Morgunblaðið - 03.05.1978, Side 21

Morgunblaðið - 03.05.1978, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 21 f------------------ Fara Stefán og Marteínn frá Union? ÚTLIT er fyrir að þeir Marteinn Geirsson og Stefán Ilalldórsson leiki ekki með Royale Union í Belgíu á næsta keppnis- tímabili. Þeir hafa báðir verið settir á sölulista og hið sama má segja um flesta aðra leikmenn þessa fornfræga félags, sem á nú í miklum erfiðleikum. Báð- ir munu Stefán og Mart- einn hafa áhuga á að dvelja lengur erlendis við knattspurnuiðkun, þá annað hvort í Belgíu eða annars staðar. AUSTURBERGSIILAUP íór fram í Breiðholti á laugardaginn og var góð þátttaka í hlaupinu. Um leið og keppnin er á milH einstaklinga herjast bekkir í skólunum í Breiðholti um vcrðiaun. A mcðfylgjandi mynd sjást er yngstu hlaupararnir leggja af stað og þeir fyrstu draga greinilega ekki af sér. BJÖRGVIN Þorsteinsson. íslandsmeistari í goifi. sigraði í fyrsta opna golfmótinu á árinu. en það var Uniroyal-keppnin hjá Keili um síðustu heigi. Lék Björgvin á 73 höggum, en í öðru sæti varð Magnús Birgisson. GK, á 77 höggum. Fjórir kylfingar léku á 78 höggum. þeir Magnús Ilalldórsson. sem vann eftir bráðabana. Sigurður Thorarensen og Ilannes Eyvindsson. í keppni með forgjöf sigraði Tryggvi Traustason. en þeir Gísli Sigurðsson. Ólafur Tómasson, Ilannes Eyvindsson. Elías Einarsson og Jón Marinósson komu næstir. Alls tóku 110 kylfingar þátt í mótinu. en þetta er í fjórða sinn. sem keppnin er haldin. Á meðfylgjandi mynd RAX sjást tveir kylfinganna í keppninni, Jón Marinósson úr Kcili og K jartan L. Pálsson úr Nesklúbbnum. Ómar Úlfarsson varð „Glímukappi íslands 1978" ÓMAR Úlfarsson úr KR bar sigur úr býtum í Ísiandsglímunni 1978, sem gii'md var í íþróttahúsi Kennaraháskólans s.l. sunnudag. Ómar hiaut þar mcð sæmdarheitið „Glímukóngur íslands 1978“ og ennfremur hlaut hann Grettisbeltið til varðveizlu í eitt ár. Ómar hefur ekki áður sigrað í íslandsglfmunni. Atta giímumenn tóku þátt í Íslandsglímunni að þessu sinni og var sigurvegari síðasta árs með í þeim hópi, Ingi Þ. Yngvason IISÞ. Röð keppenda í Íslandsgiímunni varð þessii 1. Ómar Úlfarsson, KR 6 v 2. Pótur Yngvason. HSÞ 51/; v 3. InKÍ t>. Ynfrvason. IISI> 5 v 4. Guðmundur Freyr Halldórsson, Ármanni 4V4 v 5. Eyþór Pétursson. IISÞ • 3Vi v fí. Guðmundur Ólafsson. Ármanni 11 ■ v 7.-8. Eiríkur Þorstcinsson, Víkvcrjal v 7.-8. Sixurjón Lcifsson. Ármannil v Eftir fyrstu umferðirnar varð ljóst að aðalkeppnin myndi standa milli bræðranna Péturs og Inga, Omars og Guðmundur Freys. Pétur byrjaði bezt, vann þrjár fyrstu glímurnar og m.a. lagði hann Ómar. Hins vegar gekk Pétri ekki eins vel í seinni umferðunum og þrjú jafntefli í röð, gegn Eyþóri, Guðmundi Frey og Inga, drógu úr sigur- möguleikum Péturs. Ómari óx ásmegin eftir því sem á keppn- ina leið og vann hann hverja glímuna af annarri. M.a. gerði hann sér lítið fyrir og lagði Inga í hörkuglímu. Kom Ómar mjög óvæntu bragði á hann svo að Ingi lá kylliflatur. Þar með fóru sigurmöguleikar Inga endan- lega. 1 næst síðustu umferðinni glímdi Ómar við Guðmund Frey og lagði hann. I síðustu umferð- inni lagði Ómar Guðmund Ólafsson og tryggði sér þar með Glímukóngstitilinn. Greinilegt er að Ómar hefur æft glímuna vel að undanförnu því hann hafði gott úthald og sótti sig með hverri glímu. Ómar glímir kappsamlega og af kröftum og hann var sá eini, sem fékk áminningu í þessu glímumóti. Það má telja til tíðinda að Ómar skuli nú rjúfa sigurgöngu þingeysku bræðr- anna og var hann vel að sigri kominn. Þeir bræður Ingi og Pétur skipuðu 2.