Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978
VALUR GREIÐIR
RÚMA MILLJÓN
í BÍLASTYRKI
STJÓRN Knattspyrnudeildar Vals hefur ákveðið að greiða
leikmönnum meistaraflokks bifreiðastyrk vegna æfinga og
leikja í sumar. Er áætlað að Valur greiði leikmönnum alls
rúma eina milljón króna í bifreiðaafnot f sumar.
Pétur Sveinbjarnarson formað-
ur knattspyrn-udeildarinnar stað-
festi þetta í samtali við Mbl. í gær.
Sagði Pétur að leikmenn æfðu 3—4
í viku hverri auk þess sem þeir
kepptu minnst einu sinni í viku.
Pétur sagði að leikmennirnir
hefðu óhjákvæmilega af þessu
mikinn kostnað vegna ferða til og
frá æfingum og leikjum og hefði
stjórnin ákveðið að taka þátt í
þeim kostnaði. Ef reiknað er með
að 16 leikmenn leiki með Val í
sumar verða þetta minnst 62,500
krónur á mann í sumar.
„Við höfum mikinn áhuga á því
að greiða leikmönnum einnig
vinnutap, sem þeir verða fyrir
vegna æfinga og keppni en við
höfum ekki fjárhagslegt bolmagn
ERILSAMT
TÍMABIL
67. fslandsmótið í knattspyrnu er
haíið. Mót þctta er stærsta og
fjölmennasta iþróttamót, sem hald-
ið er hér á landi og keppt er um allt
land. Ekki er þvi ofsagt, að
framundan sé erilsamt keppnis-
tímabil. í dag fara fram fyrstu
leikirnir í 1. deild, og brátt munu
línurnar skýrast varðandi getu
KARL
SPAIR
SPÁ KARLS ÞÓRÐAR-
SONAR.
1. deild UBK-KA 1-1.
2. deild Ármann — Austri
3-1.
2. deild Reynir — bór 1 — 2.
2. deild Haukarbróttur 1—0.
1. deild bróttur —Akranes
(vildi ekki spá).
1. deild ÍBK-FH 2-0.
1. deild ÍBV —Víkingur 1—0.
liðanna. Á hverjum laugardegi í
sumar munu i Morgunblaðinu
birtast rabb við einn leikmann sem
í eldlinunni verður þá helgina og
hann beðinn um að spá um úrslit
leikja. Við fengum Karl Þórðarson
úr meistaraliði Akraness til að ríða
á vaðið.
Karl sagði að undirhúningur
Skagamanna væri mjög svipaður og
hann hefði verið undanfarin ár.
þeir væru ákveðnir í að verja
Islandsmeistaratitilinn. Allir sterk-
ustu Ieikmenn liðsins leika með og
engin meiðsli hafa átt sér stað.
Ungir efnilegir leikmcnn hafa bæst
í hópinn, en í Ijós kæmi hverju sinni
hver liðsuppstilling yrði. Karl
sagðist álíta að Vestmanneyingar,
Valur og Fram yrðu erfiðustu
mótherjarnir. Hins vegar veit ég að
margt óvænt getur gerst, ég hef þá
trú að mót þetta verði spennandi og
skemmtilegt, sagði Karl.
LEIKIK HELGARINNAR.
LAUGARDAGUR 13. MAl
1. deild Vestmannaeyjarvöllur kl. 15.00 fBV
— VfkinRur (Dómari l>orvardur Björnsson)
1. deild Kópavogsvöllur kl. 15.00 UBK —
KA (Dómari Magnús Pétursson)
2. deild Laugardalsvöllur kl. 14.00 Ármann
— Austri.
2. deild Sandgerðisvöllur kl. 15.00 Reynir —
Wr
2. deild Hvaleyrarholtsvöllur kl. 16.00
Haukar — Þróttur, Neskaupstað.
PRIÐJUDAGUR 16. MAÍ
1. deild Laugardalsvöllur kl. 20.00 Þróttur
— ÍA (Dómari Guðmundur Haraldsson)
1. deild Kellavíkurvöllur kl. 20.00 ÍBK -
FH (Dómari Eysteynn Guðmundsson)
MIDVIKUDAGUR 17. MAÍ
1. deild Laugardalsvöllur kl. 20.00 Valur —
Fram (Dómari Grétar Norðíjörð)
ám
til þess í sumar. Vonandi verðum
við svo vel stæðir næsta sumar að
við getum þá greitt leikmönnum
vinnutap," sagði Pétur.
