Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 25 100 ára minning: Halldór Pálsson frá Heimabœ í Hnífsdal Þegar ég ungur að árum fluttist til Hnífsdals, hafði ég ekki lengi dvalið þar, þegar ég heyrði Heima- bæjarbræðra getið, en svo voru bræður þrír í Heimabæ í Hnífsdal ávallt nefndir, er um þá var rætt í sambandi við útgerð eða sjósókn. Bræður þessir voru: Halldór, Jóakim og Páll Pálssynir, en um þetta leyti og lengi síðan voru þeir þekktir í heimabyggð sinni og vítt um Vestfirði fyrir einstaka afla- sæld og giftu í stórfum sínum. Foreldrar þeirra Heimabæjar- bræðra voru Páll Halldórsson, en hann var kominn af svo nefndri Arnardalsætt, sem var og er fjölmenn hér við Djúp, eins og Vestfirzkar ættir greina frá, og Helga Jóakimsdóttir, þingeyskrar ættar. Fiuttist hún að Djúpi með bræðum sínum, Aðalbirni og Jóakim, sem síðar urðu mjög kunnir borgarar á ísafirði, Aðal- björn sem skipstjóri og Jóakim sem húsasmiður með meiru. Eign- uðust þau alls 8 börn, en af þeim komust 5 til fullorðins ára, þrír synir og tvær dætur, en hin létust ung. Öll hlutu þessi börn hið bezta uppeldi, því að sagt var mér, að foreldrar þeirra hafi verið mjög stjórnsöm á heimili þeirra, svo að orð fór af. Við lát Páls Halldórssonar í Heimabæ tóku þeir bræður, Jóa- kim og Halldór, við útvegi hans og síðar einnig Páll,sem var yngstur þeirra bræðra. Jóakim Pálsson lézt fyrstur þeirra bræðra árið 1914, aðeins hálf-fertugur að aldri, úr lungnabólgu. Mikil gifta þótti jafnan fylgja þeim Heimabæjar- bræðrum í öllum þeirra störfum á sjó og landi. Voru þeir með fyrstu mönnum hér við Djúp til að setja mótorvélar í báta sína, en það skipti, svo sem kunnugt er, sköp- um um alla sjósókn og aflabrögð. Ég ætla nú að festa á blað nokkrar minningar um einn þess- ara merku Heimabæjarbræðra, Halldór Pálsson, sem var þeirra elztur, en aldarafmæli hans er á næsta leiti eða 14. maí n.k. Halldór Pálsson var fæddur að Heimabæ í Hnífsdal 14. maí 1878 og átti þar heima alla sína ævi. Ungur að aldri gekk Halldór í Flensborgarskólann í Hafnarfirði og útskrifaðist þaðan, en gerði síðan útgerð og formennsku að ævistarfi sínu. Halldór Pálsson kvæntist 19. júlí 1902 Guðríði Mósesdóttur frá Múla í ísafirði við ísafjarðardjúp, mestu myndarkonu, er síðan bjó manni sínum fallegt og aðlaðandi heimili í hinu ágæta húsi þeirra í Heimabæ. Frú Guðríður var fædd 6. júlí 1876. Þau hjón Guðríður og Halldór eignuðust 7 börn, en af þeim komust 5 til fullorðins ára, tveir synir og þrjár dætur, allt mesta myndarfólk og góðir borgarar. Eru fjögur börn þeirra nú búsett í Reykjavík, en þau eru: Páll, sem gekk í Kennaraskóla íslands, og gerðist að prófi loknu kennari í Reykjavík, en hefir um langa hríð verið organisti við Hallgríms- kirkju í Reykjavík, Guðmundur sem lauk prófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík og gerðist síðan togaraskipstjóri í Reykjavík, en er nú húsvörður við Iðnskólann í Reykjavík, en dæturnar eru Aðalheiður og Helga, og Margrét, sem er þeirra elzt og býr ennþá í Hnífsdal, allt myndarkonur og vel giftar. Einnig ólu þau hjón upp fósturson, Jóakim Pálsson, kennara í Reykjavík. Halldór Pálsson var ekki í hópi þeirra manna, er vilja skipta sér af sem flestu, heldur helgaði sig óskiptur atvinnuvegi sínum og heill fjölskyldunnar, enda átti hann ágætu heimilislífi að fagna. Kom hann aldrei, að ég held, nálægt opinberum störfum, en leitaði sér sæmdar við að vinna óskiptur að atvinnuvegi sínum, eins og fyrr segir. Halldór Pálsson þótti þegar á fyrstu formannsárum sínum bera af öðrum stéttarbræðrum sínum hér við Djúp. Var hann löngum aflahæstur, ekki aðeins í sinni verstöð, Hnífsdal, heldur og við allt Djúpið. Af því, sem hér hefir verið sagt um Halldór Pálsson, gefur það auga leið, að til hans völdust jafnan dugandi og ötulir hásetar, enda veitti ekki af, því að sjósóknin var stunduð af látlausu kappi allar vertíðir, en þó með gát, ef tilefni gafst til, en Halldór og bræður hans voru