Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 Þorsteinn Gylfason: Lítið bréf um mál og stfl til Ólafs Ragnars Grímssonar Eins og þú veizt, Óli minn, er ég einn af átján sem hafa lengi harmað það að doktorsritgerðin þín — ég man ekki hvað mörg hundruð blað- síður um ættarsamfélag og ríkisvald í þjóðfélagi ísiendinga — skuli ekki hafa birzt á íslenzku. Þú getur því nærri hvað mér þótti gott að sjá hér á Borginni þó ekki væri nema eina opnu úr einhverju blaðinu með ítarlegri ritgerð þinni um efnið. Hingað á hótelið koma margir áhugamenn um vísindi; ætli það hafi verið Flosi sem sýndi mér sérprent- ið? Það var víst úr Dagblaðinu. Annars hélt ég þú skrifaðir í Þjóðviljann eins og Flosi. Vonandi er hér upphaf þess að önnur blöð en hann birti reglulega fræðilegar ritgerðir. En svona á milli vina. Þú veizt að mér hefur lengi verið hugleikin meðferð íslenzks máls í fræðum og vísindum; einhvern tíma fékkstu mig raunar til að leiðbeina nemendum þínum í þjóðfélagsfræðum — fyrir- gefðu, þjóðfélagsvísindum — um þetta efni. Og enn er ég við sama horn á sama heygarði. Höfum það umbúðalaugt eins og við erum vanir: þú ert ekki nærri nógu góður rithöfundur. Og verður kannski aldrei, sem væri vitaskuld ekkert einsdæmi í sögu vísindanna og heimspekinnar. Þú manst hvað Immanuel Kant lýsti átakanlega skapraun sinni af því að hann hafði ekki þau tök á máli og stíl sem honum þóttu ein samboðin háleitum hugsunum. En nú veit ég að þú hefur meiri metnað en Kant — vísindaleg- an metnað, meina ég, því Kant sótti eins og menn vita í aðrar mannvirð- ingar og hafði það af að verða háskólarektor um skeið. Þess vegna skrifa ég þér. í ritgerðinni koma orðin bull og kjaftæði fyrir fimm sinnum hvort. Ég veit vel að ofnotkun orða er mikil freisting fyrir vísindamann. Þegar hann hefur varið tíma og hugviti' til að skilgreina fræðiheiti sín af ítrustu nákvæmni, er eðlilegt hann kjósi heldur að nota þau en önnur orð óskilgreind, og þá á kostnað áferðar- innar. Fln finnst þér ekki sjálfum — þetta er nú ekki nema alþýðlegt ágrip af fræðum þínum — að þú hefðir að skaðlausu mátt herða á tilbreytninni í hugsun þinni með orðum eins og blaður, mas, raus, slúður, þvaður og þvættingur? Nú eða bara vitleysa, sem líka fer vel í næsta föstu orðasambandi, bull og vitleysa? Orðið pahbapiltur kemur aðeins einu sinni fyrir í ritgerðinni, og er þó smellið; orðið ættarlaukur hins vegar sjö sinnum. Þú ert ugglaust nýbúinn að læra það; og rétt hjá þér, þetta er öndvegisorð. En kannski ekki alveg eins blæbrigðaríkt og þú virðist halda. Að minnsta kosti mættirðu huga að ýmsum orðum öðrum sem virðast prýðilega til þess fallin að verða fræðiheiti í stjórnvís- indum: eitt er ættleri. Hjá Blöndal eru líka ættarspillir og ættarskömm; um hið síðastnefnda hefur Sigfús dæmið „sá verður ættarskömm sem illum föður er verri“. Ekki svo að skilja að treysta megi Sigfúsi um alla hluti, öðru nær. Eins og þú veizt, þótt þú nefnir það ekki í ritgerðinni, var hann guðfaðir pabba. Hann hefur til að mynda orðin föðurbetrungur og föðurverrungur — sem hljóta vel að merkja að koma sér vel í stjórn- vísindalegri erfðafræði: eða heitir greinin erfðafræðileg stjórnvísindi? En svo hefur hann aðeins bróðurbetrungun það er nú allt fræðilega hlutleysið á þeim bænum. Gætirðu nú ekki gert bróðurverrungur að fræðiheiti svo að orðið komist á orðabækur? Ég gæti haldið lengi áfram. Um notkun lýsingarorða til dæmis; ertu líka nýbúinn að læra orðið ömurlegur? Eða þá um setningaskip- an og hljómfall setninga. En leyfðu mér heldur að nefna smekksatriði af svolítið öðrúm toga. í ritgerðinni víkurðu lauslega að Vilmundi Gylfa- syni — sem ég veit ekki betur en sé bróðir minn; eða hafa rannsóknir þínar leitt nokkuð annað í ljós? — og ferð fögrum orðum um einhverja sjónvarpsþætti og greinar sem helzt er að skilja að hann hafi haft með að gera. Þetta er auðvitað háð en ekki