Morgunblaðið - 03.05.1978, Side 31

Morgunblaðið - 03.05.1978, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1978 31 Stean efstur Las Palmas, Kanaríeyjum, 2. maí AP. SKÁK Friðriks Ólafssonar og Anthony Miles fór í bið í þriðju umferð sjöunda alþjóðlega skák- mótsins í Las Palmas á Kanarí- eyjum í dag. Fjórar aðrar skákir fóru í bið. Úrslit urðu þessi: Michael Stean og Alexandre Panchienko gerðu jafn- tefli, Bent Larsen vann Isvan Cson, Markkus Weterinen vann Juan Pedro Dominguez. Stean er efstur með 2'h vinning og Larsen er með 2 en með 1 '/2 eru Friðrik, Westerinen, Vladimir Tukmakov, Jesus Diez del Corral og Miles. — Breti Framhald af bls. 1. sífellt nær hvor öðru. Það hlýtur að vera gott því að við stöndum hvorir tveggja andspænis and- stæðingi sem hefur Moskvu fyrir höfuðborg." Hann lagði líka til að Bretar og Kínverjar skiptust á reynslu til að vera í betri aðstöðu ef skriðdrekahern- aður gegn Sovétríkjunum reynd- ist nauðsynlegur.“ Rússar svöruðu fyrir sig í dag. Flokksmálgagnið Pravda sagði að Sir Neil sem þjálfaði rúss- neska flugmenn í Sovétríkjun- um í síðari heimsstyrjöldinni hefði greinilega misst stjórn á sér. „Hann rygsaði fyrir framan kínversku liðsforingjana eins og drukkinn héri,“ sagði blaðið. Mulley sagði í þinginu að ekkert gæti verið fjær sanni en að halda því fram að Sir Neil hefði verið undir áhrifum áfeng- is. Callaghan reyndi að eyða deilunni með því að lýsa því ákveðið yfir að athugasemdir Sir Neils breyttu í engu núver- andi samskiptum Breta við Sovétríkin og Kína. — 250 bátar Framhald af bls. 1. hólmi misst mestöll fiskimið sín. Eyjaskeggjar eru mikið háðir sjávarútvegi og þar sem Efnahagsbandalagið hefur ekki tekizt að ná samkomulagi um stefnuna í fiskveiðimálum hafa ekki verið gerðir fiskiveiði- samningar við Eystrasaltsríki sem standa utan EBE. Þetta hefur roðið til þess að afli fiskimanna borgundarhólmi hefur stórminnkað og efnahag- ur eyjarinnar hefur komizt í alvarlega hættu. — Moro Framhald af bls. 1. ráðherra að hann legði til að lýðveldið sýndi miskunn í verki svo að Moro yrði látinn laus. Hann skýrði þetta ekki nánar, en sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum leggur hann til að sleppt verði öfgasinnaðri vinstrikonu sem hefur eignazt barn í fangelsi. Opinberlega hafa engin viðbrögð komið fram, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum eru tveir stærstu stjórnmálaflokkar Italíu flokkar kristilegra demókrata og kommúnista, mótfallnir hugmynd- inni. Þannig sagði talsmaður kommúnista í dag meiri líkur á því að takast mætti að bjarga Moro ef stjórnmálaflokkarnir stæðu saman í þeim ásetningi að gefast ekki upp en ef reynt yrði að bjarga honum á grundvelli tillagna Craxi. Fjölskylda Moros fékk enn eina viðvörun í gær frá Rauðu her- deildunum sem hótuðu að myrða hann ef kristilegir demókratar féllust ekki á að ganga til samninga en frestur sem þeir settu rann út án þess að nokkuð heyrðist frá ræningjunum. Bréfin frá Moro um helgina þykja sýna betur en áður að ræningjar hans nota hann fyrst eins konar talsmann í taugastríði sínu við stjórnina. Tilgangurinn er að koma af stað sem mestum umræðum um Moro og valda stjórnmálakerfinu eins miklum skaða og hægt er segja sér- fræðingar. Þeir vilja að valda- menn fyllist sektarkennd og þeim hefur þegar tekizt að valda klofningi meðal flokkanna. I síðasta bréfinu endurtók Moro ásakanir í garð flokksbræðra sinna og þakkaði Craxi fyrir tilraunir til að bjarga lifi sínu. — Njörður P. Njarðvík... Framhald af bls. 47. In>;imar Krlendur Sitfuröss. Jóhannes Helgi Jónas (luömundsson l’jetur Lárusson Sigurdur Gunnarsson Stefán