Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.05.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1978 11 Þjóðleikhúskórinn hlaut Meraiingarsjóðsstyrkinn AÐ LOKNUM afmælistónleikum Þjóðleikhúskórsins 8. maí s.l. sem haldnir voru í tilcfni af 25 ára afmæli kórsins. afhenti Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri, Þjóðleikhúskórnum styrk úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins. leikhúskórsins, söngfólki hvatningar og uppörvunar. til Þorsteinn Sveinsson, formaður Þjóðleikhúskórsins, tók við styrknum og þakkaði fyrir hönd kórsins. Hlutskipti Þorsteinn Sveinsson, formaður Þjóðleikhúskórsins, tekur við styrknum úr hendi Þjóðleikhússtjóra, Sveins Einarssonar. Er þar um nýmæli að ræða þar sem styrkur þessi hefur jafnan áður verið veittur einstökum listamönnum innan Þjóðleikhúss- ins, segir í frétt frá Þjóðleikhús- inu. Styrkupphæðin nemur 300 þús- undum króna og lét Þjóðleikhús- stjóri svo um mælt við afhendingu styrksins, að honum fylgdi sú ósk sjóðsstjórnar, að upphæð þessi yrði vísir að utanfarasjóði Þjóð- Menningarsjóður Þjóðleikhús- kórsins var stofnaður á vígsludegi leikhússins 20. apríl 1950 og var fyrst úthlutað úr honum 1958. Hlaut Róbert Arnfinnsson fyrsta styrkinn. Síðustu árin hefur verið úthlutað úr honum árlega og hafa 33 listamenn hlotið styrk úr Menningarsjóðnum. I sjóðsstjórn eru auk Þjóðleik- hússtjóra Hörður Bjarnason og Guðrún Þ. Stephensen. Stutt saga eftir INGIMAR ERLEND SIGURÐS- SON $9 Tveir menn mœttust áförnum vegi. Annar bar ífangi sér þúfufagurgrœna. Hinn bar % fangi gríðarmikið fjaO. Þeir námu staðar og horföu undrandi hvor á annan — hvor á annars byrði. ,flvers vegna berð þú svo létta byrði?" spurði sá sem barfjallið. ,petta er 60, mín jarðneska eign," svaraði hinn. Ekki er það nú mikið." „O. ég veit ekki," sagði þúfuberi og spurði svo: ,Hvers vegna berð þú svo þunga byrði?" J>etta er mínjarðneska eign," svaraði fjaOberi. ,fiað er misskipt miOi manna," sagði þúfuberi. „Viltu kannski skipta við mig?" spurði fjaOberi. er orðinn svo þreyttur að bera þessu þungu byrði." Ég er til í það," sagði þúfuberi. ,Ég er lítiðfarinn að lýjast." Að svo mæUu skiptu þeir um byrði og kvöddust með virktum, báðir ánægðir með býttin. Þeir höfðu naumast hreyft sig úr sporum, þegar undur og stórmerki gerðust: Sá sem áður bar þufu burðaðist við að taka skrefmeð fjaOið en sökk ofan íjörðina undan þunga þess. Hann hélt svofast utan umfjaUiðað það sökk með honum. Ekkert stóð upp úr nema blátindurinn — á stærð við þúfu. Sá sem áður barfjaO tókst samtímis á loft með þúfuna. Með því að hann var hið mesta hraustmenni greip hann annarri hendi íjörðina heljartaki og hélt sérföstum. Átakið var svo mikið að hann teygðist aUur og þrútnaði. Unz hann var orðinn á stærð viðfjall — með þúfufagurgræna á tindinum. tö*í$ frá HUSAVIK til þeirra sem hyggja á funda- eða ráðstefhuhald Fundarstaður: Tímabil: Tímalengd: Fjöldi þátttak.: Verð: Innifalið í verði: ¦ Hótel Húsavík Fram að 15. júní og eftir 30. ágúst Tveir sólarhringar 10 - 100 manns Kr. 26.324.-* og 28.828.-** á mann Flugferðir til og frá Húsavík. Flutningur milli flugvallar og Hótels Húsavíkur. Gisting og fullt fæði. Afnot af fundarsölum og hjálpartækjum. * Málsverðir í veitingabúð ** Málsverðir í veitingasal. Hótel Húsavík er löngu lands- Húsavík er friðsæll kaupstaður þekkt fyrir vandaða og góða í nánd við víðfrægar ferða- þjónustu. Þar eru 34 herbergi, mannaslóðir. Þaðan erauðveltað veitingasalur og veitingabúð, fara í stuttar skoðunarferðir. notalegur bar og setustofa. Einnig Hér er því kjörið tækifæri fyrir þá er á staðnum sundlaug og sauna. sem vilja sameina skemmtun og starf. HOTEL, -------------------- ^LW HUiJjAWll^Húsavík Simi 9641220 Simnefni: Hotelhusavik Telex2152fyrirHH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.