Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 ILIT4A4M „VIÐ skulum í Þessari grein kanna fyigi borgarstjórnarmeirihlutans í kosningum, begar hann hefur unnið sigur í næstu kosningum á undan og Þegar Sjálfstæðisflokkurinn á aðild aö ríkisstjórn.“ eftir Hannes Hólmstein Giss urarson Stjórnmálabaráttan í Reykjavík Stjórnmálabaráttan er önnur í málum sveitar en ríkis, að kjósa til sveitarstjórnar er annað en að kjósa til Alþingis. Hvers vegna? Vegna þess að sveitarfélag gegnir öðru hlutverki en ríki, það setur ekki lög eða framkvæmir, heidur fullnægir það sam- eiginlegum þörfum íbúanna — þeim þörfum, sem þeir geta ekki fullnægt sjálfir, með því að þær eru almennar, en ekki einstaklings- bundnar. Hlutverk sveitarfélags er að leggja vegi, reka skóla, veita hita, vatn, rafmagn og aðra þjónustu. Sveitarfélagi má því líkja við fyrirtæki; að stjórna því er í rauninni að reka fyrirtæki. Sá mælikvarði, sem leggja ber á stjórn þess, er tæknilegur, en varla siðferðilegur. Stjórnmálabaráttan í sveitarfélagi er þess vegna fremur um vinnubrögð en viðhorf, fremur um menn en málefni. Kjósandi til Alþingis, sem hugsar af alvöru, spyr: Hvaða flokkur stefnir í orði og verki að því þjóðskipulagi, sem er líkast fyrirmyndarskipulagi mínu? En kjósandi til sveitarstjórnar, sem hugsar af sömu alvörunni, spyr annarrar spurningar. Hann spyr: Hvernig fæ ég beztu þjónustuna með minnstum tilkostnaði? Hann leggur með öðrum orðum rekstrarlegan eða tæknilegan mælikvarða á stjórn sveitarinnar. Reykja- Víkurborg er langstærsta sveitarfélag landsins, og meiri hluti Reykvíkinga hefur í öllum borgarstjórnarkosningum til þessa svarað þessari spurningu með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefur ekki kosið það þjóðskipulag, sem Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að, heldur þá menn, sem hafa verið i framboði, verk þeirra og vinnubrögð. I borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík er í rauninni ekki kosið um Sjálfstæðisflokk- inn, heldur um D-listann. Meiri hluti Reykvíkinga hefur valið stjórn eins flokks, því að hún er samhentari og skilar betri árangri, rekur sveitarfélagið betur, en stjórn margra flokka. Hann hefur hafnað því hrossaprangi á markaði valdanna, sem nefnt er „pólitík". Ekki er um það deiit, að borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík hefur tekizt að stjórna borginni með þingmönnum. Sjálfstæðismenn voru því sigurvissir í bæjarstjórnarkosningunum 20. jan. 1934. Daginn fyrir kosningarnar sagði dr. Magnús Jónsson prófessor og alþingis- maður í grein í Mbl.: „Líkurnar benda því á, að Sjálfstæðismenn fái 9 bæjarfulltrúa." Og hann bætti við: „Er það trúa mín, að þeir eigi nóg atkvæðamagn til þess aðJtoma inn 10 mönnum." En hvað gerðist? Bæjarstjórn- armeirihlutinn fékk ekki nema 49,3% atkvæða, og 8. maður hans hafði 990 atkv. á bak við sig, en 6. maður Alþýðuflokksins Björio'in Cuömundsson Kristján Itcncdiktssun atkvæða, vegna óvinsælda ríkisstjórnar Framsóknarflokksins, sem sat með stuðn- ingi Alþýðuflokksins. Fylgismenn D-listans voru vongóðir um árangur í borgarstjórnar- kosningunum 15. marz 1942, og Bjarni