veðurglóggir menn, en af því hafði ég spurnir. E.t.v. hefir gætt nokkurs kapps í sjósókn milli þeirra Heimabæjar- bræðra, en ekki vissi ég til, að það yrði þeim að sundurþykkju. Halldór Pálsson var jafnan talinn hafa þá kosti til að bera, sem beztir þykja til að hafa mannaforráð með höndum. Hafði hann ávallt traust háseta sinna vegna fyrirhyggju sinnar og góð- mennsku. Halldór Pálsson var formaður í 32 ár, og má geta sér til, að einhvern tíma hafi gefið á bátinn og Haildór og skipshöfn hans lent í misvondum og vályndum veðrum. Hlekktist honum aldrei á, en tók ávallt land heilu og höldnu, þar til reiðarslagið kom, er varð þess valdandi, að hann og skipshófn hans áttu ekki afturkvæmt til ástvina sinna. I þessu sambandi skal þess getið, að ég hafði einhvern tíma heyrt því fleygt, að Halldór heitinn hafi átt að segja, að hann ætti ekki eftir að drukkna eða farast með skipi sínu. Sjálf- sagt hefir þetta verið mishermt, því að Halldór Pálsson var enginn oflátungur, er hefði fyrrgreind orð að gamanmálum. Halldór Pálsson og skipshöfn hans fórst í róðri 28. marz 1933, og var mikil leit gjörð að þeim, sem bar engan árangur. Þennan dag brast á foraðsveður, sem olli því, að margir formenn áttu í erfiðleikum að ná til hafnar. Efalaust var talið, að hann hafi á sinni lóngu formannsævi hreppt annað eins óveður, en þó fagnað sigri yfir reiðum öldum hafsins. Lengi var vonað í þetta skipti eftir komu Halldórs að landi á báti sínum, Páli, sem var talið gott sjóskip, en sú von brást, er víðtæk leit bar ekki árangur, eins og fyrr segir. í þvílíkum tilfellum, er sjóslys verða, er enginn til frásagnar um það, hvað hefir farið úrskeiðis, svo að líftjón hlýzt af. Um það eru svo mörg dæmin. Við þetta óvænta og hörmulega sjóslys áttu margir í Hnífsdal um sárt að binda, svo sem ekkja Halldórs og börn þeirra, foreldrar og systkini ungu piltanna, sem hurfu í hina votu gröf með formanni sínum. Segja má að við þennan hörmulega atburð hafi íbúar byggðarlagsins drúpt höfði, því að þessu áttu þeir sízt von á, að þessi nafnkunni og reyndi sjósóknari, sem Halldór var, skyldi vera allur. Ég, . sem þessar minningar skrifa, þekkti orðið Halldór Páls- son mjög náið og hafði reynt það, að þar fór heiðarlegur og grandvar maður til orðs og æðis, sem hafði traust allra þeirra mörgu, er höfðu af honum kynni. Halldór var hlýr og léttur í lund og hafði gjarnan. spaugyrði á vórum, ef svo bar til, og gerði oft að gamni sínu við fólk á förnum vegi. Ég held, að það megi fullyrða, að Halldór Pálsson hafi verið þeim eiginleikum búinn, sem prýða mega hvern mann, orðheldinn, traustur og því vin- margur. Þá má ekki gleyma því, að fyrir dugnaðarsakir við sjósókn og aflasæld var hann einn af traustustu hornsteinum sveitar- félags síns. Bar hann því ávallt há gjöld, sem hann greiddi með glöðu geði hverju sinni. Þó að brátt séu nú liðin 45 ár frá þeim atburði, er hér hefir verið greint frá, stendur hann mér og fleirum í Hnífsdal, sem og venzla- fólki öllu, ennþá sem þáttaskil í lífi okkar. Ég vil að síðustu óska þess af heilum hug, að heimabyggð okkar Halldórs Pálssonar eigi eftir að eignast sem flesta hans líka. Einar Steindórsson. Allar ferðir að fyllast! Komið og fáið eintak af stóra fallega ^ferðabæklingnum okkar. Yfir sumartímann er skrifstofan líka opin frákl. 10-12 á laugardögum. Enskunám á Irlandi Námsdvöl í einn mánuð. Gist er á góðum heim- ilum undir eftirliti umsjónarmanna og auk þess að umgangast enskumælandi fólk, verðataltímareinu sinni á dag þar sem kennarar fá nemendur til að tjá sig á enskri tungu. Verð kr. 145.000.- BrottföM.júníogfyrstu vikuna i júlí og ágúst. Golfferö til írlands Vegna eindreginna tilmæla, höfum við ákveðið að efna til sérstakrar golfferðar til írlands 1. - 13. júní. Verð kr. 98.000.-. Innifalið í verði er flug, gisting og morgunverður. TSamvinnu fetóir AUSTURSTRÆT112 SÍMl 27077 ÆSk C9ILANDSYN %//ll\# SKÓLAVÖRÐUSTÍG16 SÍMI28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.