Morgunblaðið - 16.04.1978, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.04.1978, Qupperneq 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 Sannleikurinn um Castro Castro í Sierra Maestra-fjöllum í Oriente-héraði á Kúbu þar sem bylting hans gegn Batista hófst. Eftir Bernard Levin Ekkert einræöisríki í heiminum sleppur eins vel við gagnrýni og Kúba. Jafnvel Júgóslavía, eftirlæti þeirra sem verja kommúnistaríki sætir harðri gagnrýni og þó er mikiu minni harðstjórn þar en á Kúbu. Sannleikurinn er sá að Castro hefur verið hvítþveginn frá fyrstu tið og í ríkara mæli en nokkur annar einræðisherra þann- ig að Ho Chi Minh er kannski engin undantekning og jafnvel ekki Mao. Okkur hefur endalaust verið sagt að Castro sé bara umbótamaður í landbúnaðarmál- um, að hann hafi aðeins viljað afnema einræði Batista, að hann hafi neyðzt til þess gegn vilja sínum að grípa til vissra og ekki alveg iýðræðislegra ráðstafana eingöngu vegna mannvonzku Bandaríkj amanna. Ef menn eins og Castro eru hvítþvegnir nógu oft og lengi lætur árangurinn ekki á sér standa og Castro hefur gert það gott. Árum saman hefur hann staðið fyrir miskunnarlausri kúg- un og sýnt Rússum ógeðfellda undirgefni (einu kommúnista- flokkarnir utan Austur-Evrópu sem studdu hernám Tékkóslóvakíu 1968 voru kommúnistaflokkar Kúbu og Norður-Víetnam) og hann hefur komizt upp með þetta án þess að hið rétta eðli hans hafi komið í ljós. Það er kominn tími til að hann verði sviptur þessari friðhelgi. Eg mun því kynna hér nokkrar sakargiftir á hendur Castro-stjórninni, ekki í von um að sannfæra þá sem telja hann hvítþveginn engil, heldur þá sem hafa fengið glýju í augun. Um fjölda pólitískra fanga í fangabúðum og fangelsum á Kúbu er ekki vitað með vissu. Castro hefur játað sjálfur í viðtali við bandarískan biaðamann að þeir séu um 20.000 og bandaríska utanríkisráðuneytið og tveir kunn- ir bandarískir sérfræðingar hafa komizt að sömu niðurstöðu. Miðað við fólksfjölda eru því áreiðanlega hvergi í heiminum eins margir pólitískir fangar og á Kúbu og þeir eru áreiðanlega miklu fleiri en í Sovétríkjunum. (Lægsta áætlaða talan um fjölda fanganna er 5.000. Hún er frá mannréttindasamtök- unum Amnesty International og samkvæmt henni væru pólitískir fangar á Kúbu samt hlutfallslega fleiri en í Sovétríkjunum. En tala Amnesty virðist alltof lág). Ein af ástæðunum til þess að erfitt er að áætla fjölda pólitískra fanga á Kúbu er sú, að engin alþjóðasamtök, sem láta sig varða meðferð á föngum, og enginn fulltrúi þeirra hafa fengið að fara til Kúbu og heimsækja fangana. Þar á meðal eru Amnesty, Rauði krossinn og Samtök Ameríkuríkja (OAS). En auðvelt er að gera sér allgóða hugmynd um aðbúnað í fangelsum og fangabúðum á Kúbu á grundvelli upplýsinga, sem hafa fengizt frá mönnum er hafa verið látnir lausir og flúið land eða komið hafa fram í bréfum sem hefur verið smyglað úr fangelsum og fangabúðum. Þessar upplýsing- ar taka fram því versta, sem við höfum heyrt um fangelsin og fangabúðirnar í Chile. Tökum fyrst ástandið í fangelsum Castro. í skýrslu OAS frá 1976 segir svo um meðferð á konum í fangelsum á Kúbu: „Las tapiadas. Því nafni kallast konur í fangelsum á Kúbu sem eru innilokaðar í klefum þar sem þær eru einangraðar fyrir brot á járnaga fangelsanna. í þéssum klefum er engin lýsing og svo til ekkert vatn. Fangarnir eru hafðir naktir og rými er mjög takmarkað. Þeir fá mat á ýmsum tímum dags svo að þeir missa tímaskyn. Þeir fá ekki gesti eða bréf. Þarna eru þeir hálfruglaðir svo vikum skipt- ir.