Morgunblaðið - 03.05.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978
29
Stranglers í Reykjavík:
Við erum ný-
bylgjuhljóm-
sveit... ekki
ræflarokkarar
I>AÐ TELST til tíðinda ef erlendar hljómsveitir heimsækja
ísland. jaín vel þótt til heimsóknarinnar hafi verið stofnað
af hálfgerðu handahófi eins og var með hljómsveitina THE
STRANGLERS, sem steig á íslenzka grund síðdegis í gær.
Hljómsveitin heldur hljómleika í Laugardalshöllinni í kvöld
á vegum United Artists plötuútgáfufyrirtækisins í London,
sem stendur fyrir heimsókninni og kostar hana. en
markmiðið er að kynna nýjustu plötu hljómsveitarinnar,
„Black and White“, sem kemur út á næstunni. Útgáfufyrir-
tækinu fannst tilvalið að velja einhvern „skrýtinn4* eða
óvenjulegan stað til kynningar á plötunni og þar sem The
Stranglers eru að hefja hljómleikaferð um Norðurlöndin
þótti tilvalið að byrja hana sem næst norðurpólnum.
Blaðamenn og ljósmyndarar
stóðu í nepjunni á Keflavíkur-
flugvelli, þegar þota Flugfélags-
ins lenti með þá félaga og
fimmtíu manna fylgdarlið, þar
af um tylft blaðamanna og
ljósmyndara frá brezkum stór-
blöðum, tónlistarblöðum og
blöðum annars staðar frá í
Evrópu.
Eins og stórstirnum sæmir
stigu hljómsveitarmenn siðastir
út úr vélinni, kannski í þeirri
von að gabba ljósmyndara og
blaðamenn, en óneitanlega eru
þeir það sérkennilegir í útliti að
enginn í fylgdarliðinu komst í
líkingu við þá.
Hugh Cornwell hinn „yfir-
gengilegasti" þeirra kom fyrstur
út, með sjálflýsandi kattargler-
augu og í rússneskum ryk-
frakka. Hann er gítarleikari og
annar aðalsöngvarinn. Næstur
kom Jet Black trommuleikari
sem er aldursforseti hljómsveit-
arinnar, og tjáði einn hljóm-
sveitarmanna Mbl. að hann væri
um sextugt, hver sem trúa vill.
Maðurinn er hvorki unglegur né
ellilegur en búinn að vera svo
lengi í spilverkinu að sögn að
hann nennir ekki lengur að
sýnast. Þess utan hefur hann átt
fimm ísbúðir. Þá eru það þeir
Jean Jaques Burnel franskur
bassaleikari og söngvari, og
Dave Greenfield, sem leikur á
hljómborð og raddar.
Steinar Berg, einn þeirra sem
séð hafa um undirbúning hijóm-
leikanna í kvöld, sagði sigri
hrósandi að nú þegar hefðu
fleiri miðar selzt á hljómleikana
en þegar Led Zeppelin komu
hingað eða um 2500 miðar.
A leiðinni í vegabréfaskoðun-
ina sagði Jean Jaques, svart-
klæddur, að allar yfirlýsingar
hljómsveitarinnar yrðu gefnar
af þeim í sameiningu, þannig
væri allt þeirra samstarf. Hugh
Cornwell pírði í gegnum gler-
augun, er hann var spurður
hvort hann væri punkari og
sagði: Tilheyrir þú þeirri
ómerkilegu stétt sem kallast
blaðamenn? Hvað er að vera
punkari? Blaðamenn hafa fund-
ið þá upp. Black hafði hljótt um
sig en Greenfield kvaðst móðg-
aður.
Hljómsveitin hélt áleiðis til
Loftleiðahótelsins ásamt
fylgdarliði í rútu, en blaðafull-
trúi United Artists varð sam-
ferða Morgunblaðsfólki til
Reykjavíkur. Hann heitir
Hugh Cornwell söngvari og gítarleikari t.h. og Jet Black
trommuleikari.
Bassaieikarinn
Burnel.
JeanJaques
Dave Greenfield hljómborðs-
leikari.
Michael Gray.
United Artists.
blaðafulltrúi
Stranglers á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær. Ljósm. RAX.
Michael Gray, fyrrverandi
kennari og öðlaðist frægð fyrir
bók sína um Bob Dylan „Song
and danceman". Hann sagði að
United Artists hefði gert samn-
ing við Stranglers í upphafi
ársins 1977. Fyrsta tveggja laga
hljómplatan þeirra hefði ekki
átt miklum vinsældum að fagna,
en í kjölfar hennar hefði komið
albúm, sem hefði tryggt þeim
öruggan markað. Þeir vildu alls
ekki vera bendlaðir við punk-
hljómsveitir eins og Sex pistols
heldur væru þeir „nýbylgju-
hljómsveit" sem sumir teldu
afturhvarf til tónlistarinnar
1964. Punkið breiddist út upp úr
1976 og orsök þess var atvinnu-
leysið í Bretlandi segja sumir,
en þangað á það rætur sínar að
rekja. Sex Pistols voru eiginlega
frumkvöðlar en bakgrunnur og
fortíð þessárar hljómsveitar er
allur annar. Tveir hljómsveitar-
manna, þeir Jean Jaques og
Hugh, hafa háskólagráður, hinir
eru langreyndir hljómlistar-
menn.
„Mér finnst þeir betri tónlist-
armenn en Sex Pistols", sagði
Gray.
