Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRIL 1978 Listi sjálfstæðis- fólks í Kópavogi ÁKVEÐINN hefur veriö fram- boðslisti sjálfstæðisfólks í Kópa- vogi við bæjarstjórnarkosningarn- ar. Listann skipa: 1. Guðni Stefánsson járnsmiður 2. Eggert Steinsen verkfræðingur 3. Kristinn Skæringsson skógar- vörður 4. Grétar Norðfjörð flokks- stjóri 5. Guðrún Ólafsdóttir flug- freyja 6. Þorvaldur Lúðvíksson hrl. 7. Þór Erling Jónsson verktaki 8. Frosti Sigurjónsson læknir 9. Bergljót Böðvarsdóttir húsmóðir 10. Þorvarður Áki Eiríksson iðn- rekandi 11. Sturlaugur Þorsteins- son tækninemi 12. Helgi Hallvarðsson skipherra 13. Stefán H. Stefánsson auglýsingastjóri 14. Gísli Sigurðsson rafvirki 15. Þor- gerður Aðalsteinsdóttir húsmóðir DAGSKRÁ sumardagsins fyrsta í Kópavogi er að þessu sinni í höndum íþróttafélags Kópavogs og hefst hún kl. 10 árdcgis með viðavangshlaupi á Meiaheiði. Klukkan 13.30 hefst skrúðganga frá Iligranesskóla og verður gengið um Álfhólsveg að Kópa- vogsskóla þar sem skemmtidag- skrá hefst kl. 14. Fyrir göngunni fer skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Björns Guðjónsson- Flugvirkjarn- ir voru að bisa við rangan ventíl I BLAÐINU í gær var ranghermt eftir Jóhannesi Snorrasyni flug- stjóra á Boeing-vél Flugfélagsins að smurolíuventill hefði bilað í vélinni. Hið rétta er að brennslu- olíuventill stóð opinn, en það hefur áhrif á olíuhita hreyfilsins, að sögn Jóhannesar. Mistök urðu hjá spænsku flugvirkjunum í Las Palmas þegar þeir reyndu fyrst að loka þessum ventli og svo aftur þegar þeir skiptu um hann. Mistökin voru þau, að flugvirkj- arnir voru allan tímann að eiga við Listakvöld á vegum Rawa LISTAKVÖLD verður að Lauga- vegi 42, III. hæð, í kvöld á vegum hóps sem kallar sig Rawa (Renaissance Artists and Writers Association). Klukkan 3 verður opnuð mynd- listasýning sem stendur fram eftir kvöldi en í henni taka þátt 5 myndlistamenn. Dagskrá með frumsömdum ljóðum og tónlist hefst kl. 8.30. Aðgangur er ókeypis og verða veitíngar á boðstólum. Jónas Guðm- undsson sýn- ir í Keflavík JONAS Guðmundsson opnar mál- rkasýningu í dag í sal Iðnaðar- annafélags Suðurnesja í Kefla- vík. Á sýningunni eru 30 myndir, lar málaðar á þessu og síðasta en þetta er þriðja sýning ■ asar í Keflavík. 16. Sigurður Grétarsson bifvéla- virki 17. Arnór Pálsson deildar- stjóri 18. Björg Jakobsdóttir flug- freyja 19. Ingólfur Hannesson bóndi 20. Helgi Tryggvason fyrr- verandi yfirkennari 21. Sigríður Gísladóttir húsmóðir 22. Kjartan J. Jóhannsson læknir. Þrír þessara frambjóðenda voru á lista þeim, sem fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi ákvað; Guðni Stefánsson, Þór Erling Jónsson og Frosti Sigur- jónsson. Richard Björgvinsson, sem skipar annað sæti þess lista, sagði í samtali við Mbl. í gær- kvöldi, að „fyllt yrði í skörðin á flokkslistanum og verður frá því gengið á fulltrúaráðsfundi á mánudagskvöld“. Meðal skemmtiatriða við Kópa- vogsskólann verða leikþættir, kór- söngur og hornaflokkur spilar. Klukkan 15.30 verður hestasýn- ing á túninu við Kópavogsskólann og gefst börnum þar kostur á að fara á hestbak. Dagskránni lýkur kl. 17 með sýningu á barnaleikritinu Snæ- drottningunni í Kópavogsbíói og knattspyrnuleik yngstu flokka ÍK og Breiðabliks á Vallagerðisvelli. allt annan ventil og var því varla von á góðu. Þá var ranghermt að þetta hefði verið flugvélin Sólfaxi. Um var að ræða vélina Gullfaxa, en hitt nafnið var birt samkvæmt upplýsingum Flugleiða. Hæstiréttur stytti gæzlu varðhald um hálfan mánuð HÆSTIRÉTTUR stytti í gær gæzluvarðhald manns, sem úr- skurðaður hafði verið í gæzlu- varðhald fyrir fantalcga árás á húsráðendur í íbúð við