“ í skýrslu OAS er síðan vitnað í konu, sem hefur verið í slíku fangelsi og lýsir reynslu sinni: „Nauðungarvinna var tekin upp. Við veittum viðnám. Við tóku nýjar barsmíðar og ný einangrun. ... I þrjátíu daga og nætur stóðu þeir fyrir „tin tattoo", viðstöðulaust án þess að gera hlé í eina mínútu hvað þá meira: þeir börðu í rimlana með tindiskum ... Þeir vissu að um nóttina yrðum við hungraðar og þeir leyfðu okkur ekki að hafa brauð með okkur í klefana ... I október 1969 átti einn fanganna afmæli og við vildúm halda upp á það með söng og dansi ... Alþýðuvarnarliðarnir ruddust inn í klefann... Þeir brutu allt og brömluðu og börðu okkur með rafmagnssnúrum, prik- um og bareflum ... Eg er ennþá með ör. .. Afleiðingar dagsins vorú handleggsbrot, sautján spor sem varð að sauma í höfuð einnar konu, þrír fangar sem rifbeins- brotnuðu og allir voru með áverka eftir barsmíðarnar ... Konurnar, sem enn dveijast í fangabúðunum, búa enn við hræðileg skilyrði, matarlausar, læknislausar, án þess að fá að taka á móti gestum eða fá bréf ...“ Og þegar menn hugleiða svona ástand er vert að hafa í huga að á átján ára einræðisferli hefur Castro aldrei veitt pólitískum föngum uppgjöf saka — og það gerðu þó Franco og grísku ofurst- arnir og Tito nú fyrir skemmstu. Önnur lýsing frá fyrstu hendi á aðbúnaði í kúbönsku fangelsi hljóðar þannig: „(Klefinn var) sextíu fermetrar, niðurgrafinn. Undanfarin sex ár hafa milli sjö og sextán menn hýrst í klefanum. Nú eru þeir sjö ... Klefinn er sagður hafa verið algerlega myrkvaður — lérefts- dúkur var dreginn fyrir tvo glugga klefans til að bægja dagsbirtunni burtu og nú er búið að setja járnplötur fyrir .. . Mönnunum er aðeins leyft að sjá sólina þrjá daga í viku, tvo tíma í einu ... Fangelsin eru morandi af rottum, músum og „alls konar skor- kvikindum" ... fangarnir segja frá því að sjón þeirra versni stöðugt ... að útlimir þeirra séu að lamast ... að þeir hafi magasár ...“ Fangar Castro eru af ýmsu sauðahúsi. Flestir eru auðvitað þeir sem enn berjast gegn harð- stjórn kommúnista, þótt nokkrir athyglisverðustu mennirnir í hópi fanganna séu fyrrverandi banda- menn Castros, sem hjálpuðu hon- um að komast til valda í þeirri trú, að hann væri að frelsa eyna. Meðal fanganna eru einnig verkalýðsfor- ingjar, rithöfundar og prestar. Auk þess virðist kúbanska stjórnin hafa lagt sérstakt hatur á votta Jehóva: margir þeirra hafa verið fangelsaðir og enn fleiri settir í nauðungarvinnu, þar sem trúarflokkurinn hefur verið lýstur ólöglegur á Kúhu og bænahúsum hans var lokað. En allir þessir fangar eiga það á hættu, þegar þeir hafa afplánað dóma sína, að dómarnir verði framlengdir með geðþóttaákvörðunum, ef þeir játa ekki og iðrast: þetta kallast „endurreisn.