Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 23 Sírenur- Dísarunnar Runnar þessir þykja taka flestum öðrum runnum fram um fegurð þegar þeir blómg- ast, en hvorttveggja er að þeir geta verið með fádæm- um blómsælir og blómin sérstaklega ilmrík. Þeir sem hafa átt þess kost að ferðast um nærliggjandi lönd snemma sumars þegar blómgun sírenurunnans er í algieymingi hafa vart komist hjá því að veita runnanum athygli enda gerir ilmur blómanna óneitanlega vart við hann og dreymir marga um slíkar sírenur í sínum garði. Sú sýrenutegund sem mest er rómuð fyrir biómsæld og fegurð er Syringa vulgaris en hér hefur hún hlotið nafnið DÍSARUNNI. Dísar- unni er ættaður frá S- Evrópu þar sem hann verður 3—4 m á hæð. Hann ber ýmis bláleit eða hvít blóm, sem eru frekar smágerð en standa þétt í sverum klösum af blómgun hennar þar. Fyrir íslenska garða eru eftirtaldar tegundir álitlegar til blómgunar og örugglega vel harðgerðar. Hafa þær lengi verið fáanlegar hér í gróðrarstöðvum og víða ver- ið gróðursettar: GLJÁSIR- ENA (S.josikaea) verður um 2 m á hæð. Blöðin eru breiðlensulaga og stór. Blómin fjólublá í 10—20 sm. gisnum klösum. Gljásírena er mjög vetrarþolin þótt ættuð sé frá Ungverjalandi. Auk þess er hún fljótvaxin. Kemur mjög til greina að nota gljásírenu í gerði á rúmgóðum lóðum. BOGSÍR- ENA (S.reflexa) er svipuð á hæð, blómlitur bleikur með ljósum blómhlífajöðrum. DÚNSÍRENA (S.villosa) er frekar áþekk gljásírenu að vaxtarlagi en greinarnar eru gildari og stífari og blöðin stærri. Blómin bleikblá í uppstæðum klösum, 10—15 sm. löngum. Kynbótamenn Dvergsírena sem geta orðið allt að 20 sm. langir. Með kynbótum hefur tekist að fá fram mikinn fjölda afbrigða, sumir segja nær 500. Eru blóm þeirra margra ofkrýnd og margfalt stærri en hjá tegundinni. Þessi tegund hefur ögn verið gróðursett í görðum hér. Víðast hvar hefur hún þó brugðist vonum ræktenda og yfirleitt reynst mjög löt til blómgunar. Mun þó einna skástur árangur hafa náðst á Akureyri, þó langt sé frá að hann geti talist góður. Ekki er með öllu vonlaust að dísarunna mætti fá til þess að blómgast nokkuð reglulega væri hann gróður- settur við suðurvegg á húsi í góðu skjóli og dekrað við hann. í þessum tilgangi er þó ráðlegt að sneiða hjá hinum hákynbættu afbrigðum dís- arunnans, þótt tilkomumikil og blómviljug séu, en prófa í þess stað tegundina sjálfa því þau fyrrnefndu eiga sér enga ræktunarvon hér. Villi- tegundin þykir harðger og vex t.d. langt norður eftir Noregi þó að fáar fréttir fari hafa föndrað við það að víxla áðurnefndum tegund- um saman með undragóðum árangri. Þannig eru þekkt ýmis afbragðsgóð afkvæmi bogsírenu og dúnsírenu (Sx prestomiac) t.d. Elinor með dauffjólublá blóm, Hiawala ljósbleik og Isabella purp- uralit. Dúnsírena og gljásír- ena (Sx henryi) hafa m.a. getið af sér afkvæmin Alba hvít blóm og Lutece fjólublá blóm. Utan grasagarðanna hér hafa blendingar þessir lítið verið reyndir og munu ekki fáanlegir í góðrastöðv- um hér. Sírenur una sér í flestum jarðvegi sem er vel fram- ræstur myldinn og kalkrík- ur. Þær þurfa næringu í