Hrísateig nýverið. Maðurinn fór ásamt sex öðrum mönnum inn í íbúðina og réðust þeir að tveimur mönnum og stórslösuðu annan þeirra, eins og fram kom í Mbl. Árásarmennirnir náðust daginn eftir og voru þrír þcirra, sem harðast gengu fram, úrskurðaðir í gæzluvarðhald. Sá, sem fékk lengsta úrskurðinn, til 31. maí n.k., kærði hann til Hæstaréttar og í dómi Hæstarétt- ar er varðhaldið stytt um hálfan mánuð eða til 15. maí. Segir í dómi Hæstaréttar að rannsókn þessa máls sé nokkuð á veg komin en rannsóknarnauðsynjar bjóði þó að maðurinn sitji í vatðhaldi enn um hríð. — Hugmyndir Leníns Framhald af bls. 1. hugmyndir Leníns væru orðnar úreltar og ættu ekki við í nútíma þjóðfélagi. Sú staðreynd gerði það að verkum að kommúnistar. einkum í Evrópu, hlytu að endur- skoða stefnu sína og markmið. Landsfundur kommúnista- flokksins er hinn fyrsti sem haldinn er á Spáni í fjóra áratugi, og í ræðu sinni lauk Carillo miklu lofsorði á Suarez forsætisráðherra fyrir að hafa séð til þess að flokkurinn yrði viðurkenndur. Kvaðst Carillo mundu halda áfram að vinna með Suarez að lýðræðislegri þróun í landinu. Fundinn sitja yfir 1400 fulltrúar víðs vegar að á Spáni, auk þess sem áheyrnarfulltrúar frá Moskvu eru gestir fundarins. Carillo hvatti eindregið til þess að spænskir kommúnistar gættu hófs í málflutningi sínum og stefnumótum fyrir byggða- og þingkosningar, sem fyrirhugaðar eru í landinu á þessu ári. Talið er að ummæli Carillos um byltingar hugmyndir og stéttabaráttu hljóti að verða tilefni aukinnar gagnrýni af hálfu stjórnarinnar í Kreml, en sjálfstæðistilhneygingar Carillos hafa sem kunnugt er mælzt illa fyrir í þeim herbúðum. Á undan- förnum vikum hefur gætt nokk- urrar andúðar í garð Carillos innan spænska kommúnista- flokksiris, en talið er að ástæðan sé sú að sumum þyki hann of einráður í flokksstarfinu. Fastlega er búizt við því að Carillo verði endurkjörinn aðalritari flokksins í kosningum, sem fram fara á landsfundinum á laugardag, svo og að Dolores Ibarruri verði endur- kjörinn heiðursforseti flokksins. Ibarruri, sem oft er nefnd „La Pasionaria", sat við hlið Carillos við setningarathöfn landsfundar- ins. Hún er nú 82 ára að aldri, og var í útlegð í Moskvu með^an Franco var við völd. „La Pasionar- ia“ hefur verið mun harðari í afstöðu sinni en Carillo, og nokk- urs konar samnefnari þeirra afla í spænska kommúnistaflokknum, sem aðhyllast föðurlega forsjá sovézka kommúnistaflokksins. Eitt * helzta verkefni lands- fundarins verður að afgreiða tillögu Carillos um breytingu á opinberri skilgreiningu á spænska kommúnistaflokknum. Tillagan felur í sér yfirlýsingu um að flokkurinn sé „marxískur, lýð- ræðislegur og byltingarsinnaður", og fer atkvæðagreiðsla um hana fram fyrir luktum dyrum. — Fögnuður í Panama Framhald af bls. 1. tíma urðu skip að fara fyrir Hornhöfða. Staðfesting á samningnum þyk- ir mikill persónulegur sigur fyrir Carter forseta, sem einskis hefur látið ófreistað að undanförnu til að afla stuðnings við málið á þingi. Ronald Reagan hefur verið einn helzti andstæðingur forsetans í þessu máli, og að lokinni atkvæða- greiðslunni lýsti hann því yfir að samningurinn væri meingallaður og í engu samræmi við vilja almennings í Bandaríkjunum. Yfirlýsing Torrijos um hugsan- lega eyðileggingu skurðarins hefur vakið verulega athygli, en margir eru þó á þeirri skoðun, að hún hafi komið fram í hugaræsingi og sigurgleði og að hugur hafi ekki fylgt máli. Af hálfu bandaríska herliðsins, sem annazt gæzlu við skurðinn, var því lýst yfir í dag, að varnir hans væru í fullkomnu lagi og engin vandkvæði hefðu orðið á því að koma i veg fyrir skemmdar- verk. — NATO slak- ar á kröfum Framhald af