Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAI 1978
í DAG hefst birting á
fyrirspurnum til boryar-
stjóra oy svör hans við
þeim oy verður þessi
þjónusta veitt fram að
kjördeyi 28. maí . n.k.
Fyrirspyrjendur geta
hrinyt í síma Mbl. 10100
kl. 10—12 f.h. og borið
upp fyrirspurnir sem
boryarstjóri síðan svarar
fljótleya á eftir.
Borgarstjóri
svarar......
Lóðir undir
einingahús
Sigríður Eyjólfsdóttir.
Krummahólum 6:
Mun borgin skipuleggja svæði
í Breiðholti þar sem hægt
verður að byggja einingahús?
Spurning mín snertir bæði
einingahús úr timbri og steypu.
Svari
Reykjavikurborg hefur út-
hlutað sex lóðum til tveggja
fyrirtækja til að reisa á þeim
einingarhús. Annað fyrirtækið
afsalaði sinni lóðarúthlutun, þar
sem það taldi lóðirnar ekki
henta.
Aðrar umsóknir um lóðir til
byggingar einingarhúsa liggja
ekki fyrir og verður afstaða til
málsins tekin, ef umsóknir
berast. Ekkert er því til fyrir-
stöðu að úthluta lóðum undir
slík hús, ef þau uppfylla ákvæði
byggi ngarsamþykktar.
Frágangur
við undir-
göng
Steinunn Ingólfsdóttir. Aust-
urbergi 4:
1. Hvenær verður gengið frá
bökkum undirganganna undir
Norðurfell við Austurberg og
viðlagasjóðshúsin? Þar er oft
mold og aur og nánast illfært í
bleytutíð.
2. Hvenær verður
gengið frá svæði við Norðurfell
gegnt fjölbýlishúsum við Aust-
urberg, þar sem er endastöð
SVR? Þetta er ómalbikað, mikil
umferð er þarna um og óþrifn-
aður stafar af.
Svari
1. Reiknað er með að gengið
verði frá bökkum undirgang-
anna og svæðið snyrt nú í
sumar.
2. Endastöð S.V.R. (snúnings-
pláss) verður malbikuð í sumar.
Baðaðstaða í
Nauthólsvík
Björn Guðmundsson,
Skeggjagötu 16:
Fyrir nokkrum árum var
vinsæll baðstaður í Nauthólsvík
þar til er gefnar voru út reglur
um bann við böðum vegna
mengunar. Nú hefur fólk not-
fært sér nokkuð afrennslisvatn-
ið frá hitaveitugeymunum og
hefur verið vinsælt. Nú er það
góðlátleg fyrirdþurn hvort ekki
mætti sameina þarna tvennt:
Fyrrum gerða baðaðstöðu og
þennan volga læk með nýjustu
hreinsitækjum, koma hér upp
verulega góðri og náttúrulegrri
sjóbaðssundlaug án þess að um
margmilljóna fjárfestingar væri
að ræða?
Svari
Eins og fram kemur í fyrir-
spurninni er sjórinn í Nauthóls-
vík talinn óhæfur til sjóbaða
vegna mengunar frá Fossvogs-
ræsinu og útrása frá Kópavogi.
í sumar á að framlengja
Fossvogsræsið fram í stór-
straumsfjöruborð, en síðar er
ráðgerð frekari lenging þess eða
tenging við nýja útrás vestar á
nesinu nálægt lögsögumörkum
við Seltjarnarnes. Hvor leiðin
valin verður hefur þó ekki verið
ákveðið.
Aðgerðin í sumar á að hindra,
að mengun nái eins langt inn í
voginn og nú er. Eftir þá aðgerð
er samt ekki hægt að reikna með
því, að mögulegt verði að opna
sjóbaðsstaðinn að nýju, enda
liggja enn ræsi út í Fossvoginn
Kópavogsmegin.
Uppsetning hreinsitækja og/
eða bygging Kvíar til að hindra
mengun mun að áliti tækni-
manna kosta mikið fé. Um þetta
atriði liggur þó ekki fyrir
kostnaðaráætlun nú.
Innkaupa-
stofnun
Reykjavíkur
Gunnar Ilauksson. Stelkshól-
um 12:
1. Er ekki Innkaupastofnun
Reykjavíkurborgar sá aðili sem
á að leita eftir hagstæðustu
innkaupum fyrir stofnanir borg-
arinnar?
2. Hvers vegna getur elli-
málafulltrúi borgarinnar ákveð-
ið kaup á gluggatjaldaefnum á
eigin spýtur fyrir íbúðir aldr-
aðra við Furugerð 1 á hærra
verði en ann^irs staðar bauðst?