Benediktsson borgarstjóri var í 10. sæti listans. En hvað gerðist? D-listinn fékk ekki nema 48,7% atkvæða, og 8. maður hans hafði 1167 atkv. á bak við sig, en 4. maður Alþýðuflokksins 1053 atkv. Á þeim munaði því einungis 114 atkv., og borgarstjórnar- meirihlutinn hefði fallið, ef 303 kjósendur Birgir fsl.. Gunnarsson D-listinn frægan varnarsigur, og 1950 fékk hann 50,8% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn vann góðan sigur í þingkosningunum 1953, bætti við sig 2 þingmönnum. Var ekki tilefni til bjartsýni í borgarstjórnarkosningunum 31. jan. 1954? Það héldu margir. Sverrir Júlíusson sagði í grein í Mbl. 29. jan., að „margir Sjálfstæðismenn væru svo bjart- sýnir, að þeir teldu að níunda sætið væri baráttusæti," en varaði sjálfur við þessari bjartsýni. Og hvað gerðist? D-listinn fékk ekki nema 49,5% atkvæða, og 8. maður hans hafði 1955 atkv. á bak við sig, en 2. maður Þjóðvarnarflokksins 1630 atkv. Á þeim munaði því einungis 325 atkv., og borgar- stjórnarmeirihlutinn hefði fallið, ef 520 kjósendur hans hefðu kosið Þjóðvarnar- flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn hafði á þessum tíma forystu í ríkisstjórn (stjórn Ólafs Thors) með Framsóknarmönnum. Kalda stríðið var háð, verkföll voru algeng, ágreiningur var um fyrirkomulag varnanna, og stjórnarsamvinnan við Framsóknar- flokkinn var sem fyrr óvinsæl með Reyk- víkingum. Borgarstjórnarkosning- arnar 1966: úr 52,8% í 48,5% og 128 atkv. mun- ur D-listinn fékk 52,8% atkvæða í borgar- stjórnarkosningunum 1962, og Sjálfstæðis- flokkurinn vann sigur í þingkosningunum 1963, bætti hlutfallslega, við sig, en að vísu ekki þingsætum. Enn var það, að Viðreisn- arstjórnin, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu í á þessum tíma (stjórn dr. Bjarna Benediktssonar), var ekki eins óvinsæl og flestar aðrar ríkisstjórnir. Fylgismenn D-listans töldu því 9. sætið baráttusætið í borgarstjórnarkosningunum 22. maí 1966 þrátt fyrir reynsluna í kosningunum 1934, 1942 og 1954. Hvað gerðist? D-listinn fékk ekki nema 48,5% atkvæða, og 8. maður hans hafði 2366 atkv. á bak við sig, en 3. maður Framsóknarflokksins 2238 atkv. Á þeim munaði því einungis 128 atkv., og borgar- stjórnarmeirihlutinn hefði fallið, ef 280 kjósendur hans hefðu kosið Framsóknar- flokkinn. Skýringin á þessum naumlega sigri (sem var í rauninni ósigur) er umfram allt sú, að fylgismenn borgarstjórnarmeiri- hlutans gengu að sigrinum of vísum, voru ekki við öllu búnir. Tvísýnar kosningar ágætum. Sú er skýringin á því, að margir menn, sem fylgja ekki stefnu Sjálfstæðis- flokksins í landsmálum, kjósa D-listann í Reykjavík með góðri samvizku — skýringin á þeim atkvæðum, sem Sjálfstæðisflokkur- inn í Reykjavík fær til borgarstjórnar umfram atkvæðin til Alþingis. Landsmálin og borgarmálin Hitt er annað mál, að landsmálanna gætir í öllum borgarstjórnarkosningum. Menn skiptast í flokka í Reykjavík eins og annars staðar, og breytingar á fylgi flokkanna vegna stjórnmálaviðhorfsins í landinu valda breytingum á fylgi framboðslistanna í Reykjavík. Sigrar D-listans í Reykjavík 1958 og 1974 voru til dæmis einkum vegna óvinsælda vinstri