Morgunblaðið - 03.05.1978, Side 17

Morgunblaðið - 03.05.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 17 Jóhann Hjálmarsson: Hversdagsleikinn og heimsókn draumsins LEIKRIT Jökuls Jakobssonar, Dómínó, lýkur á samræðum þeirra hjóna Margrétar og Kristjáns: Kristján:Og í garðinum — fyrir utan gluggann okkar — þar var dálítill gosbrunnur. Margrét: Nei. það var enginn gosbrunnur í garðinum. Kristján: Það var gosbrunnur í garðinum. og þú — Stutt þögn, aftur hverfur hversdagsleikinn einsog dögg fyrir sólu og í síðustu orðsvör- unum hljómar ásláttur hins uggvænlegai Já. Þú sazt við gpsbrunninn alla daga... Margrét brosir: Það var ekki ég. í leikritum sinum fékkst Jökull Jakobsson við að lýsa hversdagsleikanum og tókst það betur en mörgum öðrum sam- tímahöfundum. En hversdags- leikinn í leikritum Jökuls er tíðum rofinn af heimsókn draumsins; hið óskýranlega sest skyndilega að og byrjar að tala sínu hálfkveðna máli. Þetta eru ljóöræn einkenni, enda Dómínó ljóðrænt verk. Jökull hafði auga fyrir hinu skoplega, en það sem fyrst og fremst einkennir verk hans er tregi. I verkunum er spurt spurninga um tilvist fólks, veruleiki og ímyndun verða ekki skilin að. Við erum líka það sem við vorum einu sinni eða ætluð- um að verða. Jökull hefur alltaf minnt mig á Tsékov. I glímu sinni við hversdagsleikann var hann um leið túlkandi hins óvænta, ævintýrsins. Samtals- list Jökuls í leikritunum er yfirleitt fremur lágvær, þar er enginn dramatískur tilbúning- ur, og þetta held ég að sumir hafi ekki áttað sig nógu vel á. Orðin þurfti að nema opnum huga líkt og hnitmiðað ljóð sem er meira en það sem stendur á pappírnum. Ég hef valið Dómínó sem dæmi um leikrit Jökuls Jakobs- sonar. Kannski hefur hann ekki náð lengra en í því verki. En ekkert skal fullyrt um það fyrr en hið nýja leikrit hans Sonur skóarans og dóttir bakarans hefur verið frumflutt. Jökull var afkastamikill leikritahöfundur og skal minnt á Hart í bak, Sjóleiðina til Bagdad, Sumarið ‘37 og Klukkustrengi." Jökull Jakobsson var fyrst og fremst leikritahöfundur. Skáld- sögur hans eru að vísu athyglis- verðar, en eru ekki nógu heil- steyptar til að geta kallast eftirminnilegar. Betri árangri náði hann sem smásagna- höfundur. Ferðabækurnar eru með því besta af slíku tagi sem við eigum frá síðustu áratugum, einkum Síðasta skip suður og Dagbók frá Diafani. Jökull var frábær útvarpsmaður og munu margir minnast þátta hans, ekki síst þeirra sem hann nefndi Gatan mín. Spurningar hans voru valdar af kostgæfni og í þeim var ekkert óþol. Svör manna voru eftir því. Ég þekkti Jökul Jakobsson ekki náið. En ég hitti hann nokkrum sinnum og talaði nógu mikið við hann til að mér yrði það ljóst að hann var gæddur góðri greind. Þeir eiginleikar nýttust honum vel í opnberri umræðu. Öllum er ljóst að það er sár missir að hann skuli vera látinn á miðri ævi sem var helguð skáldskap. Meðal hinna ungu leikritahöfunda sem nú eru óðum aö sækja í sig veðrið var hann einn hinna fremstu. Sumir munu ekki hika við að segja fremstur, sá sem mest kunni og hafði ef til vill mest að segja. Jóhann Iljálmarsson mörg önnur í útvarpi, alvöru og gamanmál, og alltaf það nýja eilítið hnitmiðaðra en það síðasta, — einatt sótt á brattann. Og enn eigum við óséð á leiksviði það allra besta. — Sem útvarpsmaður er Jökull líka greiptur í minnið, rólegur og yfirvegaður raddblær- inn með þeim undirtón, að áheyr- andinn hafði jafnan á tilfinning- unni, að hann væri að brosa út í annað munnvikið eða bæla niður gamansemina, nákvæmlega eins og hann var svo iðulega á mörgum skemmtilegum