Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 A vængjum söngsins?? F'immtudaginn 6. apríl birtist í MorKunblaðinu grein eftir Jónínu Gísladóttur tónlistar- kennara, er nefndist: Hver er staða tónlistarkennara? Það er ekki ætlun undirritaðs að bianda sér í persónulegar deilur, enda hnútum ókunnur. Jónína varpaði engu að síður fram áleitnum spurningum, sem full ástæða er til að leita svara við. Kjarni máls Jónínu eru eftirfar- andi spurningar: Er stunda- kennari réttindalaus með öllu? Er skólastjóra t.d. skylt, að gefa skýringu á því hvers vegna stundakennara er sagt upp störfum? Eru engir samningar í gildi milli sveitarfélaga og stundakennara er tryggja hin- Er tónlist bara upp á punt? um síðarnefndu hefðbundin og sjálfsögð réttindi launþega? í lok greinar sinnar skorar Jónína á tónlistarkennara að taka höndum saman og ræða sjálfsögð réttindamál stéttar- innar. Eg vil leyfa mér að taka undir orð Jónínu, og jafnframt benda á, að á sama tíma og Tónlistarskóli Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónskóli Sigursveins D. Kristinss. Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Tónlistarskóli Keflavíkur Tónlistarskólinn í Garðabæ Tónlistarskóli Mosfellshrepps Tónlistarskóli Isafjarðar Tónlistarskóli Akureyrar Tónlistarskóli Rangárvallas. A Hvolsvelli Tónlistarskóli Arnessýslu á Selfossi Tónlistarskóli Vestmannaeyja Tónlistarskóli Egilsstaöa hvert verkalýðsfélagið á fætur öðru tekur fram fyrir hendur ráðamanna þjóðarinnar til að knýja fram kröfur sínar, og það á stundum með fullum rétti, búa tónlistarkennarar landsins við vinnuaðstæður og reglugerðir sem virðast ekki einu sinni tryggja þeim samningsréttindi, eða atvinnuöryggi. Tónlistar- kennarar bugta sig og beygja í hvert sinn er þeim er rétt tréspil eða tromma. Ég held, að for- ustumenn þessarar stéttar ættu að taka sig til og láta frá sér heyra. Tónlist er ekki bara upp á punt! Hér um ræðir fullgilda, jafnvel lögskipaða námsgrein, sem hundruð vel menntaðra manna hafa atvinnu af. Þjóðfé- laginu ber skylda að koma fram við þá samkvæmt því. I bragarbót fylgir hér listi yfir stærstu tónlistarskóla landsins, og hlutfall fastráðinna kennara og stundakennara. Eft- irfarandi tölur eru, að eögn, sóttar í Handbók ríkisstarfs- manna, en menntamálaráðu- neytið lét þær í té. Rétt er að geta þess, að skrá þessi gilti fyrir árið 1977. Er varla við að búast, að miklar breytingar hafi orðið síðan. Handbókin segir þá merku sögu, að við tónlistar- skóla landsins störfuðu árið 1977 um 140 fastráðnir kennar- ar (í heilum, hálfum og þriðj- ungs stöðum), en um 160 stundakennarar. Hlutfallið verður enn óhagstæðara ef litið er á höfuðborgina og nágranna- bæi eingöngu. A Reykjavíkur- svæðinu eru starfandi um 60 fastráðnir kennarar, en um 120 stundakennarar! Ef stundakennarar legðu nið- ur vinnu, eins og flugmenn gera, og aðrir er segjast verða undir í lífsgæðakapphlaupinu ... myndi lítið verða um flug á vængjum söngsins þann daginn. IHutfalI kennara og stunda- kennara við nokkra stærstu tónlistarskóla landsins, Fastráðnir Stunda- kennarar kennarar 16 26 17 4 12 8 1 20 5 19 1 12 5 8 3 14 1 11 5 6 16 2 2 7 5 4 1 3 2 1 Hljómburður í Hallgrímskirkju Ingólfur Guðbrandsson, sem óþarfi er að kynna tónlistarunn- endum, hefur í tvígang fært Hallgrímskirkju veglegar pen- ingagjafir, með þeirri ósk, að allt verði gert til að tryggja góðan hljómburð í þessari stærstu kirkju landsins. Her- mann Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar, var inntur eftir því hvað hefði verið gert í þeim efnum. Hann sagði: „Á fjölmörgúm fundum, sl. tíu til fimmtán ár, hefur hljóm- burður kirkjunnar verið til umræðu, og allt verið gert sem í mannlegu valdi stendur til að forðast mistök. Við höfum t.a.m. tilkallað tvo verkfræðinga, þá Hörð Frímannsson og Gunnar Pálsson, sem setið hafa fundi, nú síðast í vetur, en þá var til umræðu uppsetning hljómburð- artækja og raflagnir þar að lútandi, t.d. staðsetning hljóð- nema og hátalara. En í umræðu hefur það verið nokkuð umdeilt hvort ætti að vera ráðandi í hinum eiginlega hljómburði kirkjunnar: Hið talaða orð, eða tónlist og tónlistarflutningur. Fullkomin samstaða er nú um það, að tónlistin verði látin sitja í fyrirrúmi, en hins vegar, að gerðar verði ráðstafanir til að koma hinu talaða orði til skila með hljómflutningstækjum." Hljóðlengd Hefur verið rætt um