og Valur. ÍRi Jens G. Einarsson 3, Hörður Ilákonarson 1. Ásgeir Elíasson 2. Ólafur Tómasson 1, Sigurður Svavarsson 3, Guðmundur Þórðar- son 2. Bjarni Bessason 2, Ársæll Hafsteinsson 2, Vilhjálmur Sigur- geirsson 3. Sigurður Gíslason 3, Ingimundur Guðmundsson 1, Brynjólfur Markússon 3. VÍKINGURi Eggert Guðmunds- son 1, Magnús Guðmundsson 2, ólafur Jónsson 2, Skarphéðinn Óskarsson 2, Páll Björgvinsson 4, Erlendur Hcrmannsson 2. Árni Indriðason 3, Þorbergur Aðal- steinsson 3, Viggó Sigurðsson 2, Kristján Sigmundsson 1, Björgvin Björgvinsson 3, Steinar Birgisson HM \ «. sv<\9>r'v Wktuto UJOfA AiWOItA'öe QOAeöA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.