Morgunblaðið - 03.05.1978, Page 36

Morgunblaðið - 03.05.1978, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 Herþrúður Hermanns- dóttir — Minningarorð Fædd 10. marz 1897 Dáin 21. apríl 1978 Nú þegar ég sest niður og set nokkur kveðjuorð á blað til minningar um Herþrúði og kynni mín af henni síðastliöin fjörutíu ár, f.vrst sem nágranni hennar við Laugarnesveginn og síðar sem félagi í Kvenfélagi Laugarnes- sóknar, frá stofnun þess, eða í þrjátíu og sjö ár, þá fer ekki hjá því að margs er að minnast og þá ekki síst í sambandi við kirkjuna og kvenfélagið, því þar hafði hún brennandi áhuga. Aldrei verður saga Laugarneskirkju skráð án þess að þeirra hjónanna Herþrúð- ar og Jóns Olafssonar verði getið. Því þau mætu hjón unnu braut- ryðjendastarf með miklum sóma. Marga ferðina fórum viö Herþrúð- ur um kirkjusóknina í fjáröflunar- skyni meðan kirkjan var í bygg- ingu og aidrei gleymist stóra bókin, sem liggur í anddyri kirkjunnar, hún var borin í hvert hús sóknarinnar. Eg sagði við hana áður en farið var að bera bókina út, að það væri ekki framkvæmanlegt að bera svona stóra bók um alla sóknina. Þá sagði hún: Blessuð góða, þetta er vel hægt, við erum svo ungar og frískar og við svo skiptum við þessu á milli kvennanna í félaginu og allt gekk þetta mjög vel og má segja að þetta sé nokkurs konar manntal á árunum 1945 og 46, því allir í sókninni, sem vildu leggja kirkjunni lið, skráöu nöfn sín í bókina. Herþrúður var mjög gæfusöm í sínu einkalífi. Hún átti elskuiegan mann, indæl börn, enda var hún ætíð glöð og skemmtileg í okkar hópi og fyrir allt þetta starf hennar í félaginu okkar vil ég þakka henni og nú þegar hún gengur á .Guðs síns fund, inn í eilífðarsumarið, þá veit ég að það verður tekið vel á móti henni. Eg bið Guð að biessa börn hennar, tengdabörn og barnabörn- um góðar minningar. Ásta Jónsdóttir. Á einum fegursta morgni hins nýbyrjaða sumars, þann 22. apríl s.I., andaðist á sjúkrahúsi hér í borg, eftir mjög skamma legu, frú Herþrúður Hermannsdóttir, 81 árs að aldri. Að' kveðja þennan heim í slíku veðri hefði hún viljað kjósa sér, því sól og heiðríkja geislaði um allt hennar líf. Ekki svo að skilja að hún hafi ekki orðið að þola mótbyr og veikindi eins og flestir sem ná svo háum aldri, heldur var hún ein af þeim sem löðuðu fram allt það jákvæöa í lífinu, lagði sig fram um að njóta þess og gafst ekki upp þó að á móti blési enda þurfti hún fljótt að standa á eigin fótum. Herþrúður var fædd á Þingeyri við Dýrafjörð þann 10. marz 1897. Foreldrar hennar voru Guðrún Mikkelína Guðbjartsdóttir og Her- mann Wendel. Faðir hennar var af þýskum ættum, hann var úrsmið- ur, málari og mikill hagleiksmað- ur. Móðir hennar var af þekktu dugnaðar- og sjósóknarfólki á Vestfjörðum. Hún ólst upp hjá móður sinni og voru þær mjög samrýndar og minntist hún oft þess tíma. Um fermingaraldur varð hún fyrir því áfalli að missa móður sína og þurfti hún þá á sínum dugnaði og bjartsýni að halda. Fljótlega eftir þetta fluttist hún til Reykjavíkur og dvaldist á heimili Guðbjarts Guðbjartssonar, skipstjóra, móðurbróður sins um nokkurt skeið. Herþrúður átti 5 hálfsystkini og eru þau nú öll látin nema Andres Wendel. Árið 1921 giftist hún Jóni Eiríkssyni, skipstjóra, og fluttust þau til Kaupmannahafnar og bjuggu þar í 5 ár. Herþrúður var fædd heimskona og kunni því vel við sig í stórborginni og hafði þessi tími varanleg áhrif á lífsviðhorf hennar. Þau eignuðust 2 syni. Þeir voru Steinþór, sem fórst í hafi á stríðsárunum aðeins tvítugur að aldri, hann lét eftir sig unnustu, ' Sigríöi Marteinsdóttur frá Akur- eyri, og 1 son. Ólafur Hreiðar, er búsettur í Kópavogi og er annar af aðaleig- endum fyrirtækisins „Skipatækni h.f.