Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 ROYAL ávaxtahlaup Góöur eftirmatur LeysiS upp inni- hald pakkans í 1 bolla af sjóo"- andi vatni og bœtið í 1 bolla af köldu vatni. Helli.S í mót. RIP 8292 Stúdentarósin nýjasta nýtt Glæsileg stúdentagjöf. Stúdentarósin er handsmíðuð úr 14 k. gulli. Hálsmen, prjónn úr og skartgripir. JÓN OG ÓSKAR Laugaveg 70 sími 24910. SIMCA 1100 SIMCA 1100 er einn duglegasti litli fímm manna fólksbillinn á iandinu, sem eyðir 7,56-1. á 100 km. SIMCA I1(K) kemst vegi sem vegleysur, enda frarahjóladrifinn bfli, búinn öryggispönnura undir vél, gírkassa og benzíngeymi oger u.þ.b. 21 cm. undir lægsta punkt. Þetta er bíllinn sem þú ert að leita að, ekki satt? I Hafið samband við okkur strax í dag. CHRYSLER SIMCA1100 imxi $3 \ft>k ull hf, Ármúla 36 - 84366 Solumenn Chrysler-sal 83330/83454. Guðrún Jónsdóttir frá Fagranesi: Athugasemdir og leiðrétting- ar við bækur Tryggva Emilssonar — Fátækt f ólk Tilefni þessa pistils, er það að ég skrifaði Tryggva Emilssyni bréf, þegar ég hafði lesið bókina Fátækt fólk. Skoraði ég á hann að leiðrétta villurnar, er hann gaefi út næstu bók. Það hefur hann ekki gert, svo að ég ætla að leyfa mér að gera það. Fyrst eru það þá mannanöfnin. Tryggvi segir Þorstein sem bjó á Gili í Öxnadal (þegar Emil flutti í Bakkasel) vera Mangússon, en hann var Halldórsson. Guðrúnu á Bessahlöðum segir hann vera Marsdóttur, en hún var Þorláks- dóttir. Stefán í Þverbrekku segir hann Sigurðsson, en hann var Guðmundsson. Tryggvi segir konu Sigvalda á Rauðalæk hafa heitið Sigurlaugu. Hún hét Guðrún, en dóttur áttu þali, er Sigurlaug hét. Vík ég þá að Geirhildargörðum. Vorið 1917 fluttu þaðan börn Kristins og Maríu, sem lengi voru búin að búa þar. Þetta vor fluttu þanfíað Jón Baldvinsson og Guð- rún Hallgrímsdóttir. Annan dag í páskum 1918 féll snjóflóð á bæinn. Fólkið var allt í baðstofunni, hjónin og dóttir þeirra 5 ára. Þær mægður voru að horfa út um gluggann, sem vissi að fjallinu, og sáu þegar snjóflóðið fór af stað. Fólkið flýtti sér úr baðstofunni fram göngin út. Hvorki sakaði menn né skepnur, en það fór dálítil gusa á baðstofugluggann og braut hann, því komst dálítill snjór inn. Aðalsnjóflóðið fór á búrið og hesthús, sem gekk lengra suður en baðstofan. Norðan við bæjardyrn- ar var fjós, kýr voru inni, en þær sakaði ekki. Fólkið flýði bæinn og settist ekki að aftur og var því ekki árið þar út. Jón er dáinn fyrir mörgum árum, en Guðrún er á Elliheimilinu Hlíð á Akureyri. Þá býr dóttir þeirra Þorbjörg á Akureyri. Geirhildargarðar voru í eyði í þrjú ár, en 1921 fluttust þangað roskin hjón, Kristján og Helga, sem voru búin að eiga heima á ýmsum bæjum í dalnum. Tryggvi segir þau hafa búið þar, er snjóflóðið féll, en það er ekki rétt. Kristján og Helga áttu einn son, Jóhann. Hann var þá fullroðinn og var að læra húsasmíði. Margir eldri Akureyringar og Reykvíking- ar munu kannast við hann. Þá segir í bókinni Fátækt fólk, að þegar faðir minn Jón Sigur- bjarnason fluttist að Geirhildar- görðum 1929, hafi hann orðið að stinga út af baðstofugólfinu. Ekki man ég til þess, að hann hafi mokaö út af gólfinu, enda var hann þar kunnugur, að hann vissi, að þar var trégólf, en áður en hann fluttist þangað bjuggu þar annálaðar þrifnaðarkonur Guðrún Hallgrímsdóttir og Helga Bjarna- dóttir. Mér finnst gæta