Svari
1. Svarið er jákvætt, Inn-
kaupastofnun á m.a. að annast
innkaup á vörum og þjónustu,
svo og útboð á verklegum
framkvæmdum fyrir borgarsjóð
og stofnanir Reykjavíkurborgar.
2. Gluggatjaldaefni í 74 íbúð-
ir fyrir aldraða við Furugerði
voru valin af arkitekt hússins að
höfðu samráði við ellimálafull-
trúa. Valið fór fram að undan-
genginni athugun á efnum og
verðkönnun. Félagsmálastofn-
unin gerði síðan tillögu til
Innkaupastofnunarinnar um
kaup á efni, sem talið var
vandaðra og var dýrara en sum
önnur, sem stóðu til boða.
Tillagan var samþykkt á stjórn-
arfundi Innkaupastofnunarinn-
ar og kaupin þá fyrst ákveðin.
Frágangur
viö
Kóngsbakka
Gréta Guðjohnsen,
Jörvabakka 28:
Gengið hefur verið frá í öllum
atriðum hér í Breiðholti I eftir
því sem ég bezt veit, en þó er ein
spilda ófrágengin ennþá og það
er svæðið milli Jörfabakka og
Kóngsbakka. Hvenær má búast
við að það verði lagfært, því það
er fremur hvimleitt að búa við
þetta.
Svari
Svæðið milli Jörfabakka og
Kóngsbakka, þ.e. þríhyrningur
sem afmarkast af þessum götum
og Arnarbakka tilheyrir lóðum
þeirra húsa, sem við göturnar
standa en er ekki í umsjá
Reykjavíkurborgar.
Ef fyrirspyrjandi hefur átt
við svæðið vestan Kóngsbakka
þá er þar svæði á vegum
borgarinnar, sem fyrirhugað er
að planta í og ganga frá nú í
sumar. Þarna er ennfremur
ófrágengin lóð, sem tilheyrir
verzlunum, sem þarna eru.
Safnaðar-
heimili í
Laugarnesi
Ingibergur Þorkelsson.
Kirkjuteigi 5:
Fyrir nokkrum árum stóð til
að byggt yrði safnaðarheimili
fyrir framán Laugarneskirkju,
en hætt var við það vegna
andmæla frá íbúum hverfisins,
og gengu þá undirskriftalistar
til að safna mótmælum. Nú
hefur spurzt að búið sé að
samþykkja í borgarráði að
byggt verði safnaðarheimili? Er
það rétt og ef svo er því er ei
sinnt andmælum hverfisbúa?
Svari
A fundi borgarráðs þ. 12. júli
s.l. var samþykkt tillaga um
safnaðarheimili í Laugarnes-
sókn. Tillaga þessi hafði fengið
jákvæðar undirtektir í skipu-
lagsnefnd. Hin nýja tillaga er í
því fólgin, að byggja safnaðar-
heimilið að miklu leyti neðan-
jarðar. Byggingin verður tengd
sjálfri kirkjunni og þannig fyrir
komið, að lóðin við kirkjuna
hækki ekki frá því sem nú er, en
hæðarmun^-inn, sem kirkju-
tröppurnar mynda, notaðar. Þar
kemur vesturveggur hússins,
sem verður tæpir 2 metrar upp
úr jörðu og er það og tröppurnar
það eina, sem sést. Þakið verður
hellu- og graslagt.
Samkvæmt þessari tillögu
ætti safnaðarheimilið ekki að
vera til ama fyrir nágrannanna,
því það skyggir ekki á neitt.
Rétt er að taka fram, að
mótmæli íbúanna voru gegn
staðsetningu á auða svæðinu
framan við kirkjuna, en nú er
horfið frá þeim hugmyndum.
Fyrstu nemendur Söngskólans í Keykjavík sem útskrifast úr 8. stigi,
en með þeim á myndinni er Garðar Cortes óperusöngvari og
skólastjóri Söngskólans og Þuríður Pálsdóttir óperusöngvari og
kennari við Söngskólann. Myndina tók Friðþjófur á tröppum
Söngskólans við Laufásveg.
Fernir tónleikar
Söngskólans
FIMMTA starfsári Söngskólans í
Reykjavík er senn að Ijúka. í
vetur stunduðu 75 nemendur nám
við skólann, í söng, tónheyrn.
nótnalestri. tónfræði, tónlistar-
sögu og píanóleik. Nemendur
skólans þreyttu í fyrsta sinn í
sögu skólans próí í 8. stigi í söng,
en því stigi þarf að ná til að
komast í kennaradeild skólans.
12 þeirra nemenda sem tóku
prófið halda tónleika dagana 15.,
16., 18., og 20. maí.
