Morgunblaðið - 03.05.1978, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 03.05.1978, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1978 47 Forsætisráðherra: Starfsemi Orkustofn- unar gangi fyrir sig með eðlilegum hætti Fjárhagsvandi hennar til athugun- ar hjá sérstakri embættismanna- nefnd í bréfi Hagsmunasamtaka starfsmanna Orkustofnunar, sem lesið var upp utan dagskrár í efri deild Alþingis í gær, er því haldið fram, að fjárhagsleg staða Orku- stofnunar og ýmissa rannsóknar- verkefna sé mjög bágborin og starfsöryggi sérhæfðs vinnuafls hjá stofnuninni veikt. Skuldir hafi hlaðist upp, m.a. vegna þess að kostnaður vegna gufuveitu og borana við Kröflu hafi farið verulega fram úr áætlun. Til að greiða þessar skuldir hafi verið seilst í fjárveitingu Orkustofnun- ar í fjárlögum, sem ætluð hafi verið til rannsókna á orkulindum landsins á árinu 1978. í janúar- og febrúarmánuði hafi fjármála- ráðuneytið tekið 30 m. kr. af fjárveitingu stofnunarinnar og aftur 150 m. kr. nú nýverið, m.a. til að greiða áðurnefndar skuldir, vegna stofnkostnaðar Kröflu- virkjunar. Dráttur á nauðsynleg- um rannsóknarverkefnum hafi í för með sér seinkun á nýtingu þeirra. I bréfi starfsmanna Orku- stofnunar eru talin upp ýmis verkefni: vatnsorkurannsóknir, jarðhitarannsóknir og neyzlu- vatnsrannsóknir, víðs vegar um land, sem gjaldi þeirrar lömunar á starfsemi stofnunarinnar, sem fjársvelti hennar valdi. Skora starfsmenn, er bréf þetta senda, á alþingismenn, aðdáta ekki taka fram fyrir hendur sér, eins og þeir orða það, „að embættismenn fjármálaráðuneytis ráðskist, án samráðs við Alþingi, með fjár- veitingar þingsins og verji þeim til annarra framkvæmda en Alþingi hafi ætlazt til.“ Geir Hallgrímsson forsætisráðherra sagði fjármál Orkustofnunar ekki í því lagi, sem vera bæri. Að því hafi og verið fundið að stofnunin færi ekki eftir þeim starfsáætlunum, sem hún hefði lagt fyrir fjárveit- inganefnd, og ráðið til sín fleiri starfsmenn en hún hefði heimild til, skv. fjárlögum og samþykki fjárveitingavaldsins. Það er verið að kanna réttmæti þessarar gagnrýni á hendur Orkustofnun, sem ég hefi nú nefnt, og vinnur að því sérstök nefnd, er fjallar um fjárhagsvanda stofnunarinn- ar, skipuð fulltrúum úr ýmsum greinum ríkisvaldsins. Forsætis- ráðherra sagði það rétt vera að Orkustofnun hefði eytt hærri upphæðum til borana við Kröflu og gufuveitu þar en hún hefði haft fjárveitingar til 'að standa undir. Spurning væri, hvort hún hafi þar farið fram úr veittum heimildum, þ.e. ráðist í fjárfrek- ari framkvæmdir en hún hafði heimild til að ráðast í — eða hvort um eðlilega hækkun kostn- aðar væri að ræða. Það er mjög mikilvægt fyrir ríkisvaldið að vita, hvort stofnun eins og Orkustofnun, sem hefur mjög mikla fjármuni með höndum, fer að heimildum eða út fyrir heim- ildir. Þessi mál er nú verið að kanna ofan í kjölinn, sem fyrr segir. Forsætisráðherra vék síðan að þeim 180 m.kr., sem í bréfi starfsmanna væru sagðar teknar af fjárveitingu stofnunarinnar. Hér væri um einföldun staðreynda að ræða, sem nauð- synlegt væri að skýra nánar. Það var samþykkt af hálfu fjármála- og iðnaðarráðuneyta með sam- þykki ríkisstjórnar, að fjárveit- ingum til Orkustofnunar — á árinu — skuli breytt þannig, áð fjármálaráðuneytið borgar út ávísanir iðnaðarráðuneytis fyrr en gert var ráð fyrir, skv. greiðsluáætlun, til þess að létta þessar vanskilaskuldir. Það