Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 47 aðeins að snúast með Víkingum að nýju. Víkingur hafði misnotað 3 vítaköst í fyrri hálfleiknum og eitt í byrjun seinni hálfleiksins, en staðan í leikhléi var 7:5 fyrir Val. í byrjun seinni hálfleiksins tóku Valsmenn lífinu með ró og spiluðu upp á markið. Það gafst vel og liðið gerði 3 fyrstu mörk hálfleiks- ins, 10:5 fyrir Val. Víkingarnir voru hins vegar undir spennunni og voru lengi að finna sig eftir breytingarnar, sem gerðar voru ótímabært á liðinu í fyrri hálf- leiknum. Síðustu mörkum og mínútum leiksins er áður lýst. Áður en Islandsmótið hófst í haust fannst flestum að lið Vals og Víkings yrðu í sérflokki í mótinu. Valsmenn komu þó alls ekki vel undirbúnir til mótsins og framan af voru Víkingarnir í miklum ham. Þetta breyttist er leið á leikinn og þegar dæmið er gert upp nú í lokin getur maður ekki annað en viður- kennt en Valur hafi átt Islands- titilinn skilið. Liðið lék skynsam- lega í lok mótsins og nýtti þann mannafla, sem liðið bjó yfir. Það gerðu Víkingar hins vegar alls ekki, liðið hafði alla burði til að vera búið að vinna íslandsmótið fyrir löngu síðan. Það verður þó líka að taka með í reikninginn að Víkingar urðu fyrir ýmsum áföll- um meðan á mótinu stóð, meiðsli Ólafs og Björgvins, veikindi Kristjáns, og auk þessa utanað- komandi mistök, sem bitnuðu á Víkingunum. Beztu menn Víkingsliðsins í þessum leik voru Björgvin Björg- vinsson, sem barðist af miklum móð allan tímann. Hann fékk óblíðar móttökur í leiknum, en gaf sig hvergi, leikmaður, sem fórnar sér fram í rauðan dauðann. Páll Björgvinsson og Viggó gerðu góða hluti í þessum leik, en einnig afdrifarík mistök. Ólafur Jónsson byrjaöi vel og hefði að ósekju mátt nota hann enn meira en gert var. Markvarzlan var lakari hjá Vík- ingi en Val, e.t.v. reið það bagga- muninn. Þegar er getið þeirra Gísla Blöndals og Brynjars Kvarans sem beztu manna Valsliðsins. Aðrir voru einnig góðir, Stefán og Steindór Gunnarsson t.d. Þorbjörn Jensson dýrmætur í sókninni í lokin og þannig mætti áfram telja. Að lókum: Valur vann Víking með einu marki í góðum leik og æsispennandi, þar sem allt var undir og áhorfendur sem leikmenn lögðu sig fram í hvívetna. Dómarar þessa leiks voru þeir Óli Olsen og Gunnar Kjartansson og komust þeir allvel frá mjög erfiðu verkefni. í stuttu málii íslandsmótið í handknattleik, 1. deild, Laugardalshöll 19. apríl. Valur — Víkingur 14il3 (7«5) Mörk Valsi Gísli Blöndal 3, Jón H. Karlsson 3 (3v), Þorbjörn Guðmundsson 2, Stefán Gunnars- son 2, Bjarni Guðmundsson 2, Jón Pétur Jónsson 1, Þorbjörn Jensson I. 1 Mörk Víkingsi Viggó Sigurðs- son 4, Ólafur Jónsson 2, Þorbergur Aðalsteinsson 2, Björgvin Björg- vinsson 2, Páll Björgvinsson 1, Árni Indriðason 1, Ólafur Einars- son 1. Brottvísanir af leikvellii Stefán Gunnarsson, Val, Ólafur Einars- son, Víkingi, og Magnús Guð- mundsson, Víkingi, í 2 mínútur hver. Misheppnuð vítakösti Árni Indriðason átti skot í stöng, Ólafur Einarsson víti í þverslá, Brynjar Kvaran varði ’tvö vítaköst frá Páli Björgvinssyni. _ ájj STADAN Svíar lögöu meist- arana • SVÍAR komu mjög á óvart í gærkvöldi er þeir sigruÖu heimsmeistaralid Vestur-Þýzkalands í