Morgunblaðið - 03.05.1978, Page 27

Morgunblaðið - 03.05.1978, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 27 12:0 sigur dugði Gladbach ekki til sigurs í V-Þýzkalandi: KÖLN MEISTARI Á BETRI MARKATÖLU KNATTSPYRNUVERTÍÐINNI í V-Þýzkalandi lauk um helgina og þvílíkur endír! í síðustu umferðinni þurfti Borussia Mönchengladbach að vinna andstæðinga sína lliO, með þeim fyrirvara þó að Köln ynni aðeins liO sigur á andstæðingum sínum. Hefðu úrslitin orðið þessi hefði Borussia unnið titilinn. Svona fór þetta þó ekki. Borussia gerði að vísu betur en að vinna lliO, leikmenn Borussia Dortmund fóru heim með 0il2 á bakinu, mesti markamunur, sem um getur í sögu þýzku „bundesligunnar**. Á sama tíma lék Köln á útivelli á móti St. Pauli í Hamborg. Með þremur mörkum í lokin tryggði Kölnarliðið sér sigurinn í deildinni, vann 5i0. Gladbach hefði þurft að vinna 15i0 til að ná betra markahlutfalli en Köln, sem í ár varð tvöfaldur meistari í V-Þýzkalandi og varð þriðja liðið til að vinna deild og bikar sama keppnistímabilið. Leikir toppliðanna hófust á sama tíma og þarf ekki að hafa mörg orð um að stöðugar upplýs- ingar fóru á milli vallanna um hvernig staðan væri hjá erkióvin- --------------------\ 24 KEPP- ENDURí FIRMA- KEPPNI FIMLEIKA- MANNA FIRMAKEPPNI Fimleika- sambands íslands fór fram í Laugardalshöll á sunnudag, alls voru keppendur 24, 20 stúlkur og 4 piltar. Stúlkurnar voru úr ÍR, Björk, Ármanni og Fylki. Piltarnir úr KR og Ár- manni. Keppni þessi er með forgjafarsniði og kepptu stúlkurnar í fjórum greinum en piltarnir í sex. Sigurvegarinn í kcppninni varð bráðefnileg fimleika- stúlka úr ÍR, Þóra Guðjón- sen, keppti hún fyrir Magnús Þorgeirsson hf. Var Þóra langyngst keppenda á mótinu, aðeins 10 ára. í öðru sæti var Davíð Ingason, Ármanni og keppti hann fyrir Björgunarfélagið, þriðja sætið hreppti svo Guðrún B. Kristinsdóttir, Björk. inum. Þegar 66 mínútur voru liðnar af leikjunum virtist sem möguleikar Gladbach á að verja titilinn væru talsverðir. Köln hafði þá aðeins gert 1 mark gegn St. Pauli, en leikmenn- Gladbach höfðu níu sinnum sent knöttinn í mark Borussia Dortmund. I lokin opnuðust allar flóðgáttir hjá St. Pauli og hetja meistaraliðsins var Japaninn Okudera, sem gerði 2 glæsileg skallamörk í lokin. Jupp Heynkes gerði 4 af mörk- um Borussia Mönchengladbach, Carsten Nielsen og Del Haye gerðu 2 mörk hvor. Köln tekur þátt í Evrópukeppni meistaraliða næsta haust, Fortuna Dússeldorf verður með í Evrópukeppni bikarmeistara og í UEFA-keppninni verða Mönchengladbach, Herta Berlin, Duisburg og VFB Stuttgart. ST. Pauli, Múnchen 1860 og Saarbrúcken féllu niður í 2. deild. Úrslit leikja í V-Þýzkalandi urðu þessi: Bochum — DUsseldorf 2,1 Herta Berlin — Hamborg SV 3,2 MSV Duisburg — Schalke 04 1,0 MUnchen 1860 — SaarbrUcken 2,0 Eintracht Frankfurt — Eintracht Braunswick 2>0 Kaiserlautern — Bayern MUnchen 5,0 VFB Stuttgart — Werder Bremen 2,0 St. Pauli - FC Köln 0,5 Mönchengladbach — Dortmund 12,0 Staða efstu liða, FC Köln 34 22 4 8 86,41 48 Burussia Mönchengladbach 34 20 8 686,44 48 Herta Berlin 34 15 10 9 59.48 40 