samtalsstundum. I leikritum Jökuls Jakobssonar skapaðist atburðarásin oft í kring- um það, að persónur hans voru að koma eða fara. Aldrei verður heimurinn eins og áður eftir að Jökull er farinn og kemur ekki aftur. Og mikið höfum við misst með öllu Jþví sem hann átti óskrifað. Ég kveð minn gamla góðvin með djúpum trega. Vigdís Finnbogadóttir EFTIRPRENTANIR Sýning á eftirprcntunum af ýmsum kunnum málverkum í erlendum listasöfnum hófst á Hailveigarstöð- um um sl. helgi. Þetta er sölusýning og mun hún standa til 7. þ.m. Hún er opin frá 14—22. Aðgangur er ókeypis. Höfdinglegt verk Í DANSKA stórblaðinu Politiken 16. apríl sl. birti Holger Philipsen í trímerkjapætti sínum, Frimærkenyt, umsögn um bók íslensku póst- stjórnarinnar, islenzk frímerki í hundrað ár, sem Jón Aðalsteinn Jónsson samdi. Svo sem lesendur Mbl. vita, hefur Jón Aðalsteinn ritað um frímerki hér í blaðið um nokkur ár. Hinn danski kollega hans skrifar svo í Politiken: „íslenzk viðhafnarútgáfa Það er erfitt aö finna nægjanleg lýsingarorö í hástigi til þess aö lýsa þessu höföinglega verki, sem íslenzka póststjórnin hefur sent frá sér: íslenzk frímerki í hundrað ár Eins og titillinn bendir til, er ritiö gefið út í tilefni af því, aö íslenzk frímerki eiga hundrað ár að baki. — Maðurinn, sem stendur á bak viö þetta einstæða yfirlitsverk, er Jón Aðalsteinn Jónsson, sem annars er ritstjóri viö hina íslenzku orðabók. í Frimærkenyt nr. 9 er sagt frá því, aö höfundurinn er einn Dönsk umsögn um „íslenzk frímerki í hundrad ár” M lll 1 m 1 i Íslenzk frímcrki í hundrad ár m É 1 1 1 y 1 'm 11 H i $ 1 1 1 1 1 1 af fróöustu mönnum um íslenzk frímerki og hefur skrifaö margar greinar um þau efni. Prentun og myndir frímerkja í sérflokki í óvenjufallegu og stílhreinu bandi fyllir ritið 473 síöur meö myndum af frímerkjum til 1973. Þaö, hvernig efniö og hinar ótrú- lega nákvæmu litmyndir eru settar upp, minnir um flest á danska ritiö, sem út kom fyrir um áratug: Frímerkin eru litprentuð á gráleitar síður og textinn viö þær er sér meö teikningu af myndasíðunni. Sögulega yfirlitiö byrjar með árinu 1852 á þeim tíma, þegar dönsk frímerki eru þegar komin í notkun. Um ieiö er gerð grein fyrir opinberum skjölum frá sama tíma um stofnun sjálfstæörar íslenzkrar póststjórnar — og eins fyrir póstsögunni: stofnun póststöðva, nýjum póstleiðum, stefnum í frí- merkjamálum og hvenær minning- arfrímerki voru fyrst útgefin o.s.frv. Textinn er á ensku. Veröið fyrir þessa viöhafnarútgáfu er 25 þús. íslenzkar krónur, sem er aðeins meira en 1000 danskar krónur, en ekki krónu of mikið. Ritiö er öruggt með að hljóta guilverðlaun á hvaöa alþjóöa frímerkjasýningu sem er.“ kaupa íbúð, eða stækka við þig ? Þá er að sýna fyrirhyggju, hún léttir framkvæmdir. IB-veðlán Iðnaðarbank- ans opna nýja möguleika. Hér eru tvö dæmi: 1) 40.000 kr. mánaðarleg innborg- un í 24 mánuði + IB-lán gerir ráð- stöfunarfé þitt að 2,1 milljón króna. 2) 50.000 kr. mánaðarleg innborgun í 36 mánuði + IB-lánið gerir ráðstöfunar- fé þitt að rúmum 4,1 milljón króna. Þessar upphæðir nægja í mörgum tilvikum sem milligjöf við íbúðaskipti. Eða fyrir útborgun í lítilli íbúð. Þetta lítur Ijómandi vel út, en hvað með verðbólguna? Hún er afgreidd svona: Árlega geturðu hækkað mánaðarlega innborgun þína (til samræmis við verðlag) og þar með IB-lánið. Hjón geta bæði undirbúið IB-lántöku - þá tvöfaldast ráðstöfunar- féð. Kynntu þér IB-veðlán, fáðu bækling. Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni Iðnaðarbankinn Aöalbankiogútibú

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.