Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 98. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sovétmenn harma árás herliðs inn fyr- ir landamæri Kína DAYAN í STOKKHÓLMI — Moshe Dayan utanríkisráðherra ísraels er nú í heimsókn í Svíþjóð til að kynna Svíum ^fstöðu stjórnar sinnar til ástandsins í Miðausturlöndum á 30 ára afmæli Ísraelsríkis. A myndinni er Dayan með Falldin forsætisráðherra eftir fund þeirra í gær. Nokkur mótmæli hafa verið í Stokkhólmi við heimsókn Dayans, og m.a. brenndi hópur mótmælenda brúðu í líki Dayans úti á götu í borginni. Fálldin og Dayan eru léttir á brún á myndinni, en sænski forsætisráðherrann tilkynnti í fyrradag að hann hygðist ekki segja af sér þrátt fyrir það mótlæti semhann hefði orðið fyrir að undanförnu. (Símamynd AP.) Israel varnarlaust án vesturbakkans — segir nýr yfirmaður herráðs landsins Jerúsalem. 12. maí. Heuter. AP. IIINN nýi yfirmaður ísraelska herráðsins, Eitan hershöfðingi, lýsti því yfir í viðtali í dag að ísraelsnienn yrðu að viðhalda yfirráðum sínum á vesturbakka Jórdan- ár því annars gæti herlið landsins ckki varið landið. Ummæli þessi hafa orsakað mikið fjaðraíok í ísrael og heíur Yigael Yadin aðstoðar- forsætisráðherra landsins ákveðið að taka þau til um- ræðu á stjórnarfundi á sunnu- dag. Stjórnarandstaðan í Hollendingar vilja fram- selja Folkerts llaag. 12. maí. AP. IIOLLENZKA dómsmálaráðu- neytið kunngerði í dag. að það heíði ákveðið að veita samþykki sitt fyrir því að vestur þýzku hryðjuverkamennirnir Knut Folkerts, Christoph Wackernagel og Gerd Schneider yrðu framseld- ir. Aftur á móti ákváðu lögfræð- ingar þeirra að áfrýja úrskurðin- um til þjóðráðsins sem hefur samkvæmt hollenzkum lögum síðasta orðið í slikum málum. Talsmaður dómsmálaráðuneyt- isins sagði, að mennirnir þrír sem allir eru félagar í Rauðu herdeild- inni, myndu ekki afhentir vest- ur-þýzkum yfirvöldum fyrr en mál þeirra hefðu fengið rétta meðferð. Þetta gæti tekið allt að fjórar vikur. Knut Folkerts hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Hollandi. Var hann fundinn sekur um að hafa myrt lögregluþjón í landinu hefur látið í ljós mikla óánægju með þessa yfirlýsingu hershöfðingjans og sömuleiðis flokkur Yadins. Fulltrúi flokks Begins forsætis- ráðherra, sem talinn er hafa svipuð viðhorf og Eitan í þessu máli,’ lýsti því yfir í dag að hershöfðinginn hefði einungis verið að ræða um hernaðarlegt mikilvægi vesturbakkans en ekki um pólitísk atriði. Eitan gaf einnig í skyn í viðtalinu að Israelsmenn ættu ekki heldur að skila lands- svæðum á Golanhæðum eða á Sínaískaga í hendur Araba og sagði að Arabaríkin ætluðu nú Knut Folkerts september sl. Stóð þá yfir leit í Hollandi að v-þýzka iðjuhöldinum Hanns-Martin Schleyer. Wacker- nagel og Schneider voru hand- teknir í nóvember eftir skotbar- daga við lögreglumenn í Amster- dam og særðust þá þrír lögreglu- þjónar. Folkerts mun einnig við- riðinn morðið á Siegfried Buback og einnig mun hann hafa átt aðild að vopnuðum ránum í Frankfurt í fyrra. sem fyrr að rná Ísraelsríki af landakortinu. Eitan, formaður herráðsins, átti í dag fund með Ensio Siilasvuo yfirmanni gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum um brottför ísraelska herliðsins frá Líbanon. Eitan tilkynnti ekki hvenær ísraelsmenn yrðu endan- lega á brott frá Líbanon en sagði það þó vera endanleg áform stjórnarinnar að draga þaðan allt herlið sitt. Siilasvuo sagði blaða- mönnum eftir fundinn að gæzlu- liðið í Líbanon mundi fullskipað í lok þessa mánaðar eða byrjun næsta og myndu þá vera í því 6000 hermenn. Túkíó. 