Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.06.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978 27 Kjósini Gísli Jónsson leikur á píanóið í Félagsgarði í Kjósinni. þar sem íerðamennirnir drukku kaffi og sungu með heimamönnum. Mosfellssveiti Ferðamennirnir fóru í heimsókn til Sverris Haraldssonar listmálara og Steinunnar Marteinsdóttur leirkerasmiðs í Ilulduhólum, og sýndi Sverrir þeim húsið. Oddur læknir ræðir við listamanninn. Mosfellssveiti Útiskreytingar iistamannanna Sverris og Steinunnar að Hulduhólum skoðaðar. Seltjarnarnesi Sýning Listaklúbbs Seltirninga á myndlist í Valhúsaskóla skoðuð. Sjálfstæðismenn á Nesinu náðu mjög góðri kosningu, hlutu 5 af 7 sætum í bæjarstjórn. Verður stórmarkaður reistur á Akureyri AÐALFUNDUR Kaupfélags Ey- firðinga var haldinn í Samkomu- húsinu á Akureyri dagana 9. og 10. júní s.l. Rétt til fundarsetu höfðu 228 fulltrúar frá 25 félags- deildum en mættir voru 220 fulltrúar frá 22 deildum. Auk þess sátu fundinn allmargir félagsmenn aðrir, svo og ýmsir starfsmenn féiagsins. Fundarstjórar voru kjörnir Vernharður Sveinsson Akureyri og Valdimar Bragason Dalvík en fundarritarar þeir Haraldur M. Sigurðsson Akureyri, Þór Hjalta- son Akri og Hreinn Bernharðs- son Ólafsfirði. Kaupfélagsstjórinn, Valur Arn- þórsson, las reikninga félagsins og gerði grein fyrir rekstri þess. Heildarvelta félagsins og fyrir- tækja þess jókst um 43,2% frá fyrra ári eða úr 11,8 milljörðum króna í tæplega 16,9 milljarða króna. Heildarlaunagreiðslur fé- lagsins og fyrirtækja þess á s.l. ári námú röskum 1.9 milljarði króna, en fastir starfsmenn í árslok voru 788. Bókfærður stofnkostnaður félagsins á árinu var alls 561 milljón króna. Til ráðstöfunar á aðalfundi var rekstrarafgangur að upphæð 35,6 milljónir króna, en fjármuna- myndun ársins var alls u.þ.b. 180 milljónir króna. Aðalfundurinn samþykkti að úthluta og leggja í stofnsjóð félagsmanna 3% af ágóðaskyldri úttekt þeirra 1977 og að leggja skyldi 4 milljónir króna af rekstrarafgangi í Menningar- sjóð KEA að meðtöldum tekjuaf- gangi frá Efnagerðinni Flóru. Ennfremur samþykkti fundurinn að úthluta 4% arði af úttekt félagsmanna í Stjörnu Apóteki. í skýrslu Menningarsjóðs KEA kom fram, að úthlutað hafði verið 8 styrkjum að upphæð samtals 1,4 millj. króna á nýafstöðnum fundi sjóðsstjórnarinnar. Á aðalfundinum var eftirfar- andi tillaga samþykkt: „Aðalfund- ur Kaupfélags Eyfirðinga haldinn 9. og 10. júní 1978 felur stjórn félagsins að gangast fyrir víðtækri könnun á afstöðu viðskiptavina • félagsins til þeirrar verslunar- þjónustu sem félagið veitir á félagssvæðinu. Athugun þessi beinist annars- vegar að þjónustu félagsins að því er tekur til dagvöru og sérvöru, hvað sé til fyrirmyndar og hvað mætti betur fara. I því sambandi verði sérstaklega kannað hvort viðskiptavinir félagsins leggi meira upp úr fjölbreytni í vöruvali þó það geti leitt til þess að verðlag verði hærra en ella. I annan stað verði kannað hver sé afstaða félagsmanna og við- skiptavina félagsins til þeirrar þróunar síðustu ára að hafa verslanir færri en stærri. Einnig verði kannað hvort áhugi sé fyrir því að reistur verði svonefndur stórmarkaður á Akureyri. Stjórnin leggi niðurstöður þess- arar könnunar fyrir næsta aðal- fund félagsins." Tillaga um sameiningu Kf. Ólafsfirðinga og Kf. Eyfirðinga var samþykkt samhljóða, en slíka tillögu þurfa tveir félagsfundir í röð að samþykkja. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Hjörtur E. Þórarinsson Tjörn og Sigurður Óli Brynjólfs- son Akureyri, en þeir voru báðir endurkjörnir. Einnig voru endur- kjörnir í varastjórn þeir Sigurður Jósefsson Torfufelli og Jóhannes Sigvaldason Akureyri. Hilmar Daníelsson Dalvík var endurkjör- inn endurskoðandi, en Jóhann Helgason Akureyri var kjörinn varaendurskoðandi. Séra Birgir Snæbjörnsson var endurkjörinn í stjórn Menningarsjóðs KEA svo og þau Hólmfríður Jónsdóttir menntaskólakennari og Jóhannes Sigvaldason ráðunautur. Þá voru kjörnir 17 fulltrúar á aðalfund Sambands íslenskra Samvinnufé- laga. Christian Dior Snyrtivörukynning Sérfræöingur kynnir og ráöleggur val á Christian Dior snyrtivörum í Hafnarborg, Strandgötu 31, Hafbarfiröi, í dag föstudag 16. júní kl. 2—6. U tankjörstaðakosning Utankjörstaöaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins er Valhöll, Háaleitisbraut 1 — Símar 84751,84302,84037. Sjálfstæöisfólk! Vinsamlega látiö skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem veröa ekki heima á kjördegi. Utankjörstaöakosning fer fram í Miöbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur óskar eftir sölufólki til að selja merki þjóðhátíðardagsins 17. júní. Sölufólk komi að Fríkirkjuvegi 11 á 17. júní kl. 10. Góð sölulaun. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur. Bruce Springsteen: Darkness At íne EDGi EDGE On The Town Það hefur tekið Bruce Springsteen 2'h ár aö fullgera þessa Piötu, og viö getum fullyrt aö vert vaeri aö bíöa í annaö skipti jafnlengi eftir annari eins plötu og þessari. Hún kom út fyrir sex dögum í Bandaríkjunum og auövitaö var hún komin til okkar þrem dögum síöar. Og nú er komiö aö þér aö sýna skjót viöbrögö líka! Hljomdeild Karnabæjar Laugavegi 66 S. 28155. Glaatibæ S. 81915. •' itti Auaturstræti 22 ' Á S. 28155. Heildsölubirgdir Steinar hf. S. 28155 — 19490.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.