hófi, sérstaklega köfnunarefni ella geta þær reýnst verulega duttlungafullar með blómg- un. Sólríkur vaxtarstaður er einnig algjör nauðsyn. Lág- marksvaxtarrými er 80—90 sm. á kant ef plöntur eru stálpaðar og með 3—4 grein- um. Ó.V.H. Gunnar Brusewitz í Norræna húsinu í bókasafni Norræna hússins er nú sýning á verkum Svíans Gunnars Brusewitz, sem er kunnur í heima- landi sínu fyrir ritstörf, blaða- mennsku, kvikmyndagerð og fyrir framlag sitt til útvarps og sjónvarps. Það munu vera um tuttugu bækur, sem hann hefur skrifað og mynd- skreytt. Ef tekið er mið af þessu öllu saman, verður ekki annað sagt en að hann hafi fengist við ýmislegt og líklegast væri réttast að flokka alla þessa starfsemi undir náttúruskoðun og vernd. Hafi ég fengið rétta hugmynd um hlutina, finnst mér skógur og gróður ásamt dýralífi vera það, sem á hug þessa listamanns að mestu. Hann mun sýna kvikmyndir og halda hér fyrirlestra jafnframt þeirri sýningu á vatnslitamyndum og litografíum, sem nú stendur í bókasafni Norræna hússins, eins og í upphafi segir. Það fer ekki miili mála, að hér er á ferð mikill náttúruunnandi, og allar þær hugmyndir, sem á þessari sýningu eru, bera þess glöggt vitni. Hann teiknar og málar fugla, skóg og landslag. Hann er sérlega leikinn með vatnsliti og nær í þá aðlaðandi litmjúkum tónum, sem falla vel að fyrirmyndum hans. Þessi verk eru mjög nosturslega unnin, en samt á þann hátt, að ekki verður að dauðri eftirlíkingu. Fuglar hans hafa líf, og flug þeirra er finnanlegt. Litirnir eru ekki átakamiklir, en i þess stað mildir og trúverðugir. Þetta er í heild afar þægileg sýning, og gefur manni hugmynd um náin tengsl milli listamannsins og viðfangsefna hans. Því miður hef ég ekkert lesið frá hendi Gunnars Brusewitz, en segja mætti mér, að myndverk hans féllu sérlega vel að öðru því, er hann fæst við. Því mætti segja að þær myndir, sem nú hanga í bókasafninu, séu þáttur í miklu víðtækara starfi, sem þessi listamaður er að fást við. Held ég að mér sé óhætt að bera hann sjálfan fyrir þessari fullyrð- ingu, ef ég hef skilið hann rétt. í heild er þetta skemmtileg sýning, sem ég held, að margir eigi eftir að hafa ánægju af. Hún er dálítið sérstæð miðað við það, sem við eigum að venjast hér í Reykjavík, en ef ég veit rétt, er hér fjöldi manns, Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON sem hefur sömu áhugamál og þessi Svíi. Hann á því erindi hingað til okkar, og þessi litla sýning er honum til mikils sóma. Á sýningunni eru 35 vatnsiitamyndir og örfáar litograf- íur. Sumt af þessum verkum er til sölu ojt sýningin verður opin til 21. maí. Eg ætla ekki að fjölyrða meir Gunnar Brusewitz um þessa sýningu, en þeir, sem eiga leið framhjá Norræna húsinu á næstunni ættu ekki að láta þetta tækifæri ónotað. Hér er á ferð vandaður listamaður, sem unnir dýrum og náttúru, en ekki konfekt meistari sem gerir manni tannverki með sætindasulli og væmni. Kúlti- veraður listamaður, segjum við á vondri mállýsku. Valtýr Pétursson 6R/E TORGia Bardplöntusalan cr haf in

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.