15. maí klukkan 17 halda Kristín
Sigtryggsdóttir, Hrönn Hafliða-
Sýna á Kjar-
valsstöðum
í DAG kl. 15.00 verða opnaðar
tvær myndlistarsýningar á Kjar-
valsstöðum og verða þær opnar á
morgun og annan dag hvítasunnu
kl. 14—16 og síðan kl. 16—22 og
lýkur þeim báðum 21. maí.
Það eru þeir Hörður Karlsson og
Sigurður Örlygsson sem sýna verk
sín, og nefnir Hörður sýningu sína
Fjórar árstíðir og eru á henni 54
verk en Sigurður sýnir 40 ve,-k
flest unnin á þessu ári.
Kosningahá-
tíð með ungu
fólki
UNGIR sjálfstæðismenn í Reykja-
vík efna til kosningahátíðar með
ungu fólki á mánudagskvöld
klukkan 20.30. Vilja ungir sjálf-
stæðismenn með þessu stuðla að
kynningu milli frambjóðenda
D-listands til borgarstjórnar og
ungra kjósenda. Borgarstjóri,
Birgir Isleifur Gunnarsson, Bessí
Jóhannsdóttir, Davíð Oddsson og
Björgvin Björgvinsson munu
mæta til hátíðarinnar. Þá verða
einnig fjölbreytt skemmtiatriði og
dans.
Ráðstefna
um sveitar-
stjórnarmál
SAMBAND ungra sjálfstæðis-
manna gengst í dag fyrir ráð-
stefnu um sveitarstjórnarmál.
Ráðstefnan er fyrst og fremst
ætluð fyrir unga frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins við sveitar-
stjórnarkosningarnar í þessum
mánuði. Á ráðstefnunni verða
flutt fjölmörg erindi, en ráðstefnu-
stjóri er Bessí Jóhannsdóttir.
dóttir og Jóhanna Sveinsdóttir
tónleika í Norræna húsinu.
16. maí klukkan 18 halda Jónina
Gísladóttir, Ragnheiður E.
Bjarnadóttir og Eyjólfur Ólafsson
tónleika í Norræna húsinu.
18. maí klukkan 17.30 halda
Sigrún Andrésdóttir, Alice
Boucher og Elisabet F. Eiríksdótt-
ir tónleika í Norræna húsinu.
20. maí klukkan 14.30 halda
Valgerður Gunnarsdóttir, Matt-
hildur Matthíasdóttir og Ásrún
Davíðsdóttir tónleika í Norræna
húsinu. Tónleikarnir eru opinberir
og allir velkomnir.
Þetta geröist
13. maí
1976 — Carter forseti hvetur til
hanns við kaupum og sölu
kjarnorkuvera.
1973 — Nítján þjóða viðræður
í Vín um fa>kkun herja í
Hvrópu.
1971 - Fawzi hermálaráðherra
og fimni aðrir egypzkir ráðherr-
ar segja af sér.
1968 — Viðræður um frið í
Víetnam hefjast i I'arís.
1958 — 'Grjótkast á bifreið
Nixons varaforseta í Caracas.
1910 — Churchill flytur ræðu
um „blóð, svita og tár“ —
Vilhelmína Hollandsdrottning
flýr til London.
1927 — „Svarti föstudagur" í
Þýzkalandi: Efnahagskerfíð
hrynur.
1915 — Bandaríkin mótmæla
árásinni á „Lúsitaníu".
1876 — „Berlínar-greinargerð-
in“ um vopnahlé og umbætur í
Tyrkjaveldi.
1871 — Páfi lýstur friðhelgur,
Vatikanið lýst eign hans.
1816 — Bandaríkin segja
Mexíkó formlega stríð á hendur.
1809 — Napoleon tekur Vín.
1613 — Cromwell sigrar kon-
ungssinna við Grantham.
1619 — Oldenbarneveldt líflát-
inn: Moritz af Óraníu allsráð-
andi í Hollandi.
1607 — Fyrsta varanlega enska
nýlendan i Norður-Ameriku, —
Jamestown, Virginíu — stofnuð.
1503 — Spánverjar sigra
Frakka og sækja inn i Napoli.
Afmæli dagsisi Alphonse
Daude, franskur rithöfundur
(1840 — 1897) — Sir Arthur
SuIIivan, brezkt tónskáld (1842
— 1900) — Sir Ronald Ross,
brezkur vísindamaður (1857 —
1932) — Joe Louis, handarískur
henfaleikakappi (1914 — —) —
Daphne du Maurier, hrezk
skáldkoná (1907 — —).
Orð dagsinsi Gailinn við lógin
eru lögfræðingar — Clarnece
Darrow, bandarískur •lögfræð-
ingur (1857 - 1938).