Markvörður Borussia Mönchengladbach, Wolfgang Kleff, horfir angistarfullur á eftir knettinum rúlla yfir marklínuna. I leiknum um helgina hafði Kleff það náðugt. en kollegi hans í marki Dortmunds mátti hins vegar hirða knöttinn 12 sinnum úr netinu. Ekki er gott að segja hver hefur haft bezt í þessari viðureign. en það er Örn Óskarsson. sem er nastur á myndinni. Skagamenn unnuí Litla bikarnum • VALSMENN náðu sinum bezta leik á keppnistimabilinu er þeir léku gegn ÍBV í meistarakeppninni í knattspyrnu á Melavellinum á laugardaginn. Unnu Valsarar leikinn meö 4 mörkum gegn 1 og var það sízt of stór sigur miðað við gang leiksins. Þessi úrslit tryggja í rauninni stöðu ÍA í efsta sæti keppninnar og nægir liðinu jafntefli í leiknum við IBV. sem er síðasti leikur meistaranna. Mörk Vals í leiknum á laugardag gerðu Ingi Björn Albertsson. Atli Eðvaldsson, Jón Einarsson og Guðmundur Þorbjörnsson. Fyrir ÍBV skoraði Örn Óskarsson og var það jafnframt fallegasta mark leiksins. Ilörkuskot af löngu fa'ri. sem small í þverslá og þaðan í bak Ólafs markvarðar Vals og í netið. • SKAGAMENN tryggðu sér sigur í Litlu bikarkeppninni er þeir unnu Breiðablik 4,1 á Akranesi á laugardaginn. Pétur Pétursson skoraði 2 mörk í leiknum. Kristinn Björnsson og Árni Sveinsson 1 mark hvor. Fyrir Biikana skoraði Ólafur Friðriksson. • í Keflavík léku heimamenn gegn FH og unnu Keflvíkingar 3il. Steinar Jóhannsson og Þórir Sigfússon (2) skoruðu fyrir IBK. en Janus Guðlaugsson eina mark FH-inga. I keppni b-liða félaganna vann FII 1.0 og tryggði sér þar með sigur í b liða keppninni. • í Reykjavíkurmótinu mættust KR og Víkingur á sunnudaginn og var þar um leik efstu liðanna í mótinu að ræða. Svo var þó ekki að sjá þegar leikurinn hófst. Áhugaleysið var algjört hjá Víkingum. en KR-ingar börðust vel og færðus;t na-r sigri í mótinu með því að næla sér í aukastig í leiknum. Urslitin urðu 3i0 og hefðu KR-ingar getað skorað fleiri mörk frekar en að Víkingur na'ði marki. Fyrir KR skoruðu Sverrir Herbertsson, Sigurður Indriðason og Vilhelm Fredriksen. • Á mánudagskvöld léku síðan Fram og Þróttur og varð jafntefli í leiknum. Ll. • Þá íór efnn leikur fram í Stóru bikarkeppninni suður í Garði. Víðir lék gegn Afturcldingu og sigruðu heimamenn 2i0. ^uðmundui^Knútssoi^koraðibæðimörkii^Heiknun^^^ái^^ Æ Ulfurinn Tony Knapp ætlar að gera Víking að stórliði á 2 árum VIKING írá Stafangri og Lilleström gerðu jafntefli, 2t2, í 2. umferð keppninnar í 1. deild í Noregi um helgina. Leikið var í Stafangri, og þarf varla að geta þess að þjálfarar liðanna eru gamlir kunningjar íslenzkra knattspyrnumanna, Tony Knapp með Víking og Joe Ilooley með Lilleström. í upphafi keppnistímabilsins hefur lið Moss komið mest á óvart og hefur unnið báða leiki sína til þessa, en úrslit í 1. deildinni í Noregi um helgina urðu þessii Válerengen — Lyn 1«0 Bodö/Glimt — Bryne L2 Skeid — Moss 1,2 Start — Steinkjer Ll Viking — Lilleström 2>2 Brann — Molde 2>1 NORSKIR knattspyrnumenn eiga að geta náð langt og samanborið við landsliðið mitt á íslandi, sem ég var með í nokkur ár, á norska landsliðið að