Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 — Minning Guðmundur Löve Framhald af bls. 27 hvaö ekki. Alkunnug var þeim sem meö honum unnu reglan sú að því erfiðari sem verkefnin voru þeim mun markvissar vann Guðmundur að framkvæmd þeirra, að því meiri óró sem fylgdi erfiðum vandamál- um þeim mun meiri ró beitti hann við lausn þeirra. Og þegar hvorki gekk né rak var hann lengstum þolinmóðastur og bjartsýnastur. Væri dapurt lagði hann einlægt af mörkum til að vekja gleði á ný. Enda var hann fengsæll fyrir skjólstæðinga sína og naut að lokum oftar en ekki árangurs sem erfiðis. Að gera verkefnum og viðfangs- efnum Guðmundar skil er ekki tilgangur fátæklegra kveðjuorða sem þessara. Þótt Öryrkjabanda- lag íslands hafi verið aðalstarfs- vettvangur hans síðasta hálfan annan áratug eöa svo, fram- kvæmdastjórn þess og mótun frá upphafi, íbúðabyggingar þess í Reykjavík og Kópavogi, uþpsetning á verndaðri vinnuað- stöðu á þess vegum, o.fl. og fl. lágu þræðir viðfangsefna hans stórum víðar: Hann var í stjórn S.I.B.S., hann var fulltrúi þeirrar stjórnar í stjórn Vinnuheimilisins að Reykjalundi, hann var stjórn- skipaður formaður endur- hæfingarráðs, hann var meir en tvo áratugi ritari og talsmaður nefndar sem annast úthlutun eftirgjafar á aðflutningsgjöfum bifreiða til öryrkja, ekki alltaf auðvelt starf og oft vanþakkað og hann var fulltrúi Islands gagnvart alþjóðaendurhæfingarsamtökun- um (Rehabilitation International) svo að nokkuð sé nefnt. Góður drengur er genginn, skarð er fyrir skildi, endurhæfingar- starfsemin í landinu óg öryrkja- félögin hafa misst traustasta og reyndasta liðsmann sinn. Blessuð sé minning hans. Ilaukur Þórðarson. Mig setti hljóðan, þegar mér barst harmafregnin um að vinur minn og samstarfsmaður Guðmundur Löve framkvæmda- stjóri Öryrkjabandalags Islands hefði látisl þá um morguninn. Það var svo stutt síðan við höfðum átt langt samtal um sameiginlegt verkefni fyrir S.Í.B.S., og ég hlustaði á áætlanir hans um verkefni þau er biðu skipulagningar og lausnar. Sorgarfregn gerir ekki boð á undan sér, en kemur samt alltaf sorglega á óvænt, ekki hvað síst þegar um menn, sem sagðir eru á besta aldri, látast skyndilega án nokkurs sjáanlegs fyrirvara. Guðmundi var ætlað stórt verk- efni á þessu nýbyrjaða 40 ára afmælisári S.Í.B.S. Það skarð, sem hann þar lætur eftir sig, verður vandfyllt. Þau verða mörg skörðin, sem Guðmundur Löve lætur eftir sig, og þau verða ekki fyllt í einni svipan, svo vandasöm eru þau öll, ekki aðeins vegna þekkingar hans á málefnum öryrkja, bandalagi þeirra og samtökum öllum, heldur einnig vegna mannkosta hans og góðrar yfirsýnar á þeim margvís- legu vandamálum, sem þar er við að glíma. Guðmundur var kennari að mennt. Lauk prófi 1941, og hóf kennslu skólaárið 1941/42, en lengri varð kennslan ekki. Þá veiktist Guðmundur af berklaveikinni, og við tók vistun á ýmsum berklahælum, sem lauk á Reykjalundi 1946, þegar hann útskrifaðist þaðan til starfa hjá S.Í.B.S. Frá þeim tíma unz yfir lauk hafa störf Guðmundar verið fyrir sjúka og alla vanmáttuga í þjóð- félaginu. Störf Guðmundar hjá S.Í.B.S. helguðust að verulegu leyti af öllu því er laut að vélagsmálaaðstoð sambandsins við berklaöryrkja, s.s. aðstoð við atvinnuútvegun, hjálp við útvegun húsnæðis, auk yfirleitt allra þeirra félagslegu vandamála, sem öryrkjar nýút- skrifaðir af hælum áttu við að stríða, eftir þær breyttu aðstæður, sem sjúkdómur þeirra hafði valdið. Þegar Öryrkjabandalag íslands var stofnað 1961, þurfi ekki neina leit að hinum hæfasta manni til að veita þeim samtökum forstjórn. Athygli allra vakti hvað Guðmundi var lagið að tala við fólk, og umgangast þá, er til hans leituðu. Alltaf var hann sama prúðmennið hver sem í hlut átti og hvert sem erindið var. Að sjálfsögðu var ekki hægt að uppfylla óskir allra, þótt besti vilji væri ávallt fyrir hendi, en aldrei lauk svo samtali, að jafnvel þeir, sem s.vnjun fengu, þökkuðu Guðmundi ekki fyrir upplýsingar og samtal. A jafn mætan félagshyggju- og starfsmann og Guðmundur var hlóðust ýmis trúnaðarstörf fyrir S.