“ Eg hef ekki minnzt á það sem ég held að jnenn telji sjálfsagða hluti í einræðisríki Castros og á þar við ritskoðunina, pólitíska dómstóla, réttindaleysi verkamanna, marxistíska kennslu á öllum fræðslustigum, dýrkunina á Sovét- ríkjunum. En rétt eins og öll kommúnistaþjóðfélög eru eins í grundvallaratriðum eru þau ólík i Höfundur Meðfylgjandi greinar, Bernard Levin, er kunnur brezkur dálkahöfundur og skrifar fasta dálka í The Times. Greinar eftir hann hafa áður birzt í Morgunblaðinu. B&pv-.'í; 4 Mg, iH \ h fc-jjs' .v ! . ' ilnfn vm Fwi * 1 á í ■ 'j&pk. i Sovézkt flutningaskip í höfninni í Havana. einstökum atriðum. Að sumu leyti er hin kúbanska útgáfa kommún- ismans verri en sú sovézka og minnir raunar óþægilega á harð- stjórn sjálfs Stalíns. Þar má nefna nauðungarjátningar sem eru ekki almennt iðkaðar í Sovétríkjunum sem stendur. En Castro hefur beitt þessari aðferð gegn einhverju ágætasta skáldi Kúbu, Herbert Padilla, sem sendi frá sér ljóða- safn með gagnrýni á valdhafana og var neyddur með ráðum, sem auðvelt er að gera sér í hugarlund hver hafi verið, til þess að játa á sig hina furðulegustu glæpi. (Mál- ið var svo hneykslanlegt að meira að segja Sartre mótmælti). Það er því ekki úr vegi að vitna í eitt ljóðanna sem valdhafarnir móðguðust út af og kallast: „Að skrifa í úrklippubók harðstjóra: Varaðu þig á þeim sem hika. Af því seinna uppgötva þeir hvað þeir vilja ekki. Varaðu þig á þeim sem muldra: Juan sem stamar, Pedro hinum daufdumbá. Af því einhvern tíma finna þeir aftur djúpa rödd sína. Varaðu þig á þeim sem eru uppburðarlitlir og hræddir. Af því einhvern tíma standa þeir ekki upp þegar þú gengur inn. Nú skulum við taka fyrir eitt af fórnarlömbum Castros og ræða ástandið í hinu skuggalega lög- regluríki á Kúbu í víðara sam- hengi. Huber Matos var einn fyrsti, tryggasti og hugrakkasti sam- starfsmaður Castros: án hans hefði raunar hin fræga landganga Castros á Kúbu farið út um þúfur, því það var Matos sem fór með fyrsta liðsaukann inn í land og kom með . vopn og vistir, sem framvarðasveitirnar gátu ekki án verið og gerðu þeim kleift að verjast lengur en ella hefði orðið — án þeirra hefðu þær líklega orðið að gefast upp. Matos var síðan gerður að yfirmanni einnar mikilvægustu sveitar uppreisnar- manna, sem knúði fram uppgjöf Santiago de Cuba og var seinna landstjóri í þeirri borg og einu af fylkjum landsins. En Matos hafði látið hlekkjast af Castro eins og margir aðrir, sem börðust fyrir frelsun Kúbu: þeir vildu frjálsa Kúbu en Castro vildi kommúnista- stjórn og áður eri eitt ár var liðið frá því að byltingarmenn unnu endanlegan sigur hófst Castro handa um að hreinsa frelsis- sinnana. Matos sá hvað verða vildi og gat þó ekki fengið sig til að snúast gegn hetju sinni og vini. Þess vegna bauðst hann til að segja af sér og ákvað að draga sig í hlé. Hann sendi hinum nýja einræðis- herra Kúbu bréf þar sem hann sagði:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.