vináttulandsleik í Stokkhólmi 3« 1. Var það mál manna að sigurinn hafi verið fyllilega verðskuldaður. Svíar hafa náð mjög góðum árangrí gegn Vestur-Þjóðverjum í gegnum árin. Tengiliðurinn Lennert Larsson var hetja sænska liðsins í gærkvöldi, en þessi 24 ára gamli Svíi skoraði tvö síðustu mörk leiksins og tryggði Svíum þennan óvænta sigur. Larsson leikur með Scharlke 04 í þýzku deildinni. bjóðverjarnir tóku forystuna á 24. minútu með marki „aukaspyrnusér- fræðingsins*4 Rainers Bonhof og að sjálf- sögðu skoraði hann beint úr aukaspyrnu. Tveimur mínútum síðar átti Larsson hættulega sendingu inn í vítateig þýzka liðsins og varnarmaðurinn Rolf Russmann, sem reyndi að bægja hættunni frá, skallaði i eigið mark og jafnaði 1.1. Á 5. mínútu seinni halfleiks skoraði Larsson fyrra mark sitt og á 74. mínútu innsiglaði hann sigur Svía með góðu marki. • ENGLAND og Brasilía skildu jöfn 1.1 í vináttulandleik á Wembley í gærkvöldi eftir að staðan hafði verið 1.0 í hálfleik, Brasilíu í vil. Brasilíumenn tóku forystuna á 9. mínútu þegar Gil skoraði ágætt mark með lúmsku skoti, sem Corrigan í marki Englands réð ekki við. Englendingarnir sóttu meira í fyrri hálfleiknum og var Tony Currie maðurinn á bak við flestar sóknarloturnar. í seinni hálfleik sótti England ákaft og útherjarnir Coppell og Barnes sköpuðu hættu með góðum sendingum fyrir markið. En jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en á 70. múnútu og var það Kevin Keegan sem það skoraði beint úr aukaspyrnu, eftir að Francis hafði verið brugðið innan vítateigs. KR leikur aukaleiki við Fram KR-INGAR sigruðu Ármann örugglega 22—20 í síðasta leik sínum í íslandsmótinu í gær- kveldi og tryggðu sér aukaleiki við Fram um það hvort liðið leikur á móti HK um 1. deildar sæti næsta ár. KR-liðið var betra allan tímann, náði strax forystu í leiknum og hélt henni til leiksloka. Fyrirliði KR, Haukur Ottesen, var drjúgur við að skora í upphafi leiksins og af fyrstu sjö mörkum liðsins skoraði Haukur fimm. Þá tóku Ármenningar það til bragðs að taka Hauk úr umferð, og var hann eltur allan leikinn. Þá var það Björn Pétursson sem tók við og átti hann góðan leik að þessu sinni. í leikhléi var staðan 12—10 KR í hag. Ármannsliðið átti bestan leik í byrjun síðari hálf- leiks og náði að jafna leikinn, 14—14, með mörkum Jóns Sigurðs- sonar. Síðan var sem allur vindur væri úr liðinu, ónákvæmar send- ingar og ótímabær skot gerðu það að verkum, að KR-ingar sigu aftur fram úr og sigruðu örugglega 22—20. Bestu menn KR í leiknum voru þeir frændur Björn og Haukur. Þá átti Jóhannes ágætan leik í vörninni. Heimir Gunnars- son markvörður var besti maður Ármanns og varði snilldarlega á köflum. MÖRK KR. Björn Pétursson 7, Haukur Ottesen 5, Jóhannes Stefánsson 3, Sfmon Unndórsson 3, borvarður Guðmundsson 2, ólafur Lárusson 1, Sigurður Páll Óskarsson 1. MÖRK ÁRMANNS. Björn Jóhannsson G, Friðrik Jóhannsson 6, Jón V. Sigurðsson 2, Þráinn Ásmundsson 3, Grétar Ingólfsson 3. — þr. Ármann Lokastaðan í handknattleiki Valur Vfkingur Haukar (R FH Fram KR 1. dcild karla í 14 9 2 14 7 5 14 7 4 14 4 5 14 5 3 14 4 4 14 5 2 3 288.258 20 2 297.260 19 3 285.255 18 5 287.276 13 6 290.301 13 6 286.311 12 7 272.275 12 