stjórnanna í landinu. (Allar ríkisstjórnir eru óvinsælar, en vinstri stjórnir eru óvinsælli en aðrar.) En er D-listinn í Reykjavík ósigrandi? Getur borgarstjórnarmeirihlutinn ekki fallið? Borgarstjórnarfulltrúi Alþýðubandalagsins (sem hét áður „Sósíalistaflokkurinn" og enn áður „Kommúnistaflokkurinn"), Sigurjón Pétursson, sagði það nýlega í blaðaviðtali. Við skulum í þessari grein kanna, hvort staðhæfing Sigurjóns eigi við einhver rök að styðjast eða ekki — kanna fylgi borgar- stjórnarmeirihlutans í kosningum, þegar hann hefur unnið sigur í næstu borgar- stjórnarkosningum á undan og þegar Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að ríkisstjórn. Svo er í borgarstjórnarkosningunum 28. maí nk., og svo var í borgarstjórnarkosningun- um 1934, 1942, 1954 og 1966. Bæjarstjórnarkosning- arnar 1934: úr 53,5% í 49,3% og 211 atkv. mun- ur í bæjarstjórnarkosningunum 1930 hafði bæjarstjórnarmeirihlutinn fengið 53,5% atkvæða, og í þingkosningunum 1933 vann Sjálfstæðisflokkurinn sigur, bætti við sig 5 Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri: Nauðsynlegt að allir vinni eigi meirihlutinn að haldast Herbragð andstæðinga okkar að halda því fram að meirihlutinn í borgarstjóm sé öruggur „EINS ok reynslan hefur sýnt. getur allt gerzt í þessum kosningum. og því fer fjarri. að Sjálfstæðisfiokkurinn sé öruKKur með að halda meiri- hluta í borKarstjórn.“ saKdi Hirgir ísleifur Gunnarsson V Þr*™u,fJU6 Reyh^tk.iSr *«»• \ SSfVaSS* * -híUU þeim ••»«' J ' -wki *»• ?,V 1 % |Í.lii6 C.p. »>•>" < “TSgíSs.'SK'ff; »«p' *,nu,n < tru» og po *” 4ftur meiT1. hald* Þ»'r *v ,.*ule»» 8*,ur *' hlutanum V.**u'*» ‘ ,6 slöur eru *k*n*‘ hl',.nn en þ»> n'*'r‘ < borKarstjóri. er MorKunhlaóið bar undir hann ummæli SÍKur jóns I'éturssonar. efsta manns á lista AlþýóubandalaKsins. sem viöhöfó voru eftir honum í hjóóviljanum sföastliöinn lauKardaK- „Hér er auKljós- le^a um herbragó aó ræóa af hálfu andsta'óinKa okkar sjálf- stæðismanna. l»eir halda því nú allir fram. hver í kapp við annan. aó Sjálfstæóisflokkur inn sé öruKKur meó meirihlut- ann. I»etta er til þess gcrt aó skapa andvaraleysi á meóal haráttusveita sjálfstæóis- manna ok jafnframt meóal þess mikla fjölda stuóninRs- manna meirihluta borgar stjórnar. sem eru óflokks- bundnir eóa kjósa jafnvel aóra flokka í þingkosningum.” Birgir sagði að sjálfstæðis- menn hefðu að vísu fenKÍð óvenju RÓð úrslit í kosningun- um fyrir fjórum árum, en hann kvað þá hafa verið allsérstakar aðstæður. Við völd hafi verið vinstri stjórn, sem var mjög óvinsael,- og reynslan í borgar- stjórnarkosningum sýnir, að þegar þannig stendur á, fáum við alltaf betri kosningu þegar hins vegar líkt stendur á og nú, að Sjálfsæðisflokkurinn er í stjórnarforystu, þá hefur það alltaf re.vr.st okkur óhaKstætt í borKarstjórnarkosninKum ok reyndar höfum við aldrei verið nær því að missa meirihlutann en einmitt, þe^ar við höfðum 9 borKarfulltrúa 1966. Þess vegna Kæti sú sa^a endurtekið sig nú, ef sveiflan á annað borð byrjar niður á við. Kr þá útilokað að segja, hvort hún stöðvast við 8 menn eða 7 menn “ „Ek vil þess vegna hvetja alla okkar stuðninKsmenn," sagði borKarstjóri, „að fá ekki slíka Klýju í auKun, þótt andstæðinK- ar okkar haldi þessu fram. Því er nauðsynleKt að allir vinni að sigri, eigi hann að nást í þessum kosningum.