fer svo eftirn% %iiurstöðum og endurskoðun á fjármálum Orku- stofnunar, hvenær og að hve miklu leyti aflað verður fjár til þess síðar á árinu að endurgreiða þessa fjármuni og hafa þá til reiðu til venjubundinna verkefna stofnunarinnar. Um það verður ekkert fullyrt á þessu stigi málsins. En ég tel ekki ástæðu til þeirrar svartsýni, sem fram kemur í bréfi starfsmanna, þar sem látið er að því liggja að vatnsorkurannsóknir, jarðhita- rannsóknir og neyzluvatnsrann- sóknir muni svo til falla niður. I fjárlögum er tiltekin fjárveiting til þessarar stofnunar og jafn- framt til sérstakra verkefna hennar. Ég hygg að ekki fari svo illa, sem látið er að liggja í nefndu bréfi. Að sjálfsögðu verður að endurskoða verkefna- skrá Orkustofnunar og forráða- menn hennar að gera glögga grein fyrir verkefnum og kostn- aði á árinu. Að því leyti sem fjárhagsvandi stafar af eðlilegum ástæðum verður leitast við að leysa úr honum og lagt kapp á að starfsemi Orkustofnunar sem slíkrar megi ganga fyrir sig með eðlilegum hætti og að þau verk- efni, sem henni voru ætluð skv. starfsáætlun, en fjárveitinga- nefnd hefur gengið frá, verði fram haldið. Endurskoðunar- nefnd fjármála stofnunarinnar mun skila áliti til ríkisstjórnar- Geir Hallgrímsson. innar, sem síðan mun taka afstöðu til málsins í heild, m.a. þeirrar fjáröflunar, sem þá verður talin óhjákvæmileg. Fulltrúi í fjármálaráðuneyti svaraði því til aðspurður, er Mbl. bar framangreint bréf undir hann, að Orkustofnun hefði fjárlagaheimild fyrir um 90 stöðugildum. Endurskoðuð fjár- hagsáætlun stofnunarinnar sjálfrar gerir hins vegar ráð fyrir 138 stöðugildum. Orkustofnun hefði, auk fastra stöðugilda heimild til að ráða starfsmenn til að sinna sérverkefnum, sem henni væri falið að sinna á hverjum tíma af fjárveitinga- valdinu. Nefnd, er rannsakaði fjármál stofnunarinnar, kannaði m.a., hvort stofnuninni hefði verið falin sérverkefni, er skýrði mun heimilaðra stöðugilda og núv. starfsmannafjölda. Það var Helgi F. Seljan er las upp bréf starfsmanna. Auk hans og ráðherra tók einnig Stefán Jónsson (Abl.) til máls við umræðuna. Njörður P. Njarðvík formað- ur rithöfundasambandsins Nýtt rithöfunda- ráð kjörið - álykt- anir afgreiddar Morgunhlaðinu hcíur borizt eftirlarandi fréttatilkynning frá Kithöfundasamhandi Islandsi Þriðja rithöfundaþingi, sem haldið var í Norræna húsinu 28.—30. apríl 1978, lauk með aðalfundi Rithöfundasambands Islands á sunnudag. Við setningu þingsins á föstudag ávörpuðu þingheim þeir Vilhjálm- ur Hjálmarsson menntamálaráð- herra og Birgir ísleifur Gunnars- son borgarstjóri. Dr. Oddur Bene- diktsson flutti erindi sem hann nefndi „í upphafi tölvualdar". Á eftir fóru fram umræður og síðan þáðu rithöfundar boð forseta Islands að Bessastöðum. Á laugardagsmorgun flutti Elías Davíðsson kerfisfræðingur erindi: „Áhrif gervihnatta á fjar- skipti og fjölmiðlun" og John Erik Forslund, framkvæmdastjóri Norræna rithöfundaráðsins, talaði um „Nordsat og norræn menning- arsamskipti". — Hádegisverður var snæddur í ráðherrabústaðnum í boði menntamálaráðherra. — Síðdegis fóru fram fjörugar um- ræður um gervihnattamálið en síðan voru á dagskrá ýmis hags- munamál rithöfunda. Þar voru samþykktar eftirfarandi 3 álykt- anir: 1. ályktun Starfshópur um rekstur Höf- undamiðstöðvar á þriðja rithöf- undaþingi, höldnu dagana 28. og 29. apríl 1978, ályktar: • Að knýja á um stóraukna fjárveitingu