Markhæstu leikmenn 1. deildar karia. Björn Jóhannesson Ármanni 86 Andrés Kristjánss. Haukum 78 Jón Karlsson Val 78 Brynjólfur Markúss. lR 76 Haukur Ottesen KR 69 Björn Pétursson KR 60 Páll Björgvinsson Vfkingi 58 Janus Guðlaugsson FH 57 Gústaf Björnsson Fram 54 Viggó Sigurðsson 53 Sfmon Unndórsson KR 52 Polar Cup hefst á föstudagskvöld: Mætum meist- urum Finna í fyrsta leiknum NORÐURLANDAMÓTIÐ í körfuknattleik eða Polar Cup hefst í Reykjavík á föstudaginn og er þetta í annað sinn, sem keppnin fer fram hér á landi. Árið 1968 var mótið fyrst haldið á íslandi og hafði Norðurlandamót karla í íþróttum þá ekki áður verið haldið hérlendis. Norðurlandamótið er nú haldið í 9. Föstudagur 21. aprfl skipti og hafa Svíar og Finnar einokað Kl. 19,45 Finnland — ísland meistaratitla á mótinu. Svíar hafa hl. 21,30 Danmörk — Svíþjóð þrívegis sigrað, en Finnar fimm sinnum og þeir eru núverandi Norður- landameistarar. Búast má við að keppnin standi á milli þessara þjóða eins og venjuleg og í fyrsta leiknum mætir ísland einmitt Norðurlanda- meisturum Finna. Island várð í fjórða sæti á mótinu 1976, en tókst hins vegar að ná þriðja sætinu 1974. Dagskrá mótsins er sem hér segir: Laugardagur 22. aprfl Kl. 13,30 Island — Danmörk Kl. 15,15 Finnland — Noregur fþróttahús Njarðvíkur Kl. 19,45 ísland — Svfþjóð Kl. 21,30 Finnland — Nöregur Sunnudagur 23. aprfl Kl. 10.00 Noregur — Svíþjóð Kl. 11,35 Danmörk — Finnland Kl. 15.00 ísland — Noregur Kl. 16.45 Finnland - Svfþjóð Allir leikirnir nema tveir fara fram í Laugardalshöllinni. Tveir leikir verða leiknir í íþrótta- húsinu í Njarðvík á laugardagskvöld. lslenzka liðið hefur æft mjög vei fyrir mótið og er það mál manna að það sé betra og jafnara nú en áður. Er óhætt að hvetja fólk til að koma og sjá skemmtilega leiki í mótinu. I sambandi við mótið verður þjálf- aranámskeið og hefst á laugardag kl. 9 f.h., og er það öllum þjálfurum opið. - þr. MIKIL ÞATTTAKA I VÍÐAVANGSHLAUPI ÍR ÚTLIT er fyrir mikla þátttöku og hörkukeppni í 63. Vfðavangshlaupi ÍR, sem að venju verður háð í dag. Alls eru skráðir til leiks rúmlega 100 keppendur, þar af eru rúmlega 20 konur. Hlaupið verður með sama sniði og undanfarin ár, að því undan- skildu að nú verður endamarkið við Alþingishúsið í stað þess að vera í Austurstræti. Það hefst í Hljómskálagarðinum klukkan 14, og má búast við fyrstu mönnum í mark um 12 mínútum síðar. Vegalengd hlaupsins er um 4 kílómetrar. Meðal þátttakenda í Víðavangs- hlaupi ÍR að þessu sinni eru flestir beztu hlauparar landsins. Jón Diðriksson, UMSB, kemur heim sveitakeppnirnar undanfarin ár og má búast við að þeir verði einnig aðsópsmiklir í sveitakeppninni í frá Englandi til keppni og má búast við spennandi viðureign milli hans, Ágústs Þorsteinssonar, UMSB, Ágústs Ásgeirssonar, IR, Hafsteins Oskarssonar, IR, og Gunnars P. Jóakimssonar, IR. IR-ingar hafa unnið flestar Úrslitin ráðast í þremur flokkum í körfuknattleik UM HELGINA ráðast sennilega úrslit í premur flokkum ó íslandsmótinu í körfuknattleik, Þ.e. í 2. flokki, 3. flokki og í 3. deild. í 2. flokki er aóeins eftir hreinn úrslitaleikur milli Fram og UMFN. í 3. tlokki eru Haukar, KR og ÍR í úrslitum ásamt annaóhvort UIA eða Tindastóli, sem