Í.B.S. auk starfa fyrir Öryrkja- bandalagið. Meðal trúnaðarstarfa fyrir S.Í.B.S. má nefna, að hann var kosinn í stjórn Berklavarnar í Reykjavík, og formaður þeirrar deildar um tíma. A þingum sambandsins hefir hann setið í yfir 30 ár, verið í stjórn Múlalundar, og nú hin síðari ár í stjórn Reykjalundar, auk þess að vere í stjórn S.Í.B.S. um langt árabil. Auk þessara margvíslegu og vandasömu trúnaðarstarfa, sem Guðmundur gegndi fyrir S.Í.B.S., hlóðust verkefnin að honum fyrir Öryrkjabandalagið og störf tengd því. Hann var einn af þessum mætu ómissandi mönnum, sem verða yfirhlaðnir störfum, og unna sér aldrei hvíldar meðan óleyst verk- efni bíða. Því var honum tilhlakk í huga, að fara á fund í Kaupmannahöfn, þar sem ræða skyldi málefni öryrkja. Ekki var honum síður tilhlakk í huga, að heimsækja son sinn Leo, sem þar er í framhaldsnámi. Það var þó a.m.k. hvíld í sælureit sonar frá angri símans og björgun hversdagsins, sem njóta skyldi. En margt fer þó öðruvísi en ætlað er, því segja má, að í örmum sonar hafi Gumundur Löve látist að morgni 3. maí s.l. Harmafregnin berst þegar til fjölskyldunnar, vina og samstarfs- manna. Þegar slík fregn berst setur mann hljóðan, og verður orða vant, en margt þýtur um hugann, margar Ijúfar minningar hrannast upp. Efst eru þó í huga þakkir fyrir að hafa fengið að kynnast ljúfum og góðum samferðamanni, um styttri veg, að vísu, en ætlað var og vonir stóðu til. Arið 1941 giftist Guðmundur Löve Rannveigu Eiríksdottur sér- kennara. Eignuðust þau hjón 2 börn, sem bæði eru gift. Um leið og S.Í.B.S. færir Guðmundi Löve þakkir fyrir öll hans ómetanlegu störf fyrir sam- bandið, flytur það ástkærri eigin- konu hans, börnum, tengdabörn- um og barnabörnum innilegustu samúðark veðj u r. Kjartan Guðnason íorm. S.Í.B.S. Það er góð tilhögun forsjónar- innar að láta okkur ekki vita fyrirfram hvað skeður. Ekki grunaði okkur hér á skrifstofu Öryrkjabandalags íslands þegar við kvöddum Guðmund Löve að loknum vinnudegi hinn 26. apríl s.l., að það yrði í síðasta sinn sem við sæjum hann í lifanda lífi. Hann ætlaði aðeins að skreppa vikutíma til Kaupmannahafnar til að sitja þar fund Evrópufulltrúa alþjóða Endurhæfingasambands- ins og. heimsækja son sinn í leiðinni. En bilið er mjótt milli blíðu og éls — hinn 3. maí er okkur tilkynnt lát hans. Þegar manni berast slíkar sorgarfregnir er líkt og maður lamist á örsnöggri stundu — þetta getur ekki verið satt, aðeins slæmur draumur. En raunveruleikinn blasir við blákaldur og þegar aðeins fer að rofa til í huganum er okkur efst í huga þakkíæti fyrir að hafa kynnst, starfað með og eignast vináttu öðlingsins Guðmundar Löve. Skrifstofa Öryrkjabandalags íslands er ekkert stórfyrirtæki og starfsfólkið fátt — fyrst einn, síðan tveir og smábætt við þar til síðustu tvo mánuðina að við vorum fimm — og nokkrir aðeins í hlutastarfi. Við búumst ekki við að margir hafi átt ljúfari, duglegri og gáfaðri húsbónda en við. Hann vildi að vísu aldrei tala um sig sem húsbónda okkar — við vorum samstarfsmenn, sem unnum saman að okkar margvíslegti málum — einn fyrir alla — allir fyrir einn. Guðmundur var mikill starfs- maður. Það er varla hallað á neinn þó sagt sé, að hann mun hafa verið sá maður, sem mest