hljóð- lengd, eða bergmál, í þessu sambandi? „Ekki beinlínis. En viö höfum kynnt okkur þessi mál erlendis og fylgst með byggingu svipaðra kirkjuskipa og vandamálum þar að lútandi. Við höfum einnig viðað að okkur ritum og fræði- legum greinum, sem þó virðast allar gefa til kynna, að hljóm- burður og framtíðarspár um hann séu flóknari en svo, að nútímatækni fái miklu ráðið. Húsameistari ríkisins og það embætti hefur raunar haft yfirábyrgð á byggingunni allt frá árinu 1937. Húsameistari sótti fund um þetta mál fyrir skömmu, og virtist fremur tómlátur hvað hljómburð Hall- grímskirkju áhrærði. Arkitekt- ar hafa tilhneigingu til að byggja fyrst og sjá svo hvað gerist." Hafa verkfræðingar ykkar spáð einhverju um væntanlegan hljómburð Hallgrímskirkju? „Nei, ekki beinlínis. Þeir hafa hins vegar varpað fram spurn- ingum um óskir okkar og þarfir, og það hvað við viljum leggja mesta áherslu á. Nýlega var t.d. fjallað um það hvernig arkitekt- inn hugsaði sér innri þiljur hússins og hljómburðarvanda- mál sem þær gætu orsakað. Það má skjóta því að, að þegar við unnum að byggingu turnsins var leitað ráða til orgelnefndar Þjóðkirkjunnar, sem þá var undir forstöðu dr. Róberts heit- ins Ottóssonar. Af þessu sam- starfi leiddi, að fenginn var sérfræðingur frá Þýskalandi sem benti okkur á hvernig skynsamlegast væri að steypa neðri hluta turnsins, svo nýting yrði sem best, og jafnframt aðstaðan til tónlistariðkunar. Fleiri mætir menn hafa komið yið sögu, t.d. Páll heitinn Isólfsson, og aðrir.“ Stærsta vonin Blm.: Þú telur að það hafi verið vel að byggingunni staðið til þessa? „Já, ég held að menn hafi haldið vöku sinni og gert sér grein fyrir hvað þetta er afgær- andi, og óafturkræft, ef illa nír. Ég hef séð það haft eftir Ingólfi Guðbrandssyni á prenti, að hann álíti að guðshús þau, er byggð hafa verið í Reykjavík undanfarin ár, séu illa fallin til tónlistarflutnings. Ég held hann álíti Hallgrímskirkju síðustu og einnig stærstu vonina um til- komu tónleikahúss þar sem flytja mætti trúarleg tónverk gömlu meistaranna." Blm.: Það virðist falla í góðan jarðveg á meðal sóknarnefndar- manna, að Hallgrímskirkja verði nýtt til tónlistarflutnings þegar fram í sækir. Eða er ekki svo? „Það hefur alltaf verið ásetn- ingur okkar, að Hallgrímskirkja þjónaði ekki kristinni kirkju í orðum einum, heldur að Guð yrði þar einnig lofaður og vegsamaður í tónum. Lesendur skrifa: Menntaskólar mætast Þættinum hefur borist langt bréf frá „tónlistarkennara“, sem fjallar að hluta um efni sem á erindi til tónlistarunnenda, og að hluta um ríkisfjölmiðlana. Verður síðarnefndi Huti bréfs þessa felldur úr, þar eð Velvakandi og aðrir menn eru til staðar til umfjöllunar um svo almenn málefni. En tónlistarkennarinn segir m.aT: „ ... Jafnframt þykir mér einkennilegt, að þær mennta- stofnanir okkar sem þykjast öðrum æðri, þ.e. menntaskólarn- ir og aðrir framhaldsskólar, sem litla eða enga rækt hafa lagt tónlistinni, skuli óspart flagga tónlistarnemendum í fjölmiðl- um, eins og það sé þeim að þakka, að finna má hörpu- leikara, píanóleikara, flautu- leikara og söngvara í hópi nemenda ... Þetta slær ryki í augu almennings, sem álítur að framhaldsskólarnir sinni þessari listgrein sem skyldi. En við, sem störfum að tónlistar- kennslu, vitum betur. Ég held að ég megi fullyrða, að einn menntaskólanna, er nýlega hampaði tónlistarnemum á sjónvarpsskermi, hafi ekki haft á að skip tónlistarkennara um margra ára skeið. Tónlistar- menntun sækja nemendur yfir- leitt út fyrir veggi „æöri“ menntastofnana, til einka- kennara eða tónlistarskóla — og það með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn. Að sjálfsögðu standa sumir skólar betur að vígi i þessum efnum en aðrir, og hafa í- sumum tilfellum á að skipa frábæru tónlistarfólki. í öðrum tilfellum er tónlistarkennsla höfð í frammi, en vill verða að eins konar sprell-tíma, sem nemendur og skólastjórar taka ekki alltof hátíðlega . .. Ekki veit ég við hvern er að sakast. Annaðhvort er hér um að ræða skeytingarleysi skólastjóra, í ár munu tíu tónmenntakennarar ljúka námi við Tónlistarskólann í Reykjavík, árið 1979 fjórir og árið 1980 átta. Alls eru því tuttugu og tveir nemendur í kennaradeild Tónlistarskólans. A myndinni er Bergljót Jónsdóttir, kennari í kennslufræðum, ásamt nokkrum nemenda sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.