lof, og vafamál hvort þess háttar á heima í fræðilegum ritgerðum. Hitt' er verra að Vilmundur er vís til að misskilja þetta og fyllast ungæðis- legum ofmetnaði. Þó er verst að mér sýnist þér bregðast dómgreindin að enn einu leytinu í þessum'háðsyrð- um. Nú vitum við báðir að það varst þú sem blaðið brauzt í sögu sjón- varpsins. Sú var tíðin að sigldar ungar stúlkur nefndu þig aldrei annað en David Frost íslands — eða Norðurlanda, sögðu þær sumar (Manstu hvernig þú lékst þá Jóhann- ’ ýmsum kýlum var stungið og visS , lega var þar margt vel gert. Greia Vilmundar Gylfasonar og frantganj ’ hans í sjónvarpi á fyrstu misseríf >rannsóknablaðamennskunnar miM lengi í minnum hafðar og verðskulj 'vissulega sérstakan kapitula i ^islenskrar blaðamenrtsku. Þegar hjálmur föðurbróðir Þ. Gíslason geí míi endurskoðaða útgáfu af ritvt^ sinu um islenska blaðamenn er sj| . sagl að hann helgi bróðursyninumj rnokkrar síður. uppspuna um fjármál Alþýðubanda- lagsins og Þjóðviljans. Það er vissu-, lega ömurlegt fyrir'okkur ýmsa sem áÁ síðustu árum höfum fagnað framlagi Vilmundar til islenskrar blaða mennsku að horfa upp á góðan dreng . breytast með svo ömurlegum hætti P algjöran bullukoll. Ég trúi þvi vart aðj málefnalegt hallæri sé orðið svol , algjört i herbúðum Vilmundar og ann- arra arftaka ættarveldisins i Alþýðu- < ' flokknum að þeir hafi ekkert annað Á i fram að færa á örlagastundu íslenskr- ar þjóðar en kjaftæði um fjármál Alþýðubandalagsins og Þjóðviljans. THE ICELANDIC ELITE and the development of the power structure 1800 - 2000 A Research Report by Olafur Ragnar Grímsson University of Iceland Den nordiske statskundskapskohference Arhus - August 197 5 Þao er hins vegar umhugsunarvert^ ^fyrir félaga í Rafafli, öflugasta fram- . leiðslusamvinnufélagi ungra manna á^ “íslandi, og íðnnemasamband Islands, að Vilmundur Gylfason, helsti ættar- ^laukur Alþýðuflokksins, skuli telja að nauðsynlegt að flækja þessi sam- gök manna úr alþýðustétt í lygavel um byggði upp flokk íslenskrar alþýð'j.' y halda áfram að vaxa á risavaxinn hátt< >í samanburði við þá lágkúru og það bull sem síðustu vikur hefur einkennt * rmálflutning ættarlaukanna. es Nordal og Jónas Haralz? Hafa þeir sézt í sjónvarpi síðan? Manstu þáttinn með biskupnum þar sem Möðruvallahreyfingin sópaðist að ykkur tveimur í sjónvarpssal með söng og hljóðfæraslætti?) Rétt eins og það varst þú sem blaðið brauzt í þjóðmálunum með baráttunni gegn flokksræðinu og spillingunni þegar þú stofnaðir Glaumbæjarhreyfing- una og sameinaðir hana svo bæði frjálslyndum og vinstri mönnum, þannig að næstum engir urðu eftir utan fylkingar. Og þetta muna fleiri en við; þetta man öll þjóðin þótt þú hafir síðar kosið að helga krafta þína vísindunum. Þess vegna held ég að háðið um Vilmund, svo hógvær sem þú annars ert, hefði farið betur í munni allra annarra en einmitt í þínum. Nú máttu alls ekki halda að þessar smásmugulegu ábendingar um orða- far og aðra smekkvísi séu til marks um að ég misvirði við þig vísinda- störfin. Því verður ekki með orðum lýst hvernig ég upptendraðist í Háskólasafni á dögunum þegar ég sá að þú ert nú búinn að rannsaka íslenzka valdakerfið og hina útvöldu sem þar búa um sig á hverjum tíma allt til næstu aldamóta: The Icelandic Elite and the Development of the Power Structure 1800—2000, A Research Report by Ólafur Ragnar Grímsson. Ég byrjaði strax að lesa, en þótti illt að sjá þar hvergi minnzt á þig. Veit ég vel að hin hreinu fræði eiga hug þinn allan. En mér finnst þú mættir stundum minnast þess að vísindi geta verið jöfnum höndum nýt og hrein. Geturðu nú ekki reynt að vera einhvers staðar á framboðs- lista til Alþingis, svo að við sem teljum okkur. trú um að vísindin efli alla dáð þurfum ekki að sitja heima? Ekki eru allir flokkar búnir að taka upp þessar árans prófkosningar eða hvað þær heita?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.