12. maí. AP. SOVÉTSTJÓRNIN viðurkcnndi í dag. að sovézkir hermenn hefðu farið með vopnum inn fyrir landama'ri Kína fyrr í vikunni við ána IJssuri sem rennur á landamærum ríkjanna. Sovézki sendiherrann í Peking gekk í dag á fund kínverskra ráðamanna og Deilan í Danmörku: Jakobsen leggur fram til- lögur eft- ir helgi „ haupmannahöfn. 12. maí AP. SVEN Jakobsen, sjávarútvegs- ráðherra Danmerkur, lagði fram tillögur í dag sem miða að því að létta fjárhagsvandræði danskra sjómanna sem skapast hafa af því að veiðikvótar hafa verið minnkaðir. Jakobsen sagði að hann myndi leggja frumvarp fram á danska þjóðþinginu eftir helgina þar sem lagt væri til að aflað yrði 50 milljón danskra Framhald á bls. 18 Sven Jakobsen harmaði atvik þetta. en Kínverjar höfðu áður afhont sendiráðinu mjiig harðorð mótmæli vegna þessa atburðar. Var í mótmæla- orðsendingunni krafist afsiikun- ar af hálfu sovézkra stjórnvalda og trvgginga fyrir því að athurð- ir sem þessir endurta’kju sig ekki og jafnframt farið fram á það að þeim líússum sem hlut áttu að máli yrði refsað. Að því er fréttastofan Nýja Kína skýrði frá í gær, réðust. 30 sovézkir hermenn yfir Ussuri-fljót og særðu niarga Kínverja, sem allir vóru óbreyttir borgarar. Sambærilegir atburðir hafa ekki oröið á landamærum Kína og Sovétríkjanna frá árinu 1969 þegar landamæraverðir skiptust á skotum með þeim afleiðingum að nokkrir féllu. I tilkynningu Tass-fréttastof- unnar um atburðinn á landamær- unum í vikunni sagði að sovézkir landamæraverðir hefðu villzt inn fyrir landamærin í leit að vopnuð- um og hættuleguni glæpamanni en snúiö strax til baka þegar þeir áttuðu sig á því að þeir voru komnir inn á kínverkst land. Kyrrt í Iran eftir blóð- uga daga Theran. 12. maí. AP. KYRRÐ komst aftur á í Teheran í dag og ríkisstjórnin kvaddi á brott hermenn sína sem sendir hiifðu verið á vettvang til að berja á þeim mótmælendum. sem hiifðu haft í frammi andspvrnu gegn Reza I’ahlevi keisara. Keisarinn hafði vegna óeirðanna frestað fiir sinni til Austur-Evrópu og tók Framhald á bls. 18 Margt stórmenna vid minningarathöf n um Aldo Moro í Róm 1 dag Geysimiklar varúdarrádstafanir lögreglu Róm. 12. maí. Heuter. AP. LÖGREGLAN á Ítalíu hefur mikinn viðbúnað vegna komu fjiilda stórmenna sem verða viðstaddir hina opinberu minn- ingarathöfn um Aldo Moro fyrrverandi forsætisráðherra sem haldin verður í dag í llóm. Páll páfi sjiitti mun prédika við athiifnina en auk hans verða viðstaddir fulltrúar ríkis- stjórna í austri og vestri. þeirra á meðal Tindemans forsætisráðherra Belgíu. Takeo Miki fyrrum forsætisráðherra Japans og ráðherrar frá Bandaríkjunum. Frakklandi og V-I>ýzkalandi. Einnig mun K. B. Andersen utanríkisráð- herra Dana vera við athiifnina og Roy Jenkins frvk.stj. Efna- hagsbandalags Evrópu. Fjölskylda Moros hefur til- kynnt að hún hafi ekki í hyggju að koma til athafnarinnar en enginn í fjölskyldunni hefur sézt opinberlega eftir að Moro var greftraður sl. miðvikudag. Talið er þó hugsanlegt að ættingjar Moros skipti um skoðun eftir að tilkynnt var í Páfagarði að páfinn mundi prédika við at- höfnina. Ekkert lát er á árásum Rauðu herdeildanna á þekkta ítalska borgara og í morgun var gerð árás á Tito Berardini, fram- kvæmdastjóra Kristilega demó- krataflokksins í Mílanó, og hann skotinn í fætur og mjöðm en þó ekki lífshættulega. Berardini var sjöunda fórnar- lamb árása þessarar tegundar á Ítalíu á jafnmörgum dögum. Gulio Andreotti tók í dag að sér yfirstjórn innanríkisráðu- neytisins, sem stjórnar lögregl- unni á Ítalíu, en Cossiga sem til skamms tíma gegndi þessu starfi sagði af sér í vikunni. Andreotti tók afsögn hans til greina í gærkvöldi og ákvað að sjá sjálfur um ráðuneytið til bráðabirgða eða þar til annar maður hefur verið fundinn til að \eita því forstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.