“ Hann er kvæntur Hólmfríði Þórhallsdóttur, þau eiga 7 börn. + Eiginkona mín og móöir, ÞÓRUNN INGIMUNDARDÓTTIR, ffrá Garöstöóum í Garði, lést aö heimili sínu 1. maí. Markús Guömundsson og börn. + Móöir mín, ÞÓRA JÖNASDÓTTIR, Hringbraut 106, lést 26. apríl s.l. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag miövikudaginn 3. maí kl. 10.30. Hrólfur Halldórsson. * + Eigmmaður minn, faöir okkar og tengdafaöir. JENS GUÐBJÖRNSSON, andaöist í Heilsuverndarstöö Reykjavíkur aö morgni 1. maí. Þórveig S. Axfjörð, Brynhildur Jenadóltir, Jeneína Jenedóltir, Jóhann Gunnar Jóhannason. + Útför móöur okkar, ESTRID FALBERG BREKKAN, veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudag 5. maí klukkan 10.30. Þeir, sem vitdu heiðra minningu hennar, eru minntir á Blindrafélagiö viö Hamrahlíö. Ásmundur Brekkan, Eggert Brekkan. + JÚLÍUS INGIMARSSON, bifreióaatjóri Iri Akureyri, lést 20. apríl s.l. Fyrir hönd vandamanna, Olga Elíasdóttir, Ragnar Júlíuason. + Móöir ’okkar. tengdamóöir og amma, HERÞRÚDUR HERMANNSDÓTTIR, Fellsmúla 11, veröur jarösungin frá Laugarneskirkju í dag miðvikudaginn 3. maí kl. 13.30. Hörður Jónsson, Ólafur Hreiöar Jónsson, Olafur Hermann Jónsson, Gunnar Á. Jónsson, Hertha W. Jónsdóttir. tengdabörn og barnabörn. + Systir okkar. SVANDÍS SIGURDARDÖTTIR, andaöist aö Elli- og hiúkrunarheimílinu Grund þann 1. maí. Jóhannes Sigurösson, Anna Þ. Siguröardóttir, Stefán Sigurösson. Móöir mín og tengdamóðir, GUÐRUN ÓLAFSDÓTTIR, Meistaravöllum 15, sem andaðist 22. apríl, veröur jarösungin frá Neskirkju föstudaginn 5 maí kl. 3 e.h. Blóm vinsamlega afbeöin. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna, _ „ . ... Guðbjörg Knstjansdóttir, Kristófer Kristófersson. Eiginkona mín, móöir. tengdamóöir, amma og langamma, GUDNÝ BORGÞÖRA GUÐMUNDSDÓTTIR, trá Fáskrúósfirði, Boöaslóö 20, Vestmannaeyjum, lést í sjúkrahusi Vestmannaeyja þriöjud. 2. maí. Friöjón Guömundsson. Ester Friðjónsdóttir, Haukur Kristjánsson. Höröur Jakobsson, börn og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir, sonur og stjúpsonur, GUÐMUNDUR SVAN INGIMARSSON, Baldursgötu 3 B, lést 15. apríl s.l. Jaröarförin hefur fariö fram. Ragna Olafadóttir. Ingimundur Guðmundsson, Sígríður Hannesdóttir, Björn Vigfússon. Faöir okkar og tengdafaöir. ^ ÞORLEIFUR GUÐMUNDSSON, tyrrverandi verkstjóri, Arnarhrauni 13, Hafnarfiröi andaöist aö morgni 2. maí. Kristín Þorleifsdóttir, Haukur Magnússon, Margrét Þorleifsdóttir, Siguröur Jónsson, Sigrún Þorleifsdóttir, Guömundur Þorleitsson, Grétar Þorleifsson, Gréta Arngrímsdóttir. + Sonur okkar, JÖKULL JAKOBSSON, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í dag kl. 3 e.h. Þeim, sem vHja minnast hans, er bent á Hallgrímskirkju í Reykjavík og líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna, Þóra Einarsdóttir, Jakob Jónsson. Þau Herþrúður og Jón Eiríksson skildu. 