Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÖIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 17 Takmark komið út KOMIÐ er út fyrsta tölublað þriðja árgangs blaðsins Tak- marks, sem er lítið fréttabréf um heilbrigðismál. íltgefendur eru Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Krabbameinsfélag Islands og kemur blaðið út í 30 þúsund eintökum. I Takmarki eru ýmsar fréttir af baráttu grunnskólanemenda gegn reykingum’ og kemur m.a. fram að 50 bekkir hafa fengið viðurkenn- ingarskjöl fyrir það að vera reyklausir bekkir, þ.e. að enginn í bekknum reykir, en frá síðustu áramótum höfðu borizt yfirlýsing- ar frá 38 bekkjum. Af öðru efni Takmarks má nefna bréf og fyrirspurnir frá lesendum og birtur er anflar hluti greinarflokks í samantekt Þor- varðs Örnólfssonar ritstjóra Tak- marks, um sögu tóbaksnotkunar og baráttu gegn henni. Er í grein þeirri fjallað um hvernig þróun tóbaksnotkunar hefur verið fram á okkar daga. Háskólatónleikar andstæður skiptast á og þeir sem mikið hlusta á 11. kvartettinn hafa ekki getað losnað undan hugmynd- inni, að gerð annars og þriðja þáttar sé með einhverjum hætti táknræn. Beethoven lifði sökum heyrnarleysis síns í einangrun og urðu tónarnir honum það, sem öðru fólki var orð og má þar finna lykilinn að djúptæðu og myrku tónmáli hans. Síðasti kaflinn er eins og afturhvarf til raunveru- leikans og endar á glaðlegum kafla, eins konar tilbúnu brosi manns sem þjáist. Þrátt fyrir það, að skilningur undirritaðs sé annar en kom fram í leik Reykjavíkur Ensemble, var verkið túlkað mjög sterkt og sannfærandi. í heild var túlkun kvartettsins of áköf og vantaði alla slökun t.d. í millikafla þriðja þáttar. Það má vera að sterkleg túlkun hafi orðið meira áberandi, fyrir þá sök að salurinn er hávær og einnig hve illa hann var setinn. Tón- leikunum lauk með sjötta kvartettinum eftir Bartok, sem Reykjavikur Ensemble lék fyrir stuttu í Bústaðakirkju. Það eina sem finna má að þessum tónleik- um, er að húsnæðið er ekki ákjósanlegt og að tónleikarnir voru of stuttir. Reykjavíkur Ensemble ætti skilið að fá aðstöðu til leika kammertónlist og ætti Sinfóníuhljómsveit ís- lands að athuga þann möguleika að standa fyrir kammertónleik- um. þar sem kynntar væru perlur kammerbókmenntanna, í stað þess að þræla fólkinu út í þreytandi hljómsveitarspili. Ef tilraun tekst mætti skapa fleirum tækifæri og þannig auka fjöl- breytnina í lifandi tónflutningi. s^V0 Sambyggr útvarp/kassettutæki Reykjavíkur Ensemble er nú á förum til útlanda og er óskandi að þessir áhugasömu tónflytjendur uppskeri ríkulega og verði frægir af verkum sínum. Kvartettinn er góður og lætur sérlega vel að túlka rómantíska og nútíma tón- list. Mozart virðist, eins og sakir standa, ekki falla eins vel að leik þeirra en tónlist hans er klassísk í formi, hrein tónlist, án forsagnar um tilfinningaleg markmið, en mögnuð tilfinningu fyrir formi, lagferli og hryn. Á háskólatón- leikunum s.l. laugardag flutti Reykjavíkur Ensemble kvartetta Tðnllsl eftir JÓN ÁSGEIRSSON eftir Beethoven og Bartok. Ellefti kvartettinn eftir Beethoven er sérkennileg tónsmíð og hefst á eins konar sýnishorni á laghæfum (melodískum) moll, er setur sér- kennilegan svip á fyrsta kaflann og kemur jafnvel fram í öðrum þætti með notkun mollhljóms á fjórða sæti. I tónmáli Beethovens mynda náttúrumoll, hljómhæfur og laghæfur endir skemmtilegar blæbrigðaandstæður og með þess- ar andstæður er leikið í ellefta kvartettinum. Annar kafli hefst á sérkennilegri fallandi dúrlínu í cellóinu, sem er svarað með hækkandi línu í fiðlunni. Eftir nokkra takta hefst fúga, sem byggð er á fallandi „krómantísku" stefi. Fúgan er rofin af cellóstefinu en hefst að nýju í sömu tóntegund, með aðrar mótraddir, rétt eins og nú sé lausnin fundin. Þetta fer eins og fyrri tilraunin og dúr tónstiginn kemur aftur fram í cellóinu og upphaflega svarstef fiðlunnar verður niðurlag þáttar- ins, með smá „códa“ sem er unninn úr fúgustefinu og endar á tóntakseftirlíkingum á cellóstef- inu. Þriðji kaflinn er unninn úr fjögurra tóna hrynskörpu stefi, sem tekur á sig margvísleg form og endar fyrsti hluti kaflans á því að stefið tekur á sig mynd, sem minnir á sjöundu sinfóníuna. Millikaflinn er algjör andstæða, upphafsins, byggður á hægu tón- ferli, sem er óvenjulegt að því leyti, að stefið er 9 taktar en einskonar undirleiksstef, brotnir hljómar, heldur áfram og heildin verða 12 taktar. Þetta tvíferli tónhugmyndanna er mjög sérstætt og kemur víða fram í seinni verkum Beethovens. Kaflinn heldur svo áfram, að þessar Nýtt frá LEGO LEGO tæknikubbar eru ætlaðir tæknilega sinnuðu fólki frá 9 ára aldri, og upp úr. í LEGO tækniöskjunni felast ótrúlegir möguleikar, sem veita tæknifræðingum framtíðarinnar verðug viðfangsefni að glíma við. Myndirnar gefa hugmynd um möguleikana sem bjóðast. REYKJALUNDUR LEGO er nýtt leikfang á hveijum degi Lang og miðbylgja Bæði fyrir rafhlöður eða venjulegan straum. Verð aðeins kr. 42.260.- heimilistæki sf PHIUPS HAFNARSTR/ETI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.