eiga eftir aö keppa um sæti í úrslitakeppninni. í 3. deild eru prjú lið í úrslitum, Hörður trá Patreksfiröi, Tindastóll frá Sauðárkróki og ÍBK. Leikjaskráin fyrir helgina lítur pannig út: SKIÐAMOT VÍKINGS Á LAUGARDAG SKIÐADEILD Víkings gengst fyrir svigmóti í öllum aldursflokkum barna og unglinga við skála félags- ins í Sleggjubeinsskarði á laugar- daginn. Mófiö hefst klukkan 13 og er petta trúlega í fyrsta skipti, sem Víkingar gangast fyrir opinberu skíðamóti. Ef svo er ekki pá er mjög langt síóan paö var. SELTJARNARNES FIMMTUDAGUR 20. APRÍL. Kl. 20.00 úrslit i 2. fl., Fram - UMFN Júgóslavar unnu JÚGOSLAVAR unnu Englendinga 2:1 í landsleik 21 árs og yngri í knattspyrnu í Novi Sad í Júgóslavíu í gær. Petta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum Evrópukeppni pessa aldurshóps. Þaö var Vahid Halíhodzic, sem gerði bæöi mörk Júgóslava, en Everton-leik- maðurinn Andy King skoraði mark Englendinga. Seinni leikurinn fer fram í Manchester 2. maí og ættu Englend- ingar aö vinna pann leik miðað við að peir voru sízt lakari í gær. Kl. 21.30. 3. fl.t UlA - Tindastóll ÍÞRÓTTAHÚS HAGASKÓLA FÖSTUDAGUR 21. APRÍL. Kl. 18.00, 3. H.i Haukar - UlA eða Tindastóll Kl. 19.15, 3. fl.. KR - ÍR Kl. 20.30, 3. deild. Hörður Tindast. ÍÞRÓTTAHÚS HAGASKÓLA LAUGARDAGUR 22. APRÍL, Kl. 16.00, 3. fl., Haukar - KR Kl. 17.15, 3. fl., ÍR - UlA cða Tindastóll Kl. 18.30. 3. deild, Tindastóll - IBK iÞRÓTTAHÚS HAGASKÓLA SUNNUDAGUR 23. APRÍL. Kl. 19.00. 3. H.i ÍR - Haukar Kl. 20.15, 3. fl.. KR - UÍA eða Tindastóll Kl. 1.30, 3. deildi ÍBK - Hörður TVO FYRSTU GOLFMÓTIN Á SUMRINU TVÖ golfmót a.m.k. fara fram í dag. Innanfélagsmót verður haldiö á Nesvellinum og hefst klukkan 13. Leiknar veróa 18 holur. Á Grafár- holtsvelli hefst klukkan 14 einnar kylfu keppni hjá GR og er pað utan kappleikaskjár. URSLITIN I SKÓLAMÓTI í FÓTBOLTA URSLITALEIKURINN í skólakeppni KSÍ fer fram á Kaplakrikaveili í dag ( klukkan 14. Eigast par viö lið Armúlaskóla og Menntaskólans á Akureyri. Akureyringar slógu meðal ar.nars út hina snjöllu leikmenn Háskólans, en Ármúlaskólinn bar m.a. sigurorö af liði ipróttakennara- skólans. 14 2 1 11 259.308 5 VALURi Brynjar Kvaran 4, Jón Pétur Jónsson 3, Jón H. Karlsson 3, Björn Björnsson 2, Gísli Blöndal 4, Þorbjörn Guðmunds- son 2, borbjörn Jensson 3, Stein- dór Gunnarsson 3, Steíán Gunnarsson 4, Bjarni Guðmunds- son 3. VÍKINGURi Eggert Guðmunds- son 3, Magnús Guðmundsson 3, Jón G. Sigurðsson 2, Ólafur Jónsson 3, Skarphéðinn Óskars- son 3, Páll Björgvinsson 3, Ólafur Einarsson 2, Árni Indriðason 3, borbergur Aðalsteinsson 2, Viggó Sigurðsson 2. Björgvin Björgvinsson 4, Kristján Sig- mundsson 2. KRi Haukur Ottesen 3, Símon Unndórsson 2, ólafur Lárusson 2, Ingi Steinn Björgvinsson 2, Krist- inn Ingason 1, Sigurður óskars- son 1, Ævar Sigurðsson 1, Þor- varður Guðmundsson 2, Jóhannes Stefánsson 3. Björn Pétursson 3, Emil Karlsson 2. ÁRMANNi Heimir Gunnarsson 3, Ragnar Gunnarsson 2, Björn Jóhannesson 2, Friðrik Jóhanns- son 3, Grétar Ingólfsson 1, Jón V. Sigurðsson 2, Jón Ástvaldsson 2, Þráinn Ásmundsson 2, Einar Þórhallsson 2, óskar Ásmunds- son 1, Einar Eiríksson 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.