bls. 1. skriðdrekasveitir verði fjarlægðar og á móti komi að NATO fækki kjarnaoddum, sem ætlaðir eru til návígisátaka, um eitt þúsund. Er hér um að ræða verulegar til- slakanir miðað við fyrri tillögur NATO, en árið 1975 var af hálfu bandalagsins lagt til við Sovét- menn að þeir hyrfu á brott með allar skriðdrekasveitir sínar frá Austur-Þýzkalandi gegn því að kjarnaoddarnir yrðu fjarlægðir. Viðræðurnar um samdrátt her- afla í Mið-Evrópu hafa nú staðið í rúm fjögur ár, og laúk fjórtánda fundi viðræðanna í dag. Lítið hefur miðað í samkomulagsátt, en af hálfu beggja aðila — Atlants- hafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins — var því haldið fram í dag, að þessar viðræður væru nú komnar á nýtt stig. Talsmaður Atlantshafsbandalags- ins sagði að tillögurnar nú væru settar fram í þeirri von og trú að fljótlega næðist samkomulag um ýmis grundvallaratriði, en tals- maður Varsjárbandalagsins sagði að tillögurnar gæfu til kynna „vissa breytingu“ á afstöðu gagn- aðilans. — Leitinni að líki Moros haldið áfram Framhald af bls. 1. sé aðeins falt fyrir „hátt pólitískt gjald". Leit í fjalllendinu, sem er í 120 kílómetra fjarlægð frá Róm, var hætt þegar skyggja tók í kvöld, en ! þá var frost tekið að herða mjög. Hundruð lögregluþjóna og leitar- manna eru nú á þessum slóðum, , meðal annars sprengjusérfræðing- ar og skíðamenn. Snjóalög eru mikil á leitarsvæðinu, en leitað var gaumgæfilega, meðal annars í hellisskútum Ráðgert er að fjölgi í leitarliðinu á morgun, og hafa yfirmenn leitarflokkanna lýst því yfir að ekki verði hætt fyrr en svæðið hafi verið kembt. „Ef eitthvað er að finna hér þá mun okkur takast að finna það,“ sagði Giovanni Canzuni, sem hefur yfirumsjón með leitinni. — Alvarlegur ágreiningur Framhald af bls. 1. það skyldu sína að halda áfram stuðningi sínum við hreyfingar þær í Afríku, sem berðust gegn kúgun og heimsvaldastefnu. Gromyko sagði þetta í veizlu, sem haldin var Peoli, utanríkis- ráðherra Kúbu, en hann hefur verið þar í opinberri heimsókn að undanförnu. Er fastlega búizt við því að þróunin í Afríku verði til umræðu á fundum Vance og Gromykos, og verði það ekki til að greiða fyrir nýjum SALT-samningi. — Utflutnings- bannið Framhald af bls. 48 með birgðir upp á 120—130.000 kassa, en sér hefði í fyrradag reiknast til að geymslurými væri fyrir urti 54.000 kassa til viðbótar. „Það er ekkert frekar okkar stefna en annarra að valda stöðvun frystihúsanna með útflutnings- banninu," sagði Jón, „og því ákváðum við að veita undanþág- una“. Jón kvaðst ekki telja, að það veikti framkvæmd útflutnings- bannsins, þótt undanþága væri veitt til að „losa smápláss í frystihúsunum“. Á það væri að líta, að ekki hefði korn af mjöli né neitt lýsi verið flutt út, þannig að útflutningsbannið hefði sín áhrif. „Mér reiknast til að frystihúsið hafi pláss fyrir níu daga fram- leiðslu og þegar loðnuhrognin fara eftir helgina skapast pláss fyrir 8—9 daga framleiðslu í viðbót," sagði Sigfinnur Karlsson, formað- ur verkalýðsfélagsins á Neskaup- -stað. Sigfinnur sagði það vera sína skoðun, að það væri varhugavert að gefa of frjálsan útflutning í útflutningsbanninu, en hins vegar fylgdi það undanþágu beiðninni og ekki væri fyrir hendi pláss til að flytja fiskinn annað. Þorsteinn Þorsteinsson, formað- ur yerkalýðsfélagsins á Horna- firði, sagði, að þeir hefðu gefið vilyrði fyrir undánþágu áður en útflutningsbannið skall á. „Hér hefur verið landburður af fiski og við vildum ekki verða til þess að hér stöðvaðist allt frekar en annars staðar," sagði Þorsteinn. „Um helgina var allt að fyllast og veittum við þá undanþágu fyrir útskipun á 5000 kössum, sem fóru á mánudag." Þorsteinn