Þegar Pétur var að því spurður
hvort þetta væri kannski fyrsta
skrefið í átt til hálfatvinnu-
mennsku í knattspyrnu hér á
Islandi svaraði hann því til að hún
kæmi ekki fyrr en félögin hefðu til
þess fjárhagslegt bolmagn að
greiða leikmönnum fyrir leiki
samkvæmt bónuskerfi. Sagði Pét-
ur að félögin væru ekki svo
fjárhagslega sterk í dag að þau
gætu slíkt en hins vegar væri það
spor í rétta átt að geta greitt
leikmönnum hluta af þeim kostn-
aði, sem þeir verða að bera vegna
þátttöku í knattspyrnunni.
— SS.
l£g y
JW \
„4* . *
Ljosm. Mbl.i Kristján Einarsson.
FLESTIRSPÁ
LIÐI IA SIGRI
í SUMAR er ráðgert að a.m.k. sjö fréttamenn skrifi meira og minna um íslandsmótið
í knattspyrnu á vegum Morgunblaðsins. Mun blaðið fjalla um leiki 1. deildarinnar á
Fréttamenn blaðsins munu
fylgjast með öllum leikjum í 1.
deildinni eins og venjan hefur
verið undanfarin ár og einnig með
öðrum leikjum eins og kostur er.
Verður síðan skýrt frá leikjunum
í máli og myndum. Leikmönnum
allra liða 1. deildar verða gefnar
einkunnir frá 1—5 að loknum
hverjum leik og ennfremur verður
dómurum gefin einkunn eftir
frammistöðu að mati þess frétta-
manns, sem fylgist með leiknum.
Sá leikmaður 1. deildar, sem hæsta
meðaleinkunn hlýtur yfir allt
mótið, fær viðurkenningu að loknu
móti og hann mun hljóta hinn
eftirsótta titil „Leikmaður
íslandsmótsins 1978". Til þess að
koma til greina í einkunnagjöfinni
þarf leikmaður að hafa leikið
a.m.k. 10 leiki í mótinu. Þá mun
Morgunblaðið einnig veita marka-
kóngi Islandsmósins styttu að
mótinu loknu eins og undanarin
ár.
í fyrra gerðu fréttamenn Mbl.
það til gamans að spá um lokaröð
liða í Islandsmótinu. Voru skiptar
skoðanir um þetta tiltæki þeirra
og margir voru óánægðir með
spána, sérstaklega þótt aðstand-
endur þeirra liða, sem spáð var
tveimur neðstu sætunum. En það
voru líka margir, sem höfðu
gaman af þessu tiltæki og í trausti
þess að sá hópur sé stærri en hinn
ætla fréttamennirnir að bregða
aftur á leik og spá um lokaröð liða
í 1. deild í sumar. Það skal ítrekað,
að þessi spá er fyrst og fremst til
gamans gerð.
Ágúst I. Jónssoni
1. ÍA
2. ÍBV
3. Valur
4. Fram
5. ÍBK
6. Breiðablik
7. Víkingur
8. Þróttur
9. KA
10. FII
Guðmundur Guð-
jónssoni
1. ÍA
2. Valur
3. ÍBK
4. FH
5. Víkingur
6. Fram
7. ÍBK
8. Breiðablik
9. Þróttur
10. KA
Helgi Danfelsson.
1. IA
2. Valur
3. ÍBV
4. Víkingur
5. Breiðablik
6. ÍBK
7. Fram
9. FII
8. Þróttur
10. KA
Hermann Kr. Jóns-
son.
1. ÍBV
2. ÍA
3. Valur
4. Víkingur
5. Breiðablik
6. ÍBK
7. Fram
8. FII
9. Þróttur
10. KA
Sigtryggur Sig-
tryggsson.
1. IÁ
2. Valur
3. ÍBV
4. Víkingur
5. ÍBK
6. Breiðablik
7. KA
8. Fram
9. -10. Þróttur
9.-10. FH
Steinar J. Lúðvíks-
son.
1. ÍBV
2. ÍA
3. Valur
4. Víkingur
5. Breiðablik
6. Fram
7. ÍBK
8. FII
9. KA
10. Þróttur
Þórarinn Ragnars-
son.
1. ÍA
2. Valur
3. ÍBK
4. Víkingur
5. ÍBV
6. Fram
7. Breiðahlik
8. KA
9. bróttur
10. FH