vissi um málefni öryrkja hér á landi. Það var ótrúlegt hvað hann var vel inni í öllu, sem að þessum málefnum laut — maður kom aldrei að tómum kofanum þar, þegar þurfti að fá ráð og leiðbeiningar. — Hæfileikar Guðmundar til að umgangast allskonar fólk voru frábærir. Honum var meðfæddur sá hæfileiki að koma jafn elsku- lega fram við alla — hann fór aldrei í manngreinarálit var í stétt eða stöðu sem maðurinn var og vildi hvers manns vanda leysa. Jafnaðargeði Guðmundar var við- brugðið — ailtaf jáfn rólegur á hverju sem gekk — alltaf léttur í lund en fastur fyrir, ef því var aö skipta. Við ejgum svo óteljandi góðar minningar um samveruna með honum. í svona fámennum starfs- hópi og í jafnlitlu skrifstofuhús- næði eins og við höfum yfir að ráða verður miklu nánari kunningsskapur heldur en í stórum fyrirtækjum. Þar af leiðir að þetta verður ekki aðeins samstarf heldur líka dýrmæt vinátta. Hann tók þátt ekki aðeins í starfinu með okkur heldur kynntist líka fjölskyldum okkar og við ræddum um börn okkar og barnabörn og við tókum þátt í gleði og sorgum hvers annars — í sigrum og vonbriðgum, ef einhver voru. Guðmundur var gæfumaður í einkalífi sínu — átti góða konu og börn og barnabörnin voru yndi hans og ánægja. Hann var víðles- inn maður og fróðleiksfús — alltaf boðinn og búinn til að miðla öðrum af þekkingu sinni. Hann hefur án efa verið mjög góður kennari, en slíka menntun hafði hann hlotið, þó að ævistarf hans yrði annað en sú menntun benti til. — En það var líka lán öryrkjahópsins, að hann skyldi snúa sér að þeirra málum því betri og sannari málsvara getur enginn hópur átt. Síðustu vikur ræddi Guðmundur Löve mikið um að vinda þyrfti bráðan bug að því að Ijúka byggingum í Hátúni 10 — þ.e. reisa tengiálmuna, sem tengja ætti húsin 3 saman. Við vonum að það líði ekki mjög langt þar til tekst að hrinda því í framkvæmd eítir að lokið verður byggingu hússins í Kópavoginum. Það er ekki í anda hans að lagðar séu árar í bát og sest niður og syrgt. Merki hans verður að halda á loft — áfram skal haldið þar sem frá var horfið. Það er bjart yfir minningunni um Guðmund Löve. Bjart eins og yfir vordögunum og komandi sumri. — Við vitum að við megum flytja þakkir og kveðjur til hans frá íbúum í húsum Öryrkjabanda- lags íslands við Hátún. Við vottum Rannveigu, börnum hans, barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Við kveðjum vin okkar og samstarfsmann, Guðmund Löve, og þökkum hverja þá stund sem við höfum fengið að vera með honum. Samstarfsfólk á skrifstofu Öryrkjabandalags íslands. Það var ógleymanlegur dagur, þegar Rannveig, elsta systir okkar, kom heim í Réttarholt og kynnti fyrir okkur mannsefnið Guðmund Löve, ungan, fallegan mann, sem vann hjörtu allrar fjölskyldunnar frá fyrsta degi. Nánari kynni urðu engin von- brigði. Við bundum öll miklar vonir við þennan skapfasta dreng- skaparmann. í svona stórri fjölskyldu koma upp ýmis vandamál og erfiðleikar, öldur rísa og hníga. Guðmundur reyndist þess umkominn að leysa erfiðustu hnúta, ekki bara okkar systra, stórra og smárra, einnig barna okkar þegar þar að kom og þau fóru að vaxa úr grasi. Hann var hlaðinn störfum, en þó mátti hann alltaf vera að því að hiusta, finna útgöngudyr út úr vandanum, svo að allir gátu unað við. Guðmundur og Rannveig vissu vel, af eigin raun, hvaða erfiðleik- ar fylgja skertri heilsu og að sjá vonir bresta af þeim ástæðum. Á heimili þeirra átti margur skjól. Margir komu niðurbrotnir og vonlausir, en eftir viðtal við Guðmund eygðu þeir nýja mögu- leika, nýja von. Möguleika á húsnæði, léttri vinnu, einhverri lífsafkomu, og þá ekki síst að mega létta á hjarta sínu. Við drúpum