Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 Smfðum Neon- 09 plastljósaskilti. Einnig ýmiss konar hluti úr Acril plasti. Neonþjónustaif hf. Smíðjuvegi 7, Sfmi 43777 Höfum fyrirliggjandi hina viðurkenndu Lydex hljóðkúta < eftirtaldar brfreiðar: AudilOOS LS ................................ Hljóðkútar (framan) Auatin Mini ................................ HljóBkútar og púströr Badford vörubila ............................Hljóðkútar og pustror Bronco 6 og 8 Cyl ........................ Hljóflkútar og púströr Chavrolat fólksbfla og vörubtla .............HljóSkútar og púströr Datsun diasal — 10OA — 120A — 1200 — 1600 — 140— 180 ...................Hljóðkútar og púströr Chryslar franskur .......................... Hljóðkútar og púströr Citroen GS ................................. HljóSkútar og púströr Dodga fólksbfla............................ Hljóðkútar og púströr D.K.W. fólksbfla .......................... HljóBkútar og púströr Ffat 1100 — 1500 — 124 — 126 — 127 — 128 — 131 — 132 ............. HljóBkútar og púströr Ford amerfska fólksbfla ................... HljóSkútar og púströr Ford Consul Cortina 1300 og 1600 .......... Hljóðkútar og púströr Ford Escort.................. ............. Hljóðkútar og púströr Ford Taunus 12M — 15 M — 1 7M — 20M HljóBkútar og púströr Hillman og Commer fólksb. og sandibflar .... HljóSkútar og púströr Austin Gipsy jappi.......................... HljóBkútar og púströr International Scout jappi ................. Hljóðkútar og púströr Rússajappi GAZ 69 .......................... HljóBkútar og púströr Willys jeppi og Wagoneer ................... Hljóflkútar og púströr Range Rovar................ Hljóðkútar framan og aftan og púströr Jeepster V6 ................................ Hljóðkútar og púströr Lada ....................................... Hljóðkútar og púströr Landrover bensfn og diesel ................ Hljóðkútar og púströr Mazda 616........................................... Hljóðkútar og púströr Mazda 818................................... Hljóðkútar og púströr Mazda 1300 ..................................Hljóðkútar og púströr Mazda 929 ...................................Hljóðkútar og púströr Marcedas Banz fólksbfla 180 — 190 200 — 220 — 250 — 280 .............. Hljóðkútar og púströr Mercedes Benz vörubfla ............. Hljóðkútar og púströr Moskwitch 403 — 408 — 412 .......... Hljóðkútar og púströr Morris Marina 1,3—1,8 .............. Hljóðkútar og púströr Opal Rekord og Camavan ............. Hljóðkútar og púströr Opel Kadett og Kapitan ............. Hljóðkútar og púströr Passat ............................. Hljóðkútar og púst rör Peugeot 204—404— 504 ............... Hljóðkútar og púströr Rambler American og Classic ........ Hljóðkútar og púströr Renault R4 — R6—R8—R10—R12—R16 Hljóðkútar og púströr Saab 96 og 99 ...................... Hljóðkútar og púströr Scania Vabis L80—L85—LB85 L110—LB110—LB140 .................Hljóðkútar Simca fólksbfll .................... Hljóðkútar og púströr Skoda fólksbfll og station ......... Hljóðkútar og púströr Sunbeam 1250—1500—1600.............. Hljóðkútar og púströr Taunus Transit bensfn og diesel .... Hljóðkútar og púströr Toyota fólksbfla og station ........ Hljóðkútar og púströr Vauxhatl fólksbfla ................. Hljóðkútar og púströr Volga fólksbfla .....................Púströr og hljóðkútar Volkswagen 1200—K70—1300 og 1500 og sendibfla................ Hljóðkútar og púströr Volvo fólksbfla .................... Hljóðkútar og púströr Vplvo vörubfla F84—85TD—N88—F88 N86—F86—N86TD—F86TD og F89TD Hljóðkútar Púströraupphe'ngjusett I flestar gerðir bifreiSa. Pústbarkar flestar stærðir. Púströr I beinum lengdum 11/4“ til 3V2' Setjum pústkerfi undir bíla, sími 83466. Sendum i póstkröfu um land allt. GERIÐ VERÐSAMANBURÐ ÁÐUR EN ÞÉR FESTIÐ KAUP ANNARS STAÐAR. Bifreiðaeigendur athugið að þetta er allt á mjög hagstæðu verði og sumt á mjög gömlu verði. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, simi 82944. Eggert Steinsen: Hvers vegna frambod S-list- ans í Kópavogi? Framboö sjálfstæðisfólks í Kópavoni — S-listans — hefur að vonum vakið mikla athygli. Það er ekki á hverjum degi sem opið prófkjör sem haldið er á vegum Sjálfstæðisfiokksins er virt svo (jersamlega að vettugi sem full- trúaráð sjálfstæðisfélaganna í Kópavofíi lefyði sér að nera. Fjörutíu manna hagsmunahóp- ur telur sig þess umkominn að hundsa gersamlega niðurstöður prófkjörs með þátttöku á níunda hundrað manns. Hinir almennu stuðningsmenn flokksins höfðu verið hvattir til þess að koma á kjörstað og láta vilja sinn í ljós um það hvaða sjálfstæðismenn þeir teldu hæfasta til þess að starfa í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Menn komu til þess að kjósa í góðri trú um það að hér væri verið að beita lýðræðislegum vinnu- brögðum. Vonbrigðin verða því sár þegar þeir sjá að leikið