Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978
21
Opið í dag kl. 9
Hvítasunnudagur
í hvítasunnu opiö
23.30
- lokað
og þa er rettur dagsins, sveppasupa
meöal annars réttur, sem er nú
boðstólum í fyrsta sinn á íslandi.
Verið
velkomin
Brauðbæ
viö Óöínstorg, símar 25090 og 20490
Grísakótilettur
ZIGARA
HICKORY-lamb
(lambahryggur, léttreyktur
meö Hickory-viö) m/litlum
maísstönglum, hrásalati,
Kráarkartöflum og barbe-
cuesósukr. 1890 -
m/lauk, sveppum, skinku
og papriku, frönskum
kartöflum og hrásalati
kr. 1990.-
Afmælis-
tónleikar
Þjóðlcikhúskórinn ásamt Ragnari Björnssyni stjórnanda, og undirleikurunum Ajjnesi Löve <>k Carl Billicl
undirleikinn, til samstillingar viö
hann. Þetta kom fram í söng Jóns,
sem annars er kjörinn til að syngja
Mefistófeles. Valsinn úr Fást er
skemmtileg tónsmíð, en hljómaði
afkáralega fyrst og frenst
vegna7ess, að laglínan, sem er í
undirleiknum, heyrðist tæplega en
kórhlutverkið, sem er að mestu
hrynrænn undirleikur, yfirgnæfði
lagið. Það hefði mátt dansa allan
kaflann í stað þess að láta dansar-
ana vera að hlaupa þetta út og inn.
Hlutverk kórsins er hugsað sem
dHlandi þátttaka þeirra, sem horfa
á aðra dansa, en ekki sjálfstæður
söngur. Tónleikunum lauk með
kafla úr Eugen Onegin, eftir
Tsjaikovský, með þátttöku dansara
úr íslenzka dansflokknum.
Tónleikarnir í heild voru
skemmtilegir og stjórn Ragnars
Björnssonar ákveðin. Undirleikarar
voru Agnes Löve og Carl Billich,
sem bæði eru þaulreynd á þeim
vettvangi, en það sem vantaði á í
samstillingu, var áreiðanlega vegna
fárra samæfinga. Fjöldi samæfinga
segir ekki til um færni flytjenda,
heldur miklu fremur hversu vel þeir
vilja flytja og gildir þetta um
tónleikana í heild. Þjóðleikhúskór-
inn á ekki að vera „nervös", heldur
flytja sína tónlist með öryggi
atvinnumannsins og innlifun
listamannsins, sem samkvæmt vit-
urra manna sögn grundvallast á
99% vinnu.
Jón Asgeirsson
ÞJÓÐLEIKHÚSKÓRINN á að baki
25 ára starfsferil og hefur af þeim
tíma verið að mestu stjórnendalaus,
eða síðan dr. Victor Urbancic
andaðist 1958. Það sýnir að nokkru
samheldni kórfélaga að geta í 20 ár
haldið kórnum starfhæfum, án þess
að njóta leiðsagnar og þjalfunar
kórstjóra. Kórstjóravandamálið
hefur valdið því að minna hefur
farið fyrir sjálfstæðum tónleikum
kórsins og starfið oft á tíðum aðeins
þátttaka í leiksýningum og sum
árin við neðri mörk þess, sem
eðlilegt geti talist. í þessari aðstöðu
kórsins liggur skýringin á lítilli
endurnýjun söngkrafta og er um
leið vitnisburður um lofsverða
tryggð þeirra, sem haldið hafa
kórnum lifandi. Kórinn hefur á að
skipa ágætu söngfólki og gæti sem
bezt staðið fyrir flutningi á alls
konar tónlist, sem aftur vekti áhuga
manna á að taka þátt í starfi hans.
Það ætti ekki að vera ofverkið
fyrir svo vel mannaðan kór sem
þjóðleikhúskórinn að bjóða upp á
eina til tvenna tónleika á ári og
gætu sýningar verið með ýmsum
hætti skemmtileg tilbreytni fyrir
hlustendur og kórnum þjálfun, sem
nýttist Þjóðleikhúsinu við önnur
störf. Afmælistónleikarnir í heild
voru skemmtilega uppfærðir en
ekki nægilega vel æfðir. Kórinn var
ekki í góðu jafnvægi og m.a. var
sópraninn á köflum óvenju harður
og ósamstilltur í blæ.