kvaðst telja, að geymslurými væri nú „sæmilegt eins og er“. Þórir Daníelsson, framkvæmda- stjóri Verkamannasambands ís- lands, sagði það vera stefnuna að stöðva ekki frystihúsin og því hefðu undanþágur verið veittar. Sagði Þórir að engin breyting væri ákveðin á þessari stefnu og þegar Mbl. spurði, hvað gert yrði, ef fundurinn með vinnuveitendum á föstudag yrði árangurslaus, svar- aði Þórir: „Ég hef enga trú á því að við höfum geð í okkur til að sitja einhverja maraþonfundi um almenn efnahagsmál, En við munum láta fundinn á föstudaginn ganga yfir áður en við tökum einhverjar ákvarðanir um frekari aðgerðir, ef með þarf.“ Olafur Jónsson, forstjóri Vinnu- veitendasambands Islands, kvaðst vilja segja það eitt, að hann væri að sjálfsögðu ánægður með, að ekki hefði þurft að koma til stöðvunar hjá frystihúsunum í Vestmannaeyjum. Um frekari framvindu mála væri bezt að bíða með að ræða þar til eftir fundinn með Verkamannasambandinu á föstudaginn. — Meirihluti gegn Framhald af bls. 2 er kr. 15.18 kr. fyrir þessar fisktegundir. I fréttatilkynningu frá Verðlagsráði sjávarútvegsins segir, að frá og með 20. apríl skuli verðið miðað við 2.7% fituinnihald og 19% fitufrítt þurrefni. Verðið breytist um 90 aura til hækkunar fyrir hvert 1% sem fituinnihald hækkar frá viðmiðun og hlutfalls- lega fyrir hvert 0,1%. Verðið breytist um 95 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1% sem þurrefnismagn breytist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert 0.1%. Þá segir að fituinnihald og fitufrítt þurrefnismagn hvers kol- munna og spærlingsfarms skuli ákveðið af Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins eftir sýnum, sem tekin skulu sameíginlega af fulltrúa veiðiskips og fulltrúa verksmiðju eftir nánari fyrirmælum Rannsóknastofnunar fiskiðn- aðarins. Þá er verðið miðað við að seljendur skili kolmunna og spær- lingi á flutningstæki við hlið veiðiskips eða í löndunartæki verksmiðju. Ekki er heimilt að nota aðra dælu en þurrdælu eða blanda vatni eða sjó í hráefni við löndun. Síðar segir að verðið sé uppsegjanlegt frá og með 16. maí og síðan með viku fyrirvara. „Það hefur verið yfirlýst stefna sjávarútvegsráðherra að stuðla bæri að aukinni sókn í kolmunna og spærling til þess að minnka sókn í þorskstofninn og fá endan- lega úr því skorið hvort ekki megi gera þessar veiðar arðbærar. í þessu skyni hefur hann beitt sér fyrir, að felld verði niður 6% útflutningsgjöld af afurðum þessara fisktegunda.“ Þannig hefst yfirlýsing þeirra Kristjáns' Ragnarssonar og Ingólfs Ingólfs- sonar. Þá segja þeir félagar í yfirlýsingunni: „Við þessa verðákvörðun lögðum við áherzlu á, að verksmiðjurnar stuðluðu að hærra hráefnisverði með því að sætta sig við minni vinnslukostnað en á öðrum fisk- tegundum, m.a. með því að fella niður afskriftir, sem þær hafa fengið fyrir allt árið með því mikla hráefnismagni, sem þær hafa þegar fengið, en verksmiðjurnar á Austfjörðum munu nær eingöngu fá þann kolmunna, sem á land berst. Þessu sjónarmiði höfnuðu full- trúar verksmiðjanna og odda- maður og hafa nú ákveðið verð, er ætlar verksmiðjunum hærri vinnslukostnað en þeim hefur áður verið ætlaður." Og síðan segir: „Með þessari verðákvörðun hefur meirihluti yfirnefndar gengið gegn yfirlýstri stefnu sjávarútvegsráðherra um aukna sókn í kolmunna og spær- ling. Gildandi hráefnisverð í Færeyj- um er nú kr. 15.18 fyrir hvert kíló. Veiðar okkar á kolmunna næstu vikur munu byggjast á að veiðarn- ar fari fram í færeyskri fiskveiði- landhelgi og er því verðið í Færeyjum miðað við sama fisk og við munum veiða.“ Dagskrá sumardags- ins fyrsta í Kópavogi ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.