Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLÁÍ)IÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 Fóstrunemar á blaðamannafundi í fyrradag. p!1 ] ■F .1 Fóstrunemar mótmæla kaupi og kjörum „VIÐ VILJUM vekja athygli yfirvalda og foreldra barna á dagvistarstofnunum á að það er þeirra hagur að sérmenntaðar fóstrur séu ráðnar til starfa á slikum stofnunum. Við fjörutíu og sjö fóstrunemar, sem útskrif- umst úr Fóstruskólanum nú í maí erum alvarlega að hugsa um að ráða okkur ekki til starfa vegna hinna lágu byrjunarlauna.“ Þetta kom fram á blaðamanna- fundi með nemendum Fóstruskól- ans en þeir eru mjög óánægðir með það kaup, sem þeim býðst að námi loknu. svo og starfsskilyrði. í Fóstruskólanum eru alls 170 nemendur og útskrifast 47 þeirra í vor. Byrjunarlaun þeirra eru 153 þúsund krónur og sögðu fóstru- nemarnir að þeir kenndu lágum launum og lélegri starfsaðstöðu á dagvistarstofnunum um þann fóstruskort sem nú er ríkjandi. „Er það munaður að starfa sem fóstra að loknu þriggja ára sér- námi?“ spurðu nemarnir og enn fremur: „Það er ekki laust við að við álítum að svo sé. Laun fóstru eru svo lág að það er ekki möguleiki að þau nægi til fram- færslu og greiðslu á námsskuldum er hlaðist hafa upp á námstíman- um.“ En flestir nemar Fóstruskól- ans kváðust taka námslán á þriðja ári. „Eiga dagvistarstofnanir að vera geymslur eða uppeldisstofn- anir? Árið 1976 voru á Alþingi samþykkt lög nr. 112/1976 um byggingu og rekstur dagvistar- heimila fyrir börn. í lögunum segir að markmið með starfsemi þessara dagvistarheimila sé „að gefa börnum kost á að njóta handleiðslu sérmenntaðs fólks í uppeldismálum." Hið sérmenntaða fólk í uppeldismálum, sem um er rætt í lögunum, eru fóstrur. Löggjafinn leggur áherzlu á að dagvistarstofnanir eigi að vera uppeldisstofnanir en ekki gæslu- stofnanir fyrir börn meðan for- eldrar þeirra eru við störf, eins og sumir ef til vill álíta. Dagvistarstofnanir eiga að vera uppeldisstofnanir og þess vegna teljum við lágmark að fá að minnsta kosti eina klukkustund á dag fyrir fóstruna til að undirbúa dagsverkið. Algengt er að tveir starfsmenn, það er fóstra og starfsstúlka, séu í einu til tveimur herbergjum með tuttugu börn allan daginn og það sjá allir hversu gífurlegt álag það er bæði fyrir starfsfólk og að ekki sé minnst á börnin. Starfið er mjög krefjandi og við teljum að það hafi mætt litlum skilningi. Komið hefur í ljós að Framhald á bls. 38 Bifreiðastjórar Skoðið kínversku hjólbaröana á bílasýningunni. Góð ending. Gott verö. Reynir s.f. Blönduósi, sími 95-4293. Völundar gluggar vandaðir gluggar Vandaðir gluggar eru eitt aðalatriðið í hverju húsi og auka verðmæti þess og ánægju þeirra, sem í húsinu búa. Timburverzlunin Völundur hefur 70 ára reynslu í smíði glugga. t dag leggjum við megináherslu á smíði Carda- hverfiglugga svo og venjulegra glugga samkv. hinum nýja íslenska staðli. Cardagluggar hafa marga kosti umfram aðra. Auðvelt er að opna þá og loka. Hægt er að snúa þeim við, ef hreinsa þarf þá eða mála. öryggislæsingar geta fylgt. Hljóðeinangrun uppfyllir ströngustu reglur. Bæðí vatns- og vindþéttir í lokaðri stöðu. Þá er einnig hægt að fá smíðaðar veggjaeiningar með Cardagluggum í, sem síðan má raða saman. Þar sem Cardagluggum verður ekki viðkomið mælum við með gluggum smíðuðum samkv. hinum nýja íslenska staðli, með falsi 20x58 mm. Alla glugga er hægt að fá grunnaða eða tvímálaða. Einnig getum við smíðað þá úr gagnvarinni furu eða oregonfuru. t sérstökum tilfellum smíðum við einnig glugga eftir sérteikningum. KLAPPARSTIG 1, SIMI 18430 — SKEIFAN 19, SIMI 85244 stimplar, ■ I slífar og hringir Ford 4-6-8 strokka benzín og díesel vélar Opel Austin lytini Peugout Bedford Pontlac B.M.W. Rambler Buick Range Rover Chevrolet Renault 4-6-8 strokka Saab Chrysler Scania Vabis Citroen Scout Datsun benzín Simca og diesel Sunbeam Dodge — Plymouth Tékkneskar Fiat bifreiðar Lada — Moskvitch Toyota Landrover Vauxhall benzin og díesel Volga Mazda Volkswagen Mercedes Benz Volvo benzín benzin og díesel og diesel I ÞJÓI\ISSOI\l&CO Skeilan 17 s. 84515 — 84516 LON DO N TOWN Nýja hljómplatan með Paul McCartney & The Wings Fæst hjá umboðsmönnum okkar um land allt. MESTA HLJÖMPLÖTUÚRVAL L A N D S l*N S cgs Dolvctor OECCfl FÁLKIN N Suöurlandsbaut 8 Laugavegi 24 Vesturveri 84670 18670 12110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.