Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20U APRÍL 1978 V amarmálaráðherr- ar 6 Vestur-Evrópu- ríkja styðja Carter Grigorenko biður um hæli vestanhafs New York. 18. apríl. Keuter. SOVÉZKI andófsmaðurinn Pyotr Grigorenko bað í dag um hæli í Bandaríkjunum þar sem sovézk yfirvöld hafa svipt hann borgara- rétti. Grigorenko gcrir sér þó cnnþá vonir um að fá að komast aftur heim einhvern tíma. Ilann sagði klökkur á hlaðamannafundi um Sovétríkini „Þau eru föðurland mitt. Ég hef rétt til þess að búa í föðurlandi mínu ... og ég trúi þvi að það muni gerast." Grigorenko fékk að fara í sex mánaða heimsókn ti) Bandaríkj- anna að hitta son sinn og leita sér lækninga en síðan var hann sviptur sovézkum borgararétti í síðasta mánuði. Samkvæmt til- skipun sem Leonid Brezhnev forseti undirritaði hafði .Grigor- enko valdið Sovétríkjunum álits- hnekki með framkomu sinni. Joan Miro 85 ára: / „Eg lifi svipuðu lífi og munkur” EFTIRFARANDI viðtal átti blaða- maður New York Times fyrir skömmu við hinn kunna spánska málara Joan Miró, í tilefni 85 ára afmælis lístamannsins í dag 20. apríl. Miró býr í Palma, Majorca, og fór viðtalið fram í vinnustofu listamannsins par í borg. „Mig langar til aö þeir fái aö njóta síöustu verka minna," sagöi Joan Miró, og benti á hin rúmlega 100 óunnu málverk í vinnustofunni. Brosgretta færðist yfir andlit hins aldraöa listamanns er hann bætti viö, „svo þeir viti að ég er enn á lífi." Þó Miró sé kominn á þann aldur er flestir leggjast í kör, er hann enn jafn afkastamikill listamaóur og fyrr. Málverk, vefnaöur steindir gluggar, keramik, stórar vegg- myndir, höggmyndir, útskuröur og jafnvel búningar fyrir leikrit bera því vitni. Miró hefur víöa sýnt list sína, en honum er þó ofarlega í huga sýning sem senn verður opnuö á verkum hans í Madrid. Þaö veröur fyrsta sýning lístamannsins í föðurlandi hans frá því Franco komst þar til valda fyrir 40 árum. Öll þau ár hafa valdhafar Spánar litið fram hjá Miró, þó hann sé þekktasti núlifandi listamaður Spánar. Miró hefur alla tíö verið mjög andsnúinn Franco og andstaóa hans viö einræöisherrann kom í Ijós þegar 1937. Þá vann hann aö mörgum listaverkum er sýndu andúö hans á Franco og borgara- styrjöldinni og er veggspjald Mirós, „Aidez L'Espagne" sennilega kunnast þeirra verka. En frægð hans og afstaöa til stjórnmálaflokka vernduðu hann fyrir Franco. Hann fékk að vera í friöi á Mallorca, en þar er móöir hans fædd og eiginkona einnig. „Ég bý hér á mjög einangruðum stað, og fæ því nægan vinnufriö," sagöi Miró. „Ég lifi raunverulega svipuðu lífi og munkur. Eftir því sem aldurinn færist yfir mig, því afkastameiri verö ég. En mér finnst ég vera ungur, yngri en nokkru sinni fyrr." Miró vinnur mestan hluta dagsins í vinnustofu sinni, eöa frá níu aö morgni til hálfníu aö kvöldi. Vinnu- stofan er svipuö og skip í útliti og ægi björt. „Þegar ég vinn er ég í slæmu skapi, og hingaó kemur enginn inn á meðan, allra sízt konan mín,“ sagöi listamaðurinn. Á háum stóli í vinnuherbergi Mirós stendur hnattlíkan og gnæfir yfir málverkin. „Verk mín eiga aö berast um allan heim," sagöi Miro, og glotti við. Einn gesta Mirós sagöi viö hann að sér þætti nýrri verk haris vera full jaí ofbeldi. Miró svaraói að bragði: „Já, en viö ætlum ekki aö fra aö slást, er það?