Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 32
 > AUGI.ÝSINGASIMINN ER: £Éfe 22480 / JWorniinblflíiii) • Al'GLÝSEMGASÍMINN ER: r-^r^. OO/IQA ^-t-^ ZZ48U __/ JHoreimí>Ifl&it> LAUGARDAGUR 13. MAI 1978 Skemmti- ferðaskip 24. maí FYRSTA skcmmtiferðaskip sum- arsins kcmur 24. maí. Það er Britannia. cn að sögn Stcins Lárus- sonar hjá Ferðaskrifstofunni Ur- vali eru farþcgarnir langflestir bjóðverjar. Fyrsta skemmtiferða- skipið. sem Samvinnuferðir/Land- sýn annast fyrirgreiðslu fyrir kcmur 27. maí og er það rússncskt. Mikael Kalinin. Steinn Lárusson sagði að á vegum Urvals kæmu 11 skemmtiferðaskip í sumar, þar af eitt þrisvar og annað tvisvar, þannig að komurnar verða 14. Flest skipanna koma til Reykja- víkur, en eitt fer einnig til ísafjarðar og Akureyrar. Steinn sagði endan- legar tölur um farþegafjölda ekki liggja fyrir. Helgi Jóhannsson hjá Samvinnu- ferðum sagði að næsta skip á þeirra vegum og Landsýnar kæmi 2. júlí til Akureyrar og ti] Reykjavíkur tveim- ur dögum síðar og sama skip verður aftur á ferðinni síðar í mánuðinum. Auk þessara þriggja skipakoma sagði Helgi að í undirbúningi væru tvær komur þýzks skemmtiferða- skips. Hafnarfjörður: 2000 bréf gegn hval- veiðunum „ÞAÐ IIEFUR snjóað hér yfir okkur hrcfum með mótmæíum við hvalveiðunum," sagði Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra í samtali við Mhl. í gær. Sagði ráðherrann að um 2000 bréf hefðu nú borizt honum, forsætisráðherra og forseta ís- lands, þar sem hvatt vaeri til banns við hvalveiðum við ísland. Flest bréfanna sagði Matthías vera frá Bandaríkjunum. Vinnuveitendur: Vilja leita leiða til að bæta kjör láglaunafólks - en grundvaUarsjónarmid adila stangast á TVEIR sáttafundir voru haldnir í gær. Fyrst var fundur vinnuveitenda mcð Alþýðusambandinu og stóð hann frá klukkan 14 til 16, en þá hófst fundur vinnuveitenda og Verkamannasambandsins, scm stóð til klukkan 18. Ákveðið var að boða nýjan fund á miðvikudag á sömu tímum og í gær. Kristján Ragnarsson, formaður samninganefndar vinnuveitenda, sagði í gær að vinnuveitendur vildu leita leíða til þess að bæta hag hinna tekjulægstu og Snorri Jónsson vara- forseti ASÍ kvað sambandið opið fyrir hverri þeirri leið, sem sann- gjörn yrði. Hins vegar virðist málið mjög erfitt, þar sem vinnuveitendur vilja bæta dagvinnukaup án þess að hækkunin skrúfi upp allar kaupálög- ur. Vinnuveitendur segja fyritækin standa höllum fæti og ekki þola meiri launakostnað, einkum fisk-- vinnslufyrirtækin, en Alþýðusam- bandið telur að ekki megi raska hlutfalli dagvinnu og álaga, einkum vegna fólksins, sem vinni við sjávar- útveginn og leggi þar oft nótt við dag til þess að bjarga honum. Kristján Ragnarsson, formaður samninganefndar vinnuveitenda, kvað vinnuveitendur ekki sjá að unnt væri að hækka launakostnað um- fram það sem er. „Staða fyrirtækj- anna er veik," sagði Kristján, „og sums staðar er við mikla erfiðleika Framhald á bls. 18 Fasteignagjöld ein hin lægstu á landinu 25% afsláttur af fasteignagjöldum — 50% afsláttur af vatns- og holræsaskatti tekjur Hafnarfjarðarbæjar af ál- verinu í Straumsvík nema í ár um 105 milljónum króna. FASTEIGNAGJOLD eru hin lægstu á landinu í Hafnarfirði. í Hafnarfirði er veittur 25% afslátt ur af fastcignagjöldum og er það mcsti afsláttur, sem leyíður er skv. lögum. Kemur þetta fram í viðtali við Árna Grétar Finnsson, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, sem birt cr í Morgunblaðinu í dag. I viðtalinu kemur fram, að skv. gildandi lögum beri að leggja á fasteignagjöld, sem nema 0,5% af fasteignamati húsa. Sveitarfélög- um er síðan heimilt að hækka eða lækka þessa gjaldskrá um 25%. Dæmi munu vera um að sveitarfé- lög hafi hækkað þessa gjaldskrá um allt að 20%. Auk 25% afsláttar af fasteigna- gjöldum var í ár veittur 50% afsláttur af vatns- og holræsa- skatti, sem er hluti fasteignagjalda. í heild nemur þessi afsláttur nokkuð á annað hundrað milljónir króna. í viðtalinu kemur einnig fram, að „Það var meiningin að hafa alveg járnaga