Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 1
81. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fögnuður í Panama — en viðbrögð mis- jöfn í Bandaríkjunum Panama horg. 19. april. AP. Reuter. PANAMA-búar fögnuðu í dag ákaft staðfostingu Randarikja- þings á.samningnum. sem kveður á um óskoruð yfirráð Panama yfir Panamaskurðinum frá næstu aldamótum. Skömmu eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslu öld- ungadeildar þingsins var kunn í nótt. lýsti Omar Torrijos, hers- höfðingi og leiðtogi Panama, því yfir að hefði þingið ekki staðfest samninginn hefði hann verið reiðubúinn til að láta eyðileggja skurðinn með dýnamíti. Ljóst er að með atkvæða- greiðslu öldungadeildarinnar er þó hvergi nærri lokið deilum í Bandarikjunum vegna málsins, en víða í SuðurAmeríku hefur afgreiðslu málsins verið fagnað, og hún talin marka tímamót í samskiptunum við nágrannann í norðri. Carter forseti leikur á als oddi eftir atkvæðagreiðsluna, en gagnrýnendur stefnu hans í þessu máli hafa verið harðorðir og segja að hún sé staðfesting á því að forsetinn sé alls ófær um Carillo á landsfundi: Hugmyndir Lenins um ; byltingu og stéttabar- áttu úreltar Madrid — 19. apríl — AP. SANTIAGO Carillo, leiðtogi spænskra kommúnista, lýsti því yfir í stefnuræðu sinni á lands- fundi kommúnistaflokksins, sem hófst í dag, að kommúnistar ættu að hafna kenningum Lenfns um stéttabaráttu og byltingu, en stefna í þess stað að samvinnu við lýðræðislcga kjörnar ríkisstjórn- ir. Carillo lagði áhcrzlu á að hann færi þess ekki á leit við flokks- bra'ður sína að þeir höfnuðu lenínisma sem slíkum, en ýmsar Framhald á bls. 26 að hafa á hendi forystu í utanrík- ismálum. Til átaka kom milli stúdenta í Panama-borg í dag, en vinstri sinnaðir öfgamenn í þeirra hópi kröfðust þess að Panama fengi tafarlaus yfirráð yfir skipaskurð- inum. Carter forseti sagði eftir að Alvar- legur ágrein- ingur -sagði Vance við komuna til Moskvu Moskvu — 19. apríl — AP — Reuter EKKI er við því búizt að Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafi árangur sem erfiði í heimsókn sinni til Moskvu, en tilgangurinn með viðræðum hans við Sovét- stjórnina næstu þrjá daga er * að greiða fyrir nýjum SALT- samningi. Við komuna til Moskvu lýsti Vance því yfir að alvarlegur ágrciningur væri milli stjórna rikjanna, þótt báðir aðilar gerðu sér nú betri grein fyrir því en oft áður í hverju ágreiningurinn fælist. Samskipti stjórna ríkjanna hafa farið versnandi að undan- förnu, ekki sízt vegna hern- aðaríhlutunar Sovétríkjanna í Afríku. Áður en Vance lagði af stað frá Lundúnum til Moskvu lýsti hann því yfir að Banda- ríkin hefðu miklar áhyggjur af ástandinu í Eþíópíu þar sem Sovétmenn er með 1500 hernaðarráðgjafa og kúbanskir hermenn eru um 20 þúsund talsins. Gromyko utanríkisráð- herra lýsti því yfir síðast í gærkvöldi, að Sovétríkin álitu Framhald á bls. 26 V ínar-viðræðurnar: Vínarborg 19. apríl AP. RÍKI Atlantshafsbandalagsins hafa lagt fram nýjar tillögur um meiriháttar tilslakanir í viðræð- unum um gagnkvæman samdrátt herafla í Mið-Evrópu, að því er skýrt var frá í Vínarborg í dag. Eru viðbrögð af hálfu Varsjái- bandalagsins við tillögunum eng- an veginn neikvæð, og fulltrúar samningurinn hafði verið staðfest- ur, að hann fæli í raun