tilhneygingar hjá Tryggva til að gera myndina af lífi fólks á þessum árum full dökka, ekki síst þeirra, sem unnu sig upp úr fátæktinni, með dugn- aði og fyrirhyggju án þess að hafa nokkuð af öðrum, og voru fremur veitandi en þurfandi. Lýsing hans á föður mínum og okkur í Fagra- nesi er langt frá því að vera rétt. Ég ætla að bregða hér upp mynd úr Öxnadal, frá því ég var að alast upp, en ég er einu ári eldri en. Tryggvi. Þannig stóð á hjá þeim Elinborgu og Jónasi á Varma- vatnshólum, að þau voru mjólkur- laus um tíma að vetri, og áttu þá mörg börn. Faðir minn átti tvær fullorðnar kýr og kvígu, sem var nýborin að fyrsta kálfi. Hann selur þeim nú kvíguna á mun lægra verði en gerðist á þeim árum. Mörgum árum seinna, þegar faðir minn var búinn að kaupa Geir- hildargarða og farinn að búa þar, þá átti hann ekki kú fyrsta árið þar. En Jónas, sem þá var búinn að kaupa Hraun í Öxnadal, kom þá margoft með mjólk og smjör og gaf honum. Faðir minn fór að fárast yfir að taka við þessu nema borga fyrir það, en þá sagði Jónas: „Þú átt þetta hjá mér, ég er ekki búinn aö gleyma því, þegar þú seldir mér kúna, og ég var mjólkurlaus á Varmavatnshólum, og reyndist líka mesta þarfa- skepna." Ég minnist líka þess, aö þegar menn urðu mjólkurlausir um tíma, þá hlupu nágrannarnir undir bagga. Aldrei man ég eftir, að Oxndælingar seldu hver öðrum mjólk. Það þótti nýnæmi að fá nýjan fisk, það var ekki svo oft farið í kaupstað, og ef einhver fór og kom með nýjan fisk, þá þótti jafnsjálfsagt að gefa öðrum í soðið og borða sjálfur. Það vil ég leiðrétta í seinni bókinni, að Sigurbjörg Sigurðar- dóttir stjúpdóttir Baldvins á Hálsi hafði flutt með honum að Naust- um við Akureyri, tvítug að aldri. Það er ekki rétt, við vorum jafn gamlar og gengum til spurninga til séra Theódórs á Bægisá vorið 1915. Var hún þá lasin, með bólgna eitla á hálsinum. Áður en fermt var, veiktist hún og var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þaðan var hún send að Vífilsstöðum, og dó hún þar seint um sumarið. Guðrún Jónsdóttir. frá Fagranesi. Frá stofnfundi JC Vík. Þórhildur Gunnarsdóttir forseti situr fyrir miðju í fremri röð. Stofnað JC-félag, sem eingöngu er skipað konum JUNIOR Chamber Reykjavík hélt stofnfund fyrsta JCfélags- ins .sem eingöngu er skipað konum, að Hótel Loftleiðum í apríl s.l. Hlaut félagið nafnið JC Vík og var fyrsti forseti þess kjörinn Þórhildur Gunnarsdótt- ir. Margar konur gengu í félagið á fyrstu fundum þess. í fréttatilkynningu frá Junior Chamber á íslandi segir að hreyf- ingin hafi fest rætur á íslandi árið 1960. Hafi hreyfingin verið í stöðugum vexti og séu meðlimir nú um 800 áð tölu á öllu landinu. JC-hreyfingin á íslandi hefur fram til þessa eingöngu verið skipuð karlmönnum. í fréttatilkynningunni segir ennfremur: „í JC, sem nú telur um 800 félaga, er ungt fólk í þroskandi félagsstarfi.'Meginstarf JC felst í kynningar- og þjálfunarnámskeið- um, t.d. ræðunámskeið, fundar- reglur, raddbeiting, stjórnþjálfun og stjórnendaþjálfun. í JC lærir ungt fólk að taka skjótar, skipu- legar ákvarðanir til að nýta betur tíma sinn og annarra. JC starfar að ýmsum framfara- málum síns byggðarlags (borgar, bæjar-, héraðs) með hagnýtum verkefnum og kynningu þjóðþrifa- mála, þar sem afstaða íbúanna ræður framgangi þeirra."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.