á þessu", sagði Páll Eiríksson aðalvarðstjóri er Mbl. spurði hann um sérstakar cftirlitsaðgerðir lögreglunnar í Reykjavík í gærkvöldi. Sagði Páll að almennt ásigkomulag biíreiða og bílstjóra væri athugað og sérstakt auga haft á dekkjunum, ef einhvcrjir hefðu ekki tekið nagladekkin undan ennþá. Þessa mynd tók Rax f gærkvöldi. þegar lögreglumenn komu með eina bifrcið til skoðunar hjá bifreiðaeftirlitinu. Matthías Bjarnason um Norsk-íslenzka síldarstofninn: „Verðum að vona að Norð- menn fari mjög gætilega" „NORSKI sjávarútvegsráðherrann hcfur heitið mér því að við fáum að fylgjast með ákvarðanatöku varð- andi síldveiðarnar við Noreg. Ég hef að vísu ekkert heyrt um málið nú en við verðum að vona að Norðmenn fari mjög gætilega," sagði Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra, er Mbl. spurði hann í gær, hvort honum væri kunnugt um afstöðu norskra stjórnvalda til síldveiðileyfa við Noreg í ar, en f fyrra skrifaði Matthi'as sjávarút- vegsmálaráðherra Noregs bréf og lýsti áhyggjum Islendinga af því að norsk-íslenzki sfldarstofninn fengi ckki að vaxa upp við Noreg. „Ég skrifaði þetta bréf 7. marz í fyrra," sagði Matthías Bjarnason. „Við höfðum þá haft spurnir af því að norsk stjórnvöld hygðust leyfa síldveiðar við Noreg, enda þótt N-Atlantshafsnefndin hefði mælt með algerri friðun. I svarbréfi norska sjávarútvegsmálaráðherrans Bolle kom fram, að fyrirheit hafði þá þegar verið gefið um leyfi til veiða Skólahúsnæði i Reykjavík: 1958 milljónum kr. varið tilbygginga 1974-1977 á 10.000 tonnum og yrði ekki aftur snúið með það. En í svarbréfinu kom einnig fram, að norski sjávarútvegs- ráðherrann taldi fyllilega vera ástæðu til að hafa náið samstarf við okkur á þessu sviði og hefur sú skoðun verið áréttuð af hans hálfu síðan. Að því hefur verið spurt, hvers vegna við Islendingar vildum ekki láta til dæmis Alþjóðahafrann- sóknastofnunina starfa við ísland í sambandi við síldina. Mér finnst það koma fyllilega til greina að þeir hafi einhvers konar samstarf við okkar vísindamenn, þó við höfum að sjálfsögðu einir rétt til veiðanna," sagði Matthías Bjarnason. „Eg hef haft spurnir af því að norskir útgerðarmenn hafi farið fram á að mega veiða 20.000 tonn af síld við Noreg á þessu ári og það orð leikur á að hjá norsku ríkisstjórn- Framhald á bls. 18 SKÓLAHÍISNÆÐI í Reykjavík jókst um 15,2% á árunum 1974, 75, 76 og 77. I ársbyrjun 1974 voru 14.935 nemendur á grunnskólaaldri og í forskóla í barna- og gagrifræða skólum Reykjavíkur og höfðu til afnota 70.632 fermetra skóla- húsnæðis, eða sem svarar 4,73 fermetrum á ncmanda. I ársbyrjun 1978 voru 12.928 nemendur í þessum aldursflokkum í grunnskól- um borgarinnar og höfðu til afnota 81.350 fermetra, eða sem svarar 6,29 fermetrum á hvern nemanda. Húsnæðísrýmkunin á þessum árum nam því 33% eða 1,56 fermetra á hvern nemanda 1 grunnskóla. Á þessum fjórum árum var 1958 milljónum króna varið ti) stofn- kostnaðar skóla og var hlutur borgarsjóðs þar aí 1015 milljónír og hlutur ríkissjóðs 943 milljónir. Árið 1974 voru teknir í notkun: Fellaskóli — Annar áfangi 1. og 2. hæð: 6 alm. kennslustofur, sérstofur fyrir" handavinnu, teikningu, eðlis- og líffræði, bókasafn með lesstofu, samkomuskáli, sálfræðideild, helsu- gæzla, húsnæði fyrir skólastjórn og kennara o.fl, samtals 9.730 rúmmetrar. — Árbæjarskóli — Þriðji áfangi húsnæði fyrir ungl- ingadeildir (2 hæðir og kjallari). 8 alm. stofur, 4 sérgreinastofur og kennslueldhús, samtals 6.489 rúm- metrar. — Hólabrekkuskóli — Fyrsti áfangi 8 alm. stofur á efri hæð ásamt kennslusal, samtals 3.000 rúmmetrar. Tekið í notkun 1975. — Fellaskóli — Þriðji áfangi íþróttasalur (skiptanlegur) ásamt búningsklefum og öðru fylgihúsnæði og húsnæði fyrir heilsugæzlu, sam- tals 7.420 rúmmetrar. — Fjölbrautarskóli í Breiðholti — Annar áfangi 1. byggingarstig Framhald á bls. 18 Næsta blað á miðvikudag VEGNA hvítasunnuhelgarinn- ar kemur næsta tölublað Morg- unblaðsins ekki út fyrr en á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.