“ Miró þykir vænt um Bandaríkin, enda engin furöa, því segja má að Bandaríkin hafi komíð honum á framfæri. „Ég heföi gaman af aö skreppa til Bandaríkjanna í haust," sagöi Miró, „fara til Washington, Chicago og New York. Bandaríkin hafa haft mikil áhrif á mig. „Ég ætla ekki að vinna á afmælisdaginn minn," sagöi Miró ákveöinn. Konan mín og ég ætlum að taka upp flösku af góöu víni, en ekkert frekar verður gert til aö halda upp á daginn." Myndin er af Joan Miró viö eitt verkanna í vinnustofu sinni. Friörikshöfn, Danmörku, 19. apríl. Reuter. VARNAMÁLARÁÐHERRAR sex Evr- ópuríkja lýstu í dag yfir stuðníngi sínum við Carter Bandaríkjaforseta í afstööu hans til nifteindasprengj- unnar og lögöu áherzlu á aö mikilvært væri, að Sovétríkin brygöust jákvætt viö þeirri ákvörð- un Bandaríkjaforseta að fresta framleiöslu pessa umdeilda vopns. Éftir tveggja daga ráöstefnu pess hóps innan Atlantshafsbandalags- ins er fjallar um kjarnorkumál, en pátttakendur í henni eru m.a. frá Bandaríkjunum. var gefin út yfirlýs- ing par sem látnar voru í Ijós áhyggjur yfir stööugri uppbyggingu sovézks hernaðarmáttar. Sagði í yfirlýsingunni að varnamálaráöherr- arnir legðu sérstaka áherzlu á jákvæö viöbrögð Sovétríkjanna við ákvöröun Carters um nifteinda- sprengjuna, sem eyðir öllu kviku með geislavirkni en vinnur ekkert tjón á mannvirkjum. Varnamálaráöherrarnir sögöu, aö ákvörðun um framleiðslu nifteinda- sprengjunnar færi að miklu leyti eftir því hvort Sovétríkin brygöust rétt viö, drægju úr kjarnorkuvopnafram- leiöslu sinni og minnkuðu um leið vígbúnað sinn í Evrópu, sem væri ógnun viö ríki Atlantshafsbandalags- ins. Einnig var lögö áherzla á, að kjarnorkuvopnabúnaöur Atlantshafs- bandalagsins yrói endurnýjaöur og færöur í nútímalegra horf. Harold Brown varnamálaráöherra Bandaríkjanna sagöi á blaðamanna- fundi aö engin svör heföu borist frá sovézkum yfirvöldum i þessu máli en hins vegar væri of snemmt að dæma um hver viöbrögð þeirra yrðu. Varnamálaráðherrarnir létu í Ijós áhyggjur sínar yfir stööugri hernaöar- uppbyggingu í Sovétríkjunum og þó einkum yfir auknum fjölda lang- drægra kjarnorkueldflaugna og þar á meðal eru eldflaugar af gerðinni SS-20, sem geta dregió u.þ.b. þrjú þúsund kílómetra og skotmörk þeirra Framhald á bls. 39. Fjölskyldum greitt fyrir ættingjamissi Nýju-Delhí 19. apríl. AP. SKYRT var frá Því í dag, að á Þriöjudag hefðu 30 farizt og 60 slaaazt í jánrbrautarslysi skammt norður af Bombay. Slysið varð með Þeim hætti, að hraðlest ók á kyrrstæða lest og fóru tveir vagnar kyrrstæðu lestarinnar út af sporinu við áreksturinn. Járnbrautaryfirvöld hafa tilkynnt aó fjölskyldum, er misstu ættingja í slysinu, veröi greiddar 32,000 krónur í dánarbætur. Þeir er alvarlega slösuóust fá 24.000 krónur, en minna slasaöir farþegar fá greiddar 8.000 krónur í bætur. Walter Scheel, forseti Vestur-Þýzkalands (til hægri), ræðir hér við Takeo Fukuda, forsætisráðherra Japans á fundi í Tókýó á mánudagsmorgun. Á milli þeirra situr túlkur. Scheel er t fimm daga opinberri heimsókn í Japan. Gríska stjórnin tekur við yíetnömskum flóttamönnum Nairobi 19. apríl. Reuter. GRÍSKA stjórnin ákvað í dag að veita hæli 51 víet- nömskum