til Höfundamið- stöðvar sem óhjákvæmilega stuðlar að viðhaldi og vexti íslenskrar tungu og menningar- arfs. • Að leitað verði samstarfs við Menningar- og fræðslusamband alþýðu um kynningu höfunda og verka þeirra. • Að hafið verði samstarf við leikfélög og félagsheimili um land allt í sama skyni. • Að kannaður verði möguleiki á bókmenntakynningum í sam- bandi við listasýningar hvers konar. Auk þess ályktar starfshópur- inn: • Að ríki, borgar-, bæjar- og sveitarfélög leggi árlega fram fjármagn til að standa straum af reglubundnum kynningum á bókmenntum og höfundum. • Ennfremur telur starfshópur- inn að upplestur og kynningu á verkum og höfundum beri að fella inn í almenna bókmennta- og íslenskukennslu í skólum landsins. 2. ályktun Rithöfundaþing, haldið í Norr- æna húsinu í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 1978, samþykkir eftirfarandi ályktun: Þar sem engar reglur hafa gilt um fjölföldun ritverka til notkun- ar í skólum og öðrum ríkisstofnun- um, en slíkar fjölfaldanir hafa þó viðgengist um langt skeið án nokkurs leyfis og án þess greitt væri fyrir og jafnvel án ’þess höfundur vissi af, — samþykkir rithöfundaþing að leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Rithöfundasamband íslands semji við menntamálaráðuneyti um greiðslu til Rithöfundasam- bandsins fyrir fjölföldun rit- verka í skólum og öðrum ríkis- stofnunum til þessa og geri samning við menntamálaráðu- neytið um slíka notkun ritverka framvegis og greiðslu fyrir þau. Njörður P. Njarðvík. 2. Að höfundur hafi aðstöðu til aö f.vlgjast með því að rétt sé farið með verk hans í fjölföldun. 3. Náist ekki samningar um greiðslu fyrir áðurgreind afnot, skulu gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir brot skólanna á réttindum höfunda sam- kvæmt höfundalögum. 3. ályktun • Þriðja rithöfundaþing skorar á almenningsbókasöfn lands- ins að láta ganga fyrir kaup á bókum eftir íslenska höf- unda og stuðla á þann hátt að kynningu og útbreiðslu ís- lenskra bókmennta. • Þá skorar þingið á mennta- málaráðuneyti að hlutast til um að bækur íslenskra höfunda verði alménnt keyptar í skóla- bókasöfn. I tengslum við rithöfundaþingið og í framhaldi af því var aðalfund- ur Rithöfundasambands íslands haldinn sunnudaginn 30. apríl. Þar fóru fram hin hefðbundnu aðal- fundarstörf, svo sem skýrsla fráfarandi formanns (Sigurðar A. Magnússonar), gjaldkera (Kristins Reyr) og fráfarandi formanns Rithöfundaráðs (Matthíasar Johannessens). Þar næst var kosið í stjórn Rithöfundasambandsins til næstu tveggja ára. Atkvæði féllu þannig: Formaður: Kjörinn var Njörður P. Njarðvík með 92 atkvæðum. Næstur honum að atkvæðatölu var Baldur Oskarsson með 47 atkvæði. Tveir meðstjórnendur: Kjörnir voru Pétur Gunnarsson með 78 atkvæðum og Þorvarður Helgason með 73 atkvæðum. Næstir þeim að atkvæðatölu voru: Ingólfur Jóns- son frá Prestsbakka með 61 atkvæði og Jón frá Pálmholti með 59 atkvæði. Varamaður: Kosningu hlaut Baldur Ragnarsson, fékk 71 at- kvæði. Næstur honum var Rlías Mar með 51 atkvæði. Kosning Rithöfundaróðs til næstu tveggja ára: Fram komu tveir listar: A listi ,\nna Brynjálfsdóltir Kjiill Bjarnason (Iróta Sijífúsdóttir (iiinnar Dal llordís Knilsdóttir Framhald á bls. 31 Dnegiðídag örfáir miðar eru enn fáanlegir í Aðalumboðinu Vesturverí. Dregið í 1. flokki kl. 5.30 í dag. Happdiættif^|p%79

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.