Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 16. JUNI 1978 13 Meðalbóndinn greiðir 30 þúsund krónur með smjörinu á mánuði Horfur á jafnstóru smjörQalli 1 haust og sL haust HVER meðalbóndi greiðir nú mánaðarlega 30 þúsund krónur með smjöri til neytenda. Alls kostar þessi niðurgreiðsla bænda- stéttina um 90 milljónir á mánuði en hvert kíló smjörs er nú greitt niður um 1874 krónur og af því greiða bændur 864 krónur og ríkissjóður 1010 krónur en út- söluverð í smásölu á einu kílói smjörs er 880 krónur miðað við fyrsta verðflokk. brátt fyrir útsöiu á smjöri hafa birgðir þess farið vaxandi síðustu vikur og eru nú allar horfur á að í haust verði smjörbirgðir ekki minni en sl. haust og þá jafnvel 100 til 150 tonnum meiri. Smjör hækkaði ekki við síðustu verðbreytingu á búvörum en þá átti grundvallarverð þess að hækka um 318 krónur hvert kíló. Þess í stað var samþykkt í sexmannanefnd að kannað yrði hvort rétt væri að breyta heildar- verðhlutfallinu milli nýmjólkur Kólera í Zaire BrUssol 15. júní. AP. Reuter BELGÍSKA heilbrigðisráðuneyt- ið tilkynnti í dag að 68 Afríku- menn hefðu látið lífið úr kóleru. sem nú geisar í Kivuhéraði í austurhluta Zaire. Ráðuneytið sagði að kólerufar- aldurinn væri í rénun, en bætti við að mjög skorti lyf og sjúkragögn. I gær samþykktu 10 ríki í Brussel að senda Zaire-stjórn matvæli og lyf að verðmæti 117 milljón dollara, eða jafnvirði um 30 milljarða króna. Handritasýn- ing opnuð í Árnagarði STOFNUN Árna Magnússonar opnar handritasýningu í Árna- garði laugardaginn 17. júní og verður sýningin opin í sumar að venju á þriðjudögum, fimmtudög- um og laugardögum kl. 2—4. I fréttatilkynningu frá Stofnun Árna Magnússonar segir að þar verði til sýnis ýmsir mestu dýr- gripir íslenskra bókmennta og skreytilistir frá fyrri öldum, meðal annarra Konungsbók Eddukvæða, Flateyjarbók og merkasta handrit íslendingasagna, Möðruvallabók. og vinnsluvara úr mjólk og hætta að miða verðið að mestu við fituinnihald. Ekki liggja enn fyrir neinar niðurstöður af því starfi. „Ég tel að bændur þoli ekki þessar greiðslur og það verði að breyta þessu sem allra fyrst," sagði Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda, í samtali við blaðið, en fjár til að standa undir þessum niðurgreiðsl- um er af hálfu bænda aflað með verðjöfnunargjaldi á innvegna mjólk, sem nú er 5,50 krónur á hvern lítra. Að sögn Gunnars stendur þessi ákvörðun um verð- jöfnunargjald til 1. júlí n.k. en þá verður gjaldið endurskoðað og eru allar líkur á að það verði að hækka, ef ekki verður fundin lausn á verðlagningunni. „Við vonum að starfi þeirrar nefndar, sem falið var að kanna þetta mál ljúki sem fyrst en þá kann að vera eftir að semja um þessi atriði bæði innan sexmannanefndar og við ríkisvald- ið. Á þessu stigi verður ekkert fullyrt hvenær einhver breyting verður á þessum málum," sagði Gunnar. Sem kunnugt er hófst útsala á smjöri upp úr miðjum janúar á þessu ári og var þá ætlunin að selja á niðursettu verði 500 tonn en nú hafa samtals verið seld rúmlega 800 tonn. í samtali við Óskar H. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóra Osta- og smjörsöl- unnar, kom fram að um síðustu mánaðamót námu birgðir af smjöri 700 tonnum en voru á sama tíma í fyrra 400 tonn. Minnstar urðu birgðirnar á vormánuðum í ár, 588 tonn, og sagði Óskar að nú væri sýnt að birgðir væru teknar að hrannast upp og gera mætti ráð fyrir, að smjörþirgðir yrðu svipað- ar í haust og fyrrahaust eða 1200 til 1300 tonn og liklega yrðu þær 100 til 150 tonnum meiri en í fyrrahuast. Aðspurður um, hvað hann teldi að nú væri til ráða, sagði Óskar, að hér væri vissulega veruleg spurning um verðlagningu var- anna en þó væri ekki víst að eftirspurnin af hálfu neytenda færi alveg eftir verðinu. Þá mætti einnig.hugsa sér að breyta til hjá mjólkurbúunum meira en þau hafa að undanförnu verið látin einbeita sér að framleiðslu osta. „Helst hugsa menn til þess að nýja Mjólkursamlagið á Akureyri gæti farið mjög verulega út í ostafram- leiðslu en byggingu þess verður væntanlega ekki lokið fyrr en á næsta ári. Þá mætti einnig með endurbyggingu fleiri mjólkursam- laga auka framleiðslu annarra mjólkurafurða en smjörs en til þess þurfa mjólkursamlögin að fá aukna fjármagnsfyrirgreiðslu," sagði Óskar. Sjötíu fræði- menn rita í nýtt fræðirit Á VEGUM Stofnun Árna Magnús- sonar á íslandi er nú kominn út síðari hluti Sjötíu ritgerða, afmæl- isrits sem helgað er dr. Jakobi Benediktssyni sjötugum. Ritið er alls á níunda hundrað blaðsíður og í það rita sjötíu fræðimenn um ýmis efni á sviði íslenskra fræða. Áskrifendur geta vitjað bókar- innar til Bókaútgáfu Menningar- sjóðs. Lögregla á verði í Soweto JóhannesarborK. 15. júní. Reuter. HÁLFGERT umsátursástand ríkti í dag í blökkumannabænum Soweto þar sem lögregla hefur hert á baráttu sem hún segir beinast gegn glæpum réttum tveimur árum eftir hinar blóðugu kynþáttaóeirðir í bænum. Vopnaðir lögreglumenn voru á verði við vegatálma sem voru reistir í bænum og á mörkum hans og stöðvuðu hundruð blökku- manna sem þeir yfirheyrðu leituðu á og handtóku í sumum tilfellum. En lögreglan neitaði því að aðgerðirnar stæðu í sambandi við sorgarhátíð, sem leiðtogar Soweto hafa boðað á tveggja ára afmæli kynþáttaóeirðanna, um rúmlega 500 blökkumenn sem biðu bana. Jafnframt bannaði stjórnin í dag „The Woice", kristið vikublað sem er skrifað fyrir blakka lesendur. Þetta er fyrsta blökku- mannablaðið sem er bannað síðan þaggað var niður í „The World“ i október og ritstjórinn Percy Quoboza var handtekinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.