Sterkur söngur er varasamur og
of mikið álag getur valdið því að
söngvarinn óafvitandi hækki eða
lækki sig. Örlítil frávik gera tóninn
sáran og má koma í veg fyrir slíkt
með því að leita eftir eðlilegu
jafnvægi í styrk og þoli söngvar-
anna. Fyrsta viðfangsefnið var
atriði úr CavelleríaRusticana eftir
Mascagni, sem flutt var í Þjóðleik-
húsinu 26. des. 1954 undir stjórn
Urbancic. Guðmundur Jónsson og
Ingveldur Hjaltested sungu með.
Guðmundur er einn af okkar stóru
söngvurum, sem hefur, að því er
undirritaður veit bezt, tekið þátt í
öllum meiri háttar söngviðburðum
hér á landi, og átt marga stóra
stund á sviði Þjóðleikhússins. Ljóð
Alfíó kemur ekki vel út án alls
samhengis. Því má skjóta hér inn,
að vel fer á því (í næsta sinn) að
gerð sé grein fyrir stöðu hvers
atriðis í fáum orðum. Slíkt undirbýr
hlustendur, sem flestir hafa tæpa
yfirsýn yfir óperubókmenntirnar.
Ingveldur Hjaltested hefur góða
rödd og söng bænina þokkalega. Úr
ævintýri Hoffmanns eftir Offen-
bach var fluttur kór úr 1. þætti,
hressileg tónsmíð og allvel flutt.
Ingveldur Hjaltested og Ingibjörg
Marteinsdóttir sungu með veimur
kórum úr óperunni Mörtu eftir
Flotow.
4. atriðið var úr La Travíata eftir
Verdi og í veikindaforföllum Ólafar
Harðardóttur hljóp Elín Sigurvins-
dóttir í skarðið og tók lagið með
Magnúsi Jónssyni. Frammistaða
Elínar er sönnun þess að hún er
góður tónlistarmaður. Magnús söng
vel en án þess þó að leggja sig
verulega fram. Næstu atriði voru
kórar úr Leðurblökunni eftir
Strauss og Oklahoma eftir Rodgers.
Kórinn söng vel, nema í Okla-
homa vantaði samtök og jafnvægi i
„crescendo" atriðin og skalann í
sópraninum, sem setur sérstakan
blæ á laginnkomuna. Eftir hlé flutti
kórinn, eins og stendur í efnisskrá,
lokakórinn úr Þrymskviðu, eftir
undirritaðan. Það var gert á þann
hátt að tekinn var seinni hluti af
söng „Þórs“ úr upphafi 4. þáttar.
Þar aftan við var síðasti hlutinn af
lokakórnum sunginn hálftón hærra
og án undirleiks. Undirleikur er
ekki eitthvað, sem er óviðkomandi
tónsmíðinni og mætti benda á að
skrítið hefði þótt að heyra Magnús
Jónsson og Elínu Sigurvinsdóttur
eftir JÓN
ASGEIRSSON
hefðu án undirbúnings getað leikið
undir, enda þekkja þeir verkið frá
því að það var flutt í Þjóðleikhús-
inu. Flutningurinn eins og hann var
útfærður, var beinlínis móðgandi og
þess vegna var lagt bann við frekari
flutningi. Næst á efnisskránni söng
kórinn lokakór 1. þáttar úr
Sígaunabaróninum eftir Strauss.
Þessi kafli og kvennakórinn úr
Carmen, kórarnir úr Leðurblökunni
og Ævintýrum Hoffmanns voru
beztu atriði tónleikanna. Ingibjörg
Marteinsdóttir söng ásamt karlakór
atriði úr My fair lady eftir Loewe.
Ingibjörg hefur mjög fallega rödd,
en það vantaði allt „kikk“ í sönginn.
Jón Sigurbjörnsson flutti söng
Mefistófelesar úr Fást eftir
Gounod, en áður hafði flyglinum
verið snúið með hringsviðinu inn í
sviðsbotninn og gerði það söngvur-
um erfitt um vik og neyddi þá til
að hlusta af mikilli athygli á
Jón Slflurbiörnston
Ingibjörg Marteínsdóttir
syngja dúettinn úr La Travíata án
undirleiks. Sjálfsagt er Ragnar
Björnsson maður til að betrumbæta
verk mín, en til þess þarf hann leyfi
og að því fengnu, sjálfsögð kurteisi
að kalla á höfundinn til að sam-
þykkja breytinguna. Höfundarrétt-
ur þýðir í raun það sama og
eignarréttur. Ef forráðamenn kórs-
ins og stjórnandi hefðu i raun viljað
rétta meðferð verksins, hefði þeim
verið í lófa lagið að bjóðast til að
flytja það í réttri gerð á seinni
tónleikunum. Undirleikararnir
Magnús Jónsson
Ingveldur Hjaltested
Ragnar Björnsson
GuSmundur Jónsson
Tðnllst