i sér samstarf við Panama um starf- rækslu og varnir skurðarins og hefðu Bandaríkin samkvæmt hon- um rétt til að gripa til hverra þeirra ráðstafana, sem nauðsyn- legar kynnu að reynast til að halda honum opnum, þótt ljóst væri að ekki kæmi þar til greina íhlutun Bandaríkjanna í innanríkismál Panama. Vísaði forsetinn hér til þess ákvæði samningsins þar sem segir að Bandaríkin hafi rétt til að gera meðal annars hernaðarlegar ráðstafanir ef umferð um skurð- inn verði hindruð, en þetta atriði var lengi vel það, sem einkum stóð í vegi fyrir því að samningar tækjust um yfirráð yfir skurðin- um. Bandaríkjamenn grófu skipa- skurðinn, sem tekinn var í notkun árið 1914. Hann markaði tímamót í samgöngumálum þessa heims- hluta og stytti leiðina milli austur- og vesturstranda í álfunni um 7 þúsund mílur, en fram að þessum Framhald á bls. 26 Sungið var og dansað í Panama borg eftir að Torrijo hershöfðingi tilkynnti um úrslit atkvæðagreiðslu Bandaríkjaþings um^ramtíð Panama-skurðar. Fjölmenni safnaðist fyrir á götum borgarinnar en ánægjan var ekki óblandin því að vinstri sinnaðir stúdentar efndu til átaka í mótmælaskyni við það, að Panama fengi ekki tafarlaus umráð yfir skurðinum. (AP-sjmamynd). Leitinni að líki Moros haldið áfram: Athyglin beinist eink- um að fylgsninu í Róm ^ Róm. 19. apríl. AP. Reuter. ÍTALSKA stjórnin lýsti því yfir í kvöld að telja mætti útilokað að lík Aldo Moros væri að finna í Duchessa-vatni, og hefðu upplýs- ingar þær, sem leitin hefði byggzt á, auglýsilega ekki átt við rök að styðjast. Cossiga innanríkisráð- herra sagði rannsóknir hafa leitt í Ijós að orðsending Rauðu herdeildarinnar um „aftöku“ Moros og afdrif líksins væri að öllum lfkindum ófölsuð. Hinni víðtæku leit að líkinu í NATO slak- ar á kröfum þess á fundinum sögðu að til- lögurnar yrðu athugaðar gaum- gæfilega áður en afvopnunarvið- ræðurnar hæfust að nýju eftir mánuð. Tillögur Atlantshafsbandalags- ins háfa ekki verið birtar, en áreiðanlegar heimildir herma að þær miði að því að fimm sovézkar Framhald á bls. 26 fjalllendinu norðaustur af Róma- borg var í dag haldið áfram, og sprengdu leitarmenn vakir í Duch- essa-vatn með dýnamíti. Ekkert kom fram við leitina, sem gefið gæti vísbendingu um örlög Moros. Leit í nágrenni við Duchessa-vatn verður haldið áfram næstu daga, en innanríkisráðherrann gaf ótví- rætt í skyn á þingi í dag, að vonir væru nú einkum bundnar við að fylgsnið, sem fannst í Róm í gærmorgun, kynni að leiða lög- regluna á slóð ræningja Moros. Froskmaður hverfur niður um vök, sem leitarmenn höfðu höggvið í ísinn á f jalla- vatninu þar sem leitað hef ur ver ið að líki Aldo Moros undan- farna daga. (AP-símamynd) Vopn þau og sprenguefni, sew lögreglan í Róm fann í fylgsni Rauðu her- deildarinnar. (AP-símamynd) Fregnir hafa borizt af þvi að félagar í Rauðu herdeildinni, sem nú eru fyrir rétti í Torína, hafi líkt yfirlýsingunni um afdrif Moros við skemmtiatriði, en lögfræðingur þeirra vísar á bug slíkum sögum. Lögfræðingurinn, að nafni Giann- ino Guiso, segist vera þeirrar skoðunar að Moro sé enn á lífi og að enn kunni að vera ráðrúm til samninga. Hins vegar sé ljóst a? hafa verði snör handtök ef takasl eigi að bjarta lífi Moros, og að þa< Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.