Júliusson Þórir Guðbergsson B-listi Arni Larsson Asi í Bæ Geir Kristjánsson Guðniundur Steinsson Guörún Heliíadóitir Jóhann Hjálmarsson Líney Jóhannesdóttir Olafur Haukur Simonarson Sinuröur Pálsson Stefán Júlíusson Svava Jakohsdóttir Ornólfur Arnason B-Iisti var kjörinn með 29 atkvæðum gegn 27. Auðir seðlar 4. Samþykktar voru lagabreyting- ar sem fela í sér breytt stjórnar- form, þar sem Rithöfundaráð og stjórn sambandsins verða samein- uð, en sú breyting tekur ekki gildi fyrr en 1980. — Þá var lögum einnig breytt á þann veg að inntökuskilyrði voru þrengd að því er varðar fjölda verka, sem höfundur þarf að leggja fram (verða nú 2 í stað 1), en víkkuð að því er varðar tegund verka. — Á aðalfundi voru teknir inn 32 nýir félagar, þar af 13 leikritaþýð- endur. Aðalfundur samþykkti tvær ályktanir: Hin fyrri hljóðar svo: Aðalfundur Rithöfundasam- bands íslands, haldinn í Norræna húsinu 30. apríl 1978, skorar á menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að lögboðið orlof verði framvegis greitt þeim sem laun hljóta úr Launasjóði rithöfunda. Hin síðari: „Aðalfundur Rithöfundasam- bands ísl. 30. apríl 1978 samþykkir að vinna beri að því að koma af stað víðtækari umræðum um þær áætlanir sem uppi eru um norræn- an gervihnött (NORDSAT). Þinginu lauk með að fulltrúar sóttu boð hjá borgarstjóra í Höfða. — Kabul Framhald af bls. 1. diplómatar hafa gefið áhrifamikl- ar lýsingar á bardögunum. Þeir segja að 1500 manna hallarvörður Daouds forseta sem var búinn brvnvörðum vögnum og skriðdrek- um hafi veitt örvæntingarfullt viðnám í forsetahöllinni í 16 klukkustundir þótt þeir ættu við ofurefli að etja. Sjónarvottar segja að sovézksmíðaðar MIG 21 þotur hafi haldið uppi árásum á forseta- höllina í nokkra klukkutíma. Þær réðust einnig á aðalstöðvar sjö- unda og áttunda herfylkisins skammt frá Kabul og það vakti eftirtekt hvað þær voru hittnar. Yfirstjórn flughersins er í nán- um tengslum við kommúnista- flokkinn samkvæmt heimildunum. Kommúnistaleiðtoginn Amir Akbar Khabir var í Kabul-flug- stöðinni snemma dags 17. apríl, daginn sem hann var ráðinn af dögum. Tilræðið virðist hafa verið kveikjan að stjórnarbyltingunni. Afganir hafa flykkzt til forseta- hallarinnar þar sem lík Daouds forseta og bróður hans, Mohammed Naim, eru til sýnis. I dag klifruðu áhorfendur yfir þrjú skriðdrekaflök til þess að komast inn á lóðina. Rúmlega 200 skriðdrekar og brynvagnar voru hafðir til taks umhverfis Kabul í dag en á þá höfðu verið settir blómsveigar. Líf í Kabul virðist aftur vera komið í eðlilegt horf að mestu og þar er rólegt. Lögreglumenn ganga um óvopnaðir en hafa hingað til borið skammbyssur. Samkvæmt heimildunum voru Daoud forseti, kona hans, bróðir hans Haeern, allir synir hans þrír og nokkur barnabörn — sumir segja 30 skyldmenni alls — myrt á hallarlóðinni á föstudagsmorg- un, daginn eftir að byltingin hófst. 1 10 ástæóur fyrir kaupum á PHILCO þvottavélum 'Fckur inu hcitt kalt vatn, sem þyðir Viðurkcnnt uliarþvottakcrfi. tíina og rafmagnssparnað. n Stór þvottabelgur. scm tckur 5 kg. og Vinduhraði sem er allt að 850 snún/- stórar dyr cr auðvelda hlcðslu. mín, flýtir þurrkun ótrúlega. g tjöldi kerfa, scm licnta þörfum og þoli 4 hitastig (32/45/60/90°C), scm henta alls þvottar. öllum þvotti. Q A '' Fullkomin viðgcrðarþjónusta cr ykkar Sparnaðarstilling fvrir vatn og raf- liagur. magn. 1(). Vcrðið cr mun lægra cn á sambæriieg- 3 mismunandi hraðar í þvotti og tvcir í um vélum. vindu, trvggja rétta meðfcrð þvottar- ins. PHIIAX) og fallcgur þvottur fara saman. 0455 -- 5ÆTUN 8 - 15655 HAFNARSTRÆTI 3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.