Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.05.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 11 um á tímburkirkjumii geymir hún menningarverðmæti, sem skylda ber að varðveita. Sóknarnefnd hefur því ákveðið að minnast 120 ára afmælisins — og skal þá lokið viðgerð þeirri á kirkjunni, sem unnið hefur verið að undanfarið. En viðgerðin er býsna kostnað- arsöm og þess vegna hefur verið ákveðið að leita til sóknarbarna og annarra velunnara kirkjunnar um stuðning við framkvæmdir þessar — bæði með fjárframlögum eða með vinnu. Við efumst ekki um, að hér vill margur leggja hönd á plóg, ekki síst skaftfellingar nær og fjær. Framlögum skal komið til sókn- arprests eða sóknarnefndar Prestsbakkakirkju. Einnig er hægt að leggja framlög inn í sparisjóðs- bækur kirkjunnar í útibúi Bún- aðarbankans í Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustri, bók nr. 3000, og í sparisjóðsbók nr. 2360 í útibúi Samvinnubankans í Vík og Kirkju- bæjarklaustri." Sóknarnefnd. 120 ára afmæli Prestbakkakirkju: Prestsbakkakirkja á Siðu Fröken Margrét að kveðja Sýningar á leikriti brasilíska höfundarins Roberto Athaydes, Fröken Margréti. sem Þjóðleik- húsið hefur sýnt í vetur, nálgast nú 50. Það er Herdís Þorvaldsdótt- ir, sem fer með hlutverk fröken Margrétar, kennslukonunnar, sem talar yfir hausamótunum á nem- endum sínum í hálfa aðra klukku- stund. Næsta sýning er miðvikudags- kvöldið 3. maí og eru þá aðeins örfáar sýningar eftir. Vörður vill jafna kosn- ingaréttinn MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá stjórn Landsmálafélagsins Varðar: „Stjórn Landsmálafélagsins Varðar skorar á leiðtoga þing- flokkanna að hefjast tafarlaust handa um raunhæfar aðgerðir í því skyni að jafna kosningarétt landsmanna. Núverandi ójöfnuður kosningaréttar er brot á mann- réttindum og ekki verður þolað, að enn líði heilt kjörtímabil, þar til nýskipan kjördæma- og kosninga- hátta verður ákveðin. Stjórnin styður eindregið tillögu allsherjarnefndar sameinaðs Al- þingis um skipan nýrrar stjórnar- skrárnefndar, sem fengi það höf- uðverkefni að skila tillögum um jöfnun kosningaréttar með breyt- ingum á stjórnskipunarlögum og almennum kosningalögum." AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JN»r»mMaftib Unnið að endurbót- Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi fréttatilkynning: „A skírdag, sem bar upp á sumardaginn fyrsta, árið 1859 vígði séra Páll Pálsson prófastur í Hörgsdal Prestsbakkakirkju á Síðu, svo að á næsta ári á kirkjan 120 ára afmæli. Prestsbakkakirkja er því með elstu timburkirkjum hér á landi og er byggð í þeim stíl, sem á 19. öld leysti gömlu torfkirkjurnar af hólmi. Kirkjan er að því leyti sérkenni- leg, að predikunarstóll stendur fyrir framan grátur, fyrir miðju, en ekki sunnanmegin, sem venja er. Kirkjan er mjög vegleg, rúmar yfir 200 manns í sæti, og árið 1910 málaði Einar Jónsson frá Fossi í Mýrdal kirkjuna að innan, svo að enn í dag geymir hún list manns, sem í vitund þeirra er til þekkja tengist uppvaxtarskeiði íslenskrar myndlistar. Auk þess hlutverks, sem Prests- bakkakirkja hefur gegnt sem sóknarkirkja í öll þessi ár — þá „Nú erum við búin að fá okkur Philips litsjónvarpstæki, og ég get sagt þér það, að ég var búinn að ganga hús úr húsi að kíkja á litinn hjá kunningjunum, áður en ég skellti mér á Philips. Sko, maður þarf að geta borið saman, til þess að geta áttað sig á því hvað maður vill. Svo heyrir maður, að þetta sé allt sama tóbakið, að þetta sé aUt eins en það er nú öðru nær ... Við vitum að Philips stendur fram- arlega í tækninni, nú, og svo sér maður það, sem maður sér. Litirnir eru svo eðlilegir að maður hefði bara ekki trúað þessu. Blessaðu líttu til okkar í kvöld og taktu konuna og krakkana með. Ég vil endilega að þið sjáið í okkar tæki áður en þið ákveðið hvað þið ætlið að kaupa. Geriði það ... Jónereinnaf okkar bestu söhimönnum samt vinnur hann alls ekki hjá okkur Hann notar hvert tækifæri til að segja kunningjunum frá því, hvað Philips litsjónvarpstækið hans sé frábært. PHILIPS litsjónvarpstæki með eðlilegum litum. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.