-3. sæti í þessu móti. Þeir glímdu nú lakar en oft áður á mótum og sérstaklega þó Ingi. Pétur byrjaði vel en virtist skorta úthald þegar leið á keppnina. Guðmundur Freyr glímdi vel að vanda en félagi hans Guðmundur Ólafsson stóð sig ekki eins vel og búast mátti við. Hans veikleiki er greinilega léleg vörn gegn lágbrögðum. Eyþór Pétursson glímdi vel en hann mætti sækja meira en hann gerir. Aftur á móti stenzt honum enginn snúning í því að verjast brögðum. Veitt voru sérstök fegurðar- verðlaun og hlaut Eyþór Péturs- son þau. Hann fékk 138 stig. Röðin var annars sú, að annar UMAK IJllarsson vann Grettisbeltið í fyrsta skipti á sunnudaginn, en Eyþór Pétursson fékk þá verðlaun fyrir fegurstu glímurnar. varð Ingi Þ. Yngvason með 133% stig, Pétur Yngvason hlaut 131 stig, Guðmundur Freyr Halldórsson hlaut 124 stig, Ómar Úlfarsson 117, Sigur- jón Leifsson 111, Guðmundur Ólafsson 98 og Eiríkur Þor- steinsson 94 stig. Dómarar mótsins voru Sig- urður Jónsson, Gunnar R. Ingvarsson og Garðar Erlends- son og stóðu þeir sig vel. Aftur á móti var framkvæmd mótsins hálf losaraleg og hófst t.d. keppnin ekki fyrr en 20 mínút- um eftir auglýstan tíma. Þá var frágangur mótsskrár til vansa. - SS. „DREYMDI FYR- IR ÚRSLITUM" IIINN nýi „Glímukóngur Islands“. ómar Úlfarsson. er 30 ára gamall og bókbandsmeistari að atvinnu. „Nei, sigurin kom mér ekki á óvart“, sagði hann í stuttu spjalli við blaðamann Mbl. í mótslok. „Mig dreymdi nefnilega þremur nóttum fyrir keppnina að Ingi Þ. Ingvason kæmi til mín og rétti mér Grettisbeltið. Eg er berdreyminn maður og drauminn réð ég þannig, að ég myndi vinna. Ég tel mig meira að segja vita hver vinnur næsta ár en frá því skýri ég ekki núna“. Ómar hefur æft glímu í fjöída ára. Hann keppti á flcstum mótum fyrir nokkrum árum en fyrir 3% ári hætti hann keppni og hann hefur ckki verið með fyrr en núna í vetur að hann byrjaði að æfa og keppa að nýju. „Ég hef æft mig mjög vel sfðustu þrjár vikurnar og var ágætlcga undir keppnina búinn". sagöi Ómar. Ómar hefur unnið til flestra verðlauna f gli'munni en hann hefur ekki áður sigrað í Islandsglímunni og var sigurinn því kærkominn. „Ég var eitt sinn mjög nærri því að sigra“. sagði Ómar. „Ég var kominn með 5% vinning fyrir sfðustu glimuna en í henni meiddist ég og varð að hætta keppni. Reglurnar voru þá þannig að vinningarnir féllu niður ef maður varð að ganga úr keppninni og Grettisbeltið féll í skaut manns, scm var með 5 vinninga út úr kcpninni eða hálfum vinningi minna en ég var búin að fá þegar ég meiddist“. sagði Ómar. Hann sagði að lokum að honum hefði ekki þótt mótið erfitt að þessu sinni en glfman við Pétur hefði verið sú erfiðasta, enda varð Ómar þar að lúta í lægra haldi. Hann kvaðst ákveðinn í því að halda áfram iðkun glímunnar. hún væri góð og hoil íþrótt fyrir mann eins og hann sem ynni við bókband og fengi því litla hreyfingu í starfinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.