hefur verið á þá og þeir hafðir að ginningar- fíflum af harðsvíruðum hóp manna sem einskis svífst. Þó tekur út yfir allan þjófabálk þegar siðgæðisvitund þeirra manna sem valdir hafa verið til þess að ganga frá framboði er ekki meiri en svo að af 18 manna uppstillingarnefnd raða 10 sér á listann með for- manninn í öðru sæti og varafor- manninn í þriðja sæti og nefndar- mann úr tólfta sæti prófkjörsins í fjórða sæti listans. Það er því ekki að undra að þeir menn sem ekki geta unað slíkum vinnubrögðum skjóti því undir dóm kjósenda hvort þeir telji þau eiga rétt á sér. Því höfum við sem að S-listanum stöndum gefið kjósendum Sjálf- stæðisflokksins kost á því að velja annan lista sjálfstæðisfólks en þann sem samþykktur er af einum þriðja hluta fulltrúaráðsins og jafnvel tæplega það að því er varðar suma frambjóðendur. Það er nú svo að eitthvað virðast þeir forkólfar flokkseigendafélagsins (Þorra h.f.) vera uggandi um sinn málstað því þeir geisast fram á ritvöllinn hver af öðrum til þess að reyna að réttlæta gjörðir sínar fyrir almenningi og að því er manni stundum finnst einna mest fyrir sjálfum sér. I þessu skyni Eggert Steinsen. grípa þeir æði oft til ósanninda og er oft engu líkara en að þeir hafi tekið sér orð Göbbels til fyrir- myndar þegar hann sagði: „Ef sömu ósannindin eru endurtekin nógu oft fara menn að trúa þeim.“ Nokkuð af þessu hefur þegar verið leiðrétt í blaðagreinum. Vikið hefur verið að störfum mínum í bæjarstjórn á árunum 1970—74, í tveimur blaðagreinum og í báðum þessum tilfellum er farið með staðlausa stafi. Ég hefi, fram til þessa, ekki hirt um að svara rangfærslum, sem birtar hafa verið um störf mín á þessum árum. Það er nú einu sinni svo að menn sem standa í stjórn- málabaráttu mega ekki vera of hörundsárir þótt einhverjir gaspr- arar telji það málstað sínum til framdráttar að fara með rangt mál um menn og málefni. Astæðan fyrir því að ég breyti út af því nú að láta slíkt sem vind um eyru þjóta er sú að léti einhver glepjast til þess að trúa á þetta gæti það skaðað málstað sam- starfsmanna minna sem standa að S-listanum. Ég mun því meðan þessi kosn- ingabarátta stendur svara ef á mig verður deilt og réttu háli hallað. Einnig gæti svo farið að ég neyddist til þess að draga fram í dagsljósið ýmislegt sem ég hefi látið liggja í þagnargildi því oft má satt kyrrt liggja. I fyrri greininni sem birtist í Vísi fyrir nokkru er því haldið fram að ég hafi sagt mig úr bæjarstjórn á kjörtímabilinu 1970—74 á sama hátt og efsti maður á lista flokksins sagði sig úr bæjarstjórn á yfirstandandi kjör- tímabili. Þetta er auðvitað alrangt eins og allir sem til þekkja vita, ég sat í bæjarstjórn allt kjörtímabil- ið, en hljópst ekki frá því starfi sem ég hafði verið valinn til þess að gegna. Hitt er svo annað mál að þegar kjörtímabil var rúmlega hálfnað treysti ég mér ekki lengur til þess að eiga aðild að þeim meirihluta sem ég hafði starfað í, vegna þeirra vinnubragða sem þar voru viðhöfð. Síðari greinin er skrifuð af einum af bæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins. Hann heldur því ■ fram þar að ég hafi ekki viljað hitaveitu í Kópavog. Hann veit ! betur. Það rétta er að ég vildi ekki að Reykjavíkurborg ætti og legði hitaveitu í Kópavog. Um þessa afstöðu núna eru til skráðar heimildir. Ég taldi einnig að við Kópavogs- búar værum hlunnfarnir með þeim samningi sem gerður var, til dæmis voru Reykjavíkurborg gefin öll hitaréttindi í landi bæjarins og í samningnum var nánast fyrir- vari í hverri grein af hálfu Reykjavíkurborgar. Mér var vel ljóst þá eins og mér er enn að þetta getur gengið á meðan ábyrg stjórn situr að völdum í Reykjavík en ef það slys henti að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann í borginni þá megum við Kópavogsbúar fara að biðja fyrir okkur. Hætt er við að þá myndi vinstri tætingsliðið ekki verða lengi að leggja fjárhag borgarinnar og fyrirtækja hennar í rúst. Við skulum vona að til þessa komi aldrei en ef það skeður þá vil ég benda mönnum á að það er borgarstjórn Reykjavíkur sem ákveður einhliða hversu mikið við greiðum fyrir heita vatnið, bæjar- stjórn Kópavogs afsalaði sér öllum rétti til þess að hafa nokkuð um það að segja. Við slíka samnings- gjörð sem þessa er nauðsynlegt að líta ekki einungis á björtu hliðarn- ar og tjalda til einnar nætur, einhverja fyrirhyggju verða menn að sýna. Hitt vil ég svo minna á að þessi samningur er staðreynd, hann er óuppsegjanlegur svo það er ekki verið að kjósa um hann. Nú þarf að takast á við verkefni þau sem fyrir liggja og ríður á miklu að kjósendur geri sér glögga grein fvrir því hverjum þeir treysta best til þess að hrinda þeim málum í framkvæmd sem mikilvægust eru. Við sem skipum S-listann munum gera okkar besta verði okkur falið að hafa áhrif á gang mála öðru getum við ekki lofað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.