vera enn betra. Norskir leikmenn éru yfirleitt reyndari, hafa meiri knatttækni og leikskipulag norskra liða er mótaðra en hjá t.d. íslenzkum. Það er Tony Knapp, sem hefur orðið og að venju lætur hann móðan mása. Knapp hefur gert góða hluti með norska liðið Viking frá Stafangri og af norsku 1. deildarliðunum kom Viking bezt frá vorleikjunum. J 1. umferð 1. deildarinnar vann Viking 2:0 sigur á Molde á útivelli. Það er góður árangur, því Molde varð í 3ja sæti 1. deildarinnar í fyrra. Mörk Vik- ings í þessum leik gerði Tryggve Johannesson, en hann skoraði 18 mörk í 1. deildinni í fyrra og varð markakóngur. Nú hefur Tryggve þessi, sem enn hefur ekki fundið náð fyrir augum norska landsliðsþjálfar- ans, tekið upp þráðinn að nýju. Hann var þó ekki meira en svo öruggur í liði Vikings í 1. umferðinni ogiKnápp skammaði hann ósleitilega vikuna fyrir fyrsta leikinn í deildinni. í fyrsta skipti í mörg ár a.Viking ekki mann í norska landsliðinu og segir Knapp í nýlegu blaða- viðtali að það sé furðulegt miðað við hve sterkir leikmenn eru í liðinu. — Við þurfum að eignast 2-3 landsliðsmenn, það eykur aug- lýsingu fyrir leikjum félagsins og fólkið kemur frekar á leiki liðsins ef það veit að landsliðs^ menn verða á ferðinni, segir Knapp. — Mér finnst aðeins eitt að hjá Viking, það er að áhorfendur taka ekki nægilega mikinn þátt í því sem er að gerast inni á vellinum. I Bergen hrópa allir og hvetja lið sitt áfram allaft leiktímann, en því miður er þetta ekki svona hjá okkur. Ég ætla að gera Viking að stórliði á tveimur árum og til að mér takist það þarf fólkið að hjálpa til. Knapp hefur fengið gælunafn- ið „Úlfurinn“ hjá leikmönnum Vikings og segir hann að góð- kunningi leikmanna ÍBV, mark- vörðurinn Erik Johannessen, eigi frumkvæðið að nafngiftinni. — Mér er alveg sama þó strákarnir kalli mig Úlfinn, bara að þeir virði mig og treysti. Þá kemur árangurinn og mér er sama um allt annað, segir Tony Knapp. Hann er mjög vinsæll meðal leikmanna sinna og í Stafangri vita allir hver Tony Knapp er. Hann hefur farið lofsamlegum orðum um ísland og íslenzka knattspyrnu í viðtöl- um i norskum fjölmiðlum. Það þarf þó ekki að taka fram að hann minnist ekki á þann tíma er hann þjálfaði KR, aðeins á landsliðið og árangur þess, sem hann þakkar sér einum. Viking vann Molde 2:0 í 1. umferðinni eins og áður sagði, en Knapp hafði sagt fyrir mótið að fengi Viking 3 stig úr fyrstu 2 umferðunum myndi liðið verða í toppbaráttunni strax í ár. Um helgina mætti Viking meistur- um tveggja síðustu ára, Lille- ström, í Stafangri og ieikmenn Vikings hafa lofað sigri, Það hafa leikmenn Lilleström og Joe Hooley þjálfari þar einnig gert, en Lilleström hefur þó ékki verið eins sannfærandi í vor og undanfarin ár. Liðið tapaði meðal annars 0:1 í æfingaleik gegn Víkingi fyrir nokkru og um helgina varð jafntefli hjá liðun- um í 2. umferð keppninnar í norsku 1. deildinni. Knapp hefur eflaust viljað sigur í þessum leik, en honum tókst það seni hann hafði stefnt að: Að ná þremur stigum úr 2 fyrstu umferðunum. — áij

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.