flóttamanni, sem bjargað var úr sökkvandi skipi í Suður-Kínahafi. Flóttamennirnir eru nú staddir í hafnarborginni Mombasa í Kenýa. Að hálfu Flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóð- anna var skýrt frá því, að gríska stjórnin hefði af mannúðarástæðum ákveðið að taka við flóttamönnunum en þeir fengu þriggja mán- aða bráðabirgðahæli í Kenýa. Stjórnin í Nairobi hafði áður neitað að leyfa flóttamönnunum að fara í land fyrr en þeir hefðu fengið það staðfest að einhver ríkisstjórn tæki við þeim. Flóttamannastofnunin hefur síðustu þrjá daga leitað víða eftir hæli fyrir flóttamennina. Flóttamannastofnunin skýrði frá því, að haft yrði samband við ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Frakklands, Kanada og Ástralíu og þess farið á leit að þær tækju við flóttamönnunum. Að sögn stofnunarinnar mun gríska stjórn- in taka við þeim sem ekki verður búið að koma fyrir innan þriggja mánaða. Waldheim á Kýpur: Enn ekki grundvöllur fyrir friðarviðræðum Nikosfa, Kýpur 19. apríl AP. KURT Waldheim aóalframkvæmda- stjóri Sameinuóu Þjóöanna sagói í dag að ýmiss ágreiningur milli Grikklands og Kýpur stæói í vegin- um fyrir nýjum friöarvióræóum. Waldheim sagói meöal annars aó Spyros Kyprianou forseti hefði útskýrt ástandið á gríska hluta eyjarinnar og augljós ágreiningur væri ríkjandi sem kæmi í veg fyrir viðræður. Waldheim ræddi vió forsetann í tvær klukkustundir um tillögur Tyrkja, sem honum voru afhentar í Vín í síöustu viku. Sagðist hann ætla aö kynna sór ástandíö nánar pegar hann væri kominn til New York og íhuga Þá hver væru næstu skref til aó koma af staó fríöarvióræðum. Eftir viðræðurnar vió Kyprianou forseta steig Waldheim yfir Atilla- mörkin, sem skipta eynni, og ræddi vió leiötoga Tyrkja, Raouf Denkthas, í tæpan hálftíma áöur en hann yfirgaf Kýpur. Waldheim sagöi aö samkomulag heföi náöst í Nikósíu í janúar s.l. um aö tillögur Tyrkja yrðu lagöar fyrir aöalframkvæmdastjórann og aó hann kynnti sér þær áöur en friðarviöræður yröu teknar upp aö nýju. Aðspuröur um þaö hvort hann hefði hvatt Kyprianou forseta til að samþykkja tillögur Tyrkja, sagöi Waldheim, aó þeir heföu rætt þær í öllum smáatrióum og Kyprianou væri vel Ijóst um hvaö máliö snerist. Kyprianou, sem boóaöi til blaða- mannafundar í dag, neitaöi aö gefa nokkrar yfirlýsingar um tillögur Tyrkja og sagöist bíöa afrita þeirra skjala er Waldheim heföu veriö færö í Vín. Raouf Denkthas, leiðtogi Tyrkja, sagöi fréttamönnum eftir fund sinn meö Waldheim aö Grikkir heföu tjáö Waldheim aó þeir gætu ekki fallist á tillögurnar og því ekki hafiö friðarvið- ræöur strax. Hins vegar létu þeir Waldheim þaö eftir ef hann vildi boöa til friðarviöræðna strax. Veður víða um heim Amsterdam 15 bjart Berlín 11 sólskin Brússel 9 skýjaö Chicago 16 rigning Frankfurt 15 bjart Genf 8 skýjaó Helsinki 8 bjart Jóhn.b. 19 skýjað Kaupmannah. 11 sólskin Líssabon 22 sólakin London 7 skýjað Los Angeles 21 bjart Madrid 21 bjart Malaga 19 skýjað Miami 26 skýjað Moskva 19 bjart New York 17 rigning Ósló 4 rigning Palma, Majorca 16 skýjað París 10 skýjaó Róm 15 bjart Stokkhólmur 6 skýjað Tel Aviv 21 bjart Tokýo 20 sólskin Vancouver 15 skýjaó Vín 9 rigning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.