höfði í þökk. Við þökkum öll árin, sem hann var hjá okkur. Það var mikil gæfa að fá að hafa hann þessi 38 ár og við hefðum viijað hafa hann lengur, en engin má sköpun renna. Við vitum að starfið heldur áfram, starfið sem hann barðist fyrir, hjálp fyrir öryrkja landsins. Þeim sem eru minnimáttar og eru oft í skugganum. Elsku systir, börn og barnabörn, Gumundur var hamingjumaður í sínu einkalífi, þið áttuð ykkar stóra rúm í hjarta hans. Minning- arnar lifa um stóran persónuleika, sem aldrei gafst upp. Megi birta þeirra minninga lýsa okkur öllum fram á veginn þar til við hittumst aftur. Systurnar frá Réttarholti. ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum íyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. — Útvarp Framhald af bls. 5. ÞRIÐJUDKkGUR 16. maí MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og íorustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunhæn kl. 7.55. Séra Guðmundur Þorsteinsson flytur (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna k). 9.15« Gunnvör Braga byrjar að lesa „Kökuhúsið", sögu eftir Ingibjörgu Jónsdóttur. Tilkynningar kl. 9.30. Létt )ög milli atriða. Hin gömlu kynni kl. 10.25« Valborg Bentsdóttib sér um þáttinn. Islenzkt mál kl. 11.00« End- urtekinn þáttur Jóns Aðal- steins Jónssonar. Morguntónleikar kl. 11.20« Sinfóníuhljómsveitin í Málmey leikur „Amerikansk gobeIang“ (Amerískan myndvefnað) eftir Kurt Larsson« Stig Rybrant stj. / Paul Pázmándi og Ungverska filharmoniu- sveitin leika Flautukonsert eftir Carl Nielsen« Othmar Maga stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna« Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan> „Saga af t Bróður YIfing“ eftir Friðrik Á. Brekkan Bolli Gústavsson les (21). 15.00 Miðdegistónleikar Alicia De Larrocha og Fíl- harmoníusveit Lundúna leika Sinfónísk tilbrigði fyr- ir pi'anó og hljómsvcit eftir César Francki Rafael Friih- beck de Burgos stjórnar. Fílharmoníusveitin í Vín leikur Sinfóníu nr. 4 í f-moll op. 36 eftir Pjotr Tsjaíkov- ský« Lorin Maazel stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.20 Sagan. „Trygg crtu, Toppa“ eftir Mary Oilara Friðgeir II. Berg fslenzkaði. Jónína II. Jónsdóttir les (3). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfrcgnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ_______________________ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Um veiðimál Maríanna Alexandersdóttir fiskifra-ðingur talar um ál á íslandi. 20.00 Gestur í útvarpssal. Richard Deering frá Lund- únum leikur á píanó verk eftir brezk tónskáld. 20.30 tJtvarpssagan. „Kaup- angur" eftir Stefán Júlíus- son Höfundur les (5). 21.00 íslenzk þjóðlög útsett af Fjölni Stefánssyni og Þor- keli Sigurbjörnssyni. Elísabet Erlingsdóttir syng- ur. Kristinn Gestsson leikur á píanó. 21.20 Sumarvaka a. Lítil stund með landnem- um Erlingur Davíðsson ritstjóri á Akureyri segir ævintýri af merkilegum dýrum, sem búa í húsalóð hans. b. Vorljóð og stökur að austan Rósa Gísladóttir frá Kross- gerði les úr bókinni „Aldrei gleymist Austurland“. c. Hnökrótt ferðalag Guðmundur Magnússon les frásöguþátt eftir Þórarin frá Steintúni. d. Vorvertíð 1918 Jónas Jónasson les frásögu eftir Jón Arnfinnsson. e. Kórsöngur. Karlakórinn Fóstbræður syngur íslenzk lög Söngstjóri. Ragnar Björns- son. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Ilarmonikulög Francone og félagar hans leika. 23.00 Á hljóðhergi Til vestanvindsins. Ástar kvæðin milli Göthes og Marí- önnu von Willcmer. Alma Seidlcr og Ileinz Wöster lesa. Jón Ilelgason flytur einnig þýðingar sínar á tveimur kvæðanna. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.