Á meðan hljómsveitin beið
þess að vera kölluð til blaða-
mannafundar í Hljóðrita í
Hafnarfirði, náði Morgunblaðið
tali af bassaleikaranum Jean
Jaques á Hótel Loftleiðum.
„Ég set það sem skilyrði að
þér leggið pennan og skrifblokk-
ina til hliðar, ég fái að þúa yður
ðg að þér ræðið ekki við mig um
einhverja dellu eins og allir
blaðamenn," sagði „ræflarokk-
arinn". Jean Jaques hefur
svarta beltið í karate og blaða-
maður þorði ekki annað en að
fallast á þau skilyrði. „Ég er
afskaplega heilbrigður og góður
strákur, mjög pólitískur og lifi
mínu lífi eftir minni „raunveru-
leikaþerapíu". Þeta er allt sem
ég á,“ sagði hann og benti á
handfarangur sinn. „Það er
óþarfi að kalla mig punkara þótt
ég eigi ekki nema tvær gallabux-
ur til skiptanna. Ef blaðamenn
vilja klína á okkur einhverjum
„óþverrastimpli" þá þeir um
það.“
Blaðamaður spyr hann þá
hvers vegna þeir gerðu í því að
vera ruddalegir. Hvers vegna
þeir hefðu látið hafa það eftir
sér í blaðaviðtölum að peningar
væru skítur, ef þeir gerðu fátt
annað en græða peninga. Hvort
þeir væru ekki bara hræsnarar
og punkarar af því að það væri
í tízku.
Jean Jaques hlær og segist
aldrei hafa neitað því að þeir
væru kapítalistar. Þótt hann
ætti ekki sex kádíljáka héldur
aðeins mótorhjól og ætti hvergi
höfði sínu að halla þessa stund-
ina á heimaslóðum í London því
honum hefði verið kastað út úr
níu leiguíbúðum á s.l. ári.
Við erum ekki kommúnistar,
sósíalistar né rokkarar. Rokk-
hljómsveitir eru svona eins og
Teddy Bears. Við erum ungir,
nýir á markaðinum og sterkir.
Annars vil ég ekki svara spurn-
ingum um tónlist. okkar, þú
verður að hlusta á hana og
dæma sjálf.
Ég yrði mjög feginn ef Frakk-
ar smíðuðu nifteindasprengju.
Það er mín hugsjón að Evrópa
sameinist gegn hinum stóru
heimsveldum í austri og vestri
og berjist gegn yfirráðum
þeirra, sem eru orðin allt of
mikil. Við vorum í hljómleika-
ferð um Bandaríkin nýlega, það
er óþarfi að ég telji upp staðina,
þar sem við spiluðum. Þeir voru
allir jafn ferlegir.
Það er þessi hugsun sem er nú
að vakna hjá ungu fólki í
Bretlandi. Við Frakkar höfum
alltaf verið föðurlandssinnar og
átt erfitt með að þola erlend
áhrif. Það er þetta sem við í
hljómsveitinni viljum segja um
tónlist okkar og sviðsframkomu.
Við erum spegilmynd raun-
veruleikans — tímanna tákn“,
sagði tónlistarmaðurinn Jean
Jaques og glotti.
- H.Þ.
Rekstrarkostnaður Reykjavíkurborgar:
460 þús. kr. á barn á dagheimili,
445 þús. kr. á skóladagheimili og
90 þús. kr. á barn á leikskóla
REKSTRARKOSTNAÐUR
sem Reykjavíkurborg greið-
ir nú á hvert barn yfir árið
á dagheimili er 460 þúsund
krónur, 445 þúsund krónur
á skóladagheimili og 90
þúsund krónur á leikskóla
og er þá miðað við hálfs-
dagsdvöl á leikskóla. Þetta
kom fram í ræðu borgar-
stjóra, Birgis ísleifs
Gunnarssonar, á hverfa-
fundi með íbúum Árbæjar- |
og Seláshverfis á laugardag. 1
Borgarstjóri sagði að hlut-
fallsleg þátttaka foreldra í
rekstrarkostnaði dagvist-
unarstofnana minnkaði stöð-
ugt. Hún hefði verið 76,9% á
leikskólastigi árið 1970 en
var 54,7% í fyrra, og á
dagheimilisstigi var hún
47,6% árið 1970 en 31,6% árið
1977.
Áætlaðan kostnað við
byggingu dagvistunarstofn-
ana sagði borgarstjóri vera
2,—2,4 milljónir króna á barn
við dagheimili, en leikskóla-
kostnaður er 600 þúsund
krónur á barn miðað við
hálfsdagsvistun hvers barns.
Borgarstjóri gat þess að
hlutfall barna á forskólaaldri
sem áttu kost á dagvistunar-
rými var 10% árið 1962, 13%
árið 1966,18% árið 1970, 32%
árið 1974 og áætluð tala í
árslok 1978 er 48%.
Sama
þjónusta
og gott
samstarf
í SAMBANDI við frásögn af
umra'ðum á alþingi í Mbl. s.l.
sunnudag óskar fræðslustjóri
lieykjancsumdæmis þess Ketið. að
llafnarfjarðarbær hafi fensið
alla sömu þjónustu fra'ðsluskrif-
stofu Reykjanesumda'mis og
önnur sveitarfélöx í umdæminu
ok hafi samstarfið verið mjög
Kott.