- 779 atkv. A þeim munaði því einungis 211 atkv., og bæjarstjórnarmeirihlutinn hefði fallið, ef 347 kjósendur hans hefðu kosið Alþýðuflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn átti á þessum tíma aðild að ríkisstjórn (stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar) með Framsóknar- mönnum, kreppa var í landinu og sundrung með landsmönnum, og mörg bjargráð ríkisstjórnarinnar voru óvinsæl. Borgarstjórnarkosning- arnar 1942: úr 54,7% í 48,7% og 114 atkv. mun- ur í borgarstjórnarkosningunum 1938 vann meiri hlutinn mikinn sigur, fékk 54,7% hans hefðu kosið Alþýðuflokkinn. Sjálf- stæðisflokkurinn átti á þessum tíma aðild að ríkisstjórn (þjóðstjórn Hermanns Jónas- sonar), og var stjórnarsamvinnan við Framsóknarflokkinn mjög umdeild í Reykjavík. Landið var hernumið, og dýrtíð var (eða „verðbólga" á nútímamáli), kjara- deilur harðar og lausung í þjóðlífinu öllu. Borgarstjórnarkosning- arnar 1954: úr 50,8% í 49,5% og 325 atkv. mun- ur í borgarstjórnarkosningunum 1946 vann Hvaö gerist í borgarstjórnarkosning- ungum eftir tvær vikur? Þessi könnun sýnir, að staðhæfing Sigurjóns Péturssonar á ekki við nein rök að styðjast. Við höfum komizt að reglu, og hún er þessi: Stórhætta er á falli borgarstjórnarmeiri- hlutans í Reykjavík, ef Sjálfstæðisflokkur- inn á aöild að ríkisstjórn og hefur unnið góðan sigur í næstu borgarstjórnarkosn- ingum á undan. Það, sem fellir borgarstjórnarmeirihlut- ann í Reykjavík, ef og þegar han : fellur, er andvaraleysið, værðin, sigurvissan. Borgar- stjórnarkosningarnar 1946 og 1970 voru tvísýnar, en fylgismenn D-listans vissu það fyrir þær, þeir börðust allir sem einn. Sá er munurinn á þeim og kosningunum 1934, 1942, 1954 og 1966. En hvað tekur við, ef borgarstjórnarmeirihlutinn fellur? Vinstri stjórn sezt að í Reykjavík. Þrír borgarstjór- ar að minnsta kosti (Björgvin Guðmunds- son, Kristján Benediktsson og Sigurjón Pétursson?), enginn þeirra með nægilega þekkingu á borgarmálum, taka við starfi hins dugandi og vinsæla borgarstjóra Reykvíkinga, Birgis ísleifs Gunnarssonar. Rekstur breytist í árekstur, samvinna í sundrung. Hvorn kostinn kjósa Reykvíking- ar? Eg er sannfærður um það, að meiri hluti þeirra kýs borgarstjórnarmeirihlutann í huganum. En hugi og athöfn eru sitt hvað: Borgarstjórnarkosningarnar 28. maí nk. eru tvísýnar, Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að ríkisstjórn, og D-listinn vann góðan sigur í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þetta veit Sigurjón Pétursson, sem er þaulæfður „pólitíkus". Hvað er maðurinn að gera? Hvers vegna mælir hann gegn betri vitund? Hann er að beita gömlu herbragði — að svæfa andstæðinginn, leggja gildru fyrir hann, koma honum að óvörum. Andstæðing- ur Sigurjóns er sá meiri hluti Reykvíkinga, sem kýs samhentan borgarstjórnarmeiri- hluta. Álþýðubandalagið ætlar að læðast um bakdyrnar inn í borgarstjórnina í kosning- unum 28. maí nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.