10. júní 1932 giftist hún Jóni Ólafssyni, forstöðumanni Bifreiða- eftirlits ríkisins, og eignuðust þau 3 börn. Þau eru: Ólafur Hermann, búsettur í Reykjavík, flugumferð- arstjóri þar, kvæntur Guðríði Björnsdóttur, þau eiga 4 dætur. Gunnar Álfar, búsettur á Selfossi, skrifstofustjóri Kaupfélags Árnes- inga, kvæntur Unni Einarsdóttur, þau eiga 4 börn. Hertha Wendel, búsett í Kópavogi, hjúkrunarkenn- ari við Hjúkrunarskóla Islands, gift Stefáni M. Gunnarssyni,, bankastjóra Alþýðubankans í Reykjavík, þau eiga 2 börn. Herþrúður gekk í móðurstað syni Jóns Ólafssonar af fyrra hjóna- bandi hans, Herði, sem er bifreiða- eftirlitsmaður í Reykjavík. Hann var kvæntur Guðrúnu Sigurðar- dóttur frá Akranesi, en hún lést 1958 iangt fyrir aldur fram. Jón Ólafsson lést snögglega 1962 sjö- tugur að aldri og var það henni mikill missir. Herþrúður var greind kona og víðsýn, glaðværð var henni í blóð borin, hún átti svo auðvelt með að sjá broslegu hliðarnar á hlutunum. Heimilið var stórt og oft mjög gestkvæmt og þó að það sæti í fyrirrúmi átti hún mörg áhuga- mál. Hún vann mikið að félags- málum og var víða heima, hún haföi trú á æsku landsins og naut þess að vera innan um unga fólkið, enda sóttist það eftir félagsskap hennar allt til loka. Á heimili hennar og manns hennar, öðlings- ins Jóns heitins Ólafssonar, var friðhelgi heimilisins í hávegum höfð. Þar ríkti ástríki og virðing fyrir öllu smáu og stóru. Þau áttu barnaláni að fagna og voru mjög samhent um að hlúa að þessari dýrmætu eign sinni. En það voru fleiri sem nutu góðs af, þau gerðu sér far um að kynnast vinum barnanna sinna og stóð heimili þeirra þeim opið hvenær sem var og alltaf var tími til viðræðna. Ég undirrituð átti því láni að fagna að kynnast þessu góða fólki í byrjun minnar barnaskólagöngu en þá urðum við Hertha dóttir þeirra skólasystur og vinkonur og hefur sú vinátta haldist órofin alla tíð síðan. Nú þegar Herþrúður er horfin héðan, þessi elskulega kona sem hélt sinni reisn allt til síðasta dags, sækja minningarnar á, minningarnar um allar samveru- stundirnar á Laugarnesveginum og annars staðar, hlýja viðmótið og umhyggjuna sem hún bar fyrir mér og allar þær mörgu stundir sem við ræddum saman um allt milli himins og jarðar bæði í gamni og alvöru, ég var ávallt ríkari á eftir. Hún hafði alltaf áhuga á því sem við vorum að gera og á sinn sérstæða hátt örvaði hún okkur og hvatti. Fyrir allt þetta og margt fleira vil ég þakka henni. Þaö var mikill vinskapur milli foreldra minna og þeirra hjóna og eftir að faðir minn og Jón voru báðir horfnir áttu þær Herþrúður og móðir mín sínar góðu stundir saman. Á kveðjustund þakkar hún henni trygga og einlæga vináttu. Herþrúður kveið ekki dauðan- um, hún var bjargföst í trú sinni á Guð og annað líf, hún var þakklát Guði fyrir gæfu sína í þessum heimi. Nú er hún komin til endurfunda við sinn elskulega eiginmann og son. Megi friður Guðs fylgja þeim. Ég bið Guð að blessa börnin hennar, tengdabörn og barnabörn sem hún lét sér svo annt um og megi birta minning- anna draga úr söknuðínum. Ég og fjöiskylda mín sendi þeim innileg- ar samúðarkveðjur. Bjarney Tryggvadóttir. í dag verður frú Herþrúður Hermannsdóttir, Fellsmúla 11, jarðsungin frá Laugarneskirkju. Nöfn hennar og mannsins hennar, Jóns heitins ðlafssonar fyrrver- andi forstjóra Bifreiðaeftirlits ríkisins, verða alltaf náið sam- tvinnuð þeirri kirkju, sem átti þeim svo mikið að þakka. Fyrir eldmóð þeirra, hugrekki og trú á málefnið gerðust þau forystufólk í hinum nýstofnaða Laugarnessöfn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.